Þjóðviljinn - 27.09.1983, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 27.09.1983, Qupperneq 2
10 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. september 1983 Þriðjudagur 27. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 íþróttir Víöir Sigurðsson Palli Ólafsson fór á kostum þeg vann nokkuð auðveldl á KA, 26-20, í li handknattleik á föstu| Leikið var í Laugar og Þróttarar liöfðu niuj forystu í hálfleik, 16-7, og þá skorað eilefu mörk fór fyrir honum í síðairi hálfleik, hvíldur iengi vel, en alls gerði hann 15 mörk í leiknum. KA-menn börðust ágætlega og gáfust aldrei upp, og náðu að sleppa með sex marka tap. Aðrir sem skoruðu fyrir Þrótt 1 voru Gísli 3, Konráð 3, Jens 2, Bergur, Lárus L. og Magnús eitt hver. Sigurður S. skoraði 4 fyrir KA, Jón K. 3, Logi 3, Sæmundur 3, Erlingur 2, Kristján 2, Jóhann, Magnús og Þorleifur eitt hver. Einni umferð er því lokið en úrslit hennar urðu þessi: i I Víkingur-Haukar................28-20 FH-Stjarnan....................34-14 KR-Valur.......................18-14 Þróttur-KA.....................26-20 Önnur umferð hefst í kvöld með leik Þróttarog FH. Hann fer fram í Laugardalshöllinni og hefst kl. 20. -VS Handknattleikur Fylkir komst Óvænt úrslit virtust í uppsiglingu þegar Fylkir og Fram mættust í 2. deild karla í handknattleik á laugardaginn. Fylkismenn, sem léku í 3. deild í fyrra, komust í 9-3 í fyrri hálfleik en þeim tókst ekki að halda út. Fram komst yfir, 13-12, fyrir hlé, og seig framúr í síðari hálfleik. Lokatölurnar urðu 24-17, Frömurum í vil. Dagur Jónasson var Fylkisvörn- inni afar erfiður og gerði 9 mörk í. leiknum, skoraði nánast þegar hann vildi. Hermann Björnsson kom næstur með 4. Magnús Sig- urðsson skoraði flest marka Fylkis, 7, og Andrés Magnússon gerði fjögur. Leikurinn fór fram í íþróttahúsi Seljaskóla og þegar til kom, voru engir starfsmenn, hvorki ritari né tímavörður. Fylkismönnum var til- kynnt að þeir ættu að sjá um þá hlið mála sem heimalið. Þarna þyrfti HSÍ að grípa inní, það er ómögu- legt að hafa menn frá viðkomandi liðum í svo þýðingarmiklum hlut- verkum. Á eftir léku ÍR og Breiðablik og var það leikur kattarins að mús- inni. ÍR-ingum gekk hroðalega að komast framhjá hávöxnum varnar- mönnum Kópavogsliðsins og skoruðu aðeins 5 mörk í leiknum. Breiðablik vann 19-5 eftir 9-2 í hálfleik. í 9-3 Þór vann fremur léttan sigur á HK í Vestmannaeyjum, 19-11. Staðan í hálfleik var 10-4, Þórurum í vil. Markahæstir þeirra voru Þor- bergur þjálfari Aðalsteinsson og Gylfi Birgisson sem skoruðu sex mörk ,hvor en Guðni Guðfinnsson 5, og Ólafur Pétursson 4 voru at- kvæðamestir Kópavogsbúa. Grótta vann nýliða Reynis úr Sandgerði 32-25 á Seltjarnarnesi. Grótta leiddi í hléi 14-11. Gauti Grétarsson skoraði 11 mörk fyrir Seltirninga og Sverrir Sverrisson 9 en Daníel Einarsson 10 og Guð- mundur Árni Stefánsson 7 voru markahæstir Sandgerðinga. _________ _______________ -VS Fjórfalt hjá „íslendinga í Færeyjum! Iiðinu“ GÍ frá Götu varð í fyrradag fær- eyskur meistari í knattspyrnu. Að viðstöddum 2500 manns í Götu (íbúatala þar er um 800), vann GÍ sigur á efsta liðinu, KÍ frá Klakks- vík, 5-1 i síðustu umferðinni. KI dugði jafntefli til að