Þjóðviljinn - 23.08.1983, Side 4
U 'SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. ágúst 1983
íþróttir Víðir Sigurðsson
íslandsmótið í knattspyrnu - 3. deild:
FH er nú komið á fulla ferð í
toppbaráttu 2. deiidarinnar í knatt-
spyrnu eftir 2—0 sigur á efsta liðinu,
KA frá Akureyri, í Hafnarfirði á
laugardaginn. Liðið hefur nú leikið
níu leiki í deildinni í röð án taps og
komið á hælana á KA og Fram.
FH-ingar byrjuðu af krafti og
Pálmi Jónsson skallaði í þverslá í
upphafi. Hann færði síðan FH for-
ystu strax á 5. mínútu, skoraði af
stuttu færi. Pálmi var aftur á ferð-
inni á23. mínútu, lék þá á tvo varn-
armenn utan vítateigs og skoraði
með góðu skoti, 2-0. Hann hefði
hæglega getað bætt við marki fyrir
leikhlé en tókst ekki.
í síðari hálfleik var KA meira
með boltann án þess að skapa sér
umtalsverð tækifæri. Jón Erling
Ragnarsson komst hins vegar nærri
því að koma FH í 3-0, skaut fram-
hjá eftir ágæta sókn. Tíu mínútum
fyrir leikslok var Ólafi Danivals-
syni hjá FH vikið af leikvelli fyrir
að slá til Guðjóns Guðjónssonar en
þeir tveir höfðu eldað grátt silfur
saman allan leikinn. KA sótti mjög
í lokin en FH-ingar héldu fengnum
hlut.
Pálmi var bestur FH-inga, fljót-
ur og leikinn og fór oft illa með
miðverði KA sem áttu óvenju slak-
an dag. Viðar Halldórsson var
einnig traustur og vörnin, með
Guðmund Flilmarsson sem besta
mann, var heilsteypt. Hjá KA var
Jóhann Jakobsson í aðalhlutverki
og Hinrik Pórhallsson og Gunnar
Gíslason voru sífellt hættulegir.
Vörnin og markvörðurinn voru
veikustu hlutar liðsins, mikið óör-
yggi þar á ferðum allan tímann.
Guðmundur bjargaði Fram
Það leit lengi út fyrir að baráttu-
glaðir Einherjar frá Vopnafirði
næðu báðum stigunum útúr viður-
eigninni við Fram í Laugardalnum
á laugardaginn. Þeir leiddu, 1-0,
þar til átta mínútur voru til leiks-
loka að Guðmundur Torfason fékk
knöttinn eftir fyrirgjöf Sverris Ein-
arssonar og skallaði í netið, 1-1.
Framarar voru með undirtökin
mest allan tímann en sköpuðu sér
lítið af tækifærum. Á 25. mínútu
fengu Einherjar hornspyrnu. Bald-
ur Kjartansson sendi fyrir Fram-
markið og Gísli Davíðsson náði að
skora, 0-1. Rétt á eftir munaði
engu að Vopnfirðingar bættu öðru
marki við, Baldur komst einn í
gegn en Guðmundur Baldursson
kom útúr markinu og náði að
bjarga í horn. Síðari hálfleikurinn
var síðan algerlega eign Framara,
þeir sóttu látlaust en sterk Ein-
íslandsmótið í knattspyrnu - 2. deild:
FH-ingar sækja á
framhjá undrandi markverðinum
og í netið. Eftir þetta gerðist lítið
upp við mörkin, hasarinn í al-
gleymingi annars staðar, og eftir
einn áreksturinn varð Sighvatur
Bjarnason Fylkismaður að hverfa
af leikvelli vankaður mjög. Mark
Duffield, varnarmaðurinn sterki
hjá KS, var yfirburðamaður á vell-
inum, án hans væru Siglfirðingar
illa staddir.
—JT/Siglufirði
Enn 1-0
Enn einn 1-0 sigurinn vannst í
Garðinum, vinsælar tölur þar í ár,
nú unnu Víðismenn nágrannana úr
Njarðvík 1-0. Heimamenn voru
sterkari aðilinn mest allan tímann
og komust með sigrinum uppfyrir
Njarðvíkinga, í fjórða sætið.
