Þjóðviljinn - 03.11.1983, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. nóvember 1983
Þórarinn Eldjám
Fyrsta
skáldsaga
Þórarins
Eldjárns
Út er komin hjá Iðunni bókin
Kyrr kjör, saga eftir Þórarinn Eld-
járn. Þetta er fyrsta langa saga Þór-
arins, en áður eru komnar frá hans
hendi þrjár bækur með kveðskap,
Kvæði, Disneyrímur og Erindi, svo
og smásagnasafnið Ofsögum sagt.
Af bókum Þórarins hafa þrjár
komið út oftar en einu sinni, Kvæði
fjórum sinnum, Disneyrímur og
Ofsögum sagt tvisvar.
Kveikja sögunnar er ævi skáld-
sins Guðmundar Bergþórssonar,
sem uppi var á ofanverðri 17. öld
og er eitt stórvirkasta rímnaskáld
íslendinga. Einnig kemur hann
nokkuð við þjóðsagnir. Sá Guð-
mundur, sem Þórarinn Eldjárn
hefur vakið til lífs í sögu sinni, er
hvergi frjáls maður nema í
draumum sínum og skáldskap. í
veruleikanum liggur hann mátt-
vana og bjarglaus. En hann eignast
vin - brennimerktan þjóf- er verð-
ur honum sem fætur hans nýir.
Báða dreymir skáldið og þjófinn
um að finna frelsið með hjálp
þeirra vina sem í steinum búa og
forn fræði vísa' þeim loks veginn til
sjálfs Pálma Purkólíns. Eða er það
ekki vegurinn?
í kynningu forlagsinssegir m.a.:
„Frásögnin leiftrar af fjöri og gáska
sem iesendur Þórarins þekkja af
fyrri verkum hans. En undir býr
djúp alvara og birtist skýrast í
myndum niðurlægingarinnar sem
höfundur bregður upp frá horfinni
tíð. í eymdinni lifir draumurinn um
frelsið og tekur á sig margvíslegar
myndir í hugum þeirra sem ekki
una kyrrum kjörum“.
fikkanen
Bara að Bandaríkjamenn geti
neytt Suður-Ameríkuríki til þess
að vera frjáls og óháð.
Normi hf,
Norm-X hf og
Sæplast hf
Fram-
leiðsla
fyrir
sjávar-
útveginn
Við Lyngásinn í Garðabænum
eru m.a. til húsa Vélsmiðjan
Normi hf. og plastverksmiðjan
Norm-X hf. og Sæplast hf.
Normi hf. er elst þessara fyrir-
tækja, stofnað 1964 og hefur
verktakastarfsemin í járniðnaði
verið snar þáttur í rekstrinum.
Ekki má samt gleyma fram-
leiðslii á sorppokagrindum, af
ýmsum gerðum - svonefndum
Gljáa-grindum sem fyrirtækið
hefur fjöldaframleitt í mörg ár.
Að sögn framkvæmdastjóra
Norma hf. Sævars Svavarssonar
hefur fyrirtækið þó lagt mesta
áherslu á ýmis konar framleiðslu
fyrir sjávarútveginn og nefndi
hann sem dæmi smíði á sjókæli-
gámum sem hannaðir voru í sam-
ráði við Iðntæknistofnun íslands
og Rannsóknarstofnun iðnaðar-
ins.
Framkvæmdastjóri Norma hf.
og Norm-X hf. er eins og áður
sagði Sævar Svavarsson. Hann
upplýsti að plastverksmiðjurnar
tvær, vegna sameiginlegra áhuga-
mála hefðu nú tekið upp nána
samvinnu og sameining þeirra
stæði jafnvel fyrir dyrum, þrátt
fyrir hörku samkeppni þeirra í
millum til skamms tíma, enda
báðir barist um sömu viðskipta-
vinina í fiskiðnaði og sjávarút-
vegi. Sæplast hf. hefur í nokkur
ár framleitt fiskikassa og fiskker
við góðan orðstí og fyrsta fram-
leiðsla Norm-X var einmitt fisk-
ker 750 lítra (Norm-X 750),
steypt tvöfalt og einangrað. Þessi
ker eru nú í notkun um borð í
Sævar Svavarsson framkvæmdastjóri með hluta af framleiðslu
Norm-X hf.
