Þjóðviljinn - 01.11.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.11.1983, Blaðsíða 4
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. nóvember 1983 pyrnan: Umsjón: Víðir Sigurðsson Ensi Eg gat ekkert að þessu gert! vnan: / Ian Rush - limm mörk gegn Luton þrátt fyrir veikindin! Frá Heimi Bergssyni frétta- manni Þjóðviljans í Eng- landi: „Ég gat hreinlega ekkert að þessu gert, boltinn rataði bara alltaf rétta leið til mín þar sem ég var í dauðafærum og ég gat ekki annað en skorað þessi fimm mörk“, sagði Tony Wood- cock, enski landsliðsmiðherj- inn hjá Arsenal eftir hinn óvænta 6-2 útisigur gegn Ast- on Villa í 1. deild ensku knatt- spyrnunnar á laugardaginn. Arsenal er heldur betur að ná sér á strik og hefur gert 10 mörk í síð- ustu tveimur leikjunum. Liðið hef- ur löngum haft á sér stimpil þess að leika leiðinlega knattspyrnu en nú er annað uppi á tengingunum. Staðan í hálfleik var 1-4, Wood- cock hafði skorað fjórum sinnum en Tony Morley náð að svara einu sinni fyrir Villa, skoraði gott mark af 25 m færi. Woodcock skoraði fljótlega fimmta mark sitt og Arse- nal, 1-5, Allan Evans svaraði úr vítaspyrnu, 2-5, erí Brian McDer- mott innsiglaði stórsigurinn, skoraði sjötta mark Arsenal með skalla rétt fyrir leikslok. Wood- cock fékk góða aðstoð frá Alan Sunderland, Charlie Nicholas, Graham Rix og Paul Davies sem allir léku mjög vel. Tók tvær verkjadeyfandi og skoraði fimm! Annar leikmaður skoraði fimm mörk í 1. deild á laugardag, Ian Rush fyrir Liverpol í 6-0 burstinu gegn Luton. Þess má geta að á ár- unutn 1975-1982 skoraði enginn leikmaður fimm mörk í 1. deildar- leik. Rush átti ekki að leika með á laugardaginn, hann þjáðist af vírus í nára og tók inn tvær verkjadeyf- andi töflur fyrir leikinn. „Eg trúi þessu varla. Ég fór í leikinn með hálfum huga, ~ var hreinlega neyddur til þess að spila, en allt í einu stóð ég uppi með 5 mörk. Ótrúlegt“, sagði Rush eftir leikinn, dasaður eftir hamaganginn. Staðan var orðin 4—0 í hálfleik, Kenny Dalglish hafði skotið einu marki inn með góðu en óvæntu skoti en Rush hafði séð um hin þrjú. Bakvörðurinn Alan Kennedy lagði síðan upp tvö mörk fyrir Wal- esbúann markheppna í síðari hálf- leik. Luton mætti til leiks númer fjögur á 1. deildartöflunni en þrátt fyrir tapið fékk liðið mikið hrós fréttamanna. Luton lék sóknarleik allan tímann, lagðist aldrei í vörn og reyndi ávallt að sýna skemmti- lega knattspyrnu. HB/VS Tony Woodcock - fímm mörk gegn Aston Villa á útivelli. ■úrslit... úrslit... úrslit...< 1. deild: Aston Villa-Arsenal............2-6 LeicesTer Clty-Everton....... 2-0 Liverpool-LutonTown............6-0 Manch. United-Wolves...........3-0 NorwichCity-Q.P.R............ 0-3 Nottm. Forest-Sunderland.......1-1 Southampton-lpswichTown........3-2 StokeCity-Coventry.............1-3 Tottenham-NottsCounty........ 1-0 Wattord-West Ham...............0-0 W.B.A.-Birmingham..............1-2 2. deild: Cambridge-Brighton.............3-4 Chelsea-Charlton............. 3-2 Crystai Palace-Barnsley........0-1 DerbyCounty-GrimsbyTown........1-2 Leeds United-Portsmouth........2-1 Middlesboro-Shrewsbury.........4-0 Newcastle-Manchester City......5-0 Oldham-Carllsle................2-3 Sheff. Wednesday-Huddersfield..0-0 SwanseaCity-Blackburn..........0-1 3. deild: Bolton-Southend United...........2-0 Brentford-Bournemouth.......... 