Þjóðviljinn - 20.10.1983, Side 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. október 1983
Erum búnir undir
langvinna baráttu
segir Gabriel Lara, fulltrúi FMNL/FDR þjóðfrelsis-
fylkingarinnar í El Salvador í viðtali við Pjóðviljann
Stríðið í El Salvador mun halda áfram og Bandaríkin munu
dragast æ meir inn í átökin á meðan fólkinu í landinu er ekki
gefinn kostur á að láta vilja sinn í Ijós, sagði Gabriel Lara í
viðtali við Þjóðviljann. Gabriel laraeryfirmaður
upplýsingaskrifstofu Þjóðfrelsisfylkingarinnar FMNL7FDR í
Stokkhólmi. Hann starfaði áður við Mið-Ameríkuháskólann í
San Salvador þar sem hann vann að skipulagningu
trúarbragðakennslu á landsbyggðinni. Hann var handtekinn og
pyntaðuraf stjórnarhernum en flúði land 1980og hefurverið
búsettur í Stokkhólmi frá 1981.
Gabriel Lara sagði að bráða-
birgðastjórn Alvaro Magana væri
nú svo einangruð að jafnvel þau
verkalýðsfélög undir forystu
kristilega flokksins, sem hefðu
áður stutt stjórnina, stæðu nú að
sameiginlegum málefnagrund-
velli allra verkalýðsfélaga í
landinu. Nýleg morð á þrem
verkalýðsforingjum sýndu best
að ríkisstjórnin hefði engin pólit-
ísk svör við vandamálunum,
heldur beitti hún fyrir sér nöktu
ofbeldi.
Lýðræðið
Sagði Lara að allt tal Banda-
ríkjastjórnar um þróun í lýðræði-
sátt í El Salvador stangaðist á við
raunveruleikann. Kosningarnar í
mars á þessu ári hefðu verið
hreint svindl, þar sem sjónarmið
stjórnarandstæðinga væru í reynd
bönnuð og dauðasveitunum
sigað á alla málsvara þjóðarsátta
og lýðræðis. Sagði hann að óræk-
asti votturinn um skort á lýðræði í
landinu sæist á því að enn hefur
enginn af liðsmönnum dauða-
sveitanna og stjórnarhersins ver-
ið ákærður fyrir dómstóli fyrir
þau 45 þúsund morð sem framin
hefðu verið í landinu. Sagði Lara
að samkvæmt heimildum lög-
fræðiaðstoðar kaþólsku kirkj-
unnar í E1 Salvador hefðu 2853
óbreyttir borgarar horfið eða ver-
ið drepnir á fyrstu 6 mánuðum
þessa árs. Sambærileg tala fyrir
síðari helming 1982 væri 2600, og
sýndi þetta að ástandið í landinu
færi versnandi.
Landbúnaðarumbótin
Þá sagði Gabriel Lara að sú
landbúnaðarumbót, sem áform-
uð hefði verið hefði nú verið
stöðvuð. Hefðu fulltrúar Kristi-
lega lýðræðisflokksins, sem
hlynntir voru landbúnaðarumbó-
tum verið flæmdir burt úr ráðu-
neyti því sem fór með málið og
fasistar úr ARENA-flokknum
sest þar að. Þá hefði ARENA-
flokkurinn lagt fram tillögur á
stjórnlagaþinginu um 2 nýjar
greinar í hina nýju stjórnarskrá
landsins er hefðu það markmið
að gera allar umbætur í landbún-
aði óframkvæmanlegar. Þetta
hefur tafið afgreiðslu stjórnar-
skrármálsins á þinginu.
ARENA-flokkurinn hefur einnig
lagst gegn hugmyndum Banda-
ríkjastjórnar og Kristilega
flokksins um nýjar kosningar á
þeim forsendum að þingið hafi
ekki ennþá afgreitt hina nýju
stjórnarskrá. Þá hefur ARENA-
flokkurinn undir forystu Roberto
d’Aubisson dauðasveitir á sínum
snærum sem leika lausum hala án
afskipta stjórnarinnar. Allt sýnir
þetta getuleysi stjórnarinnar og
einangrun, sagði Gabriel Lara.