Þrátt fyrir að Víðismenn væru
meira með boltann voru marktæki-
færi af afar skornum skammti. Þeir
skoruðu að vísu mark í fyrri hálf-
ieik, en Grétar Einarsson notaði
hendurnar við það og var réttilega
fundinn sekur og markið dæmt af.
En hann hafðist ekkert ólöglegt að
þegar hann skoraði sigurmarkið
um miðjan síðari hálfleik. Daníel
bróðir hans sendi fyrir mark
Njarðvíkinga, skallað var til Grét-
ars sem tók knöttinn viðstöðulaust
á lofti og sendi hann í netið með
stórglæsilegu skoti.
Slakt
á Húsavík
Leikur Völsungs og Reynis frá
Sandgerði, sent fram fór á Húsavík
á föstudagskvöldið, var slakur og
tilþrifalítill af beggja hálfu. Völs-
ungar voru ívið sterkari aðilinn ef
eitthvað skildi á milli, en þeir virk-
uðu frekar áhugalitlir, 1. deildar-
sætið úr seilingarfjarlægð. Reynir
þurfti bæði stigin til að halda í von-
ina um áframhaldandi 2. deildar-
sæti en það er næsta víst að 3.
deildin verður hlutskipti þeirra
Sandgerðinga næsta sumar.
-VS
Léku sinn níunda leik í röð án taps.
Halldór Arason og Kristinn Jónsson, Framarar, sækja að Einherjamarkinu í leik liðanna á laugardag en
Birkir Kristinsson markvörður er til varnar. Mynd: -eik.
herjavörnin hélt út þar til Guð-
mundur skoraði. Nokkuð jafnræði
var með leikmönnum liðanna,
helst aðKristinn Jónsson hjá Fram
stæði uppúr.
Slegist á Siglufirði
Hamagangurinn og lætin voru
mikil á Siglufirði á laugardaginn
þegar KS og Fylkir mættust þar í
ekta botnbaráttuleik. Mest lítið fór
fyrir áferðarfallegum tilþrifum en
því meira bar á að menn spörkuðu
eða slægju til mótherjans. Gulu
spjöldin voru á lofti eins og
skæðadrífa en bæði stigin fóru til
Siglfirðinga, þeir unnu 1-0 og þar
með er næsta víst að Fylkir og
Reynir falla í 3. deild.
Strax á fyrstu sekúndunum
sluppu heimamenn fyrir horn þeg-
ar þeirra maður, Mark Duffield,
skallaði í þverslána á eigin marki
eftir að lyft hafði verið yfir mark-
vörðinn. KS skoraði síðan á5. mín-
útu og það reyndist sigurmarkið.
Óli Agnarsson var með boltann
langt úti á kanti, öllum að óvörum
reyndi hann skot, boltinn þeyttist
Stórsigur Borgnesinga
og efsta sætið
Skallagrímur úr Borgarnesi
tryggði sér sigur f A-riðli 3. deildar-
innar í knattspyrnu um helgina,
sigraði ÍK 5-1 á laugardaginn en
kvöldið áður höfðu Grindavík og
Selfoss reyndar skilið jöfn, 1-1.
Skallagrímsmenn leika því á ný í 2.
deild næsta sumar, það er að segja
ef kærumálin sem í gangi eru í
riðlinum verða ekki dæmd þeim í
óhag.
Skallagrímur náði forystunni
rétt fyrir leikhlé, fékk nokkuð um-
deilda vítspyrnu sem Ólafur Jó-
hannesson skoraði úr. Gunnar
Jónsson skoraði síðan tvívegis
snemma í síðari hálfleik, 3-0, og
Sigurgeir Erlendsson bætti við
fjórða markinu úr vítaspyrnu. Ótt-
ar Ármannsson lagaði stöðuna í 4-
1 en Björn Jónsson innsiglaði sigur
Borgnesinga, skoraði fimmta
markið með firnaföstu skoti neðst í
markhornið.