1-1 Burnley-Wigan Athletlc...........3-0 Gillingham-MillwallCity..........3-3 NewportCounty-Port Vale..........2-1 Orient-ExeterCity................2-2 Oxford United-Hull City..........1-1 Plymouth-Sheffield United...... 0-1 PrestonN.E.-LincolnCity........ 1-2 Rotherham-Bradford City......... 1-0 Scunthorpe-Wimbledon.............5-1 Walsall-Bristol Rovers...........2-1 4. deild: Bristol City-Peterborough......0-1 Chesterfield-Darlington........1-1 Colchester-Crewe Alexandra.....2-0 HalifaxTown-Aldershot..........1-0 Hartlepool-Bury................1-3 Hereford-Mansfield............ 0-0 Northampton-YorkCity...........1-2 Reading-SwindonTown............2-2 Rochdale-Chester...............1-1 Stockport-Blackpool.......... 1-2 Tranmere-Doncaster........... 1-1 Wrexham-TorquayUnited..........2-2 Albiston í aðalhlut- verki gegn Ulfunum Manchester United heidur sínu striki á toppi 1. deildar ensku knattspyrnunnar, er á- fram í efsta sæti eftir 3-0 sigur á Woives á laugardaginn. United lék frábærlega í fyrri hálfieik, skoraði þá öll þrjú mörkin, og alltaf kom litli skoski bakvörður- inn Arthur Albiston við sögu. Hann lagði upp öll mörkin, tvö fyrir Frank Stapleton og eitt fyrir Bryan Robson. Ray Wilkins hjá United var besti maður vallarins að dómi flestra ensku sunnudagsblaðanna, stjórn- aði algerlega miðjuspilinu. Bryan Robson og Remi Moses, sem fór í stöðu hægri bakvarðar þegar John Gidman yfirgaf völlinn illa meiddur, léku einnig afar vel. Andy Gray hjá Wolves var í sama gæðafloki en allir hinir Úlfarnir voru hræðilega slakir. Southampton vann Ipswich 3-2 í fjörugum og sviptingasömum leik á The Dell. Steve Williams kom Southampton yfir eftir fjórar mín- útur en Paul Mariner svaraði tví- vegis fyrir Ipswich, í bæði skiptin eftirsendingar John Wark. Ipswich hafði undirtökin en Nick Holmes jafnaði, 2-2, á 58. mínútu gegn gangi leiksins. Leikur Ipswich hrundi hins vegar á 70. mínútu. Þá var landsliðsmiðvörðurinn Russell Osman rekinn af leikvelli fyrir brot á Williams og eftir það var bara tímaspursmál hvort Southampton næði að sigra. Það tókst með marki Steve Moran mínútu fyrir leikslok. Steve Archibald skorar enn og tryggði nú Tottenham 1-0 sigur á Notts County. Spurs klífur því töfl- una ört eftir slæma byrjun og reikna má með liðinu í toppbarátt- unni. QPR vann sannfærandi í Norw- ich, 3-0. Terry Fenwick skoraði 2 fyrir QPR og Simon Stainford eitt og til að kóróna allt saman var fyrrum landsliðsmaðurinn hjá Norwich, Mick Channon, rekinn af leikvelli strax í fyrrj hálfleik. Leicester fagnaði sínum fyrsta sigri, vann gersamlega framlínu- laust lið Everton 2-0 með mörkum Alan Smith og Paul Ramsay. Everton mætir næst Liverpool og blöðin eru á einu máli um að þar verði Everton hreinlega slátrað. Franz Thijssen er kominn til Nottingham Forest frá Ameríku og þessi fyrrum leikmaður Ipswich kom Skógarmönnunum yfir gegn Sunderland. Það dugði ekki til, Gary Rowell jafnaði fyrir gestina. Frank Stapleton skoraði tvö. Birmingham vann sinn fyrsta úti- sigur, 2-1 í West Bromwich. How- ard Gayle og Mick Harford skoruðu fyrir Birmingham en Mick Perry fyrir WBA. Coventry lék vel í Stoke, vann sanngjarnt 3-1 og er á uppleið á riý. Dave Bennett, Dave Bamber og Terry Gibson skoruðu fyrir Co- ventry en Micky Thomas svaraði fyrir Stoke, lagaði þá stöðuna í 1-2. HB/VS Stuttar fréttir úr neðri deildum: up Going up 66 Peter Beardsley, sem Manch. Utd. gat ekki notað, skoraði þrennu fyrir Newcastle gegn Man. City. Ef Newcastle leikur áfram í 2. deildinni eins og gegn Manchester City á laugardag, er víst að liðið verður ekki í vandræðum með að komast í 1. deild. Yfir 30,000 manns sáu Kevin Keegan og félaga yfirspila lið City og sigra 5-0. „Going up“ var sungið á áhorfendapöllunum og að- eins frábær markvarsla Aiex Wil- liams kom í veg fyrir fleiri mörk Newcastle. Peter Beardsley 3, Keeg- an og Chris Waddle skoruðu mörk- in. Peter Barnes, fyrrum landsliðsút- herji, er heldur betur að ná sér eftir Spánardvölina og lék snilldarlega þegar Leeds vann Portsmouth 2-1. Hann og Andy Watson skoruðu mörkin og Barnes fiskaði vítaspyrnu rétt fyrir leikslok sem Frank Gray brenndi af. David Speedie 2 og Kerry Dixon skoruðu fyrir Chelsea í 3-2 sigrinum á Charlton en Martin Robinson og Ronn- ie Moore svöruðu fyrir Charlton. Swansea tapar enn. John Toshack sagði af sér stöðu framkvæmdastjóra á laugardagsmorguninn eftir fimm ára farsælan feril, sem því miður endar leiðinlega. Simon Garnerskoraðisigur- mark Blackburn sjö mínútum fyrir leikslok. „Við ætluðum að sigra fyrir Tosh“, sagði hans gamli félagi, fyrirliði Swansea, Emlyn Hughes, eftir leikinn. David Currie skoraði 2 mörk þegar Middlesboro vann Shrewsbury 4-0. Góður sigur eftir fimm tapleiki í röð. Ungur nýliði, Brian Pears, skoraði sigurmark Brighton, 4-3, í Cambridge á lokamínútu leiksins. Oxford leiðir áfram í 3. deild, hefur 27 stig. Bristol Rovers hefur 26, Hull, Sheffield United og Newport 24. York hefur 22 stig á toppi 4. deildar, Bristol City, Doncaster og Colchester hafa 22 hvert. HB/VS Staðan 1. deild: Manch. Utd ,11 8 1 2 21-11 25 Liverpool 11 7 2 2 18-6 23 Q.P.R 11 6 2 3 20-9 20 WestHam 11 6 2 3 20-10 20 Southampton ,10 6 2 2 13-7 20 Tottenham .11 6 2 3 17-14 20 LutonTown 11 6 1 4 19-15 19 Arsenal ,11 6 0 5 23-14 18 Ipswich ,11 5 2 4 22-15 17 Coventry 11 5 2 4 17-17 17 Nottm. For 11 5 2 4 17-17 17 W.B.A 11 5 2 4 16-17 17 Birmingham 11 5 2 4 11-12 17 Aston Villa 11 5 2 4 15-17 17 Everton .11 4 3 4 7-10 15 Norwich 12 3 4 5 17-19 13 Sunderland 11 3 3 5 10-17 12 Watford 11 2 3 6 15-18 9 StokeCity 11 2 3 6 12-22 9 Notts County 11 2 1 8 10-21 7 Leicester 11 1 2 8 8-23 5 Wolves 11 0 3 8 8-26 3 Markahæstir • Tony Woodcock, Arsenal lan Rush, Liverpool Paul Mariner, Ipswich.. Simon Stainrod, QPR.. Steve Archibald, Tottenham... ...6 Frank Stapleton, Man. Utd ...6 David Swindlehurst. W. Ham.. 2. deild: Sheff.Wed 12 9 3 0 22-8 30 Newcastie 12 8 2 2 26-11 26 Manch. City 12 8 1 3 22-15 25 Chelsea 11 7 3 1 23-10 24 Huddersfield 12 5 6 1 18-8 21 Grimsby 12 5 4 3 19-13 19 Shrewsbury 12 5 4 3 16-15 19 Blackburn 12 5 4 3 19-20 19 Barnsley 12 5 2 5 20-16 17 Charlton 12 4 5 3 13-17 17 Carlisle 12 4 4 4 11-10 16 Leeds...™. 12 5 1 6 17-21 16 Middlesboro 12 4 3 5 18-16 15 Brighton 12 4 2 6 22-22 14 Portsmouth 11 4 1 6 14-14 13 Fulham 11 3 3 5 14-17 12 Cr. Palace 11 3 2 6 12-15 11 Cardiff 10 3 1 6 7-13 10 Oldham 12 2 3 7 10-22 9 Cambridge 11 2 2 7 13-21 8 Derby 12 2 2 8 9-27 8 Swansea 11 1 2 8 8-20 5 Markahæstir Kerry Dixon, Chelsea.. ...9 Derek Parlane, Man. Clty, David Currie. Middl.hnro ...8 Simon Garner, Blackburn Kevin Keegan, Newcastle ...8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.