Þjóðviljinn - 13.09.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.09.1983, Blaðsíða 4
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. september 1983 > ■ • íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Enska knattspyrnan: i úrslit ■ ■■■ úrslit ■ ■■■ úrslit. 1. deild: Arsenal-Liverpool... 0:2 Aston Villa-Norwidh......’..... 1:0 Everton-W.B.A..................0:0 Ipswich-StokeCity..............5:0 Leicester-Tottenham............0:3 Manch. United-LutonTown........2:0 Nottm.Forest-Q.P.R........ 3:2 Sunderland-Southampton.........0:2 Wattord-Notts County...........3:1 West Ham-Coventry..............5:2 Wolves-Birmingham..............1:1 2. deild: Barnsiey-Middiesboro.......... 0:2 Blackburn-Derby...............L 5:1 Carlisle-Shrewsbury.............1:0 Charlton-Sheftield Ves..........1:1 Chelsea-Cambridge............. 2:1 Crystal Palace-Fulham...........1:1 Grimsby-Newcastle...............1:1 Leeds United-Carditt............1:0 Oldham-Huddersfield............ 0:3 Portsmouth-ManchesterCity.......1:2 Swansea City-Brighton......... 1:3 3. deild: Bolton Wanderes-Warsall.........8:1 Bournemouth-Wigan Ath...........0:1 Brentford-Lincoln City..........3:0 ExeterCity-Rotherham............0:1 Hull City-Millwali..............5:0 Newport-Bradford City.........v.. 4:3 Orient-Scunthorpe...............1:0 Oxford United-Burnley...........2:2 Plymouth-Gillingham........... 1:1 Port Vale-Bristol Rovers........2:0 Sheffield United-Preston........1:1 Sourhend-Wimbledon..............1:1 4. deiid: Aldershot-Bury..................1:2 Blackpool-Northampton....... 2:3 BristolCity-Hartlepool..........2:0 Chester-CreweAtexandra.........0:1 Chesterfield-YorkCity..........2:1 Darllngton-SwindonTown..........1:0 Doncaster-Hereford..............3:0 HalifaxTown-Mansfield...........0:0 Peterborough-Torquay............5:0 Rochdale-Readind...............4:1 Stockport-Colchester............0:0 Tranmere-Wrexham...............2:1 Gary Stevens skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham. West Ham heldur áfram sigur- göngu sinni í 1. deild ensku knatt- spyrnunnar.Liðið hefur unnið fimm fyrstu leiki sína og hefur aldrei byrjað betur. Eina félagið í allri deildakeppninni sem ekki hef- ur tapað stigi. Utlitið var þó ekki bjart gegn Coventry, sem ekki hafði heldur tapað leik, Perry Suckling markvörður gestanna varði vítaspyrnu frá Ray Stewart og síðan skoruðu nýju leikmenn- irnir Trevor Peake og Nicky Platn- auer fyrir Coventry. Allt þetta gerðist á fyrsta korteri leiksins á Upton Park. Kæruleysi haföi einkennt leik West Ham fram að þessu en nú rak hver stórsóknin aöra og Alan De- vonshire og Geoff Pike tættu Co- ventry í sig. Þeir lögöu marktæki- færin í hendur David Swindlehurst og Steve Whitton sem kunnu slíkt aö rneta. Swindlehurst byrjaöi, Whitton jafnaöi og Swindlehurst skoraði aftur fyrir hlé, 3:2. Whitt- on bætti ööru viö af 30 m færi og Swindlehurst innsiglaði sigurinn með sínu þriöja marki Urslitin 5:2 og næstu andstæöingar West Ham, WBA, eru sjálfsagt byrjaöir að skjálfa. Ipswich, sem hefur misst hverja stjörnuna á fætur annarri undan- farin misseri, byrjar betur en menn áttu von á. George Berry hjá Stoke skoraöi sjálfsmark á 2. mínútu, Eric Gates og John Wark komu Ipswich í 3:0 fyrir hlé. Paul Marin- er, skoraði fjóröa markiö, hefur gert mark í fimm fyrstu leikjunum, og Wark sá um það fimmta úr víta- spyrnu. Léleg vörn Stoke varð liö- inu að falli en framlínan var