tryggja sér meistaratitilinn, en átti aldrei möguleika. GI vann því alla fjóra titla sem liðið keppti um í ár, Fær- eyjameistari, bikarmeistari, vann Ólafsvökubikarinn og Austur- eyjarmótið. Eins og kunnugt er, eru þrír íslendingar hjá GÍ, mið- herjinn Lárus Grétarsson, mark- vörðurinn Páll Guðjónsson og þjálfarinn Kristján Hjartarson, sem hefur náð frábærum árangri á sínu fyrsta ári sem þjáifari. Áhugi fyrir úrslitaleiknum var gífurlegur og sex tímum áður en hann hófst voru menn farnir að stilla upp bifreiðum sínum við völl- inn til að tryggja sér sem best út- sýni. GÍ tók leikinn þegar í sínar hendur, Símon,Pétur og Poul Enok skoruðu snemma og Lárus bætti þriðja markinu við fyrir hlé. Lárus lagði síðan upp tvö mörk fyrir Hans Leo í síðari hálfleik en KÍ skaut einu inn á milli. Lárus átti stórgóðan Ieik en hann varð þriðji markahæsti leikmaður 1. deildar, skoraði átta mörk í fjórtán leikjum. Gífurlegur fögnuður var í Götu eftir sigurinn. Bíllúðrar þeyttir fram á nótt, flugeldum skotið á loft og frí gefið á öllum vinnustöðum og í skólum í gær, mánudag. GÍ fékk 19 stig í 14 leikjum, HB, fráfarandi meistarar, náðu öðru sæti með 18 stig og KÍ varð að sætta ig við þriðja sætið, einnig með 18 stig. MB féll í 2. deild. „Það er ekki mikill munur á bestu liðunum hér í Færeyjum og þeim heima á íslandi," sagði Lárus í samtali við Þjóðviljann. „GÍ, KÍ og HB myndu öll spjara sig í 1. deildinni íteima en önnur standa þeim talsvert að baki.“ Lárus hefur mikinn hug á að snúa heim og leika með sínu gamla félagi, Fram, næsta sumar, en HB hefur einnig sýnt mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. Páll mark- vörður Guðjónsson er einnig spenntur fyrir að spreyta sig í ís- lensku 1. deildinni. - VS Lárus Grétarsson lék mjög vel í úrslitaleiknum gegn KI á sunnu- daginn. Hann leikur líklcga með Fram í 1. dcildinni næsta sumar. UMFN meistari Haukar höfnudu ofar ÍBK Njarðvíkingar urðu Reykjanesmeistarar í körfuknattleik á laugar- daginn er þeir sigruðu Keflvíkinga 62-59 í síðasta leik mótsins. Valur Ingimundarson skoraði 20 stig fyrir Njarðvík í leiknum en Þorsteinn Bjarnason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, 19 stig fyrir Keflavík. Tvær s ðustu umferðirnar fóru fram á miðvikudag og föstudag. Haukar unnu Breiðablik 97-45 og Keflavík sigraði Grindavík 78-57 á miðvikudag. Á föstudag mætti Breiðablik ekki til leiks gegn Njarðvík en Haukar unnu Reyni 93-39. Njarðvík vann alla sína leiki á mótinu og fékk 10 stig. Haukar höfnuðu í öðru sæti með 8 stig, Keflavík fékk 6, Grindavík 4, Reynir 2 en Breiðablik ekkert. -VS í|3rót~tir Umsjón: Viðir Sigurðsson „Getum sigrað með góð- um stuðningi áhorfenda“ „Þettanorskaliðer feykilega sterkt, skipað reyndum leikmönnum og hef ur f jölda fyrrverandi og núverandi landsliðsmanna í sínum röðum. Ég hef samt þá trú að við getum sigrað þá hér heima, með góðum stuðningi áhorfenda ætti okkur að takast að komast í 2. umferð keppninnar“, sagði Guðmundur Guðmundsson, fyrirliði íslandsmeistara Víkings í samtali við Þjóðviljann í gær. Víkingar mættu norsku meistur- unum Koboden í 1. umferð Evr- ópukeppni meistaraliða á laugar- daginn og var leikið í Osló. Norð- mennirnir