Þjóðviljinn - 01.11.1983, Side 1

Þjóðviljinn - 01.11.1983, Side 1
Þriðjudagur 1. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Þrír framherjar mjög eftirsóttir: Gray til United? Andy Gray - skoski markaskorar- inn hjá Wolves. Fer hann til Manc- hester United? Stórsigur Gróttunnar Frá Heimi Bergssyni frétta- manni Þjóðviljans í Eng- landi: Manchester United heldur áfram aö leita að framherja þrátt fyrir gott gengi í 1. deild ensku knattspyrnunnar. Alan Brazil frá Tottenham hefur ver- iö efstur á lista undanfariö, en nú sækist Man. Utd. fyrst og fremst eftir Andy Gray, miö- herja Wolves. Gray gat ekki leikið með Wolves gegn Man. Utd. á laugardaginn, meiddist á æfingu daginn áður, þannig að Ron Atkinson stjóri Man. Utd. missti af gullnu tækifæri til að fylgjast með Skotanum. Liverpool hefur sýnt mikinn áhuga á markaskoraranum mikla frá Leicester, Gary Lineker. Hann hefur staðið upp úr í slöku liði ný- liðanna í haust og Nottingham For- est hefur einnig fylgst grannt með honum. Steve Archibald er enn óánægð- ur hjá Tottenham þrátt fyrir að hafa skorað tíu mörk í síðustu átta leikjunum. Everton vantar alger- lega framlínumenn og hefur sett sig í samband við Tottenham, reiðu- búið til að kaupa Archibald. Havlik með HK næstu tvö árin? „Það má heita öruggt að Tékkinn Rudolf Havlik, fyrrum þjálfari Víkings, taki við liði HK síðar í þessari viku. Munnlegt samkomulag hefur verið gert og einungis eftir að skrifa undir. Við vonumst til að ná samningi við hann til tveggja ára, þetta er frábær þjálfari og við bindum miklar vonir við störf hans,“ sagði Þorsteinn Einarsson hjá handknattleiksdeild HK í samtali við Þjóðviljann í gær. Þorsteinn sagði cinnig að bæjarstjórn Kópavogs ætti þakkir skildar fyrir ríflegan styrk til félagsins sem gerði þvi kleift að ráðast í slíka þjálfararáðningu. -VS Knattspyrnan á meginlandinu: Grótta vann stórsigur á daufu liði HK, 22-12, í 2. deild karla í handknattleik á Seltjarnarnesi á föstudagskvöldið. í hálfleik var staðan 9-5, Gróttunni í hag. Sverrir Sverrisson, Haukur Ottesen og Gunnar Lúðvíksson voru bestir í yfirveguðu liði Gróttunnar en Magnús Stefánsson markvörður stóð einn uppúr meðalmennskunni hjá Kópavogsliðinu. Staðan í 2. deild: PórVe 4 4 0 0 91-58 8 4 4 0 0 94-74 8 Grótta 4 3 0 1 93-78 6 3 2 0 1 58-47 4 HK 4 1 0 3 72-83 2 ÍR 4 1 0 3 50-72 2 Fylkir 4 0 0 4 66-89 0 ReynirS 3 0 0 3 61-84 0 -vs Meistarar AS Roma áfram á sigurbraut Itölsku meistararnir AS Roma styrktu stöðu sína á toppi þar- lendu 1. deildarinnar í knatt- spyrnu á sunnudaginn með því að bursta Napoii 5-1. Þekktir leikmenn voru í sviðsljósinu, meðal markaskorara Roma voru Bruno Conti, sem gerði 2 mörk, og Brasilíumennirnir Falcao og Cerezo sem skoruðu sitt markið hvor. Engin aukakíló merkjanleg: Þorbergur skoraði fjórtán gegn FH! Þorbergur Aðalsteinsson. Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsmaður og þjálfari Þórs Vestmannaeyjum í handknatt- leik, skoraði 14 mörk á laugar- daginn þegar Þórsarar gerðu jafntefli 24-24 við toppliðið í 1. deild, FH, í æfingaleik í Eyjum. Þorbergur var gersamlega ó- stöðvandi og þá sýndi Sigmar Þröstur snilldartakta í mark- inu, varði hvað eftir annað þrumufleyga Kristjáns Ara- Týr og Selfoss áttu að leika hér í Eyjum í 3. deildinni á föstudagskvöldið en Selfyssing- ar komust ekki til leiks vcgna ófærðar í lofti, og ekki heldur á sunnudeginum þannig að viður- eigninni hefur verið frestað um óákveðinn tíma. V-JR/Eyjum Juventus saknaði greinilega Pól- verjans Boniek sem var í leikbanni þegar liðið tapaði óvænt 1-2 heima fyrir Sampdoria. Paolo Rossi kom Juventus yfir en Liam Brady og Roberto Galia tryggðu Sampdoria sinn annan sigur á keppnistímabil- inu. Verona komst í annað sæti með 3-1 sigri á Fiorentina og þá skoraði Luther Blissett sitt fyrsta mark fyrir