Þjóðviljinn - 25.11.1983, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. nóvember 1983
ÁIsamningurinn til umrœðu á Alþingi í gœr:
Blekkingavefur spunninn
til aðfáþjóðina til að trúa
þvíað bráðabirgðasamn-
ingurinn við Alusuisse sé
okkur hagstœður, sagði
Hjörleifur Guttormsson
í gær var haldið áfram í Sameinuðu Alþingi umræð-
um um skýrslu ríkisstjórnarinnar um bráðabirgða-
samning þann er hún gerði við Alusuisse á sl. sumri.
Hjörleifur Guttormsson fyrrum iðnaðarráðherra tók
fyrstur til máls og rakti gang samningamálanna við
Alusuisse með hann var iðnaðarráðherra og orsakir
þess að auðhringurinn fékkst aldrei að samningaborð-
inu, auk þess sem hann fjallaði um bráðabirgðasamn-
inginn frá í sumar.
Hjörleifur benti á í upphafi máls
síns að það vekti athygli að enginn
þingmaður Framsóknarflokksins
hefði tekið til máls í þessari um-
ræðu, en tvisvar áður hafa þær far-
ið fram í Sameinuðu þingi. Hann
rakti síðar í ræðunni hvernig bæði
Steingrímur Hermannsson og
Guðmundur G. Þórarinsson
fyrrum alþingismaður hefðu svikið
í samningum við Alusuisse í fyrri
ríkisstjórn.
Þessu næst spurði Hjörleifur
Sverri Hermannsson iðnaðarráð-
herra um skýrslu Coopers & Ly-
brants frá því í sumar, sem hann
hefði ekki til þessa viljað greina frá
niðurstöðum úr. Sagðist Hjörleifur
vona að Sverrir greindi frá þessu,
þannig að ekki færi eins og 1975,
þegar 3-4 miljónir dollara vantaði
uppá rétt uppgjör Alusuisse en rík-
isstjórn Geirs Hallgrímssonar
stakk málinu undir stól og það upp-
lýstist ekki fyrr en 1980 eftir að
Hjörleifur var orðinn iðnaðarráð-
herra. (Sverrir greindi svo frá nið-
urstöðum, sjá 1. síðu Þjóðviljans í
dag).
Þá vék Hjörleifur að ræðum
þeirra Gunnars G. Schram og Birg-
is ísleifs í umræðunni um bráða-
birgðasamninginn á dögunum.
Þeir hefði báðir vísað mjög til for-
tíðarinnar og varið samningana frá
1966, - sem er uppspretta allrar ó-
ÆSKAM
Æskan er komin út!
Full af frísku efni. M.a:
★ Laddi í opnuviðtali
★ Lög unga fólksins
★ Gagnvegir
★ David Bowie
★ Jólagetraun
★ Veggmynd af Bubba, Agli
Ólafs, Ragnhildi o.fl.
★ Kaflar úr nýjum bókum
Æskunnar:
— Frú Pigalipp og jólapósturinn
— Lassi (baráttu
— Við erum Samar
— Sara
— Til fundar við Jesú frá Nasaret
Áskrift að Æskunní er
vinsæl og góð gjöf
H Áskriftarsími 17336 H
gæfunnar í samskiptum Islands og
Alusuisse, en hafa síðan ásakað
mig fyrir að ná ekki samningum við
auðhringinn, sagði Hjörleifur.
