Þjóðviljinn - 14.09.1983, Blaðsíða 1
ELDHUS
BLAÐAUKI I UM INNRÉTTINGAR
Islensk
framleiðsla
sækir á
spjallað við Þórð M. Þórðarson
tæknifræðing um þróun f gerð
eldhúsinnréttinga og fleira
„Það sem ég myndi vilja benda
þeim á sem eru að hugsa um
að kaupa eldhúsinnréttingu eru
fyrst og fremst nokkur tæknileg
atriði, sem skipta þó mjög
miklu. Hurðirogskúffureru
mjög þýðingarmiklar og mikil
óþægindi af lélegum körmum,
læsingum og brautum. Hurðir
eiga ekki að vera lausar í
hjörunum og helst eiga þær að
opnast alveg í hálfhring, þannig
að fólk gangi ekki stöðugt á
opnarskáphurðir. Skúffureiga
helst að vera á hjólabrautum og
þær eiga ekki að gefa eftir á
hornunum, þótt þrýst sé á
hliðarnar. Botn og hliðar eiga
að vera þykk og sterk, en á
þessu er alltof oft misbrestur."
„Fyrir utan þessi tæknilegu atriði
vil ég ráðleggja fólki að íhuga vel
hvernig það vill vinna í eldhúsi,
hvað það leggur mikið upp úr
auðveldum þrifum. Allt útflúr erf-
iðar þrif. Og síðast en ekki síst ætti
fólk að skoða húsnæðið vel sem
eldhúsið á að fara inní, þannig að
það kaupi sér eldhúsinnréttingu
sem hæfir umhverfinu bæði í lit, stíl
og efni.“
Pessar ráðleggingar handa þeim
sem eru í eldhúshugleiðingum gef-
ur Þórður M. Þórðarson tækni-
fræðingur og húsasmiður hjá tré-
tæknideild Iðntæknistofnunarinn-
ar. Hann hefur fylgst manna best
með þróun íslenskrar
innréttingaframleiðslu ásamt
Hlöðver Ólafssyni, trétækni og
húsgagnasmið, en þeir skipulögðu
markaðsátak það sem gert var í
húsgagnaiðnaði og lauk árið 1982.
Við heimsóttum Þórð upp á Iðn-
tæknistofnun og báðum hann fyrst
að segja okkur lítillega frá þróun-
inni í efnisnotkun, framleiðsluað-
ferðum og tísku í eldhús-
innréttingum undanfarna áratugi.
„Það er engin vafi á því að tíska
ræður miklu í þróun og breytingum
á hvers kyns innréttingum. En
fleira kemur til. Ef við lítum til
baka til fyrri hluta aldarinnar,
sjáum við að efnisnotkun og að-
ferðir voru allt aðrar en í dag.
Menn notuðu panel þar til mason-
itið kom, en þá var farið að gera
ramma í hurðirnar með spjöldum
beggja vegna. Notað var viðarborð
í plötuna eða linoleumdúkur. Þess-
ar innréttingar voru gjarnan lakk-
aðar. Þegar harðplastið kom til
sögunnar á sjötta áratugnum má
segja að alger bylting hafi orðið í
gerð eldhúsinnréttinga. Nú fengust
eldhúsborð og bekkir sem auðvelt
var að þrífa og harðplastið var
einnig mikið notað í hurðir, skúffur
og hillur. í stað geirnegldu skúf -
anna komu plastskúffur, sem oft
voru miklu veigaminni en gömlu
skúffurnar.Þessu fylgdi mikil lit -
gleði. Enn ein bylting verður þeg-
ar spónaplatan kom fram um 1960,
en þá gátu menn loks farið að vinna
hurðir og hliðar á einfaldan hátt.
Með þessu jókst fjölbreytnin gífur-
lega og menn notuðu gjarnan spón
og plast saman, dökkur viðarspónn
ásamt skærlitumplastfleti á borð-
um og inni í hurðarömmum varð
hvað algengast.
Á þessum tíma voru eldhús-
innréttingar samt tiltölulega dýrar
og áreiðanlega miklu dýrari en í
dag vegna framleiðsluaðferðanna.
Það má segja að við notum mikið
þessi sömu efni í dag, plast, viðar-
spón og massivan við, en mikil þró-
un hefur átt sér stað. Efnin og að-
ferðirnar eru nú miklu fullkomnari
og hagkvæmari en áður. Tískan
hefur alltaf sín áhrif. Á milli ’60 og
’70 vildu allir hafa rennihurðir, síð-
an komu glerhurðirnar, opnir
skápar, furutískan og í dag má
segja að fjölbreytnin sé allsráð-
andi.“
„Er furutískan á undanhaldi í
innréttingum?“
„Hér á íslaiidi hefur furutískan
aldrei náð sömu vinsældum og t.d. í
Skandinavíu. Það má segja að það
sé dálítil aldurs- og stéttaskipting í
þessu. Það er stór hópur af fólki
sem hefur aldrei viljað sjá þessa
léttu, ljósu tísku en heldursér stöð-
ugt við eik og palisander. Furan er
ráðandi hjá yngra fólki, en dökkur
viður fremur hjá því eldra. Fura er
ekki æskileg þar sem mikið álag er,
nema fólk vilji gjarnan skipta um á
ca. 10-15 ára fresti. Ef hægt er að
segja að eitthvað sé ráðandi í dag,
þá er það létt og Ijós lína, sambland
af Ijósum viðartegundum, t.d.