Stríðið
Stjórnin á nú í erfiðleikum með
að fjármagna stríðið, þrátt fyrir
að hún hafi fengið nærri einn
miljarð bandaríkjadala í aðstoð á
síðustu 3 árum. Herinn hefur nú
breytt um taktík, og hefur
landinu verið skipt niður í 5 her-
stjórnarsvæði. Hersveitir FMNL
hófu sókn hinn 3. september s.l.
og hefur hún kostað stjórnarher-
inn um800 fallna. Á meðan bar-
áttuviljinn innan FMNL hefur
farið vaxandi hefur hið gagns-
tæða átt sér stað innan stjórnar-
hersins, m.a. vegna þeirrar
stefnu FMNL að afhenda Rauða
krossinum alla stríðsfanga.
FMNL/FDR ráða nú yfir um
fjórðungi landsins þar sem búa
um 250.000 manns. í september
s.l. var stofnuð ný lýðræðisleg
héraðsstjórn á frelsuðu svæði í
norðurhluta landsins, og sýnir
það best að gagnsókn stjórnar-
hersins á þessu hausti hefur runn-
ið út í sandinn.
Pólitísk lausn
Gabriel Lara sagði að FMNL/
FDR stefndi að því að ná fram
pólitískri lausn á deilunni á milli
FMNL/FDR annars vegar og
bráðabirgðastjórnarinnar og
Bandaríkjastjórnar hins vegar.
Hafa viðræður átt sér stað á milli
aðila án árangurs. Fundir þessir
hafa hingað til fjallað eingöngu
um formsatriði, en Lara sagði að
FMNL/FDR vildi ræða framtíð-
arstjórn landsins í þessum við-
ræðum, nýja stjórnarskrá, skip-
ulagningu hersing og framtíðar-
stöðu landsins á alþjóðavett-
vangi. Við viljum m.a. ræða það
við Bandaríkjaþing, hvers vegna
þeir álíta að framtíðarstjórn
fólksins í EI Salvador muni ógna
öryggi Bandaríkjanna.
Gabriel Lara sagði að FMNL/
FDR endurspeglaði breiðfylk-
ingu er næði allt frá kristilegum
lýðræðissinnum til kommúnista.
Fylgið á bak við FMNL/FDR
skýrðist best af því að þeir hags-
munir sem bráðabirgðastjórnin
og herinn stæðu um væru hags-
munir þess eina hundraðshluta
þjóðarinnar sem ætti 60% alls
lands og eigna í landinu. - Við
viljum að mynduð verði þjóð-
stjórn í framtíðinni, lýðræðisleg
þjóðstjórn þar sem eini aðilinn
sem verður útilokaður er fasist-
arnir, því þeir eru á móti lýðræði.
íhlutun
Bandaríkjanna
Gabriel sagði að enn sem kom-
ið væri hefði Bandaríkjastjórn
neitað að taka upp samninga um
þessi efni, en hún ætti engu að
síður í erfiðleikum með að rétt-
læta fjármögnun stríðsins fyrir
Bandaríkjaþingi þar sem fram-
farir í lýðræðisátt væru formlega
sett skilyrði áframhaldandi að-
stoðar. Nú eru 55 bandarískir
hernaðarráðgjafar starfandi í E1
Salvador, og hafa þeir m.a. verið
gerðir uppvísir að því að stjórna
lofthernaði á óbreytta borgara.
Þá munu nokkur hundruð
Bandaríkjamanna starfa leyni-
lega í E1 Salvador á vegum CIA.
