Þjóðviljinn - 20.08.1983, Side 28

Þjóðviljinn - 20.08.1983, Side 28
UOÐVIUINN Helgin 20.-21. ágúst 1983 ídag laugardaginn 20. ágúst 1983, eru mikil hátíöahöld á Akureyri í tilefni af 60 ára af- mæli Sambandsiðnaðarins á staðnum. Hátíðahöld verða á verksmiðjulóðinni og veitingarog skemmtiatriði á vegum fyrirtækisins og Starfsmannafélags verk- smiðjanna. Klukkan 12.30 verður blásið í gufuflautu eins og tíðkaðist að flauta í til vinnu fyrir stríð. Almenningi gefst kostur á að skoða verk- smiðjurnar og sjá hvernig f ramleiðslan fer f ram, til klukkan þrjú en þá verður hátíðin sett. Hjörtur Eiríks- son framkvæmdastjóri flytur ræðu og síðan verður Þor- steinslundur vígðurog kop- arskjöldur afhjúpaður í virðingarskyni við starfsfólk verksmiðjanna fyrr og síðar. Eftir það verður farið í reip- tog og tískusýning og mynd- bandasýning um starfið í verksmiðjunum. Allan tímann geta börnin skemmt sér í leiktækjum og horft á trúða. 60 gasfylltum blöðrum verður svo sleppt. Er ætlun aðstandenda áð hafa þetta veglega fjölskylduhátíð fyrir bæjarbúa og bændur og bú- alið úr nærsveitum. í prjónastofu Ullariðnaðardeildar var búið að sauma 127.711 flíkur 30.6.83 og fer sú framleiðsla mest í útflutning. Um 100 tegundir af flíkum eru framleiddar, oft í þrem stærðum og þrem litum, samtals 900 afbrigði. Unnið er á tveimur vöktum til 10 á kvöldin, eftir einstaklingsbónuskerfl. Aöalsimi Þjóövlljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag tll föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn Aöalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiöjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 leiddar ýmsar gerðir af sumar- og kuldaskóm undir vörumerkinu Act. Vakti mikla undrun blaða- manns að sjá framleiðsluna en jDetta er eina skóverksmiðja lands- ins. Allar vörur Fataiðnaðar- deildar er seldar í Torginu í Reykjavík sem eru í eigu deildar- innar svo og Herraríkin á höfuð- borgarsvæðinnu, Fataverksmiðjan Gefjun í Reykjavík sem framleiðir herra- og unglingaföt og Ylrún á Sauðárkróki sem framleiðir sæng- ur, kodda og svefnpoka. Áður voru í eigu Sambandsins fjórtán iðnaðareiningar á Akureyri sem árið 1980 voru sameinaðar í Ullariðnaðar-, Skinnaiðnaðar-, Fataiðnaðar- og Fjármála- og stjórnunardeild. Einu nafni nefn- ast deildirnar Iðnaðardeild Sam- bandsins. Á Akureyri vinna 750 manns hjá Iðnaðardeildinni og 100 manns í fyrirtækjum hennar annars staðar á landinu. Iðnaðardeildin er sjálfstæð eining fjárhagslega, innan Sambandsins. Fram- kvæmdastjóri er Hjörtur Eiríksson. -EÞ Sambands- verksmiðjurnar 60 ára Upphaf hins myndarlega iðnaðar Sambandsins á Akureyri er iniðað við stofnun lítillar verk- smiðju 1923, þar sem gærur voru afullaðar. Forstöðumaður hennar var Þorsteinn Davíðsson sem farið hafði til Bandaríkjanna að læra sút- un og er lundurinn sem vígður verður í dag, í minningu hans. Uilarvinnsla hjá Tóvinnufélagi Eyfirðinga á Gleráreyrum, hóf starfsemi sína fyrr, eða 1897. Sam- bandið keypti eignir þess 1930 og hóf rekstur ullariðnaðar sem síðan hefur aukist stórlega. í dag hefur Ullariðnaður Sambandsins alla þætti ullarvinnslunnar til meðferðar, gærur eru afullaðar hjá Skinnadeildinni og síðan sendar til Ullariðnaðardeildar sem full- vinnur ullina. Undirdeildir Ullar- Hátíð á Akureyri í tilefni dagsins iðnaðar eru Loðbandsdeild sem framleiðir ullarband fyrir prjóna- skap, vefnað og handprjón. Vef- deild sem framleiðir fataefni, gluggatjöld, húsgagnaáklæði og ullarteppi, og Prjónadeild sem framleiðir ýmsan prjónafatnað. Eins og áður sagði hófst afullun 1923 en 1935 var hafin fullkomin sútun hjá Skinnaverksmiðjunni Iðunni. Fyrst var framleitt þar leður og skinn og loðsútaðar gærur fljótlega upp úr því. 1969 eyði- lagðist verksmiðjan í eldi og var leðursútun ekki tekin upp aftur, heldur komið upp búnaði til fram- leiðslu á pelsverkuðum gærum, aðallega mokkaskinnum. Megin- hluti framleiðslu sútunarverk- smiðj unnar er fluttur út sem forsút- uð skinn eða fullunnin pelsvara. Saumastofa framleiðir mokka- skinnsflíkur sem einnig eru mikið fluttar út. Act skór eru ístenskir 1948 hóf Sambandið rekstur vinnufataverksmiðjunnar Heklu. Nú framleiðir Fataiðnaðardeildin fatnað á innanlandsmarkað, t.d. eru saumaðir 65 þúsund buxur á ári, (Duffy’s), 70 þúsund sokkar, 15 þúsund yfirhafnir og 20 þúsund peysur. Undir Fataiðnaðardeildina heyrir einnig skóframleiðsla en 1936 var skóverksmiðjan Iðunn stofnuð. Nú er hætt að framleiða Iðunnarskó en skóframleiðslan er á mikilli uppleið. Þar eru fram- Byrjað er á vetrarskóframleiðslunni. Skóiðnaðurinn hefur vaxið sl. tvö ár mjög verulega. Um 65 þúsund pör eru framleidd á ári undir vörumerkinu Act, úr fyrsta flokks sænsku leðri. Myndir Eik. Verið að undirbúa skinn til pelsgerðar eða mokkaskinnsframleiðslu. Til þes þarf að slípa skinnin mjög nákvæmlega í kröftugum slípirokk. Engu má muna að illa fari og skinnin skemmist.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.