AC Milano sem vann Lazio 4-1. Roma hefur nú 12 stig eftir 7 umferðir, Verona 11, Ju- ventus og Torino hafa 9 stig hvert. Real Madrid geystist upp á topp- inn í spænsku 1. deildinni með 5-0 sigri á efsta liðinu, nágrönnunum Real Madrid. Metgod, Santilliana, Juanito, Stielike og Anchao skoruðu mörkin. Atletico Bilbao, sem mætir Liverpool í Evrópu- keppni meistaraliða annað kvöld, náði markalausu jafntefli í Barce- lona gegn Espanol. Real Madrid, Malaga og Atletico Madrid eru jöfn og efst í 1. deild með 12 stig en Valencia, Real Murcia og Real Betis hafa 11 stig. Real Madrid byrjaði illa í haust og staða framkvæmdastjórans, Al- fredo Di Stefano, hékk á bláþræði. Nú hafa hins vegar unnist þrír leikir í röð, félagið er komið á toppinn og Di Stefano ætti að hafa styrkt stöðu sína. í Frakklandi var háð uppgjör toppliðanna í Bordeaux. Monaco kom sá og sigraði heimaliðið 2-0 og tók við forystuhlutverkinu en hvort lið hefur hlotið 24 stig. Feynoord er áfram efst í Hol- landi eftir 4-0 sigur á nágrönnunum í Rotterdam, Excelsior, sem er hálfgert uppeldislið Feyenoord. Johan Cruyff skoraði tvö mark- anna. Feyenoord hefur 20 stig en Ajax og PSV Eindhoven unnu einnig sína leiki og fylgja fast á eftir með 19 stig. -VS Afhverju skorar Nicholas ekki? Frá Heimi Bergssyni frétta- manni Þjóðviljans í Eng- landi: Af hverju skorar Charlie Nicho- las ekki mörk fyrir Arsenal í 1. deild ensku knattspyrnunnar? Þessari spurningu velta breskir fjölmiðlar sér uppúr þessa dagana og sýnist sitt hverjum. Hinn 21 árs gamli skoski landsliðsframherji sem Arsenal keypti frá Celtic í sumar hefur aðeins skorað tvö mörk fyrir liðið, bæði í sama leiknum í lok ágúst. Þetta þykir slakt, einkum þar sem Nicholas skoraði um 50 mörk á síðasta leiktímabili fyrir Celtic. Hann hef- ur leikið vel með Arsenal en þykir liggja of djúpt, koma of langt aftur til að sækja knöttinn. Nú fyrir helgi var sérstakur þáttur í sjónvarpi hér um markaleysi Nicholas - þetta þykir orðið alvarlegt áhyggjuefni. Einar Friðþjófsson. Einar vann atkvæöa- greiðsluna! Birkir til KA ? Allar líkur eru á að Einar Frið- þjófsson verði ráðinn þjálfari meistaraflokks ÍBV í knattspyrnu fyrir næsta sumar. Tveir Eyjamcnn komu til greina, Einar og Gústaf Baldvinsson, og var gengið til at- kvæðagreiðslu um þá. Einar hafði bctur í jafnri kosningu. Gústaf hefur hins vegar tekið við 1. deildarliði KA frá Akureyri. Allar líkur eru á að markvörðurinn snjalli, Birkir Kristinsson, fari með honum og leiki einnig með KA. Þeir félagar léku með Einherja frá Vopnafirði sl. sumar, Gústaf sem þjálfari, og stóðu sig með glæsi- brag, báðir tveir. -JR/Eyjum Bikarinn að byrja í gær var dregið til 1. umferðar ensku bikarkepnninnar í knatt- spyrnu. í henni taka þátt 3. og 4. deildarliðin ásamt 32 utandeildafé- lögum. Mörg gamalkunn bikarlið eru í neðri deildunum um þessar mundir, þar á meðal fyrrum bikar- meistarar Blackpool sem þurfa að sækja heim lið að nafni Gainsboro- ugh og Burnley, sem leika annað- hvort í Hyde eða Blyth Spartans. Leikir 1. umferðar fara fram 19. nóvember. -VS Handbolti í Höllinni Keppni í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik verður fram haldið í kvöld eftir nokkurt hlé. Tveir leikir fara fram í Laugardalshöll- inni, KR og FH mætast kl. 20 og Valur leikur við Þrótt kl. 21.15. Umferðinni lýkur á föstudagskvöld með leikjum Hauka og Stjörnunn- ar og Víkings-KA. Getraunir í 10. leikviku Getrauna komu fram þrír seðlar með 12 réttum og var vinningur fyrir hverja röð kr. 138.325. Þá reyndust vera 68 raðir með 11 réttum og var vinningur fyrir hverja kr. 2.615. Einn af seðl- unum með 12 réttum var með 36 raða kerfi, sem þá gefur alltaf að auki 6 raðir með 11 réttum, og var vinningur fyrir þann seðil því kr. 154.015.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.