sigruðu, 20-18, og þann mun ættu Víkingar að geta unnið upp í síðari leik liðanna sem fram fer í Laugardalshöllinni á sunnu- dagskvöldið. Víkingar byrjuðu ágætlega og höfðu forystu framan af. Norð- menn jöfnuðu og sigu framúr, komust í 13-9 fyrir leikhlé. Þeir léku fast og fóru eins langt og sænsku dómararnir leyfðu þeim. Koboden pressaði framarlega og gerði sóknarmönnum Vfkings erf- itt fyrir. Þá áttu Víkingar í erfið- leikum með eigin varnarleik og markvörslu í fyrri hálfleik. Dússeldorf og Fortuna Köln skoruðu grimmt Janus gerði eitt marka Fortuna Köln Koboden hélt uppteknum hætti framan af síðari hálfleik og leiddi 15-10 og 16-11. Hægt og sígandi tókst Víkingum að saxa á forskotið og í stöðunni 19-17 var möguleiki á að minnka muninn í eitt mark. Skotið í varnarvegginn, Norðmenn geystust upp og skoruðu, 20-17. Hörður Harðarson svaraði með einu af sínu gamalkunnu „undir- skotum", 20-18, og næstu sókn klúðruðu Norðmenn. Þar var stutt eftir þegar Norðmönnum tókst að stöðva sókn Víkings, Hörður freistaði þess að skora úr aukakasti á síðustu sekúndunni en tókst ekki. Ellert Vigfússon lék í marki Vík- ings í síðari hálfleik og stóð sig frá- bærlega, fékk aðeins á sig sjö mörk. Viggó Sigurðsson og Sigurð- ur Gunnarsson voru atkvæðamiklir í sókninni en voru grimmt teknir úr umferð í síðari hálfleiknum. Sigurður og Viggó skoruðu fimm mörk hvor, Hörður Harðarson, Hilmar Sigurgíslason og Karl Þrá- insson 2 hver, Guðmundur Guð- mundsson og Steinar Birgisson eitt hvor. Möguleikar Víkinga á að komast áfram í keppninni eru talsverðir eftir þessi úrslit. Á sunnudags- kvöldið kemur mæta þeir norsku meisturunum öðru sinni og þá verða áhorfendur vonandi vel með á nótunum og hjálpa Víkingum í 2. umferð. -VS Fortuna Dússeldorf vann stór- sigur, 7-0, á Borussia Dortmund í vestur-þýsku „Bundesligunni” í knattspyrnu á laugardaginn. Atli Eðvaldsson átti ágætan dag en tókst ekki að skora. Rudi Bommcr 2, Ralf Dusend 2, Manfred Bocken- feld, Gúnter Thiele og Gerd Zewe skoruðu mörkin. Beyern Múnchen tapaði í boc- hum, 3-1, en Hamburger gerði markalaust jafntefli í Bremen. Ás- geir Sigurvinsson og félagar í Stutt- gart gerðu jafntefli, 1-1, á útivelli gegn Bayer Leverkusen. Offen- bach vann Keiserslautern 3-2, Mannheim vann Núrnberg 1-0, Mönchengladbach vann Köln 4-2, Bielefeld vann Uerdingen 3-1 og Braunschweig vann Frankfurt 4-3. Bayern og Hamburger hafa 12 stig á toppnum, Uerdingen 11, Mönchengladbach og Stuttgart 10.' Frankfurt situr á botnmum með 5 stig en Dússeldorf er um miðja deild með 8 stig úr 8 leikjum. f 2. deild vann Fortuna Köln stórsigur á Darmstadt, 5-1, og skoraði Janus Guðlaugsson eitt markanna. Anderlecht tapaði í Belgíu missti Anderlecht, lið Arnórs Guðjohnsen, Beveren fjór- um stigum uppfyrir sig, tapaði 2-1 í Bevern. Arnór gar ekki leikið með vegna meiðslanna sem hann hlaut gegn írum í síðustu viku. Antwerpen vann stórsigur á Liege, 4-0, en Pétur Pétursson var ekki með. Sævar Jónsson lék hins vegar með CS Brúgge sem vann Molenbeek 1-0 á útivelli. Watersc- hei steinlá fyrir Standard, 3-0, og Seraing sigraði Gent 3-0. Beveren hefur 14 stig, Seraing. 