Þjóðviljinn - 15.10.1983, Síða 18

Þjóðviljinn - 15.10.1983, Síða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 15.-16. október 1983 um helgina myndlist Húsavfk Ingvar Þorvaldsson opnaöi í gærföstud- ag myndlistasýningu á Húsavík. Sýning- in, sem er í Safnahúsinu á Húsavik, stendur fram á mánudagskvöld og er opin frá kl. 16-22. Myndirnar eru allar vatnslitamyndir, 30 að tölu. Kjarvalsstaöir I dag, laugardag, opnar sýning á verkum Jóhannesar Kjarvals. Þetta eru allt verk sem safninu hefur borist að gjöf frá því að það opnaði fyrir 10 árum síðan, árið 1973. Tilefnið er fyrst og fremst að sýna gjöf þeirra hjóna Eyrúnar Guðmunds- dóttur og Jóns Þorsteinssonar sem þau faerðu safninu í sumar en það eru fjögur stór olíumálverk, og 22 teikningar. Teikningarnar eru af ýmsum þeim mönnum sem Kjarval hitti á lífsleiðinni. Þá eru á sýningunni allar þær gjafir sem safninu hafa borist á þeim árum sem það hefur verið opið. FÍM — sýning í vesturforsal I gær opnaði í vesturforsal Kjarvalsstaða sýning FlM, Félags íslenskra mynd- listarmanna. Nánari grein er gert fyrir þessari sýningu á öðrum stað í blaðinu f dag. Sýningin er opin til 30. október. Háholt, Hafnarfiröí A 75 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstað- ar færðu hjónin Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Sverrir Magnússon lyfsali Hafnfirðingum að gjöf fasteignina Strandgötu 34 í Hafnarfirði, ásamt veg- legu málverkasafni og bókum. Skal gjö- finni varið til stofnunar og starfrækslu lista- og menningarmiðstöðvar, er beri heitið HAFNARBORG. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur nú ákveðið að efna til sýningar á málverka- gjöf þeirra hjóna í Háholti, Dalshrauni 9, Hafnarfirði. Á sýningunni eru listaverk frá ýmsum tlmabilum í íslenskri myndlist eftir sjötíu listamenn. Sýningin verður opnuð (Háholti, í dag,l- augardag kl. 15.00 og verður opin dag- lega kl. 14-23 til sunnudagsins 23. októ- ber. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Bókasafniö á ísafiröi í bókasafninu á (safirði stendur nú yfir sýning á grafikverkum eftir Kristberg Pétursson. Hann lauk námi í grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans sl. vor. Hefur hann haldið eina einkasýningu áður og tekið þátt í fjölda samsýninga. Á sýningunni eru 11 myndir og eru þær allar til sölu. Sýning er opin á venju- legum opnunartíma bókasafnsins. leiklist Þjóöleikhúsiö Nú er Lína langsokkur komin úr sumar- friinu og hefjast sýningar aftur á þessu geysivinsæla barna- og fjölskyldúleikriti núna á sunnudaginn kemur, þann 16. október, kl. 15.00. Leikritið um undrastelpuna Linu er þegar orðiö eitt af vinsælustu verkefnum Þjóðl- eikhússins frá upphafi og var það sýnt 52 sinnum á síðasta leikári og yfirleitt fyrir fullu húsi.en um 30 þúsund áhor- fendur sáu sýninguna. MÍR-salurinn Sjónarmið Sovétmanna i alþjóðamálum, einkum afvopnunar- og friðarmálum, er meginefni 40 mínútna kvikmyndar sem sýnd verður í MÍR-salnum, Lindargötu 48 á sunnudaginn. Sýning hefst kl. 16. Jafnframt verður sýnd stutt mynd sem nefnist „Ðeirút i ágúst 82" og lýsir hún óhugnanlegum atburðum sem gerðist þar í fyrra. Myndirnar eru með enskum skýringartexta. Aðgangur