fiskiskipum og í landi við útflutn-
ing á ferskum fiski og er þá
plastkerjunum staflað í venjulega
gáma. Þá upplýsti Sævar að um
borð í m/b Gunnjóni frá Garði
væru í notkun 80 Norm-X ker 750
og að eins árs reynslu fenginni
staðfestist að gæði fisksins eru
eins og best verður á kosið.
M/b Gunnjón er smíðaður hjá
skipasmíðastöð Njarðvíkur hf.
og var hleypt af stokkunum vorið
1982. Lestin í skipinu er þannig
útbúin, að auðvelt er að koma
fyrir 750 1. plastkerjum í miðju
hennar en úti í síðunum eru hefð-
bundnar stíur.
Kerin frá Norm-X hf. eru
steypt með aðferð sem nefnd er
„hverfisteypa" og hefur allur vél-
abúnaður verið smíðaður í
Norma hf.
Plastduft er sett í mót, það
bakað í ofni, þar sem mótið snýst
um tvo ása. Við ákveðið hitastig í
ákveðinn tíma, fer síðan í kæl-
ingu og síðan tekið úr mótinu.
Auk 750 1. kersins framleiðir fyr-
irtækið nú 430 1, 440 1, og 1000 1
ker, 5 m3 síló fyrir bændur, set-
laugar, rotþrær og ýmsar gerðir
af smærri ílátum fyrir sjávarútveg
og landbúnað. Má þar t.a.m.
nefna línubala.
Hjá Norma hf. er um þessar
mundir unnið af kappi að hönnun
flutningakerfis til að flytja kerin á
vélrænan hátt að og ffá vinnslu-
stað um borð í fiskiskipum. Því
meir sem unnt er að losna við
hefðbundna flutninga á fiskinum
umborð í skipum, s.s. stingi, færi-
bönd og rennur, því betra verður
hráefnið er í land kemur.
Vélsmiðja Norma hf. er að hefja
smíðar á fyrsta kerfinu um þessar
mundir. Það kerfi er miðað við
m/s Júpiter, en sérstakur hópur
tæknimanna, undir stjórn Paul
Hansen, véltæknifræðings hefur
séð um hönnun kerfisins. Fyrir-
tækið Sæplast hf. hefur framleitt
og selt til Færeyja fiskker fyrir 3
miljónir króna. Við sameining-
una er ætlunin að gera átak í út-
flutningi til fleiri landa. Hjá fyrir-
tækunum vinna nú 20-25 manns.
- ÓÞJ.
Ofát - í bíó: við lýsum frati á það allt.
Einu sinni var Twiggy fyrirmynd
hinna tágrönnu.
Sjálfsvelti og ofát eru mótmœlaaðgerðir
Á Vesturlöndum hefur þeim
unglingum, og þá fyrst og
fremst unglingsstúlkum, fjölgað
mjög á síðastliðnum áratug, sem
hafa svo sterka óbeit á mat, að
þær veikjast af næringarskorti.
Sömuleiðis hefur þeim konum,
einatt á aldrinum 18-35 ára, fjölg-
að mjög sem fara á „matarfyllirí“
ef svo mætti að orði kveða. Bæði
fyrirbærin eru túlkuð sem eins-
konar uppreisn gegn vissum kröf-
um þjóðfélagsins - og þá ekki síst
gegn ríkjandi hugmyndum um
það hvernig „fögur kona“ á að
líta út.
Stúlkur sem þjáfst af lystarleysi
eru nú þrisvar sinnum fleiri t.d. í
Vestur-Þýskalandi en fyrir tíu
árum. Hér er um hættulegan
sjúkdóm að ræða, sem dregur 5-
10% þessara unglinga til dauða
og bakar mörgum varanlegt
heilsutjón.