12, en Anderlecht, Antwerpen, Stand- ard, Lokeren, Waregam og Mec- helem 10 stig hvert. -VS Vítaspyrna forgörðum og Aberdeen tapaði Aberdeen, andstæðingar Akur- esinga í Evrópubikarnum annað völd, máttu sætta sig við tap á eimavelli, 1-2, gegn meisturum lundee United í skosku úrvals- eildinni í knattspyrnu á laugar- ag. Leikurinn var stórskemmti- :gur og vel leikinn og Eamonn lannon kom Dundee United yfir á 6. mínútu mcð fallegu skoti. Aberdeen fékk vítaspyrnu, en ohn McMaster skaut framhjá. lilly Kirkwood kom svo meistur- inum í 0-2 í síðari hálfleik en Gor- lon Strachan minnkaði muninn í -2 úr vítaspyrnu tólf mínútum yrir Ieikslok. Brian McClair, fyrrum félagi Jó- hannesar Eðvaldssonar hjá Mot- herwell, skoraði 4 mörk þegar Celtic vann Dundee á útivelli, 2-6. Ian Ferguson skoraði bæði mörk Dundee úr vítaspyrnum, fyrsta og síðasta mark leiksins en Celtic gerði sex á milli. Tommy Burns skoraði það fyrsta, Jim Melrose það sjötta en hinn tvítugi McClair fjögur þar á milli. Rangers vann loks, sigraði ný- liða St.Johnstone 6-3. Kilgor skoraði fyrir Johnstone eftir 45 sekúndur en Rangers komst í 6-2. Ally McCoist skoraði 2, Robert Prytz, Dave Cooper, Sandy Clark og John McClelland eitt hver. Jim Brogan gerði hin tvö mörk nýlið- anna. Hearts heldur áfram sigurgöng- unni, vann St.Mirren úti 0-1. Roddy McDonald skoraði sigur- markið. Motherwell tapaði 2-1 fyrir Hi- bernian í Edinborg. Irvine og Rice skoruðu fyrir Hibs en Andy Dorn- an fyrir Mortherwell. Staðan í úrvalsdeildinni: DundeeUnited.......5 5 0 0 17- 3 10 Celtic.............5 5 0 0 18- 5 10 Hearts.............5 5 0 0 10- 4 10 Aberdeen...........5 3 1 1 12- 3 7 Hibernian..........5 2 0 3 7-12 6 Rangers............5 113 9-11 3 Brian McClair skoraði Qögur í Dundee St.Mirren..........5 0 3 0 3- 6 3 Motherwell.........5 0 2 3 3-11 2 Dundee.............5 0 1 4 4-15 1 St.Johnstone.......5 0 0 5 6-19 0 Partick Thistle er efst í 1. deild með 12 stig en Kilmarnock hefur 10. -VS Undir stjórn Torfa Magnússonar hafa Valsmenn unnið tvo fyrstu leiki sína í Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik. Vatsmenn með 4 stig Valsmenn standa vel að vígi á Reykja- víkurmótinu í körfuknattleik, meistara- flokki karla, eftir tvær fyrstu umferðirnar sem fram fóru .um helgina. Þeir sigruðu Framara naumlega á laugardaginn, 64- 63, og lögðu síðan KR á sunnudag, 71-63. ÍR vann léttan sigur á ÍS, 95-69, á laugardag og Fram sigraði IS 70-61 á sunnudag. Baráttan um Reykjavikur- meistaratitilinn stendur því líkast til á milli Vals og ÍR. Einn leikur fór fram í meistaraflokki kvenna á sunnudag. KR, sem hefur verið nánast ósigrandi undanfarin ár, stcinlá fyrir ÍS, 48-21. Óskar vann á Nesvelli Óskar Sæmundsson GR sigraði í afreks- keppni Flugleiða í golfi sem fram fór á Nesvellinum um helgina. Hann lék á 296 höggum, Ragnar Olafsson, GR, á 299 j höggum og Magnús Jónsson, GS, á 300 j höggum. Næstir komu Sigurður Péturs- i son, GR, Gylfi Garðarsson, GV og | Tryggvi Traustason, GK. Siggi fimm og Alli þrjú Sigurður Sveinsson skoraði fimm mörk fyrir Lemgo í vestur-þýsku „Bundeslig- unni“ í handknattleik um helgina. Lemgo tapaði þá 21-20 fyrir Schwabing á útivelli. Alfreð Gíslason skoraði 3 mörk fyrir Ess- en sem vann