Þjóðviljinn - 20.10.1983, Side 1
UOBVIUINN
„Við erum reiðubúin
til þess að heyja
langvinna baráttu“,
segir Gabriel Lara um
þjóðfrelsisstríð
alþýðunnar í El
Salvador í viðtali við
blaðið.
Sjá 8
október 1983
fimmtudagur
239. tölublað
48. árgangur
Sjúkrahús aldraðra
fœr ekki krónu á fjárlögum
Þjóðarskömm
að stöðva B-álmu
Fulltrúar
stjórnarandstöðunnar
gagnrýndu
kauplækkun,
samningabann og
lokun þings í
umræðum um
stefnuræðu
forsætisráðherra.
segir Adda Bára Sigfúsdóttir
„Fari fjárlagafrumvarp Alberts Guðmunds-
sonar óbreytt í gegnum þingið er bygging B-
álmunnar þar með stöðvuð. Frumvarpið gerir
ekki ráð fyrir einni krónu til þessarar fram-
kvæmdar á næsta ári“, sagði Adda Bára Sigfús-
dóttir í gær. „Það er þjóðarskömm að hætta við
þessa framkvæmd . Lítið bara hver í eigin barm,
og flestir vita áreiðanlega um eitthvert gamal-
menni sem sárlega vantar hjúkrunarrými“,
sagði hún.
Leikfélag Akureyrar
frumsýnir á
föstudagskvöld
söngleikinn vinsæla My
Fair Lady með Arnar
Jónsson og Ragnheiði
Steindórsdóttur í
aðaihlutverkum.
Tillaga í borgarstjórn
Fyrir borgarstjórnarfundi í kvöld liggur tillaga frá Öddu um
áskorun á fjárveitinganefnd og þingmenn borgarinnar að þeir
vinni að breytingum á fjárlagafrumvarpinu þannig að hægt verði
að halda byggingunni áfram samkvæmt áætlun. „Reykjavíkurborg
hefur sótt um 34ra miljón króna framlag úr Framkvæmdasjóði
aldraðra til B-álmunnar á næsta ári“, sagði Adda, „en til hennar
má sjóðurinn aðeins veita beinu ríkisframlagi. Samkvæmt fjár-
lagafrumvarpinu er ekki krónu ætlað í beint framlag. Sjóðurinn á
aðeins að fá nefskattinn, sem er 42 miljónir, en hann má aðeins
setja í byggingu dvalarheimila og þjónustuíbúða fyrir aldraða.“
„Stöðvun framkvæmda við B-álmuna er gersamlega óþolandi
vegna þess skorts sem er á hjúkrunarrými fyrir aldraða", sagði
Adda að lokum. „Undir þau orð hljóta borgarfulltrúar og þing-
menn Reykjavíkur að geta tekið.“
-ÁI
í ár er veitt 22 miljónum króna til byggingar B-álmunnar en í
fjárlagafrumvarpinu er ekki ætlað krónu til að halda henni áfram á
næsta ári. Þessu verður að breyta, segir Adda Bára Sigfúsdóttir. -
Ljósm. Magnús.
Alþýðublaðið hœttir að
koma út sem dagblað
Það er rétt að málefni Al-
þýðublaðsins voru til umfjöll-
unar á flokksstjórnarfundi
Alþýðuflokksins sl. mánudag,
og verður aftur á dagskrá á
næsta fundi. Það er einnig
Ijóst að blaðið hættir sem dag-
blað en við munum skoða alla
aðra möguleika en að leggja
blaðið niður, sagði Magnús
H. Magnússon varaformaður
Alþýðuflokksins I samtali við
Þjóðviljann í gær.
Vikuútgáfa til
umrœðu.
Munum reyna
allt til þess að
blaðið verði ekki
lagt niður, segir
Magnús H.
Magnússon
Magnús sagi aö tapið á blaðinu
í því formi sem það er nú meira en
flokkurinn réði við. Korhið hefði
til tals í þssu sambandi að gera
blaðið að vikublaði og væri það
sú hugmynd sem mestan hljóm-
grunn hefði nú. Vissulega væru til
fleiri möguleikar og yrði þetta allt
skoðað mjög vandlega, áður en
ákvörðun verður tekin um fram-
tíð blaðsins, sagði Magnús.
Þá má geta þess að prentsmiðj-
an sem Alþýðublaðið stofnsetti
sl. vetur með mjög fullkomnum
tölvusetningarbúnaði hefur nú
verið seld Alþýðuprentsmiðj-
unni.
- S.dór
Það var lítið um að vera á ritstjórnarskrifstofum Alþýðublaðsins í gær.
Eftirsjá er að Alþýðublaðinu í fjölradda kór stjórnarandstöðunnar.
(Ljósmynd - Magnús).