Sálfræðingar túlka þetta hung-
ur á þann veg, að stúlkurnar séu
með sínum hætti að mótmæla
heimi fullorðinna og kröfum
hans, með svelti og uppsölum slái
þær því á frest að verða fullorð-
nar.
Þær konur aftur á móti, sem
demba sér út í átsvall - innbyrða
kannski á stuttum tíma tíu þús-
und hitaeiningar, eða sem svarar
átján súkkulaðiplötum, eru einn-
ig í mótmælaham, að mati sál- j
fræðinga, en það er með öðrum !
hætti. Þeir segja sem svo, að kon-
urnar séu orðnar svo þreyttar á
margvíslegum kröfum um útlit og
hegðun og frammistöðu kvenna,
sem oft reka sig hver á annars
horn, að þær grípi til ofáts sem
einskonar skyndifrelsi undan
öllum hömlum.
(Byggt á Spiegcl).
UNDR\
HEIMUR
INDIA-
LANDA
Ferðaþœttir
frá Indlandi
Gandhis
Setberg hefur gefið út nýja
ferðabók eftir Kjartan Ólafsson
hagfræðing. Hún heitir „Undra-
heimur Indíalanda - ferðaþættir
frá Indlandi Gandhis“. Kjartan
er löngu kunnur sem þýðandi og
rithöfundur. Hann sneri til dæmis
hinni stórfenglegu sjálfsævisögu
Maxims Gorkis beint úr
rússnesku á íslensku og hann hef-
ur meðal annars ritað tvær ferða-
sögur, „Sól í fullu suðri“ og
„Eldóradó“, sem hlutu lof
gagnrýnenda.
Auk þess að vera hagfræðingur
að mennt hefur Kjartan lagt
stund á helstu tungur heims og
aðrar fleiri svo sem urdu í Pakist-
an og afríkaans í Suður-Afríku.
Kjartan hefur dvalist í öllum álf-
um heims og telst að öllum líkind-
um víðförlastur íslendinga. Til
dæmis heimsótti hann öll lönd
rómönsku Ameríku, yfir 20 að
tölu, þrátt fyrir byltingar í
tveimur þeirra. Þá mun Kjartan
vera einn þeirra fáu íslendinga er
ferðast hafa um Síberíu.
í þessari nýju bók, „Undra-
heimi Indíalanda“, segir Kjartan
frá ferð sinni um Indland, meðal
annars Kasmír. Ennfremur
heimsækir hann Amritsar, höf-
uðborg hinna herskáu Sikha, lýs-
ir gullnum hofum og heilögum
musterum. Hann greinir frá hinu
einkennilega samfélagi Parsa til
Banares, hinnar helgu borgar
hindúa.
Þá segir höfundur frá Kasmír
og langur kafli er um Gandhi,
frelsishetju Indverja.
Uppi í Himalayja dvaldist
Kjartan hjá Miru Behn, alúðar-
vinkonu Gandhis, en hún er ein
af helstu persónum í hinni víð-
frægu kvikmynd Richards Atten-
boroughs um Mahatma Gandhi.
„Undraheimur Indíalanda" er
200 blaðsíður í stóru broti, en auk
þess eru í bókinni nærri 60 ljós-
myndir.
Meðal fulltrúa á síðasta flokks-
þingi Framfaraflokksins í Dan-
mörku var heimsmeistarinn í
pulsuáti. Hann sést hér lengst t.v.
en samkvæmt heimsmetabók Gu-
innes heldur hann heimsmetinu
með því að hafa innbyrt 164
heitar kokteil-pylsur á 6 mínút-
um. Hann er í stjórn æskulýðs-
samtaka Framlaraflokksins, og
heitir Agergaard. Aðrir á mynd-
inni eru líka framámenn í æsku-
iýðssamtökum Framfaraflokks,-
ins.