Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Þjóðviljinn - 14.09.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.09.1983, Blaðsíða 3
BLAÐAUKI Miðvikudagur 14. september 1983 ÞJÓÐVlLjlNN — SÍÐA 11 Tvenns konar grunnhönnun er á Benson innréttingunum og hér sést sú ódýrari, en plöturnar í hurðunum eru hér heldur þynnri og ekki listar á milli skápanna. Opnar hillur, viftukassi og eldhúsborð fylgir þessari innréttingu, sem er falleg og stílhrein án þess að vera mjög dýr. Ljósm. Magnús. m Léttur rækjuréttur Setjið hreinsaðar rækjur í miðjuna á stóru fati. Raðið salatblöðum í kring. Setjið hrúgu af niðursoðinni papriku (fæst í glösum frá Búlgaríu) í haug á eina hliðina á fatinu, niðursneidda sítrónu á þá næstu, þá soðin hrísgrjón og Ioks hökkuð harðsoðin egg. Skreytið með sólselju (dilli). Kínverskur eftirréttur Hrærið saman rjóma og kókosmjólk (fæst í dósum t.d. í Manilla) og þeytið örlítið. j Hellið yfir ískalda blandaða l ávexti eða vínber og melónu- bita. Stráið kókosmjöli yfir. Sérlega Ijúffengur eftirréttur. Kjúklingar að austan Soðinn kjúklingur er hlutað- ur niður og kjötið brytjað frem- ur smátt. Lagt á fat ásamt steiktum beikonsneiðum og bambusstönglum, sem sneiddir eru niður. Sojasósu og engifer hellt yfir. Búin til sósa úr sojasósu, hunangi, púðursykri, ediki, og engifer og borin fram með kjúkling- num ásamt brúnum hrísgrjón- um. Benson, íslensk hönnun: Eins í allt húsið Eitt þeirra íslensku innréttinga- yrirtækja sem hvað mesta at- hygli hafa vakið er Benson, en þeir framleiða innréttingar í allt húsið. Langmest sala hefur verið í eldhúsinnréttingum frá Benson, en þeir sem eru að byggja hafa margir keypt innréttingar í allt húsið frá Ben- son. Hægt er að fá alla skápa, - fataskápa, baðskápa, forstofu- skápa, eldhúsborð, hurðir, stiga og handrið, vegg- og loft- klæðningar, gluggalista og gluggakisturfrá Benson, svo að eitthvað sé nefnt. „Við höfum ekki orðið varir við samdrátt, þvert á móti. Það hefur verið vaxandi eftirspurn eftir innréttingum hjá okkur. Fólki finnst hagkvæmt að geta keypt all- ar innréttingar á einunt stað, auk þess sem það er fallegast. Mikið af' nýjum liúsum í dag eru mjög opin, t.d. opið frá eldhúsi yfir í stofu o.s.frv., og því nauðsynlegt að samræmi sé í innréttingum'", sagði Ragnar Einarsson hjá Benson, þegar við litum við hjá þeim inn í Borgartúni 27. „Við erum nteð arkitekta sem aðstoða fólk, og það má segja að hver innrétting sé sérteiknuð. Við erunt nú eingöngu með límtré úr beyki í innréttingunum, sem við fáum í plötum frá Danmörku. Þetta er massift og því mjög sterkt. Það er hægt að vinna mikið úr þessu efni og við höfum einbeitt okkur að beykinu, því það reyndist langmest eftirspurn eftir því. En við munum væntanlega bæta við framleiðsluna á næsta ári fleiri teg- undum“, sagði Ragnar. Þegar innréttingar Benson eru skoðaðar leynir sér ekki að hér er um fyrsta flokks vöru að ræða sem stenst fyllilega samanburð við er- lenda framleiðslu. Einkunt vekur athygli falleg hönnun t.d. í kring- um glugga, á borðkrókum, milli- veggjum, baðskápum og fleiru. Verð á þessunt innréttingum er mjög mismunandi, en 50-80 þús- und er algengt verð. Hvað kostar innrétting? Verðið er að sjálfsögðu mjög mismunandi og erfitt að gefa upp verð á ímynduðu eldhúsi. Segja má algengt verð sé á milli 50 og 100 þúsund, en síðan er hægt að fá mun dýrara eldhús, ef það er sérsmíðað eða mikið í það lagt. Það er líka hægt að fá ennþá ódýrari eldhúsinnréttingu. Ef eldhúsið er lítið og innréttingin fer aðeins á einn vegg er hægt að fá staðlaða, einfalda innréttingu, t.d. frá Haga, 3-K, Habitat eða Ikea allt niður í 20-30 þúsund, án tækja. Kostnaður við uppsetningu er alltaf nokkur og mörg fyrirtæki taka prósentur af heildarverði innréttingarinnar fyrir uppsetninguna. INVTTA = þægindi og gæði Bjóðum nú dagsektir ef umsaminn afhendingardagur stenst ekki á sérsmíðuðum eða stöðluðum Invita innréttingum. Yfir 40 mismunandi tegundir. í Völundi er hægt að fá ýmiss konar efni til viðgerða og smíða í eldhúsinu. Þar er líka hægt að fá tilhúna mjög fallega sólbekki, t.d. úr hvítu plasti mcð afrúnaðri fremri brún og eru þeir tilvaldir í eldhúsgluggann. nmD ELDHÚSINNRÉTTINCAR VESTUÞÝSK HÁGJEDA- FRAMLEIDSIA í SÉRFLOKKI HVAR OG HVERNIG SEM LITID ER Á MÁLIN.. mno eldhúsinnréttincar Háþróuð þýsk gæðavara HLnO eldhúsinnréttincar Fjölmargar gerðir og litir (60-70 teg. !) BinOeldhúsinnréttingar Veröið mjög viðráðanlegt BLnD eldhúsinnréttincar Hægt er að semja um þægilega greiðsluskilmála. Höfum í okkar þjónustu tvo innahúsarkitekta, sem standa yður ávallt til boða, þegar um er að ræða val og skipulagn- ingu á nýjum eldhúsinnréttingum — eða breytingar á þeim gömlu — allar leiðbeiningar eru að sjálfsögðu án allra skuld- bindinga. nina eldhús Grensásvegi8 (áður Axminster) simi 84448 rvíYPJOAMtírr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: Blaðauki I um innréttingar - Eldhús (14.09.1983)
https://timarit.is/issue/223857

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Blaðauki I um innréttingar - Eldhús (14.09.1983)

Aðgerðir: