Þjóðviljinn - 25.11.1983, Side 7
Sýrland:
Fostudagur 25. rióvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Arabar eru ein
þjóð og Assad er
leiðtogi hennar
„Við styðjum allar ákvarðanir lögmæta ráðs (PLO).
Hið ólögmæta felst í því að fylgja ekki þessum ákvörð-
unum. Arafat verður lögmætur þegar hann fer eftir
þessum ákvörðunum, en þegar hann gerir það ekki
tapar hann stöðu sinni... Við höldum því fram að allar
palestínskar ákvarðanir verði að taka án samsæris gegn
samþykktum æðstaráðs PLO um að berjast gegn
heimsvaldastefnunni. Þessar samþykktir fela í sér að
Palestínumenn verða að taka afstöðu með Sýrlandi því
Sýrland berst gegn heimsvaldastefnunni“.
Þannig komst dr. Fawwaz Suyy-
agh, blaðafulltrúi Baath-flokksins í
Sýrlandi að orði við fréttaritara
danska blaðsins Information, þar
sem hann reyndi að leita skýringa á
þátttöku Sýrlendinga í aðförinni að
Arafat og palestínskum stuðnings-
mönnum hans í Tripoli í Líbanon.
Röksemdafærsla blaðafulltrúans
fer reyndar í hring, þannig að for-
sendan verður að ályktun og öfugt,
en í máli hans kemur fram að Sýr-
lendingar byggja stefnu sína á
tveim meginatriðum. Annars veg-
ar er Arafat gagnrýndur fyrir að
hafa í mars s.l. reynt að vinna fylgi
við þá hugmynd að gefa Hussein
Jórdaníukonungi umboð til þess að
semja við Bandaríkin um svokall-
aða Reagan-áætlun um stofnun
sjálfstæðs ríkis Palestínumanna í
tengslum við Jórdaníu. Meirihluti
æðstu valdastofnana A1 Fatah og
PLO lagðist gegn þessum hug-
myndum, og hafa þær ekki verið á
dagskrá síðan, svo vitað sé. Þetta
kalla Sýrlendingar svik Arafats við
„baráttuna gegn heimsvaldastefn-
unni“.
„Palestínumenn
eru ekki þjóð“
Hins vegar telja Sýrlendingar
Palestínumenn ekki vera eiginlega
þjóð, heldur séu þeir aðeins hluti af
þjóð araba, eða eins og blaðafull-
trúinn orðaði það: „Samkvæmt
hugmyndafræði Baat-flokksins
mynda allir arabar eina þjóð. Pal-
estínumenn eru hluti af hinni arab-
ísku þjóð, og margir félagar okkar í
Baath-flokknum eru Palestínu-
menn“. Þegar blaðafulltrúinn er
síðan spurður um hvað gerast
mundi, ef meirihluti Palestínu-
manna mundi ákveða eitthvað,
sem bryti í bága við stefnu Sýr-
lands, svaraði blaðafulltrúinn:
„Slíkt getur vart komið til, þar sem
Baath-flokkurinn gerir ekki annað
en að túlka vilja hins arabíska
fjölda“.
Jassir Arafat var vísað úr landi í
Sýrlandi 24. júní s.l. eftir að hann
hafði gagnrýnt sýrlensk stjórnvöld
fyrir að styðja við bakið á upp-
reisnaröflum innan PLO. Upp-
reisnarmennirnir létu svo til skarar
skríða gegn flóttamannabúðunum í
Norður-Líbanon þar sem Arafat
hélt til í byrjun þessa mánaðar og
njóta til þess fulls stuðnings Sýrl-
endinga, bæði í vopnum og mann-
afla að því er fréttaritarar segja,
þótt opinberlega hafi það ekki ver-
ið viðurkennt.
Uppreisnarmenn
andvígir samningum
Mahmoud Labadi, fyrrverandi
talsmaður Arafats, sem vikið var
frá störfum í apríl s.l., er einn
þeirra sem snúist hafa á sveif með
uppreisnarmönnunum. Hann segir
í viðtali við fréttaritara Informati-
on að auk eftirgefni við ísrael og
Bandaríkin hafi Arafat gerst sekur
um fjármálaspillingu og að starfs-
hættir hans hafi virkað lamandi á
A1 Fatah og að hann hafi ráðið
óhæfa menn í ábyrgðarstöður í her
Palestínumanna og að hann hafi
ekki refsað þeim sem brutu af sér.
Abu Mussa, sá sem stjórnað hefur
hernaðinum gegn flóttamannabúð-
unum í N-Líbanon var áður einn af
æðstu mönnunum í herráði PLO og
talinn kunna vel til verka í því sviði.
