Þjóðviljinn - 28.10.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. október 1983
BLAÐAUKI
Reiknistofa ASÍ
Auðveldar
samband við
félagsmenn
segir Björn Björnsson
hagfræðingur ASÍ
Bjöm Björnsson við tölvu Reiknistofu AShvaxandi verkefni og gífurlegir möguleikar á betra sambandi
við félaga í hreyfingunni. - Ljósm.: Magnús.
„Meginkostur reiknistofunnar
er sá aö hún auöveldar
stórlega sambandiö viö
félagsmenníþeim
verkalýösfélögum sem notfæra
sér þessa þjónustu okkar. Þá
tryggir tölvutæknin í þessu
sambandi betri stjórnun þar
sem hægt er að vera meö
kórréttar félagaskrár á hverjum
tíma og í þriðja lagi léttir
auövitaö þessi tækni störfin
afar rnikið", sagöi Björn
Björnsson hagfræöingur
Alþýöusambands íslands.
Reiknistofa ASÍ tók til starfa um
síðustu áramót en áður hafði um
nokkurt skeið verið notuð tölva í
litlum mæli vegna bókhalds sam-
bandsins og þess háttar. Við báð-
um Björn sem auk Önnu Maríu
Hannesdóttur annast ASÍ tölvuna
að segja okkur frá því helsta sem
Reiknistofan fengist við.
Aukin vidskipti
„í fyrsta lagi eru hér unnin ýmis
verkefni fyrir skrifstofuna sjálfa
eins og bókhaldið, aðildarfélaga-
skráin, áskriftarskrár fyrir Vinn-
una, bókhald Menningar- og
fræðslusambands alþýðu, verkefni
fyrir Listasafnið og ótal margt
fleira.
í öðru lagi eru einstök verka-
lýðsfélög í viðskiptum hjá okkur og
má þar nefna Starfsmannafélagið
Sókn og Félag bifvélavirkja, en
þau hafa félagaskrár sínar og allar
sjóðafærslur á tölvuskrám. Það
gefur auga leið að það er ekkert
smáræðisverkefni að senda bréf til
hundruða eða jafnvel þúsunda fé-
lagsmanna, en með því að hafa fé-
lagaskrána í tölvunni hjá okkur er
ýtt á hnapp og á örskömmum tíma
prentar tölvan heimilisföng félags-
manna.
í þriðja lagi má nefna skráningu
á greiðslum til sjóða félaganna. Þá
get ég nefnt hagkvæma notkun
Verkalýðsfélagsins Einingar á tölv-
unni til útreikninga og færslna á
atvinnuleysisbótum. Viðkomandi
félagi fær ávísun á bætur og þá fylg-
ir henni um leið yfirlit yfir heildar-
greiðslur á árinu og einstakar
greiðslur þar af t.d. í lífeyrissjóði
og þess háttar. Samskonar útskrift
er hægt að fá í sambandi við sjúkra-
bætur svo eitthvað sé nefnt.
Þau félög sem hafa hagnýtt þessa
tækni hjá okkur vinna nú verk á
klukkutíma sem áður tók etv. hálf-
an mánuð að vinna.“
Verkalýðsfélögin kaupa þessa
þjónustu ykkar?
„Já, það er grundvöllurinn fyrir
þessari starfsemi Reiknistofunnar
að hún sé fjárhagslega sjálfstæð.
Við seljum þjónustuna á kostnað-
arverði og gerum félögunum, sér-
staklega þeim minni, kleift að nýta
sér tölvutæknina, sem ekki væri
mögulegt fyrir þau ef verðlagning
einkafyrirtækjanna væri lögð til
grundvallar. Viðskiptin hafa líka
stóraukist og nú líður vart sá mán-
uður að ekki bætist fleiri verka-
lýðsfélög hópinn".
Hvaða verkalýðsfélög eru í við-
skiptum?
„Ég get nefnt þau stærstu. Auk
Sóknar, Einingar og Félags bifvél-
avirkja má nefna Trésmiðafélag
Reykjavíkur, Málm- og skipa-
smíðasambandið, Félag fram-
reiðslumanna, Félag járniðnaðar-
manna, Sjómannsamband Islands,
Iðja, Verkalýðsfélag Borgarness
og MFA.“
Tölvusamningar
Hvað með útreikninga í sam-
bandi við gerð kjarasamninga ot
útskrift á þcim?
„Við gerum spár í okkar tölvu,
reiknum út kauptaxta og þess liátt-
ar. Auðvitað kemur að því að við
vinnum samninga í ritvinnslukerfi
og af því verður mikið hagræði.
