Þjóðviljinn - 15.10.1983, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 15.10.1983, Qupperneq 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 15.-16. október 1983 bókmenntir Árni Hannes Pétursson. 36 Ijóð. Iðunn 1983. í einu hinna þrjátíu og sex kvæða þessar- ar bókar segir Hannes Pétursson: Hlutirnir sem ég ann þeir uppfylla samt jörðina og standa hér í nýrri nálœgð andspœnis hjarta mér. Pað ér júníkvöld. Klettadrangur í bjarma: útsýnið lagt í gegn af gullrauðu nautshorni! Þessar línur gefa allgóða hugmynd um þá viðleitni og þá aðferð, sem mest ber á í bókinni. í hverju ljóðinu af öðru er leitast við aö höndla í fáorðum og stuðluðum texta einhverja liöna stund úr lífi skálds. Og þess- ar stundir eru, vel á minnst, ekki af því tagi að almennt samþykki fengist fyrir því að telja þær til stórtíðinda. Oðru nær. Júní- kvöld er nefnt og klettadrangur í bjarma. Börn liggjaíilmandi heyiávagni. Eða þáað dordingull hangir lóðrétt á ljósið sem berst að utan inn um glugga kjallaraskonsu. En þessum smámyndum er ekki leyft að vera smáum. Þær eru sendar okkur með einlægri viðleitni til að gera lífið allt undursamlegt. Og þá eroftar en ekki brugðið á það ráð, að grípa til afdráttarlausra orða, sterkra mynda, sem halda uppi spennu á milli „lít- illa stunda" og skáldlegrar upplifunar. Per- sóna ljóðsins „skelfur" andspænis sólarljósi og dordingli. Heyferð í vagni bernskunnar er farin gegnum „unaðslegan" heim. Þegar sólin rennur upp eina janúarstund þá hefur það gerst að Engill slœr eldi niður í hjartað Og þótt lesanda sýnist stundum að skáldið sé komið framarlega á nöf og gæti hrapað niður úr viröingu hans í næstu and- lá, þá gerist það ekki sem betur fer. Les- andanum reynist þegar allt kemur til alls ekki erfitt að trúa því, aö í þessum skáldlega heimi sé blátt áfram „gaman aö vera til“. Eins þótt viðurkenna verði stundum að dapurlegt sé tímans nauð: örnefnin hafa flagnað af flestöllum kennileitum. ^ *•» * ’ j ! n'l ' «r... jf,. ./ / **Y*ttam** r y/ÆPJ. * '*•*'** Hvað er vœngur og þjótandi hestur? ; * • ; ...., ... WjL* y t 1 « i -'if < *fcfc4* — <"■ £»**•<« -i 4 ' ".. " rtí' • I*.i i■ t - > • ■ 5.1 \ 111! - ] \ í Ú £ & i l I í ■ „* y - **4 * ■v—* C’icí v•••■* •• *i • --M11 ■ ' . * \ 1 'k í •' ; , Z ■ ' í , . |i HW ’ 8 f..-'■t-j l'di s Bergmann skrifar Hannes Pétursson Eldfuglinn Það fer ekki hjá því, að skáldið yrkir um vanda listarinnar. I einu kvæði er það gert með fullfrekum stuðningi afstraktorða: „orð hvílir / innar hinu sem er notað / og hugmynd hvílir / í hugmynd annarri" segir um aðdáunarvert skáld í útlöndum, kann- ski Rilke. Betur fer svo á því, að ljóð og önnur list taki á sig náttúrumyndir, eins og þegar braglínur æskuáranna eru fuglar sem „titra af feimni” í felustöðum sínum. Eða þegar sú ósk verður stærst til handa gömlum öldnum listamanni sem bíður eftir tímanum í viðburðaleysi, að fuglinn blái, eldfuglinn, vitji hans aftur: Ó megi hann steypast eldvœngjaður gegnum augu hans! í næstsíðasta kvæði bókarinnar er einmitt sterk og eftirminnileg lýsing á kynjamanni sem býr yfir þeirri vitneskju, því sakleysi sem við hinir, dasaðir af misjafnri siðmenn- ingarreynslu, höfum týnt eða getum ekki endurheimt. Kaspar Hauser mun koma í bæinn • hann - sem veit hvað er vœngur og þjótandi hestur. Og höfuð vor brœðra eru háaloft full af skrani. Sorgin Sorgin hefur líka tekið sér sess meðal þessara ljóða, nálægð dauðans, söknuður eftir genginn vin, sem bókin er helguð minningu hans. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem lifir en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna Peir eru himnarnir honutn yfir. Allt mjög einfalt og látlaust, óþarfa út- rýmt, hugsunin hvorki djúp né heldur grunn en blátt áfram sönn í þeim skilningi, að lesandinn trúir þeirri reynslu sem miðlað er. Og það er líka erfitt að stilla sig um að minna á það hér, að í dauðakvæðum Hann- esar Péturssonar erum við stödd blessunar- lega langt frá útbreiddri íslenskri þæginda- hugsun sem segir: Ég er svo merkilegur að ég hlýt ávallt að verða til! í öðru kvæði segir um dauðann: Hví skyldi vera merkingarlaust að mynnast út í þögnina þá dularfullu þögn sem drýpur af stjörnunum? Það getur vel verið að einhverjir ljóðales- endur spyrji, hvort skáldið bæti nokkru við hæð sína með þessari bók. Kannski heyrist líka hvimleiður urgur í þeim nýjunga- gjörnu, sem finnst til dæmis að náttúran sé orðin þungt farg á herðum skálda. Óþarft er allt slíkt hjal. Hannes Pétursson er í þessari bók sem öðrum vandað skáld og einn af okkar förunautum og hananú. — ÁB. Samsœriskenning og nútíma geðlœkningar Jóhannes Björn. Skákað í skjóli Hitlers. Saga merkisbera dauðans. R. 1983. Þessi bók hefst á því að rifjuð eru upp merkileg efni sem vafalaust er hollt að gleyma ekki. Þar eru í stuttu máli raktar ýmsar þær hugmyndir um lífsbaráttu teg- undanna og mannfólksins, um offjölgun og takmarkaða matvælaframleiðslu, um yfir- burði einstakra kynþátta, sem höfðu þegar á síðastliðinni öld náð verulegri útbreiðslu á Vesturlöndum. Og urðu meðal annars til þess að farið var af stað með allskonar kukl með mannslíf í nafni mannkynbóta svon- efndra, í nafni andlegrar og líkamlegrar heilbrigði þjóða, löngu áður en Adolf Hitl- er og vinir hans hófust handa úm að „hreinsa” Þjóðverja. Með því að útrýma geðsjúkum og fötluðum og siöan Gyðingum. Það er vitanlega ekki nema satt og rett hjá höfundi að mannkynbótahugmyndir fóru víða og þær hafa gert Hitler auðveldar fyrir. Það var ekki síst í Bretlandi og Banda- ríkjunum að það þótti sjálfsagt að ýta undir það að hvítt fólk, sem talið var gáfað og duglegt, eignaðist sem flest afkvæmi, með- an ýmisleg löggjöf var talin æskileg til að loka óæskilegum „erfðastofnum" meðal lit- aðra, fátækra og „lítt greindra”. Þaö er líka rétt sem kemur fram í bókinni, aö þegar við blasti í lok heimsstyrjaldarinnar síðari til hverskonar stórglæpa kynbótafræðin höfðu leitt á yfirráðasvæðum nasista, þá hafa þeir sem veikir væru fyrir slíkum hugmyndum að öðru jöfnu ekki haft sig mikið í frammi. En svo fer heldur að versna málflutning- urinn. Látum nú vera þótt málfarið sé einatt hæpið (eins og þegar „survial of the fittest" er þýtt með „afkoma þeirra hæfustu"). Eða að kenningar Darwins og fleiri séu af- greiddar með mikilli fljótaskrift. Hitt er öllu lakara, að höfundur er mjög áfram um að eftir stríð hafi kynbótamenn aðeins farið í felur unt stundar sakir en leiti ýmissa laumulegra ráða til þess að ná sér aftur á strik. Hann lýsir „kolkrabba" sem teygir arma sína yfir lönd og höf og smalar saman stuðningi við kynbótahyggjuna. - Áður en bókinni lýkur er látið að því liggja, að í heiminum sé í gangi meiriháttar samsæri geðlækna og ýmissa fjármálastjóra Vestur- Beinahrúga í Majdanek: hver eru tengslin milli kenninga um mannkynbætur og fram- kvæmda nasista? landa, sem magni hver annan í einhvers- konar djöfullegum laumunasisma. Jóhannes Björn tíundar ýmislegt sem á geðlækna hefur verið borið - gagnrýni með lyf ofl. Ekki nema sjálfsagt að það konti fram. En þetta er gert eftir þeirri rörnrnu einstefnuaðferð, sem einkennir höfunda sem hrærast mjög í samsæriskenningum. Útkoman verur ekki aðeins sú, að nútíma geðlækningar sýnast með öllu gagnslausar. Útkoman verður heldur ekki sú, að geðl- æknar séu upp til hópa haldnir háskalegu ofmati á fræðum sínum - þeir eru sjálPir meira eða rninna brenglaðir afbrotamenn. Og þegar svo er komið hefur höfundur, sem taldi sig fara af stað gegn fordómum um greindarfar og kyngöfgi gengið í undar- legan hring. Hann stendur aðlokumuppi með nýjan hóp sökudólga, með nýja Zíons- öldunga, sem búa heiminum launráð. Fer þá öll reisan að vera mjög hæpin. ÁB.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.