Bandaríkjamenn hafa þar fyrir
utan um 5000 bandaríska her-
menn í Honduras, þar sem þjálf-
un hefur farið fram á uppreisnar-
mönnum frá Nicaragua og stjórn-
arhermönnum frá E1 Salvador.
Þá sagði Lara að Bandaríkin
hefðu nú um 10.000 sjóliða á her-
skipum útifyrir ströndum Nicar-
agua og E1 Salador. Þá hefði
Bandaríkjastjórn látið stjórnar-
hernum í E1 Salvador í té nýja
gerð flugvéla (A-37) til loftárása
og hafa loftárásir hersina á borgir
og bæi stóraukist á síðustu mán-
uðum.
Gabriel Lara sagði aðhvorki
stjórnarherinn né Bandaríkjaher
gætu unnið hernaðarlegan sigur í
E1 Salvador. Þjóðfrelsisfylkingin
byggði á langri og lýðræðislegri
hefð og þjóðin í E1 Salvador ætti
sér einnig langa baráttusögu fyrir
frelsi og mannréttindum. En á
meðan stjórnvöld í Bandaríkjun-
umsæju ekki að sér og hættu
stuðningi við stjórnina í E1 Salva-
dor myndi styrjöldin halda
áfram, og FMNL/FDR væri búin
undir langvinna og harða bar-
áttu.
- ólg.
Örvar af gráhærðum streng
Silja Aöalsteinsdóttir
skrifar um
leikhús
Hafi einhver haldið að höfuð-
staðarbúar sneru baki við Stúd-
entaleikhúsinu um leið og at-
vinnuleikhúsin tækju til starfa
með haustinu, vona ég að sá
hinn sami hafi reynt að komast
inn á frumsýninguna þar sl.
sunnudagskvöld. Þaðan urðu
margir að hverfa vonsviknir.
Frumsýning var á dagskrá í
samantekt Antons Helga Jóns-
sonarog Hlínar Agnarsdóttur
um atómskáldin, Hvers vegna
láta börnin svona? Flutningur
á Ijóðum, brotum úr ræðum,
greinum og smásögum eftir
skáld sem hösluðu sér völl um
1950 og nokkra andmælendur
þeirra.
Dagskráin var í tveim hlutum og
hvor í sínum ramma. Fyrri hlutinn
var settur í ramma frægra málfunda
sem Stúdentafélag Reykjavík hélt
um formbyltingu í ljóðagerð árið
1952, en ekki hélt sá rammi þétt
utan um efnið. „Formfastur mað-
ur“ (Daníel Ingi Pétursson) heldur
ræður, þar sem kenna má málflutn-
ing Sveins Bergsveinssonar (hon-
um ber einnig heiðurinn af heiti
dagskrárinnar) og Björns Sigfús-
sonar, yfir einni „ljóðelskri konu“
(Soffíu Karlsdóttur), en inn á milli
fær hún að hlusta á dæmi um hina
„úrkynjuðu list“. Þar bar hæst
flutning Antons Helga á „Orðum“
Sigfúsar Daðasonar, dýrindis góð-
an. Einnig var afar skemmtilegt að
horfa á leik Ara Matthíassonar að
„Hraða“ Jónasar Svavars og flutn-
ing hópsins á „Flugum, dæmisögu
úr daglega lífinu" eftir Thor Vil-
hjálmsson. Svo fór áður en lauk
fyrri þætti að hin ljóðelska kona
var snúin á sveif með atóm-
skáldum. Þau voru aðallega kynnt
með verkunum sjálfum, þó
heyrðist m.a. málflutningur Steins
Steinars og Sigfúsar Daðasonar
sem Anton Helgi og Már Jónsson
léku. Már var raunar holdi klædd
hugmynd manns um hið sanna at-
ómskáld, sitjandi á Laugavegi 11,
drekkandi svart kaffi, þúnglyndis-
legur í holningu.