geysisterk og virkilega óheppin. Robbie James og Ian Painter voru stöðug ógnun vörn og markverði Ipswich. Arscnal tapaði sínum þriöja leik í röö, 0:2 heima gegn Liverpool. Þaö þarf meira en Charlie Nicholas til aö koma Arsenal í hóp bestu liða Englands á ný. Craig Johnston skoraði á 17. mínútu eftir stans- lausa pressu Liverpool. Pat Jenn- ings markvörður Arsenal varði skot Mick Robinson og hélt ekki knettinum og eftirleikurinn var auðveldur fyrir þann krullhærða. Kenny Dalglish skoraði í síðari hálfleik og sigurinn hefði getað orðið enn stærri. En Arsenal lifn- aði við síðustu 20 mínúturnar og Swindlehurst og Whitton skoruðu til skiptis Peter Shilton, markvörður Southampton og enska landsliðsins, hefur að- eins fcngið á sig eitt mark í fimm lcikjum. Það var gegn Liverpool á Anfield. Um svipað leyti í fyrra hafði Southampton fengið á sig 18 mörk! sótti stíft. Þá skaut Charlie Nicho- las í þverslá og Bruce Grobbelaar í marki Liverpool sýndi stórkostlega markvörslu hvað eftir annað. Manchester United heldur á- fram, vann Luton 2:0. Paul Elliott miðvörður Luton var syndaselur- inn, handlék boltann tvívegis innan eigin vígateigs og vítaspyrnur dæmdar. Arnold Muhren skoraði úr því fyrra á 47. mínútu en Les Sealey varði frá honum á 75. mín- útu. Það dugði þó ekki, hann hélt ekki boltanum og Arthur Albiston skoraði. Luton var betri aðilinn í fyrri hálfleik, með Brian Horton sem besta mann, og Gary Bailey hafði þá nóg að gera í marki Unit- ed. Tottenham vann loks, botnliðið Leicester 3:0 á útivelli. Tottenham lék vel og nýliðarnir, sem þó voru frískir í fyrri hálfleik, áttu aldrai möguleika. Garth Crooks skoraði fyrst, Gary Mabbutt næst á loka- mínútu fyrri hálfleiks og loks mið- vörðurinn Gary Stevens. Mark Grew átti annríkt í marki Leicester og forðaði stærra tapi. Fimm mörk á City Ground í Nottingham þar sem Forest vann QPR 3:2. Ian Dawes skoraði fyrst fyrir QPR en Steve Hodge jafnaði. ’Peter Davenport kom Forest yfir en Simon Stainrod jafnaði. Bob Hazell, miðvörður QPR, gerði út um leikinn þegar hann sendi bolt- ann í eigið mark. Sagt eftir teikina: 99 Höfum lært okkar lexíu“ David Swindlehurst, miðherji West Ham, markahæsti leikmaður 1. dcildar: „Það kom mér mjög á óvart að vera seldur til West Ham fyrr á þessu ári, ég hélt alltaf að ég væri á leiðinni til Aston Villa, en þetta er búin að vera skemmtileg reynsla. Byrjunin er góð hjá okkur en við verðum að gera okkur grein fyrir að mikið er eftir og verðum að vera reiðubúnir að taka því sem að höndum ber. Þessi leikur gegn Co- ventry, og þá sérstaklega fyrstu mínúturnar, sýnir að við verðum alltaf að vera á varðbergi og höfum lært okkar lexíu." - Keith Burkinshaw, fram- kvæmdastjóri Tottenham sem vann sinn fyrsta leik í deildinni: „Þetta er þýðingarmikill sigur og Stuttar fréttir úr neöri deildum: Garner skoraði fimm! Simon Garner, sem skoraði 23 mörk fyrir Blackburn í 2. deildinni í fyrra, tortímdi Derby á Ewood Park. Hann skoraði öll fimm mörk Blackburn, þar af þrjú á 12 mín- útna kafla. Hann hefur lengi verið undir smásjá 1. deildarliða og ekki spillir þetta fyrir. ...Nicky Morgan kom Portsmo- uth yfir gegn Manchester City á 17. mínútu en City var gefin vítaspyrna sem Jim Tolmie jafnaði úr. Derek Parlane skoraði sigurmark City. ...George McCluskey tryggði Leeds sigur á Cardiff með miklu einstaklingsframtaki. Frank Gray hjá Leeds lét verja frá sér víta- spyrnu og bæði lið tefldu fram 18 ára nýliðum í marki sem sýndu