Dæmi eru þess að samningar eru
vélritaðir 7-8 sinnum í allri sinni
lengd áður en hægt er að skrifa
undir þar sem þeir taka sífelldum
breytingum. Þá er það svo að
samningar standa óbreyttir að
mestu leyti ár frá ári og því er mikið
hagræði að því að hafa textann inni
á disk sem svo er hægt að kalla fram
eftir að búið er að gera einstakar
breytingar“.
Fáum við etv. að sjá ársskýrslur
ASI, bæklinga, fréttabréf og þess
háttar, scm unnð hefur verið í tölv-
unni?
„Eflaust kemur að því í einhverri
mynd. Það er verið að ganga frá
ritvinnslumöguleikum á öllu prent-
uðu máli sem þýðir að allt það sem
við látum frá okkur má setja inn í
tölvuna, tengja svo við setningar-
vélar í prentsmiðju og gefa út.
Möguleikarnir eru óþrjótandi".
Ógnun við manninn
Hafa talsmenn verkalýðshrcyf-
ingarinnar horn í síðu tölvunnar?
„Síður en svo. Tölvan hefur
sjaldan leitt til verulegrar fækkun-
ar starfsfólks á íslenskum vinnu-
stöðum og er raunar í fæstum til-
fella vinnusparandi. Hún vinnur
hins vegar flókin verkefni með
auðveldum hætti og gefur okkur
upplýsingar sem áður var erfitt og
jafnvel útilokað að vinna fram.
Kröfur tímans um upplýsingar
aukast stöðugt um leið og aukinnar
nákvæmni hefur verið krafist.
Tölvan er svar við þessum kröf-
um“.
Nú hefur ekki svo mjög borið á
ákvæðum í samningum verka-
lýðsfélaga sem snerta umgengnina
við tölvuna?
„Nei, það er ekki fyrr en við síð-
ustu heildarsamninga sem gert var
sérstakt samkomulag á milli ASÍ
og Vinnumálasambands samvinn-
ufélaga. Þar bundust þessir aðilar
fastmælum um reglur við undir-
búning og framkvæmd tækni-
breytinga, þ.e. tölvunotkunar.
Viðræður við Vinnuveitendasam-
band íslands voru þá langt komnar
og sjálfsagt munu slíkir samningar
einnig gerðir við það. Hvað einstök
verkalýðsfélög varðar þá er langt
síðan félög prentiðnaðarfólks
gerðu samkomulag beinlínis vegna
tölvunotkúnar í fyrirtækjum þar og
skemmst er að minnast deilna í ál-
verksmiðju Alusuisse þar sem
svokölluð tæknimál voru til um-
ræðu. Þar höfum við dæmi um
fækkun starfa í fyrirtæki vegna
aukinnar tölvunotkunar“.
Og að lokum, Björn. Hefur ís-
lenskur vinnumarkaður ekki enn
fengið tölvubyltinguna yfir sig af
fullum þunga?
„í mörgum greinum hefur það
verið. Aðalatriðið er það að at-
vinnuástandið á íslandi hefur verið
það gott á síðustu árum að fólk hef-
ur getað farið í önnur störf. Einnig
hefur átt sér gífurleg útþensla verk-
efna í einstökum greinum og má
þar nefna bankakerfið og prentiðn-
aðinn. Það hefur einnig gert að
verkum að fólk hefur haft nóg að
starfa. Það sem ég hef mestar á-
hyggjur af í þessu sambandi í dag er
hvað íslenskt menntakerfi er van-
búið að ala upp kynslóð fólks sem
er að geisast inn í tölvuöldina. í
ýmsum nárannalöndum okkar er
þegar farið að kenna tölvunotkun í
10-11 ára bekkjum grunnskólanna
en hér er umræðan um slík mál í
menntakerfinu vart farin af stað.
Það getur komið okkur í koll um
síðir“.
Kaupmenn — kaupfélög
er þýsk gæðavara
sem uppfyllir
kröfur nútímans
ROKRÁS SF.
RAFEINDATÆKNIÞJÓNUSTA
Hamarshöfða 1 - Sími 39420
Nafnnr. 7454-8504
BIZERBA tölvuvogir
meö prentara
einfalda þér verö-
merkingarnar.
Einkaumboö á íslandi.
st
JOddi
hefur allt frá
árinu 1958
séð landsmönnum fyrir
\
Oddi hefur ávallt fyrirliggjandi á lager
tölvupappír í ýmsum stærðum og gerðum, launa-
seðla og bónusseðla.
Prent/mkJjan ODDI hf
HÖFÐABAKKA 7 ■ 121 REYKJAVÍK PÓSTHÓLF 1305
SÍMI83366
- V.