Seinni hlutinn var mun mark-
vissar rammaður inn af sögu Ástu
Sigurðardóttur, „Gatan í rign-
ingu“. Inn á milli leikinna atriða úr
Síðari hluti dagskrárinnar er ranunað
ur inn af sögu Ástu Sigurðardóttur
„Gatan í rigningu“
sögunni voru flutt ljóð í anda henn-
ar eftir hin helstu atómskáld og frá-
bær bútur úr Ástum samlyndra
hjóna eftir Guðberg Bergsson sem
þó hlýtur að hafa fengið að vera
með efnisins vegna en ekki vegna
þess að hann tilheyri kynslóðinni.
Hér þótti mér hlutur Ástu gerð-
ur minni en efni stóðu til. Ekki svo
að skilja: Flutningurinn á sam-
tölum úr sögunni var afbragðsgóð-
ur. Vilborg Halldórsdóttir lék
ungu drukknu konuna af innlifun
og Anton Helgi var sannfærandi
fyllibytta - raunar var þetta atriði
sett upp af mikilli dirfsku miðað við
reynslu leikenda, en það heppnað-
ist alveg. Og aðrir þátttakendur
stóðu sig eins og vera bar. En texti
sögunnar var sárlega sniðgenginn,
og hefði þó mátt lesa hann eins og
ljóð:
„Það færðist yfir mig værð, -
notalegur dofi. Eg heyrði stærðar
hljómsveit leika í þakrennunum og
á öskutunnulokunum. Sönglandi
fallhljóð dropanna varð að sam-
felldu lagi með hraða og stígandi, -
sá ódauðlegi snillingur lék píanó-
sóló við undirleik þess mikla or-
kesturs. - Hikandi, leitandi stakk-
ató. Úrkoman jókst svo það dundi í
trommunum og hvæsandi kjuðarn-
ir féllu á málmgjallirnar eins og
skriður“.
Vel hefði hann sómt sér í heilu
lagi, texti Ástu, en lengri brot en
samtölin stuttu hefðu líka verið vel
þegin.
Áhorfendur voru ýmislega
minntir á hvernig tíminn hagar sér í
dagskránni um atómskáldin. Á
undan henni voru t.d. leikin þjóð-
leg lög með karlakórum sem
þögnuðu þegar málstaður „form-
fasta mannsins" glataði fylgi. Andi
atómskáldanna ríkti lengi einn í
seinni hlutanum, en svo fór að ung-
ur aðsópsmikill maður (Hilmar
Jónsson) kom til atómskáldsins á
kaffihúsinu og vildi selja honum
ljóðahefti. Var atgangur hins unga
skálds (sem gat heitið Einar) svo
harður að þunglynda baráttu-
•skáldið frá eftirstríðsárunum flýði
af hólmi. Eftir að dagskránni lauk
söng svo Megas. Snjall endir á
góðu kvöldi.
Efni dagskrárinnar er val um-
sjónarmanna úr verkum atóm-
skáldanna og hefur um margt tekist
þannig til að dagskráin ætti að Iaða
nýja lesendur að þessum djörfu
byltingarmönnum síns tíma. Þó er
ekki hægt að ljúka svo þessu spjalli
að ekki sé minnst á manninn sem
vantar í dagskrána, að eigin ósk að
því er segir í leikskrá, Stefán Hörð
Grímsson. Að hinum ólöstuðum,
Sigfúsi Daðasyni, Hannesi Sigfúss-
yni, Einari Braga, Jóni Óskari og
prósaskáldunum Ástu og Thor, þá
er Stefán Hörður listfengasta skáld
sinnar tíðar og enginn tekur honum
fram þar sem hann er bestur.
Að lokum loka vil ég þakka fyrir
læsilega leikskrá og tónlistina í
styrkum höndum Svanhildar Ósk-
arsdóttur og Sigríðar Eyþórsdóttur
sem voru ekki minnstir leikarar í
sýningunni og létu hljóðfærin sín
leika líka, í minnsta kosti tveim
merkingum þess orðs.