Kiel, lið Jóhanns Inga Gunn- arssonar, 13-10. Styrkir til UMB og HK Kópavogsbær veitti kvennaliði Breiðabliks í knattspyrnu og blakdeild HK ríflega styrki á flmmtudagskvöldið var. Hvor aðili um sig fékk 100 þúsund krónur. Breiðabliksstúlkurnar urðu íslands- og bikarmeistarar í ár, eina ferð- ina enn, og HK vann sig uppí 1. deild í blaki karla í fyrsta skipti sl. vor. Slasaði Schuster og Maradona! Diego Maradona, argentínska knatt- spyrnugoðið hjá Barcelona, leikur ekki knattspyrnu næstu þrjá mánuðina. Hann slasaðist illa í leik í spænsku 1. deildinni í fyrradag, ökklabrotnaði og liðbönd slitn- uðu. Hann var driflnn beint á sjúkrahús og gekkst undir aðgerð samdægurs. Barcelona var að leika við meistarana Atletico Bilbao og sigraði 4-0. Þegar stað- an var 2-0 braut varnarmaður Bilbao, Garrutchea, gróflega á Maradona með of- angreindum afleiðingum. Síðar í leiknum slasaðist önnur stjarna Barcelona, Vestur-Þjóðverjinn Bernd Schuster, og þar var Garrutchea einnig að verki. Ekki fylgdi sögunni hvort þessi athafnasami varnarmaður fékk að líta spjöld fyrir að- 'gerðir sínar. Garrutchea afrekaði að fót- brjóta Schuster fyrir tveimur árum! 3. deild: Jafntefli Týr frá Vestmannaeyjum sótti þrjú stig í Vesturlandskjördæmi í 3. deildinni í handknattleik um helgina. Jafntefli varð á Akranesi gegn heimamönnum á föstu- dagskvöldið, 21-21, en Týr vann síðan Skallagrím í Borgarnesi daginn eftir 29- 17. Ármann og Ögri lcku í Laugardalshöll- inni á föstudagskvöldið og var það fremur ójafn leikur eins og við mátti búast. Ár- mcnningar sigruðu 35-15 og skoraði Óskar Asmundsson 9 markanna. Loks mættust Selfoss og Keflavík á Selfossi á laugardag- inn og þar unnu Keflvíkingar all örugg- lega, 23-15. _VS Gunnar með Osnabruck Gunnar Gíslason, landsliðsmaður í ' knattspyrnu úr KA, hefur skrifað undir samning við Osnabrúck og leikur með því ; í vestur-þýsku 2. deildinni í vetur. Gunnar i hefur dvalið hjá félaginu síðan ísiands- mótinu lauk. Island í tíunda sæti Gylfi Kristinsson og Úlfar Jónsson léku fyrir íslands hönd í Evrópuliði heimsmeistaramótsins í golfl í Portúgal um hclgina og höfnuðu í tíunda sæti af tólf keppendum. Þeir léku samtais á 326 högg- um og héldu Marokkóbúum og Norð- mönnum fyrir aftan sig. Svíar sigruðu á 300 höggum en Hollendingar urðu aðrir á 306 höggum. FH í 2. umferð FH komst fyrirhafnarlítið áfram í IHF- Evrópukeppninni í handknattleik. And- stæðingarnir, Liverpool frá Englandi, gáfu leikina eftir miklar umræður og van gaveltur um leikstaði. Hvalreki á fjörur KKÍ ' Á fjörur Körfuknattleikssambands ís lands hefur borist mikill hvalreki, breski dómarinn David Turner frá Englandi. Turner starfar hjá FIBA, alþjóða körf- uknattleikssambandinu í Múnchen og er hingað kominn til námskeiðahalds fyrir starfandi dómara. Námskeiðið fer fram dagana 28. sept ember til 3. október í Árnagarði. Þátt tökugjald er 1000 krónur og enn eru laus pláss. Turner heldur einnig almennan fyrirlestur um dómaramál og leikreglur þann 2. október kl. 20 í fyrirlestrarsal verkfræði og raunvísindadeildar há- skólans. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu KKÍ, síma 85949.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.