Þjóðviljinn - 20.10.1983, Side 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fiirimtúdagur 20. óktóber 1983
Á ríkið að hætta afskiptum af strandflutningaþjónustunni eða eiga meirihluta í hinu nýja fyrirtæki? Um það
komst nefndin, sem hér sést að störfum, ekki aðsamkomulagi. í henni voru fulltrúar skipafélaganna þriggja,
Skipaútgerðar ríkisins og samgönguráðuneytisins.
Strandflutningarnir á eina hendi:
Ríkið haldi
meirihlutaeign
Stuðningur við
alþýðu E1 Salvador
segir forstjóri
Skipaútgerðar
ríkisins
„Mín skoðun er sú að ríki verði
að vera áhrifamikill aðili í hinu
nýja fyrirtæki, helst með meirihlut-
aeign á móti skipafélögunum, en
um þctta var ágreiningur í nefnd-
inni“, sagði Guðmundur Einars-
son, forstjóri Skipaútgerðar ríkis-
ins, í samtali við Þjóðviljann.
Nefnd sem Steingrímur Her-
mannsson, þáverandi samgöngu-
ráöherra skipaöi til að vinna að
auknu samstarfi og hagræðingu í
strandferðaþjónustunni hefur nú
skilað Matthíasi Bjarnasyni ráð-
herra niðurstöðum sínum. í nefnd-
inni áttu m.a. sæti fulltrúar skipafé-
laganna þriggja, Hafskips,
Eimskips og Sambandsins og for-
stjóri Skipaútgerðar ríkisins. Er
lagt til að stofnað verði nýtt
hlutafélag með aðild ofangreindra
fyrirtækja sem taki yfir alla strand-
flutninga á landinu. Telja nefndar-
menn að með því að koma flutning-
unum á eina hönd megi ná fram
verulegri hagræðingu, þannig að
framlag ríkissjóðs til strandflutn-
inga lækkaði strax um 50% og
innan fárra ára gæti nýja félagið
starfað sjálfstætt án ríkisstyrks.
Guðmundur Einarsson sagði að
afkastageta Skipaútgerðarinnar nú
væri nær 200 þúsund tonnum á ári,
en flutningarnir í fyrra námu rúm-
lega 111 þúsund tonnum, þar af
tæplega 50 þúsund tonn fyrir
skipafélögin. „Með bættri nýtingu
og aukinni hagræðingu, m.a. jafn-
ari dreifingu flutninganna milli ár-
stíða getur Skipaútgerðin því ann-
að öllum strandflutningum", sagði
Guðmundur. „Ef nýtt félag verður
stofnað riieð aðild skipafélaganna
mun Skipaútgerðin í sinni mynd
hverfa, en spurningin er hvort ríkið
verður áfram eignaraðili og þá í
hve miklum mæli. Mín tillaga er að
ríkið eigi ekki minna en helming í
slíku fyrirtæki, en fulltrúar skipafé-
laganna vildu að það yrði minna.“
Guðmundur sagðist ekki geta
dæmt um það hvaða áhrif þessar
tillögur hefðu á þau áform fjár-
málaráðherra að selja Ríkisskip.
„Okkur þótti ekki rétt að leggjaj
mikla vinnu í að jafna þann
ágreining sem var í nefndinni um
eignaraðild að hinu nýja fyrir-
tæki“, sagði hann, „samgönguráð-
herra verður að ákveða næsta
skref.“ — ÁI..
í ályktun frá 11. þingi VMSÍ í
Vestmannaeyjum er vakin athygli á
morðinu á Marianellu Garcia-
Villas, formanni Mannréttinda-
nefndar E1 Salvador, en hún kom
hingað til lands vegna þess að
sannleikurinn um ógnarverkin og
þátttöku bandarískra stjórnvalda í
þeim mátti ekki koma fram í dags-
ljósið.