snilldartakta. ...Darren Wood og Heine Otto skoruðu fyrir Middlesboro í Barns- ley. ...Sjálfsmark Steve Dowman kom Sheff. Wed, yfir en Derek Ha- les jafnaði fyrir Charlton úr vítasp- yrnu. ...Mick Speight skoraði fyrir Grimsby en Kevin Keegan jafnaði fyrir Newcastle. ...Terry Connor 2 og Alan Yo- ung skoruðu fyrir Brighton í Swansea. ...Tony Caldwell, nýliði á hálf- atvinnumannasamningi, skoraði 5 mörk fyrir Bolton í 8:1 sigri á Wals- hall í 3. deild. ...Tony Currie, fyrrum enskur landsliðsmaður hjá Sheffield Unit- ed, Leeds og QPR, átti að leika með Southend gegn Wimbledon en slasaðist í upphitun og varð frá að hverfa. ... Hull, Sheffield United og Rot- herham hafa 10 stig hvert í 3. deild, Bolton og Orient 9. Doncaster og York eru efst í 4. deild með 9 stig hvort. Tony Currie meiddist í upphitun. Watford vann sinn fyrsta sigur, 3:1 gegn Notts County. George Reilly, nýkeyptur frá Cambridge, nýliðinn Charlie Palmer og John Barnes skoruðu mörkin en áður hafði Rachid Harkouk komið Co- unty í 0:1. Dennis Mortimer, sem er á sölu- lista, skoraði sigurmark Aston Villa gegn Norwich og Evrópu- meistararnir fyrrverandi eru með efstu liðum. Everton og WBA gerðu steindautt jafntefli. Everton var betra en hörmuleg framlína skapaði sér ekki eitt einasta mark- tækifæri. Ekki bætti úr skák að nýi útherjinn Terry Curran haltraði útaf meiddur eftir hálftíma. Rom- eo Zonderwan hjá WBA fékk besta færi leiksins. Steve Moran skoraði sín fyrstu mörk á keppnistímabilinu, gerði bæði mörk Southampton í Sunder- land. Peter Shilton í marki Sout- hampton hefur nú aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu fimm leikjun- um. Mel Eves kom Wolves yfir gegn Birmingham. Það dugði þó ekki til sigurs, Billy Wright, fyrrum fyrir- liði Everton, jafnaði úr vítaspyrnu og nýliðar Ulfanna eru enn án sig- urs í deildinni. - VS loks gátum við stillt upp sama lið- inu og í leiknum þar á undan. Það hefur ekki skeð lengi. Það er dá- lítið sérkennilegt að fyrir keppnis- tímabilið var hamrað á því að við myndum vinna deildina og nú er sama fólkið búið að afskrifa okkur. Öll þessi blaðaskrif stigu sumum af yngri leikmönnum okkar til höfuðs en við erum að ná okkur á strik og ætlum okkur stóra hluti.“ - VS Staðan 1. deild: West Ham .5 5 0 0 15:3 15 Ipswich .5410 15:4 13 Manch. Utd .5 4 0 1 10:5 12 Liverpooi .5 3 2 0 6:2 11 Southampton .....5 3 2 0 5:1 11 AstonVilla .5311 9:7 10 Coventry .5 2 2 1 9:10 8 LutonTown .5212 10:7 7 Nottm.For .5212 7:7 7 Birmingham ; .5212 5:7 7 Notts.County .5 2 0 3 8:8 6 Arsenal .5 2 0 3 6:8 6 Norwich .5122 6:5 5 Watford .5122 8:9 5 Tottenham .5122 6:7 5 Q.P.R .5122 6:8 5 W.B.A .5 1,2 2 6:8 5 Everton . 5 1 2 2 2:5 5 Sunderland .5113 5:10 4 StokeCity .5104 3:9 3 Wolves .5014 5:10 2 Leicester .5 0 0 5 1:14 0 Markahæstir: David Swindlehurst, W. Ham„, ,„„6 Paul Mariner, lpswich EricGates.lpswich ...4 Arnold Muhren, Man. Utd ...4 2. deild: Sheff.Wed .5 3 2 0 6:2 11 Chelsea .4310 9:1 10 Mlddlesboro .4310 8:4 10 Manch.City .5311 8:5 10 Huddersfield .4 2 2 0 7:3 8 Blackburn .5 2 2 1 8:5 8 Charlton .4 2 2 0 4:1 8 Shrewsbury .5 2 2 1 4:3 8 Newcastle .5121 7:5 7 Leeds 5 2 12 6:7 7 Portsmouth .4 2 0 2 5:4 6 Brightoh .5 2 0 3 7:7 6 Cardiff .5 2 0 3 5:6 6 Grimsby .4121 5:5 5 Cambridge .4112 3:3 4 Carlisle 5 113 1:4 4 Oldham,..., .4112 1:6 4 Derby .5113 4:13 4 Barnsley .4103 7:7 3 Cr. Palace 4 0 2 2 1:6 2 Fulham .4 0 2 2 1:6 2 Swansea .4013 2:6 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.