Þjóðviljinn - 20.10.1983, Side 16

Þjóðviljinn - 20.10.1983, Side 16
w/omíj/m Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er haegt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími Fimmtudagur 20. október 1983 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Frumvarp Hjörleifs og Kristínar um raforkuverð til stóriðju og almennings Lögbundið hlutfall Alusuisse borgi 65% af almennu orkuverði „Ef þetta frumvarp verður að lögum felst í því afar þýðingar- mikil neytendavernd og trygging fyrir því að orkusölusamningar eins og við ísal og Járnblendiverksmiðjuna verði ekki endurtekn- ir,“ sagði Hjörleifur Guttormsson í gær, en hann hefur ásamt Kristínu Haildórsdóttur lagt fram frumvarp sem gerir ráð fyrir því að verð til stóriðju verði aldrei lægra en sem nemur 65% af heildsöluverði raforku til almenningsrafveitna. Jafnframt er ákvæði til bráðabirgða um að endurskoðun á raforkusamningnum við Alusuisse skuli taka mið af ákvæðum laganna. „Gildi slíkrar lagasetningar sést m.a. af því að nú greiða almenn- ingsrafveitur 41,8 mills á kílówatt- stund en ísal hins vegar aðeins 6,5 mills samkvæmt samningi og tíma- bundið 9,5 mills skv. bráðabirgða- samkomulagi sem gert var í síðasta mánuði“, sagði Hjörleifur. „Mun- urinn er þannig 540% eða 350% eftir því við hvort verðið er miðað, en mætti ekki fara yfir 54% sam- kvæmt ákvæðum frumvarpsins." í greinargerð er m.a.vísað til sér- fræðiálits starfshóps sem í áttu sæti: Finnbogi Jónsson, framkvæmda- stjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarð- ar, Gunnlaugur Jónsson, deildar- stjóri á Orkustofnun, Jóhann Már Maríusson, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Kristján Jóns- son, rafmagnsveitustjóri ríkisins. Meginniðurstaða þeirra var sú að „stóriðjan eigi að greiða orkuverð sem nemur a.m.k. 65% af heildsöluverði til almennings- veitna.“ „Hér er raunar vægt farið í sak- irnar“, sagði Hjörleifur, „miðað við það sem algengast er hjá raf- orkuframleiðendum sem byggja á vatnsorku í nálægum löndum. f Noregi hefur Stórþingið nýlega markað þá stefnu að grunnverð til stóriðju skuli svara til 20 mills en þar er hlutfall á verði til störiðju um 80% af verði til almennings- veitna“, sagði Hjörleifur. „Ef verð til ísal hefði t.a.m. fylgt þessu lágmarkshlutfalli, 65% af verði til almenningsveitna, í gegn- um árin, hefði verð til almennings- veitna Iækkað stórlega að óbreyttum heildartekjum Lands- virkjunar," sagði Hjörleifur að lokum. -ÁI Nýjasti bíll ríkisstjórnarinnar Við keyptum hann undir Sverri Nýjasti ráðherrabíll „sparnaðarstjórnar“ Steingríms Hermannssonar er kominn á göturnar. Þetta er Range Rover jeppabifreið, sem Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra óskaði eftir að ríkissjóður keypti. Kaupverð þessarar bifreiðar er um 1.2 miljónir kr. Flutningsmenn frumvarpsins, Kristín Halldórsdóttir og Hjörleifur Gutt- ormsson, á Alþingi í gær. Almenningur minnkar bílakaupin Sex Skodar og fjórir Volvo fluttir inn í hverjum mánuði I nýútkominni skýrslu frá Hag- stofu íslands kemur í ljós, að bif- reiðainnflutningur fyrstu 9 mánuði þessa árs nær ekki helming af því sem hann var á sama tíma í fyrra. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hafa verið fluttar til landsins alls 4.595 bifreiðar en á sama tíma í fyrra 9.361 bifreið. Mest er áberandi við lestur skýrslunnar hve innflutning- ur bifreiða hefur hrapað niður eftir efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar- innar í vor. Sem dæmi um það má nefna að fyrstu 6 mánuði ársins voru að jafn- aði fluttar inn 26 bifreiðar á mán- uði af einni vinsælustu bílategund- inni Daihatsu Charade, en mánuð- ina júlí-september aðeins 12 á mánuði. Af Skoda voru fluttir inn 17 bflar á mánuði jan.-júní en að- eins 6 á mánuði júlí-sept. Af Volvo 244 gerðinni voru fluttir inn 18 bfl- ar á mánuði að jafnaði jan.-júní en 4 á mánuði júlí-sept. Greinilegt er að ódýrustu og sparneytnustu bifreiðarnar koma best út í ár. Hrun er í milliverð- flokki og dýrari verðflokkum bif- reiða. Að sjálfsögðu þýðir þessi sam- dráttur í innflutningi bifreiða mikið tekjutap fyrir ríkissjóð. Sem dæmi má nefna að tekjur ríkissjóðs vegna hins sérstaka innflutnings- gjalds sem lagt er á bifreiðar nam 106.2 miljónum króna árið 1982. Að raungildi hefur það þá minnkað um helming það sem af er þessu ári. - S.dór. Sjá 3 VMSI-þingið og kœra Bjarnfríðar: Hrindum árásum ríkisvaldsins Andinn á þinginu markaðist mjög af árásum ríkisvaldsins og þeirri vitneskju að ríkisstjórnin er að brjóta niður velferðarkerfið í landinu, sagði Karl Steinar Guðnason varaformaður Verka- mannasambands íslands í viðtali við Þjóðviljann í gær. En voru ekki deilur á þinginu? - í raun voru deilur helst um áherslur, en ekki sjálft markmið- ið, sem er að hrinda árásum ríkis- valdsins og sækja mannsæmandi laun að nýju. Hvað hefur þú um framkomna kæru um kosningar til sam- bandsstjórnar að segja? - Ég vil benda á að þingið taldi rétt að farið og engar athuga- semdir voru gerðar, hvorki af starfsfólki né þingfulltrúum. Væntanlega mun ASÍ kveða upp- úr um það hvort þingfulltrúar og starfsfólk hafi á röngu áð standa. Bjarnfríður Leósdóttir orðar þig við hermangið? - Er það eitthvert hermang að vilja tryggja lífsafkomu þeirra fé- laga í verkalýðsfélaginu sem ég er formaður fyrir? Það er verkefni mitt að tryggja afkomu þeirra fé- laga sem vinna uppá Keflavíkur- flugvelli eins og annarra í mínu félagi. Éghef ekkert meir afþess- um her að segja - og ég veit ekki hvað þessar ásakanir um her- mang eiga að þýða. En Bjarnfríður bendir á ruddalega framkomu þína, þar sem þú hlakkir yfir því að hún hafi ekki náð kjöri? - Égsagðinúþettaífljótfærnis- gríni einsog stundum gerist, en ekki reiði eða heift. Síðar datt mér í hug, að hún kynni að hafa misskilið þessi orð og sárnað þau - og því bað ég hana afsökunar. Það kom mér því á óvart að sjá þessi ummæli í Morgunblaðinu. Auðvitað hefur Bjarnfríður marga góða kosti sem ber að virða, en engu að síður erum við mjög ósammála í mörgum mál- ,um. En persónulegt skítkast og óhróður hafa ekkert með þann Hafði beðið Bjarnfríði afsökunar, segir Karl Steinar pólitíska ágreining að gera og gera verkalýðshreyfingunni ekk- ert gott. Ég hefi ekki lagt í vana minn að elta andstæðinga mína með slíku, sagði Karl Steinar að lokum. -óg Byggð á misskilningi segir Guðmundur J. Guðmundsson - Eg tel nú kæruna vera á mis- skilningi byggða, sagði Guðmund- ur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands íslands um kæru Bjarnfríðar Leósdóttur á kosningum til sainbandsstjórnár Verkamannasambandsins. Það var ekki krafist endurtalningar þegar úrslit þessara kosninga voru kynnt, en það held ég hljóti að verða gera til að kæran verði marktæk. - Staðreyndin er hins vegar sú, að við kosningarnar urðu slæm mis- tök sem voru leiðrétt og enginn gerði athugasemd við þá leiðrétt- ingu. En það er miðstjórn ASÍ sem tekur afstöðu til málsins, sagði Guðmundur J. Guðmunds- son að lokum. -óg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.