Hann gagnrýndi Arafat fyrir eftir
gagnssemi gagnvart ísrael og
Bandaríkjunum eftir ósigurinn í
Beirut fyrir ári síðan, og hann hef-
ur haft með sér í uppreisnarliðið
allmarga yfirmenn í hersveitum
PLO sem þótti Arafat leggja of
mikla áherslu á hina pólitísku og
diplómatísku hlið deilunnar á
kostnað hins hernaðarlega viðbún-
aðar. Þessi öfl innan PLO hafa í
raun og veru sett sig gegn öllum
samningum eða samkomulagi er
fæli í sér viðurkenningu á ísrael.
Sýrlendingar hafa nú séð sér hag í
að styðja þessi öfl, jafnvel þótt Sýr-
land sjálft standi áfram að hinni
mikilvægu yfirlýsingu Sameinuðu
þjóðanna númer 242, þar sem til-
vera ísraels er viðurkennd. Sýr-
lendingar leika því tveim skjöldum
eða fleiri í þessu máli.
Þversögn í Líbanon
Þannig er hlutverk þeirra í Lí-
banon í meira lagi tvírætt: annars
vegar eru þeir í þann veginn að
ganga á milli bols og höfuðs á PLO
og færa þar með ísrael og Banda-
ríkjunum langþráðan sigur á silf-
urfati. Hinsvegar eru þeireinaher-
veldið sem stendur gegn því að
Bandaríkin og ísrael geti fengið
vilja sínum framgengt í einu og öllu
á þessu svæði. Þessi þversagnafulla
staða Sýrlendinga hefur orðið til
þess að veita þeim óvenju sterka
stöðu, bæði gagnvart öðrum araba-
ríkjum, sem og gagnvart Banda-
ríkjunum og ísrael.
Sýrlendingar hafa nú 30-40.000
hermenn í Líbanon. Þetta herlið
kom þangað 1976 að beiðni Araba-
bandalagsins til þess að stilla til
friðar í borgarastríðinu sem skollið
var á á milli kristinna manna og
múslima í Líbanon. Síðastliðinn
vetur fór ríkisstjórn Gemayels í Lí-
banon fram á það að sýrlenskar
hersveitir hyrfu á brott úr landinu.
Talsmaður Baath-flokksins segir
að hér hafi þó ekki verið um form-
lega beiðni að ræða, heldur viljayf-
irlýsingu, og að ekki væri hægt að
taka hana til greina af tveim ástæð-
um: annars vegar sé ríkisstjórnin í
Líbanon ekki þjóðkjörin og hafi
því ekki umboð þjóðarinnar, held-
ur einungis hinna kristnu maron-
íta. „f öðru lagi voru engir ísra-
elskir hermenn í Líbanon þegar við
komum, og við munum ekki fara á
meðan landið er hersetið af ísra-
el“.
Spil á hendi
Þegar Sýrlendingar hafa náð
valdi á PLO munu þeir geta notað
samtökin sem spil á hendi í viður-
eign sinni við Bandaríkin og ísrael
um framtíð Mið-Austurlanda.
Með slíkt spil á hendi ættu þeir að
hafa meiri möguleika á að endur-
heimta Golan-hæðirnar sem ísra-
elsmenn unnu af þeim í stríðinu
1967, en margir eru þeirrar skoð-
unar að Golan-hæðirnar skipti
meira máli fyrir Sýrlendinga en
sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar.
Hin auknu áhrif Sýrlendinga
verða því endanlega á kostnað pal-
estínsku þjóðarinnar. Málstað
hennar er enn einu sinni fórnað, en
í þetta skiptið kann það einnig að
verða ísrael og Bandaríkjunum
dýrkeypt. Þá má einnig ætla að slík
staða muni auka á spennuna á milli
Sýrlendinga og Jórdaníu, þar sem
Palestínumenn eru fjölmennastir
og stuðningur virðist mestur við
málstað Arafats. En sú forsenda
friðar á Mið-Austurlöndum, að
Palestínumenn fái að stofna sitt
eigið ríki virðist nú lengra undan en
nokkru sinni fyrr.
• Blikkiðjan
Iðnbúð 3, Garðabæ
Onnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI 46711
Auglýsið í Þjóðvil.janum
Hermaður úr liði Arafats freistar þess að komast yfir götuvígi í Líbanon.
Liðsmönnum Arafats hefur nú verið gefinn frestur til laugardags til að
yfirgefa Tripoli.
Réttarholtsútibú Iðnaðarbankans á mótum
Sogavegarog Réttarholtsvegar.
Aukin þjónusta við íbúa nærliggjandi hverfa
pg þá sem leið eiga hjá.
í Réttarholtsútibúinu fara fram öll almenn
bankaviðskipti.
Við leggjum sérstaka áherslu á persónulega
þjónustu og ráðgjöf; - t.d. um þau
mismunandi inn- og útlánsform sem henta
hverju sinni.
Verið velkomin á nýja staðinn
og reynið þjónustuna.
Mnaðaitankinii
Réttarhoftsútibú,
Réttarholtsvegi 3, sími 85799
ólg/inf.