beyki, brenni og furu gjarnan með
Iökkuðu eða plasti.Þungar massív-
ar og dökkar innréttingar með
miklu útflúri eru frekar á 'undan-
haldi, enda oftast dýrar og hæfa
ekki nema í sérstöku umhverfi.“
„Hefur það ekki haft mikil áhrif
á val manna á eldhúsinnréttingum,
að nú er algengt að eldhús sé opið
og í beinum tengslum við t.d. stofu
eða „miðstöð" (alrúm)?“
„Jú, án efa. í slíkum tilvikum er
nauðsynlegt að eldhúsinnréttingin
sé í einhverju samhengi við af-
ganginn af íbúðinni. Fólk sem er að
fara í nýja íbúð, byrjar oft á að
velja eldhúsinnréttingu og ef eld-
húsið er opið t.d. inn í stofu, ræður
eldhúsinnréttingin miklu um val á
húsgögnum í stofuna. Fái fólk sér
t.d. furueldhús fær það sér gjarnan
borðstofuborð úr furu, skápa
o.s.frv., en þeirsem fásérhins veg-
ar dökka eikarinnréttingu í eldhús-
ið halda sér svo við eikina í stof-
unni. Auðvitað er ekki smekklegt
að vera of „einlitur" í vali á viöar-
tegundum og ólíkai* viðartegundir
geta oft verið fallegar saman."
„Hversu lengi endist ein
innrétting?“
„Það er að sjálfsögðu mjög mis-
munandi eftir gæðum. Lengi vel
var talað um að fólk gæti búist við
að þurfa að skipta á 15 ára fresti.
Það er líka algengt að fólk byrji
með ódýra eldhúsinnréttingu,
jafnvel bráðabirgðaeldhús, ef það
er að fara í nýbyggt, en fái sér svo
ekki endanlegt eldhús fyrr en eftir
5-15 ár. En eldhúsinnréttingar í
dag endast í fleíri áratugi og það er
ekki ólíklegt að hönnunin þróist
þannig að hægt verði að skipta um
t.d. hurðir á innréttingunum og
jafnvel borðplötur án þess að rífa
þurfi allt út.“
„Ef við víkjum að inniendri
framleiðslu. Standast íslensku etd-
húsinnréttingarnar samanburð við
þær innfluttu?"
„Já, hiklaust, þegar miðaðervið
sambærilega verðflokka. Hér eru á
markaðinum hágæðainnréttingar,
t.d. fra Þýskalandi, en verð þeirra
er almennt mun hærra en inn-
lendra. Framfarirnar hjá innlendu
framleiðendunum eru mjög miklar
og við erum nú að vinna að því að
koma á laggirnar prófunum þannig
að hægt verði að gæðastimpla
framleiðsluna. Ég álít að inn-
flutningurinn á sínum tíma hafi
þrátt fyrir allt haft talsverð áhrif í
átt að betri innlendri framleiðslu,
þó samkeppnin hafi verið hörð.
Við erum líka að ná í meira af
markaðinum aftur og auðvitað
eigum við ekki að gera ráð fyrir að
fólk kaupi íslenskt nema það sé
amk. jafngott og það erlenda og
verðið alveg sambærilegt", sagði
Þórður að lokum.
7SC.
^y-LJUSBNvlP
Lýsing er mjög þýðingarmikil í eldhúsinu, ekki bara
fyrir útlitið, heldur ekki síður til að eldhúsið geti talist
þægilegur vinnustaður. Ljós undirskápum er
nauðsynlegt, sömuleiðis gott loftljós. Þá er sjálfsagt
að hafa Ijós yfir matborði. Kastarar með klemmu geta
gert sitt gagn ef mikið er um opnar hillur í eldhúsinu.
Gleymið ekki að hugsa fyrir lýsingunni, þegar þið velj-
ið ykkur eldhúsinnréttingu.
Athugiö að matborðið hafi
nægilegt rými, ef það er inni í
sjálfu eldhúsinu. 90 sm breitt
borð þarf amk. 240 sm breitt
rými. Hérsjáumviðnokkurn
veginn hvernig rýmið nýtist.
Helst þarf 90 sm á milli borðs-
enda og eldhúsinnréttingar,
ef ekki er setið við enda
borðsins.