Þjóðviljinn - 20.10.1983, Qupperneq 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. október 1983
DlOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Eramkvætndastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. .....^
Jtitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: éára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónssan.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Jóhannes Haröarcnn.
Sfmavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Margrét Guömundsd.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Siguröardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkgyrsla, afgreiösla og auglýsingar:
Síöumúla 6, Reykjavik, s(mi 81333.
Umbrot og setning: Prefnt.
Prentun: Blaðaprent h.f.,
Vegvísir fyrir
vinstrafólk
Kauplækkun, samningabann og lokun alþingis voru
eins og vænta mátti uppistaðan í gagnrýni fulltrúa
stjórnarandstöðunnar í umræðum um stefnuræðu for-
sætisráðherra á Alþingi. Stjórnarandstaðan er í fjórum
flokkum, en talsmenn þeirra leiddu allir einkar vel í ljós
að ríkisstjórnin hefur slitið í sundur lögunum og þar
með sagt í sundur friðinn á íslandi. Ríkisstjórnin fékk á
sig breiðsíðu frá stjórnarandstöðunni og það var ræki-
lega undirstrikað hvernig hin „mannlegu sjónarmið“
hafa verið „flæmd burtu“ úr stjórnarráðinu og viðhorf
reiknistokksins hafa tekið við og eira engu.
Nýju flokkarnir settu ferskan svip á umræðuna á
Alþingi, og á vegum þeirra tala einstaklingar, sem hafa
mikið til brunns að bera og margt til mála að leggja. En
enda þótt stjórnarandstaðan hafi fjórfalda árásargetu í
umræðum á Alþingi þá er það ekki síður veikleiki henn-
ar en styrkleiki. Það kann að endurspeglast í skoðana-
könnun DV vegna þess að þrátt fyrir allt telji almenn-
ingur litla von til þess að annað stjórnarmynstur heldur
en það sem er í dag komi til greina að svo stöddu.
Þessvegna er það mikilvægt verkefni að rækta samstarf
og málefnasamstöðu félagshyggjufólks á þingi.
Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins vék
að því í sinni ræðu að ríkisstjórnin hefði þá stefnu í
innanlandsmálum að lækka kaupið og skera niður fé-
lagslega þjónustu, í atvinnumálum að hefja til vegs
erlenda auðhringa og í utanríkismálum að gera eins og
Bandaríkjastjórn fyrirskipar. „Þessi stefna stríðir gegn
sjálfstæðisvitund landsmanna, réttlætiskröfum þeirra
og jafnréttisviðhorfum. Þessvegna þurfa ailir andstæð-
ingar ríkisstjórnarinnar að hefja undirbúning að
traustu samstarfi sem leiðir þjóðina út úr því myrkri
skammdegisins sem Steingrímur og Albert hafa lagt yfir
borg og bæ. Vegvísirinn út úr myrkrinu er samstaða
vinstrimanna, félagshyggjufólks, því það má aldrei aft-
ur gerast að afturhaldsöflin komist til valda í skjóli
sundrungarinnar.“
Það var sameiginlegt með öllum stjórnarandstæðing-
um sem töluðu við umræðuna á þingi í fyrrakvöld, að |
þeir töldu fjárfestingarsukkið undirrót verðbólgunnar, I
og enga lausn vera í því fólgna að láta launafólk greiða j
hana niður einhliða. Svavar Gestsson sagði að verð- j
bólguvaldurinn á íslandi væri fólginn í þeirri staðreynd,
að reynt væri að skipta meiru en til er:
i
„Þegar verslunin hrifsar margfaldan hlut á við það i
sem verið hefur - þá veldur það verðbólgu.
Þegar skipulagsleysið einkennir sjávarútveginn, ;
undirstöðuatvinnuveg Iandsmanna - þá veldur það
verðbólgu.
Þegar bankarnir fjárfesta fyrir hundruð milljóna
króna á ári - þá veldur það verðbólgu.
Þegar ríkissjóður er rekinn með stórfelldum halla -
þá veldur það verðbólgu.
Þarna er dýrtíðarvaldurinn á íslandi. Þessir aðilar
eru að reyna að knýja fram skipti á því sem ekki er til.
Verðmætasköpunin stendur ekki undir þessu þunga
bákni sóunarinnar. Þeir sem ekki þora að ráðast á þetta
Iterfi munu búa við áframhaldandi dýrtíð. Og enginn
getur ætlast til þess að kerfisflokkarnir tveir hrófli við
tilverugrundvelli sínum - seinvirku, ranglátu og sið-
spilltu bákni fjármagnsaflanna.“
Nái stjórnarandstaðan saman um nýja stefnu í fjár-
festinga og skipulagsmálum atvinnuveganna, og nýjar
leiðir til fljótvirkari og réttlátari ákvarðanatöku í
stjórnkerfinu, þá er kominn vísir að traustu samstarfi
sem gæti orðið valkostur vinstri manna gegn hægri
stjórninni.'
klippt
Blaut tuska
framan í stjórnina
Málgögn ríkisstjórnarinnar
ætla vart að komast yfir þá
ósvinnu, að einn úr stjórnarand-
stöðunni tætir í sundur fjárlög
ríkisstjórnarinnar í Þjóðviljan-
um. Sighvatur Björgvinsson flett-
ir ofan af tvöfeldni ríkisstjórnar-
innar í málaflokki eftir mála-
flokk. Staksteinar og Tíminn æsa
sig í gær af þessu tilefni - og þó
fárast ríkisstjórnarmálgögnin
meir yfir því að maður sem ekki
er Alþýðubandalagsmaður skuli
fá rúm til þessa í Þjóðviljanum,
heldur en hinu hvað hann segir, á
hvað er bent.
Þjóöviljinn málgagn stjórnar-
andstöðunnar hleypur yfir öll
flokksbönd í andstöðu sinni við
ríkisstjórn peningaaflanna og að
undanförnu hafa lesendur þessa
blaðs séð Framsóknarmann úr
verkalýðsforystunni skora á
verkalýð að rísa upp, forystu-
menn úr röðum Sjálfstæðis-
manna úthúða hægri stjórninni
og nú síðast eðalkratann Sighvat
Björgvinsson henda blautri tusku
framan í ríkisstjórnina. Á meðan
sú ríkisstjórn situr og heldur
áfram í þeim dúr sem hún hefur
hafið verður ekkert lát á þessu.
Og vonandi verður heldur aldrei
lát á því að Þjóðviljinn taki pólit-
íska hagsmuni þjóðarinnar fram
yfir þröngflokkspólitíska hags-
muni, ef einhverjir eru. Hvort sú
ritstjórnarafstaða blaðsins rekst á
samtryggingarbönd annara
hagsmuna er ekki vandamál þess.
Spilverk
Olafs Ragnars
Málgögnum ríkisstjórnarinnar
er ómögulegt að skilja öðruvísi
vinnubrögð og þankagang en
klúbbahugarfarið sem praktiser-
að er á þessum gögnum sjálfum.
Þannig segir Tíminn að ástæða
þess að Þjóðviljinn afhjúpi veik-
leika í fjárlagafrumvarpinu -
jafnvel þótt þeir komi frá Sig-
hvati Björgvinssyni - sé þessi:
„Það er afleysingaritstjóri Þjóð-
viljans sem stendur fyrir boðun
hins umfangsmikla stórasann-
leiks“
Og Skaksteinar klappar sama
steininn: „Forfallaritstjóri Þjóð-
viljans fyrrverandi formaður
þingflokks Alþýðubandalagsins,
sem féll í þingkosningunum í vor,
birtir í blaði sínu i gær þriggja
dálka forsíðumynd af fyrrverandi
formanni þingflokks Alþýðu-
flokksins“.
Hvílíkt innræti! Þurfti Þjóðvilj-
inn nú að birta líka mynd af hon-
um. Var nú ekki nóg samt?
Auðvitað sýna þessi viðbrögð
fyrst og fremst inní þann hugar-
heim, þarsem flokksbönd halda
öllu niðri, þarsem frelsi blaða-
manna er sama og vilji útvalinna
ritstjóra Tímans og Morgun-
blaðsins. Og hvers eigum .vér hin-
ir minni spámenn og fjölvísu
kompónistar á Þjóðviljanum að
gjalda? Og mikill maður er „mist-
er Grímsson".
Dagur líka
Málgagn KEA á Akureyri,
Dagur, kemur stundum í brotum
í Tímanum og þá er nú heldur
betur sambandsveislan. Tíminn
er að átta sig á því eftir meira en
hálfrar aldar náið samstarf hvar
Dagur stendur í pólitíkinni:
„Dagur á Akureyri er ekki alls
kostar sáttur við ritstjórnar-
stefnu Þjóðviljans". Þetta er
niðurstaða Tímans eftir að hafa
flett Degi áratugum saman - og
menn verða að taka ofan fyrir
svona nýstárlegri niðurstöðu.
Gleyma fjárlögunum
Viðbrögð ríkisstjórnarmál-
gagnanna við afhjúpun Sighvats
Björgvinssonar á fjárlagafrum-
varpinu eru einnig þann veg, að
efnisatriði málsins gleymast þeim
í ákafa þeirra við að búa til þröng-
flokkslega „fléttu". Þannig er því
ekki svarað að rekstrargjöld
ríkisstjórnarinnar hækki um
564%, ekki orð um 300% hækk-
un á lántökum ríkissjóðs, ekki
orð um 175% aukningu á utan-
ferðum, ekki orð um 225%
aukningu á skrifstofukostnaði
ráðherra. Það er máske von, því
þessi atriði eru að sjálfsögðu
óverjandi.
Hins vegar gerir Staksteinar
eitt efnisatriði að umræðuefni,
þarsem hann hafnar því að skatt-
píning vaxi - og segir Sighvat vera
að bera saman við fjárlög Ragn-
ars Arnalds 1983. Þetta er rangt
og dæmalaust að jafn vandaður
maður og ágætur húmoristi og
Stefán Friðbjarnarson höfundur
þessara Staksteina skuli láta
þetta hrökkva út úr pennanum.
Sjá má á bls. 187 í fjárlögum að
hækkunin um 26% er miðuð við
endurskoðaða áætlun Alberts
Guðmundssonar 1983 en ekki
fjárlög Ragnars Arnalds. Segir
Stefán, sem einnig skrifar leiðara
í Morgunblaðið, að Sighvatur
taki inní dæmi sitt áætlaða inn-
heimtu eldri skatta og það breyti
samanburðinum. Þetta er einnig
rangt. Sighvatur miðar við það
semstendurábls. 184ífrumvarpi
Alberts Guðmundssonar um að
sé „gengið út frá svipuðu inn-
heimtuhlutfalli og á þessu ári“.
Nei, höggið hittir ekki Ragnar
Arnalds fyrir. Þvert á móti, það
sýnir hve vel var að staðið í hans
tíð. Hins vegar hæfir það beint í
kviku allra þeirra sem styðja rík-
isstjórn þeirra Alberts og Stein-
gríms einsog viðbrögð þessi sýna.
Enn fremur undirstrika þessar
upplýsingar að ekkert er að
marka hvað þessir stjórnarherrar
segja. En það var gaman af
strengjabrúðunum íTímanum og
Mogganum í gær. _ög
og skorið
Litli Heimdallur
í Framsókn
Samband ungra framsóknar-
manna samþykkti ályktun sem
birt hefur verið í Tímanum sem er
nánast í engu frábrugðin ályktun-
um þeim sem frjálshyggjumenn
og hægri ungliðar í Heimdalli
hafa verið áð senda frá sér síðustu
árin:
„Nauðsynlegt er að létta sem
mest af þeim álögum sem lagðar
eru á atvinnureksturinn í
landinu“. „Þetta er og verður
brýnasta verkefni ríkisvaldsins á
næstu misserum“.
„Ríkisstjórnin verður að vinna
markvisst að frekari minnkun
ríkisumsvifa og fjárfestinga á veg-
um hins opinbera til að tryggja
varanlcika þeirra aðgerða sem nú
hefur verið gripið til“.
„Ataks er þörf að hefja samn-
inga við erlenda aðila um bygg-
ingu stóriðjuvera hér á landi“.
„Miðstjórnarfundur SUF fagn-
ar því að opnast hefur leið til
samninga við Alusuisse“.
Allar eru þessa setningar úr á-
lyktun miðstjórnar SUF keimlík-
ar hliðstæðum ályktunum frá
Heinidalli og slíkum félögum. Sú
var áður önnur tíðin.
Dagur enn
Ekki er Dagur ýkja langt frá
seinheppni Tímans í þeim tilvitn-
analeik sem ástundaður er í dálk-
um sem þessum. Þannig þykist
Dagur vera að skamma Þjóðvilj-
ann: „Bærilega tókst Þjóðviljan-
um að koma höggi á Steingrím
Hermansson forsætisráðherra út
af bílafríðindum ráðherra“. Og
við skulum slá botninn í þetta
með því að vera sammála Degi á
Akureyri. -óg
- ekh