Þjóðviljinn - 14.09.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.09.1983, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 14. scptember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 BLAÐAUKI Ertu að byggiat hús? Sá sem er að byggja verzlar við Völund Parket á gólf, Werzalit-sólbekkir Mótatimbur — Byggingatimbur Smiðatimbur — Ofnþurrkað timbur Gagnvarið timbur (4-faldar endingu) Gluggaefni — Gróðurhúsaefni Veggklæðningar — Loftklæðningar Límtrésbitar — Límtrésrammar Bilskúrshurðir — Verksmiðjuhurðir Innihurðir — Útihurðir Hagstætt verö, góð greiðslukjör Yfir 75 ára reynsla tryggir góöa þjónustu. lega stórir til að rúma það sem í þeim á að vera, svo að gott sé að komast að öllu. • Gætið þess að hægt sé að breyta staðsetningu hillanna. Of mikið bil á milli þeirra orsakar oft slæma nýt- ingu. • Hver er dýpt efri skápanna? Kemst t.d. stór 26 cm diskur þar fyrir? Of djúpir skápar nýtast illa. • Hillurnarþurfaaðveraúrvönd- uðu, vel völdu efni. Sérstaklega er hætta á að hillur í tvöföldum (80 cm) skápum svigni undan þunga. • Er sk. bakkar, sem hægt er að draga út í neðri skápunum? Þeir eru djúpir og mjög gott er að geta dregið bakkahillur út svo innihald- ið sjáist. Og bakkinn þarf að vera á góðri rennibraut eða hjólum svo auðvelt sé að draga hann út, líka fullhlaðinn drasli! • Er einhvers konar vírnetshilla í pottaskápnum? Hilla, sem hægt er að draga út? • Eru skúffurnar mismunandi djúpar og ein þeirra nothæf fyrir hnífapörin? Eru sérstök hólf í efstu skúffunni fyrir hnífapörin? • Er læstur meðalaskápur inni í kústaskápnum? Þar inni er gott að hafa læst hólf til geymslu á efnum sem yngstu fjölskyidumeðlimirnir hafa ekki gott af. Eru málin á einingunum nákvæm? • Nauðsynlegt er að skáparnir falli sem best að veggjum svo ekki þurfi að bæta inn í bútum og undir- lagi. Mikilvægt er að reikna ná- kvæmlega út hvernig innréttingin nýtir best rými milli veggja svo ekki myndist margir sk. „bakka- skápar'*. • Efumgamalthúseraðræðaeru einnig ýmsir möguleikar til að nýta innréttinguna sem best. Má breyta glugga, færa dyr eða lagnir? • Er innréttingin stöðluð? Hver er þá módúllinn, þ.e. í hvaða breiddum eru einingarnar? Eða áttu kost á „klæðskerasaumuðu“ eldhúsi?“ • Áttu kost á breytilegri borð- hæð? Hæð á vinnuborðum, sem hæfir þinni stærð best? • Er sökkullinn undir neðri skápum dreginn inn um amk. 10 cm. Það er nauðsynlegt ef þú átt að geta staðið þétt upp að skápum án þess að reka tærnar í! Þola skáparnir snertingu? • Prófaðu að opna skáphurðirnar. Þær þurfa að opnast amk. 60 gr. • Geta hurðir á tvöföldum skáp opnast hver fyrir sig? • Eru lamirnar traustar og örugg- ar? Eru möguleikar á að hreyfa hurðirnar ef þær skekkjast? Mjög Ef þú þarft að nota millistykki er tilvalið að hnýta snúrurnar svona saman, þá fer ekki úr sambandi er togað er ísnúruna. Krókar fyrir bolla inni í skáp eða undir hillu spara heilmikið pláss. Krókarnir fást í flestum búsáhaldaverslunum. Nú er æ vinsælla að sá sem sér um matseldina sé i sjónmáli frá stofunni eða „miðstöðinni“ (alrýminu). En ekki eru allir jafn ánægðir með lyktina sem vill koma í stofuna, þótt viftan sé kraftmikil. Hér er frumleg lausn á vandanum. Eldhúsið er í „glerbúri“, sem þó er hægt að opna með því að renna glergluggunum frá. háar hurðir (upp í loft) þurfa að vera með þrennum lömum. • Opnast hurðirnar vel og liðlega? Heyrist nokkurt ískur? • Nærðu góðu taki á handföngun- um? Líka fyrir þá sem eitthvað eru hreyfihamlaðir eða bæklaðir? • Safnast óþrif á handföngin? Er auðvelt að þrífa þau? innréttingarinnar og hvað kostar að setja hana upp ella? • Eru dagsektir á framleiðand- ann/söluaðilann ef innréttingin er ékki afhent á réttum tíma? • Hvað með fjármögnunina? Lán- ar söluaðilinn þér og þá á hvers konar kjörum? Hvað með þjónustu og ábyrgð? • Þegar beðið er um tilboð eða gengið frá samningi skaltu fá ná- kvæma skriflega lýsingu á því hvað í kaupunum felst. • Hefur söluaðilinn á að skipa atvinnumönnum við uppröðun skápa og skipulagningu alla? • Hvað er margra ára ábyrgð á innréttingunni? • Eru möguleikar á að bæta inn í innréttinguna fleiri einingum, hill- um, borðplötum o.fl. ef aðstæður krefjast síðar meir? • Ér uppsetning innifalin í verði Hvernig lítur innréttingin út? • Hér er ekki aðeins átt við hönnun heldur með hvaða hætti er gengið frá ytra byrði. Athugið þess vegna þetta: • Spyrjið sölumanninn hvernig lökkun sé á innréttingunni, hvaða efni sé innan í skápunum og með hvaða hætti best sé að gera hreint. • Er yfirborðið jafnt og slétt? • Takið út eina skúffu og kannið hvernig gengið er frá henni að neð- anverðu. Kíkið á bak við skápana. Öll forvinna sem þar kemur best í ljós, segir oft mest um gæði innréttingarinnar. • Þolir borðplatan mikinn hita? Hversu mikinn? Hvað með sýrur og önnur sterk efni? Er sérstök hit- aplata við hliðina á eldavélinni? SORPKASSAR Blikksmiðja BJ Eyravegi 35 - Selfossi - Sími 1704 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.