Þjóðviljinn - 20.10.1983, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 20.10.1983, Qupperneq 3
Fimmtudagur 20. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 íslensk tölva á markaðinn! Sérrit Þjóðviljans á morgun Um þessar mundir er að koma á markað hér á landi ný tölva, sem framleidd er af fyrirtækinu Atiantis h.f. Er þetta fyrsta tölvan sem framleidd er hér á landi og mun hún við það miðuð að geta fullnægt þörfum smærri fyrirtækja, einstak- linga og stofnana hér á landi. Atlantis viðskipta- og iðnaðar- tölvan hefur að fyrirmynd nýja tölvu frá IBM, svokallaðan IBM Personai Computer. Atlantis hf. hefur einnig látið gera hugbúnað og forrit á íslensku fyrir þessa tölvu, sem einnig verður fáanlegur. Ingólfur Arnarson fram- kvæmdastjóri Atlantis sagði í við- tali við Þjóðviljann að með fram- leiðslu íslenskrar örtölvu væri brot- ið blað í íslenskum rafeindaiðnaði, og að með þessari framleiðslu væri bæði verið að spara gjaldeyri og flytja nýja tækniþekkingu inn í landið. Nánar verður sagt frá Atl- antis viðskipta- og iðnaðartölvunni í sérstökum blaðauka um tölvumál í Þjóðviljanum á morgun. Atlantis-tölvan Samdráttur í bílainnflutningi: Smábílar koma best út Ljóst er af skýrslu Hagstofu íslands um bifreiðainnflutning- inn fyrstu 9 mánuði ársins að minnstu og sparneytnustu bif- reiðarnar koma skást út í hinu mikla hruni innflutningsins úr 9.361 bifreið á sama tíma í fyrra niður í 4.595 í ár. Mest seldi bíllinn á fyrstu 9 mán- uðum ársins er Subaro með 212 bfla, næst kemur svo Daihatsu Charade með 207 og Daihatsu Charmant 110 bifreiðar. Daihatsu er því mest seldi bíllinn hér á landi, þar sem þessar tvær gerðir hans eru næstum eins. Hinar þrjár gerðir Mazda bifreiða, sem eru mjög ólík- ar hafa þó selst meira, 323 gerðin 133 bílar, 626 gerðin 180 bílar og 929 gerðin 131 bfll. Nissan Cherry seldist langbest allra gerða af Nissan eða 151 bif- reið, aðrar gerðir eru frá 1 og uppí 87 bfla. Skoda seldi 123 bíla og To- yota Tercel 118 bíla aðrar gerðir af Toyota eru frá 1 og uppí 58 bíla. Af Volvo 244 gerðinni seldust 121 bifreið en að öðrum gerðum Volvo frá 1 og uppí 23. Af dýrari gerðum bifreiða kem- ur Saab 900 einna best út með 78 bfla, aðrar gerðir í dýrari flokki eru nokkuð langt á eftir. Innflutningur amerískra bíla hefur svo til alveg dottið niður í ár. - S.dór. Unnið er af fullum krafti við undirlag knattspyrnuvaliarins í Laugardal, þar sem gervigrasið verður lagt næsta haust. (Ljósm. Magnús). Gervigras verður lagt Ekki hefur verið tekin ákvörðun eftir 12-16 mánuði Að sögn Baldurs Jónssonar vallarstjóra íþróttavallanna í Reykjavík verður gervigrasið ekki lagt á völlinn í Laugardal fyrr en eftir 12-16 mánuði. Nú er unnið að undirbyggingu vall- arins en nauðsynlegt er að und- irlagið fái að þjappast og síga sem mest og best áður en mal- bikað verður yfír. Baldur sagði að bíða yrði í það minnsta í eitt ár áður en fyrra mal- bikslagið verður sett á. Ofan á það verður svo lögð hitalögn og síðan malbikað yfir hana og þá loks verð- ur gervigrasmottan lögð á. Þá verða flóðljósin á Melavelli færð að þessum velli og verður þá hægt að leika knattspyrnu á vellinum 24 tíma í sólarhring allt árið um kring, eins og Baldur komst að orði. um hvaða gervigrasategund verður fyrir valinu en um fjölmargar teg- undir er að ræða. Baldur sagði að menn væru í sambandi við marga aðila erlendis sem hefðu lagt gervi- gras á velli til að reyna að átta sig á því hvaða tegund gervigrass hefði reynst best. - S.dór. Hætta sérfræðingar að vinna fyrfr sjúkra- samlögin? Hafa sagt upp frá 1. desember og kostnaður lendir þá á sjúklingum einum Flestir sérfræðingar i Reykja- vík hafa sagt sig undan samn- ingi Læknafélags Reykjavíkur við Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkrasamlagið frá og með 1. desember n.k. Standi þeir við uppsagnir sínar og hætti að vinna fyrir sjúkrasamlögin mun heimsókn til sérfræðinga kosta sjúklinga 3-500 krónur í stað þess að nú grciðir sjúkrasam- lagið allan kostnað nema 120 krónur. Samningurinn sem hér um ræðir var gerður s.l. vetur og var gildistími hans ákveðinn til 1. desember. í sérstakri bókun tilkynntu læknarnir að þeir hyggðust ekki starfa eftir nýjum samningi eftir þann tíma en þeir geta sem einstaklingar sagt sig undan samningnum með fjög- urra mánaða fyrirvara. í millitíðinni voru svo bráða- birgðalögin sett en þau fram- lengja alla kjarasamninga til 1. febrúar og banna gerð nýrra. Engu að síður sögðu flestir sér- fræðingar sig undan samning- num fyrir 1. ágúst s.l. Halldór Jóhannsson, for- maður samninganefndar sér- fræðinganna sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að ekkert lægi ákveðið fyrir um aðgerðir þeirra 1. desember. „Þessi bráðabirgðalög hafa ekki verið tekin fyrir í félaginu", sagði hann, „og það liggur ekkert fyrir um það hvort þau banna mönnum að segja sig undan samningnum. Eflaust fram- lengja þau samninginn til 1. fe- brúar eins og aðra, en að form- inu til eru þettaAveir óskyldir hlutir, annars vegar uppsagnir manna og hins vegar lagaleg framlenging á samningnum.“ Halldór sagði að á næstunni yrði tekin ákvörðun um hvert framhaldið yrði. Þorsteinn Geirsson, er full- trúi fjármálaráðuneytisins í santninganefnd TR við lækna. Hann sagðist ekki trúa því að læknarnir rnyndu standa við uppsagnirnar og hætta störfum fyrir sjúkrasamlagið 1. desem- ber n.k. „Þeir hafa oft áður ver- ið með svipaðar yfirlýsingar“, sagði hann, „en það hefur aldrei orðið af því að þeir færu út úr gjaldskránni.“ Þorsteinn sagði að samningamenn ríkisins hefðu einnig lagt fram bókun við samningagerðina s.l. vetur þar sem það er áréttað að gerð- ardómur bindi alla lækna, hvort sem þeir eru aðilar að samningnunr eða ekki. Enn- fremur að ef um einstaklings- bundnar uppsagnir yrði að ræða væri ekki víst að samningavið- ræður héldu áfram, heldur yrði málinu vísað beint í gerðardóm. Páll Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Læknafélags Reykjavíkur sagði að félagið hefði sent allar uppsagnir sem borist hefðu til Tryggingastofn- unar. „Við höfum engin við- brögð fengið við þessum upp- sögnum", sagði hann, „en það er skoðun félagsins að samning- urinn sjálfur sé framlengdur til 1. febrúar n.k.“ -ÁI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.