Birgir ísleifur hefði meira að segja
vitnað í Guðmund G. Þórarinsson í
þessu efni, manninn sem hljópst
undan merkjum og sagði sig úr ál-
viðræðunefndinni, þegar menn
voru ekki tilbúnir til að þóknast
Alusuisse eins og hann vildi. Hann
benti á að það hefðu fleiri Fram-
sóknarmenn verið linir og meira en
það þegar verið var að reyna að
semja við Alusuisse. Tómas Árna-
son hefði þá sagt að hann vissi ekk-
ert um málið og að það væri of
flókið til að setja sig inní það. Samt
hefði hann verið með hnútukast í
sig og jafnvel ásakanir í málinu. Þá
mætti ekki gleyma þætti formanns
Framsóknarflokksins, Steingríms
Hermannssonar þáverandi sjávar-
útvegsráðherra. Hann hefði á
fundi viljað ganga að kröfum
Alusuisse-manna, með smá orða-
lagsbreytingum sem hann ætlaði að
gera á hnjám sér. „Hann gaf for-
manni Alusuisse samþykki sitt fyrir
þessum samningsdrögum, sem Al-
usuisse lagði fram, þar sem ekki
var einu orði vikið að raforku-
hækkun. Þegar ég svo greindi frá
þessu, svaraði Steingrímur í Tím-
anum og sagði mig vera að greina
frá einkaviðræðum. Þegar svo
slitnaði uppúr samningaviðræðum
við Alusuisse 6. maí 1982, þá fór
Steingrímur á leynifund með dr.
Múller og Jóhannesi Nordal seðla-
bankastjóra og neitaði að greina
mér frá þessum fundi“, sagði Hjör-
ieifur.
„Ég nefni þetta hér til að sýna
framá hversu holgrafið þetta var
allt saman, þegar við vorum að
reyna að ná fram samningum við
þessa menn. Þeir hafa aldrei þurft
að efast um hollustu Sjálfstæðis-
manna við sig og þegar Framsókn-
arrnenn brugðust svona við, var
ekki von til þess að þeir væru til-
leiðanlegir að semja", sagði Hjör-
leifur Guttormsson.
Hann sagði að það væri því ekki
nema eðlilegt að forstjóri Alu-
suisse hefði sagt að núverandi ríkis-
stjórn væri Alusuisse afskaplega
hagstæða, í veislu sem Steingrímur
Hermannsson hélt honum á sl.
sumri hér á landi.
Þá vék Hjörleifur að
bráðabirgðasamningnum og benti
á að Sverrir Hermannsson iðnaðar-
ráðherra væri ekki einu sinni tilbú-
inntil að lýsa því vfir að raforkuverð
til Álversins verði aldrei lægra en
kostnaðarverð. Hann sagði að sig
undraði að iðnaðarráðherra gæti
staðið svona að verki. Hvernig í
ósköpunum honum dytti í hug að
semja um lægra verð en fram-
leiðslukostnaðarverð? Hann benti
einnig á að Sverrir Hermannsson
hefði í fyrri umræðum um málið
viðurkennt að þessi bráðabirgðas-
amningur væri ekki nógu góður og
Steingrímur Hermannsson fór á Guðmundur G. Þórarinsson með vini sínum Mayer álfursta. Guðmundur
leynifund með Jóhanncsi Nordal og hljóp úr álviðræðunefndinni þegar menn vildu ekki samþykkja kröfur
dr. Múller forstjóra Alusuisse. Alusuisse eins og hann.
þess vegna sagðist Hjörleifur vilja
spyrja hann að því hvort hann úti-
lokaði einhliða aðgerðir fslend-
inga, ef þeirri snöru sem gert er ráð
fyrir að Alusuisse geti brugðið um
háls fslendinga í bráðabirgðasam-
komulaginu verður brugðið,
jafnvel þótt iðnaðarráðherra hafi
sagt opinberlega að hann trúi því
ekki að Alusuisse-menn muni
nokkru sinni gera það.