Bent er á að verkalýður og
bændur í E1 Salvador séu að berjast
fyrir atvinnu, jarðnæði, samtaka-
frelsi og réttindum til að stjórna
landi sínu. Þar hafi stjórnvöld með
lágaboði takmarkað möguleika á
stofnun og starfsemi verkalýðsfé-
laga. Hundruð meðlima og for-
ystumanna verkalýðsfélaga séu nú
í fangelsum hersins. Verkamann-
Þing Verkamannasambandsins í
Eyjum mótmælir þeirri ráðstöfun
að verja stófelldu fjármagni til
byggingar flugstöðvar í samvinnu
við bandaríska herinn á sama tíma
að fjármagn virðist vanta til
nauðsynlegra framkvæmda og fé-
lagslegra þátta þjóðfélagsins. Það
var Bjarnfríður Leósdóttir, Pétur
Tyrfingsson og fleiri sem báru
asambandið krefst þess að verka-
lýðsfélögin í E1 Salvador fái að
starfa frjálst og óhindrað í landinu.
Einnig fordæmir VMSÍ heræf-
ingar Bandaríkjahers í Hondúras
og telur þær aðeins til þess fallnar
að auka spennu í þessum heims-
hluta. Lýsir Verkamannasamb-
andið yfir stuðningi við friðartil-
lögur FMLN/FDR og krefst þess
að ríkisstjórn íslands viðurkenni
stjórn FDR sem hina einu rétt-
mætu í E1 Salvador.
Fulltrúar Þjóðfrelsishreyfingar
E1 Salvador á Norðurlöndum hafði
verið boðið að ávarpa þing VMSÍ í
Eyjum en vegna veðurs var ekki
flugfært þangað á laugardag og
sunnudag.
- v.
þessa tillögu upp og var hún sam-
þykkt.
Einnig segir að þing VMSI lýsi
samstöðu sinni með öllum friðar-
hreyfingum í álfunni gegn kjarn-
orkuvopnakapphlaupi stór-
veldanna og lýsir það vilja sinn að
ísland og hafið umhverfis verði
friðlýst.
- v.
Þing VMSÍ________
Andstaða gegn
fhigstöðinni
Pjonustusioa Pjoöviljans
Reyking og sala á matvælum
Ér# aw72E2!
- ý REYKOFNINN HF.
\J/ Skemmuvegi 14 200 Kópavogi
Hellusteypan r
STETT Hyrjarhöfða 8. - Sími 86211. !■-#
ALHLIÐA PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA
Sveinbjörn G. Hauksson Pipulagningameistari Sími46720 Ari Gústavsson Pipulagningam Sími71577 Nýlagnir Jarðlagnir Viðgerðir Breytingar Hreinsanir
VÉLA- OG TÆKJALEIGA
Alhliða véla- og tækjaleiga.
Heimsendingar á stærri tækjum.
Sláttuvélaleiga.
Múrara- og trésmiðaþjónusta,
minni háttar múrverk og smíðar.
BORTÆKNI SF.
Vélaleiga, sími 46980 — 72460,
j Nýbýlavegi22,Kópavogi,
(Dalbrekkumegin)
Steypusögun — Kjarnaborun — Vökvapressa.
STEYPUSÖGUN
vegg- og góllsögun
VÖKVAPRESSA
i múrbrot og fleygun
KJARNABORUN
fyrir öllum lögnum
Tökum aó okkur verkefni um allt land. — Fljót og góö
þjónusta. — Þrifaleg umgengni.
BORTÆKNI S/F
Vélaleiga S: 46980 - 72460.
Verkpantanir
frá kl. 8—23.
TRAKTORSGRÖFUR
L0FTPRESSUR
SPRENGIVINNA
46297
Auglýsið í
Þjóðviljanum
GEYSIR
Bílaleiga____________
Car rental________________
BORGARTÚNI 24- 105 REYKJAVÍK, ICELAND - TEL. 11015
LIPUR ÞJ0NUSTA
VIÐ LANDSBYGGÐINA
PÖNTUM - PÖKKUM
SENDUM - SÆKJUM
TRYGGJUM
Leyfið okkur að létta ykkur sporin og losa
ykkur við kvabb á vinum og vandamönnum.
• •••
Ekkert er auðveldara en slá á þráðinn
og afla upplýsinga.
• •••
Opið frá kl. 9-19 alla virka daga.
Símsvari opinn allan sólarhringinn.
JLandsþjónustan s.f.
Súðavogi 18. S.84490 box 4290
GLUGGAR
0G HURÐIR
| Vönduð vinna á hagstæðu verði
Leitið tilboða.
ÚTIHURÐIR
Dalshrauni 9, Hf.
S. 54595.