Leikurinn í Grindavík einkennd-
ist af gífurlegri baráttu enda mikið í
húfi. Heimamenn sóttu nær lát-
laust í fyrri hálfleik, voru grimmir
og fljótir á boltann, en notuðu mik-
ið langspyrnur fram í stað þess að
reyna að spila sig í gegn. Þá lék
Anton Hartmannsson mjög vel í
Selfossmarkinu. Þetta bar þó ár-
angur á 43. mínútu þegar Guð-
mundur Erlingsson skoraði eftir
þvögu í vítateig Selfyssinga. í síðari
hálfleik héldu heimamenn upp-
teknum hætti lengi vel en síðasta
korterið komust Selfyssingar loks
inní leikinn og sóttu mjög það sem
eftir var. Tveimur mínútum fyrir
leikslok fengu þeir hornspyrnu,
Jón Birgir Kristjánsson sendi fyrir
mark Grindvíkinga og Sigurlás
þjálfari Þorleifsson skallaði í netið,
1-1. Selfyssingar bíða nú í ofvæni
eftir niðurstöðu kærumálsins, leika
þeir í 2. eða 3. deild næsta sumar?
Snæfell bjargaði sér frá falli á
föstudagskvöldið með því að sigra
HV 3-1 í Stykkishólmi. Pétur
Rafnsson og Karl Hjálmarsson
skoruðu í fyrri hálfleik og Pétur
síðan aftur í þeim síðari. Hann átti
skot í þverslá og niður eftir það,
áhöld um hvort boltinn hefði farið
inn eða ekki. HV minnkaði mun-
inn í 3-1 með marki Elísar Víg-
lundssonar. Það var varla stætt á
vellinum fyrir roki, en fjallgrimmir
Hólmarar voru betri aðilinn og
unnu sanngjarnan sigur.
Þá var Ijóst að Ármenningar
væru fallnir en þeir sigruðu þó Vík-
ing 2-1 í Ólafsvík. Þeir ætla
reyndar að kæra Skallagrím eins og
fleiri. Egill Steinþórsson kom Ár-
manni yfir í fyrri hálfleik en Logi
Úlfljótsson jafnaði eftir hlé. Pétur
Finnsson Ólafsvíkingur komst síð-
an tvisvar í gegn, fyrst varið og síð-
an skaut hann í stöng, Logi skaut
einnig í stöngina rétt á eftir. Hinum
megin björguðu Ólsarar þrisvar á
eigin marklínu. Óskar Ásmunds-
son skoraði sigurmark Ármenn-
inga þremur mínútum fyrir leikslok
en strax á eftir var Egill félagi hans
Steinþórsson rekinn af leikvelli
fyrir að slá til Helga Kristjáns-
sonar.
Fjör á Grenivík
Leikur Magna og Hugins á
Grenivík var fjörugur og spenn-
andi. Hringur Hreinsson kom
Magna yfir og Heimir Ásgeirsson
bætti öðru við en Smári Guðjóns-
son minnkaði muninn í 2-1 fyrir
hálfleik. í síðari hálfleik jafnaði
Sveinbjörn Jóhannsson fyrir Hug-
in, 2-2, en á lokamínútunum fengu
heimamenn vítaspyrnu. Jón Ing-
ólfsson skoraði sigurmarkið úi
henni en ekki voru Seyðfirðingai
sáttir við þann dóm, mótmæltu á-
kaft og lengi og eftir leik fengu ein-
hverjir þeirra að líta spjöld hjí
dómaranum.
Austri vann HSÞ létt á Eskifirði
3-0. Grétar Ævarsson skoraði stór-
glæsilegt mark eftir aukaspyrnu oj
þeir Guðmundur Árnason oj
Bjarni Kristjánsson sáu um hir
tvö.
Leik Þróttar og Sindra var frest
að, margir úr Sindraliðinu leik;
einnig í 3. flokki og voru að leika
úrslitakeppni í Reykjavík.
Kærumálin óútkljáð
Lási jafnaði
Snæfell slapp
Glæsimark Grétars
Egill rekinn útaf
Hasar á Grenivík
Gunnar Jónsson skoraði tvívegis
með stuttu millibili þegar Skalla-
grímur sigraði ÍK í lokaumferðinni
á laugardaginn.