Þjóðviljinn - 25.11.1983, Síða 3
Föstudagur 25. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Banaslys um
borð í Berki
Aftakaveður á loðnumiðunum
við Kolbeinsey í fyrrinótt
28 ára gamall sjómaður á
Berki NK-102 lést í gærmorgun
af slysförum þar sem skipið var
statt á loðnuveiðum skammt
undan Kolbeinsey.
Tildrög slyssins voru þau að
skömmu eftir að Börkur kastaði
nótinni í fyrrinótt, gerði aftakaveður
á miðunum og varð sjómaðurinn
fyrir þungu höfuðhöggi. Var strax
leitað hjálpar hjá landhelgisgæslu en
ekkert varðskip var þá á loðnuveiði-
svæðinu norður fyrir landinu. Einn-
ig var leitað aðstoðar björgunar-
þyrlu frá bandaríska hernum, en
hún gat ekki athafnað sig vegna þess
hve veðrið var slæmt á slysstað, um
10 vindstig og mikill sjór. Var þá
gripið til þess ráðs að skera á hluta
nótarinnar til að flýta fyrir að koma
skipinu til hafnar, en þá tókst svo illa
til að nótin flæktist í skrúfuna og
varð Börkur vélarvana.
Loðnuveiðiskipið Bjarni Ólafs-
son frá Akranesi tók þá Börk í tog.
Sjómaðurinn sem slasaðist var þá
Börkur NK102 var að veiðum skammt undan Kolbeinsey þegar slys varð um
borð og ekkert var hægt að gera til að koma hinum slasaða til aðstoðar.
látinn. Var von á skipunum til Nes-
kaupstaðar í nótt sem leið.
Skipverjinn sem lést hét Sigurður
Hálfdánarson, Starmýri 21, Nes-
kaupstað. Hann var fæddur 17. des-
ember 1955, giftur og þriggja barna
faðir.
Sigurður hafði verið skipverji á
skipum Sfldarvinnslunnar í Nes-
kaupstað í áratug. -Ig.
Útför Tómasar skálds Guðmundssonar fór fram í gær frá Dóm- I Myndin er tekin er kista skáldsins var borin úr kirkju af fulitrúum
kirkjunni á vegum Reykjavíkurborgar að viðstöddu fjölmenni. | borgarinnar og vinum Tómasar og samstarfsmönnum. (Ljósm. eik).
Aróðurskostnaðurinn
margfaldaðist á
aðeins einum mánuði
Steingrímur
13. október:
95 þúsund
krónur
Steingrímur
22. nóvember:
353 þúsund
krónur
• „Ég get upplýst það, að útgáfukostnaður þessa rits er
áætlaður 95 þúsund krónur“, sagði Steingrímur Her-
mannsson í svari við fyrirspurn Svavars Gestssonar í
umræðum á alþingi 13. október í fyrra mánuði þegar
Svavar spurðist fyrir um útgáfukostnaðinn af auglýs-
ingabæklingi ríkisstjórnarinnar.
• Á alþingi á þriðjudaginn sagði Steingrímur hins veg-
ar að útgáfa bæklingsins hefði kostað 353 þúsund.
Hann sagði að útgáfa bæklingsins og fundaherferð
hefði kostað rúmlega 403 þúsund krónur.
• í viðtali við Þjóðviljann um áróðursbæklinginn í
október sl. sagði forsætisráðherrann: „Þetta er ekki svo
kostnaðarsamt“. Þannig hefur ráðherrann talað tveim
tungum við þing og þjóð.
í umræðunum á alþingi sagði forsætisráðherra að
ferðalög hans hefðu ekki kostað neitt af því hann
ferðaðist á sinni eigin bifreið (Blazernum) og með flu-
gvélum Flugmálastjórnar og með skipum Landhelgis-
gæslunnar.
„Óskammfeilni og bífræfni“, sagði Stefán Benedikts-
son alþingismaður um málflutning forsætisráðherrans.
„Ég tel þetta misnotkun á almannafé“, sagði Geir
Gunnarsson alþingismaður um þessi ósköp Steingríms
Hermannssonar. -óg
Slysið á
loðnumiðunum
Sjómanna-
sambandið
krefst
aðgerða
„Sjómannasamband íslands
vill þess vegna af gefnu tilefni
krefjast þess að allt verði gert
sem í mannlegu valdi stendur
tH að tryggja öryggi loðnusjó-
manna og neitar að trúa því að
óreyndu að stjórnvöld meti
þyngra sparnaðarsjónarmið
heldur en líf og öryggi þeirra
sjómanna sem eru við störf á
ioðnumiðunum“.
Þannig segir m.a. í yfirlýs-
ingu sem Sjómannasamband
íslands sendi frá sér í gær eftir
hið hörmulega slys um borð í
Berki á loðnumiðunum í fyrra-
kvöld. Þetta mál var rætt í þing-
sölum í gær er Pétur Sigurðs-
son spurði sjávarútvegsráð-
herra hvort einhver áform
væru uppi um að bæta öryggi
siómanna á hafi úti. Halldór
Asgrímsson kvaðst hafa rætt
við Landhelgisgæsluna í gær og
fleiri aðila og væri nú í athugun
að senda varðskip með lækni
um borð á miðin.
í ályktun Sjómannasam-
bandsins segir að óverjandi sé
að ekkert hjálparskip skuli
fylgja loðnuflotanum eftir sem
hafi aðstöðu til að veita
nauðsynlegustu neyðarþjón-
ustu. Sjómannasambandið
gerir í yfirlýsingu sinni þá kröfu
til ríkisstjórnarinnar að hún
sendi varðskip þegar í stað á
miðin og einnig er lögð áhersla
á að þegar verði keypt þyrla til
Landhelgisgæslunnar í stað TF
RÁNAR sem nýlega fórst í
Jökulfjörðum.
Banaslys á
gangbraut
Kona á áttræðisaldri bcið bana í
umferðinni síðdegis í fyrradag.
Varð hún fyrir bifreið á gangbraut
fyrir lraman Mjólkursamsöluna á
Laugavegi. Lést hún á leið á sjúkra-
hús.
Slysið varð laust fyrir kl. 18 og því
komið uiyrkur auk þess sem slæmt
skyggni var vegna rigningar. Engin
miðeyja er á götunni þar sem gang-
brautin er og ekki heldur umferð-
arljós.
Þriggja
nafna
gata
Byggingarnefnd Reykjavíkur-
borgar hefur ákveðið þrjú nöfn á
sömu götu í borginni, það er þeirri
sem hingað til hefur að öllu leyti
borið nafnið Selásbraut. Skal hún
heita það frá Rofabæ og suður f
nýja hverfið í Selásnum. Við göt-
urnar Mýrarás, Malarás, Lækjar-
ás, Kleifarás og Klapparás skal hún
heita Sauðás og vestasti hlutinn frá
Rofabæ og suður að íþróttasvæði
Fylkis skal nafnið vera Fylkisveg-
ur.