Þessu næst vék Hjörleifur að
ræðum þeirra Gunnars G. Schram
og Birgis ísleifs í fyrri umræðum
um málið og sagði þær bera vott um
undanlátssemi við Alusuisse-menn
og fullkomna vantrú þeirra á mátt
og málstað íslendinga gegn
auðhringnum. Benti Hjörleifur á
fjölmargt í máli þeirra sem sýndi
fram á þetta. Þá spurði Hjörleifur
hversvegna Gunnar og Birgir
hefðu vísvitandi falsað prósentu-
töluhækkun raforkuverðsins í
bráðabirgðasamkomulaginu. Þeir
segðu verðið hækka um 54% en
það væri ekki nema 46,7%. „Finnst
þeim ef til vill í raun samningurinn
svo lélegur að það þurfi að smyrja
einhverju ofan á hann? Hvers
vegna annars að segja ósatt? Síðan
leita þeir Gunnar og Birgir um all-
an heim að sambærilegu raforku-
verði og Alusuisse fær hér og finna
það í Ghana í Afríku, þar sem
Ghana-menn eru í samskonar
stríði og við um þessar mundir við
álauðhring, og í franska hluta Kan-
ada, þar sem frönskum álhring var
seld umframorka, sem ekki var
hægt að seija annað. Þeir gleyma
að geta þess að flestar álverksmiðj-
ur verða að greiða um og yfir 20
mill fyrir raforkuna."
Hjörleifur ræddi síðan nánar um
bráðabirgðasamninginn og margt
annað sem snertir samskipti Is-
lands og Alusuisse, sem flest væri
okkur í óhag vegna upp-
hafssamninganna frá 1966.
Sverrir Hermannsson fór næstur
í ræðustól og upplýsti fjársvik AI-
usuisse 1982 en að öðru leyti var
hann heldur beygður og las uppúr
þingtíðindum ummæli Bjarna
Benediktssonar frá því að
frumsamningarnir við Álusuisse
voru gerðir.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
og Svavar Gestsson fóru í ræðustól
og bentu á hversu óhagstæðir allir
samningar sem við hefðum gert vil
Alusuisse hefðu verið. Svavar rakti
framkomu Framsóknarmanna í ál-
viðræðunum hjá fyrri ríkisstjórn og
var lýsing hans ófögur eins og
Hjörleifs.
Þegar Svavar hafði lokið máli
sínu fór Sverrir Hermannsson í
ræðustól og sagði Svavar hafa
brigslað Steingrími Hermannssyni
og fleirum sem ekki væru viðstadd-
ir um landráð og bað um að fresta
umræðunni og varð Þorvaldur
Garðar við því. - S.dór.
Kjarvals-
málverk
að gjoffra
96 ára konu
„Það er stórkostlegt fyrir okk-
ur að eignast þessa mynd. Það er
ekki mikið til af myndum líkum
þessari eftir Kjarval frá þessum
árum“, sagði Selma Jónsdóttir
forstöðumaður Listasafns íslands
þegar hún veitti viðtöku málverki
eftir Jóhannes Kjarval frá 1949,
sem frú Mabel Sigurjónsdóttir 96
ára gömul afhenti safninu að gjöf
í gær.
Frú Mabel var gift Lárusi Sig-
urjónssyni cand. theol. og skáldi
en hann lést árið 1967. Þau hjón
fluttu til íslands árið 1949 og það
sama ár færði Jóhannes Kjarval
þeim að gjöf umrætt málverk.
Mabel hefur búið hérlendis alla
tíð síðan og býr nú í vistheimili
aldraðra að Hátúni 10. Hún er
fædd í Bandaríkjunum árið 1892,
dóttir Howards Eyers prófessors
í líffræði viö Harvard-háskóla.
Mabel er hámenntuð kona,
stundaði háskólanám og lauk
m.a. söngnámi. Hérlendis hefur
hún kennt fjölmörgum íslending-
Frú Mabel Sigurjónsdóttir við Kjarvalsmálverkið sem hún gaf Lista
safni Islands í gær. Ljósm.: Magnús.
um enska tungu, og sagði hún
m.a. við afhendingu málverkagj-
afarinnar í gær, að myndin hans
Kjarvals hefði kornið að góðun
notum við enskukennsluna.