er ókeypis. tónlist Tónlist Næstkomandi þriðjudag munu þau Sig- ríður Ella Magnúsdóttir og Jónas Ingim- undarson halda tónleika í Menningarm- iðstöðinni Gerðubergi. Tilefni tónl- eikanna er að nú eru 150 ár liðin frá fæöingu snillingsins Jóhannesar Brahms. Á efnisskránni eru eingöngu sönglög tónskáldsins. Þess má geta.að viða um heim fara á sama tíma fram mikil hátíðahöld vegna afmælisins. Aðeins verður um þessa einu tónleika að ræða þar sem Sigríður Ella Magnúsdóttir er I stuttri heimsókn hér á landi. Háskólabfó Píanóleikarinn, Martin Berkovskí heldur tónleika I dag, laugardag, í Háskólabíó ásamteiginkonu sinni önnu Málfríði Sig- urðardóttur. Tónleikarnir hefjast kl. 14. Verk eftir Schubert og Brahms verða á dagskrá. Martin Berkovskí hefur sem óðast verið að ná sér eftir alvarlegt slys. Með þessum tónleikum vilja þau hjónin þakka öllum þeim sem annast hafa Berkovskí og mun allur ágóði af tónl- eikunum renna til Grensásdeildar Borg- arspltalans. Háteigskirkja Kór Langholtskirkju í Vestmannaeyjum heldur tónleika í dag, laugardag, í Hát- eigskirkju og hefjast þeir kl. 17. Einsöng- varar með kórnum verða Sigríður Gröndal, Anna Júlíana Sveinsdóttir, Si- ' gurður Björnsson og Geir Jón Þorsteins- son. Auk þess aðstoða félagar úr Sin- fónluhljómsveit Islands við flutninginn. Stjórnandi er Guðmundur H. Guðjóns- son. ýmislegt Ýmislegt Danski heimspekingurinn Lars Christi- ansen, mag. art., flytur opinberan fyrir- lestur í boði heimspekideildar Háskóla Islands og Félas áhugamanna um heimspeki í dag, laugardag kl. 15.00 í I stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefn- ist „Náttúruspeki: tilraun til að sameina mannvísindi og raunvísindi" og verður fluttur á íslensku. Öllum er heimill að- gangur. Hallgrímskirkja Árlegt Kirkjuþing Þjóðkirkjunnar kemur saman nú á sunnudag í Hallgrímskirkju. Þingiö hefst með hátíðarguðsþjónustu kl. 14, þar sem sr. Ólafur Skúlason víg- slubiskup prédikar en siðan setur Pétur Sigurgeirsson þingið og Jón Helgason kirkjumálaráðherra flytur ávarp. Þingið mun standa (10 daga, verða þingfundir f safnaöarsal Hallgrímskirkju og er öllum frjálst að fylgjast með þinghaldi. KFUM og K -húsiö Kynningarfundur Kristilegra skólasam- taka, KSS verður haldinn I dag, laugar- dag í húsi KFUM og K að Amtmannsstíg 2B kl. 20.30. Þar verður spurningunni HVER ER JESÚS? svarað. Henni verð- ur svarað í máli.leik og söng. Þessi fjöl- breytti og skemmtilegi fundur er [ beinu I framhaldi af skólakynningum KSS, sem haldnar hafa verið í grunnskólum [ Reykjavík. Félagið erætlað unglingum á aldrinum 13-20 ára, hvort sem þeir eru I skóla eða ekki. Fundir eru haldnir á Amtmannsstíg 2B hvert laugardgskvöld og eru eins og áður sagði allir unglingar velkomnir og vonumst við til þess að sjá sem flesta. Skátahúsiö Snorrabraut Skátafélagiö HAMRABÚAR í Reykjavík, sem hefur haft aðsetur í Tónabæ unda- nfarin ár, mun í vetur hafa aðsetur í skát- ahúsinu við Snorrabraut. Skátafélagið býður upp á fjölbreytt starf fyrir 8 ára og eldri. Mikil áhersla er lögð á útilíf í starfi, m.a. útilegur, gönguferðir, skiðaferðir, auk annarra þátta skáta- starfs. Einnig hafa skátar til umsjónar fjallaskálann JÖTUNHEIMA á Hellis- heiði og er hann sem annað heimili eldri skáta félagsins. Endurskráning og innritun í félagið fer fram í Skátahúsinu Snorrabraut 58-60, laugardaginn 15. október n.k. frá kl. 14-17. Háskólinn Á morgun 16. októbersýna mannfræð- inemar í Félagsvísindadeild Háskóla Is- lands nokkrar kvikmyndir sem fjalla um fjarlægar þjóðir. Sýningarnar verða í stofu 101 Lögbergi og hefjast kl. 14. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Kl. 14.00: Hátlðin (The Feast) 30 mínút- ur. Myndin fjallar um hina stríðselsku Yanaomamö indíjána sem byggja norður Brasilíu og suður Venezúela. Hún sýnir þátt hátíðarhalda I því að við- halda pólitískum tengslum milli fyrrum óvinveittra þorpa. Kl. 14.40: Beðið eftir Harry (Waiting for Harry) 57 mín. f myndinni segir frá An- i barra þjóðflokknum, sem telst til frum- byggja Ástralíu, og útfarasiðum hans. Myndin hlaut verðlaun breska mannf- ræðifélagsins á síðasta ári. Kl. 15.50: Ein af mörgum (Wife among wives) 60 mín. Þessi mynd sýnir lif Turk- ana sem búa á harðbýlu landssvæði i norðvestur Kenya. Húnfjallar þó einkum um fjölkvæni, heimanmund, undirbún- ing hjúskapar og stöðu kvenna. Sönghópurinn fullskipaður syngur söguna um Jörund Hundadagakonung. Mynd -eik. Kráarstemmning hjá Göflurum Á sunnudagskvöldið frumsýnir Leikfélag Hafnarfjarðar hin vinsæla og Petrea Óskarsdóttir á þver- söngleik Jónasar Árnasonar „Þið munið hann Jörund” í veitingahúsinu flautu. Gafl-inn við Reykjanesbraut. Þetta veitingahúsi, en eins og allir vita Jónasar byggð með kráarfrásögn i „Húsið hérna er mjög kjörið til uppsetningar á þessu verki. Við reynum að vera sem víðast í hús- inu”, sagði Þórunn Sigurðardótt- ir leikari, sem leikstýrir þessari uppfærslu Leikfélags Hafnar- fjarðar. Þegar Þjóðviljamenn litu á æfingu í Gaflinum á dögunum hljómaði skemmtilegur söngur í salarkynnum veitingahússins sem nú hafa verið endurskírð í kráin „Jokers’ and King’s”. Borð voru dúkuð og barinn op- inn, því að sjálfsögðu verður krá- arstemningunni haldið við á leik- sýningu og gestum boðið að fá sér hressingu meðan Leikfélagið sér um andlega góðgætið. Leikarar LH eru ungir að árum en þetta er annað verkið sem hið er í fyrsta sinn sem verkið er sett upp á sem séð hafa Jörund þá er leikgerð í huga. nýendurreista félag setur á svið. f fyrravetur var það sjálfur „Bubbi Kóngur”. „Þetta er skemmtilegur hópur. Þau hafa mjög gaman af þessu starfi og eru órög að fara ýmsar nýjar leiðir. Það er ansi gaman að vera með svona ungu fólki”, sagði Þórunn Sigurðardóttir þeg- ar hlé var á söngnum eitt augna- blik. Söngtríóið spilar stórt hlutverk í leiknum, en Jóhann Morávek sem stýrir hópnum hefur útsett flest hin skemmtilegu lög úr söng- leiknum á nýstárlegan máta. Auk hans eru í tríóinu Anna Pálína Árnadóttir og Jakob Bjarnason og þar til viðbótar leikur Þröstur Þorbjörnsson á gítar og mandolín Með aðalhlutverk í söngleikn- um fara þau Hallur Helgason sem leikur Jörund, Kristín Gestsdótt- ir sem leikur Charlie, Friðjón Ól- afsson leikur Laddie og Hlynur Helgason Stúdíóus. Þar til við- bótar kemur fjöldi Gaflara fram í leiknum. Ragnhiidur Jónsdóttir formaður LH sagði að um 30 manna hópur stæði að baki fé- laginu og væri mikill hugur í fé- lagsmönnum varðandi starfið í vetur. Búið er að ákveða næsta verkefni og ráða leikstjóra og fyrir bæjarstjórn liggur umsókn frá félaginu um yfirtöku á Bæjar- bíó sem að öllum líkindum verð- ur lagt niður sem kvikmyndahús um næstu áramót. „Þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur en það tekur alltaf ein- hvern tíma að fá fólk til að átta sig á að hér í bæ er ýmislegt að gerast í menningunni”, sagði Ragnhild- ur--Ig. Stúden taleikhúsið: Hvers vegna láta börnin svona? „Hvers vegna láta börnin svona?” er heitið á nýrri dagskrá sem Stúdentaleikhúsið frumsýnir í Félagsstofnun Stúdenta sunnu- daginn 16. október kl. 20.30. Um er að ræða dagskrá þar sem leitast er við að gera örlitla grein fyrir svokölluðum „atómskáld- um” og þeim „hasar” sem varð í kringum bókmenntir um og upp úr 1950. Fléttað er saman stuttum leikatriðum og ljóðaflutningi með léttu tónlistarívafi. Alls koma um 15 manns fram í sýning- unni, leikendur og spilarar auk listmálara. í dagskránni eru flutt nokkur ljóð þeirra Sigfúsar Daðasonar, Einars Braga, Jóns Óskars, Hannesar Sigfússonar og Jónasar Svafár. Eins er brugðið á leik með smásögu eftir Astu Sigurð- ardóttur og Thor Vilhjálmsson og seilst í ljóðaþýðingar eftir Jón Oskar, Einar Braga og Geir Kristjánsson. Þau Anton Helgi Jónsson og Hlín Agnarsdóttir tóku saman dagskrá, tónlist er í höndum Sig- ríðar Eyþórsdóttur og Svanhildar Óskarsdóttur. Lýsingu annast Egill Arnarson en Ieikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. Eins og venja er í Stúdentaleik- húsinu sitja áhorfendur við borð og geta notið veitinga meðan á sýningu stendur. Guðbergur Auðunsson Þingholtsstræti 23 Guðbergur Auðunsson mynd- listarmaður opnar sýningu í vinnustofu sinni að Þingholts- stræti 23 laugardaginn 15. okt. kl. 2 e.h. Á sýningunni eru 30 verk, 27 collage-myndir og 3 tréskúlp- túrar. Þetta er 7. einkasýning Guðbergs en hann hefur sýnt m.a. á Kjarvalsstöðum 1978, Galerie Baden Baden í V-Þýska- landi og víðar. Þetta er fyrsta sýn- ingin í þessum sýningarsal sem er nýstandsettur. Hún er opin alla virka daga kl. 15-18 og um helgar kl. 14-18. „Óður til steinsins Hið nýja verk Atla Heimis Sveinssonar, Óður til steinsins, verður flutt öðru sinni um helg- ina. Verkið byggir á tónlist Atla Heimis og ljóðum Kristjáns frá Djúpalæk og var það frumflutt fyrir viku síðan á 40 ára afmæli Tónlistarfélagsins á Akureyri og vakti þá mikla athygli. Vettvang- ur flutnings er Norræna húsið og hefjast tónleikarnir kl. 17 á morg- un sunnudag og verða síðan end- urfluttir á sama stað á mánudag- inn kl. 20.30. Kveikjan að verkinu voru ljós- myndir sem Ágúst Jónsson tók af örþunnum sneiðun steina þar sem „hann leysti steininn úr álögum”, eins og Kristján frá Djúpalæk orðar það. Skáldið orti eitt ljóð um hverja mynd, alls 30 myndir. Atli Heimir Sveinsson samdi síðan 30 smálög fyrir píanó við ljóðin og myndirnar. Útkom- an er nýstárlegt verk í tónum, orðum og myndum. Jónas Ingi- mundarson leikur tónlistina á pí- anó, Sigrún Björnsdóttir les upp ljóðin og sýndar verða litskyggn- ur af steinamyndunum. FÍM á Kjarvalsstöðum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.