Þjóðviljinn - 25.11.1983, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. nóvember 1983
Minning
Kristmann Guðmundsson
rithöfundur
Kveðja frá Rithöfundasambandi íslands
Það er skammt stórra höggva á
milli þegar Kristmann kveður okk-
ur skyndilega og heldur á eftir
Tómasi Guðmundssyni. Þeir voru
ólíkir menn og ólík skáld, en báðir
umluktir sterkum ævintýraljóma í
augum íslensku þjóðarinnar. Krist-
mann fetaði í fótspor Jóhanns Sig-
urjónssonar, Gunnars Gunnars-
sonar og Guðmundar Kambans,
brá sér til útlanda eins og ekkert
væri sjálfsagðara en íslenskur höf-
undur sigraðist fyrirhafnarlaust á
torfærum nýs tungumáls og legði
heiminn undir skáldskap sinn.
Fyrsta skáldsaga hans Brúðarkjóll-
inn kom út á norsku 1927, og á
örfáum árum tókst honum að
verða einhver vinsælasti höfundur í
Noregi. Það eru ekki margir ís-
lenskir höfundar sem geta státað af
stærri né víðari lesendahóp. Ekki
var laust við að þessir menn væru
litnir hornauga fyrir að hverfa úr
landi. En eftiráað hyggjáfærði þor
þeirra íslenskri menningu ómetan-
lega gjöf í tvennum skilningi. Ann-
ars vegar vöktu þeir athygli
heimsins á landi og þjóð og sagna-
skáldskap okkar, og hins vegar áttu
þeir mikinn þátt í að skapa íslenskri
menningarvitund það sjálfstraust
sem er forsenda þess auðuga lista-
og menningarlífs sem við lifum nú.
Því er ekki fjarri lagi að líkja Krist-
manni við hirðskáldin fornu sem
héldu uppi reisn íslands í Noregi.
Og hann varð í hugum margra
ævintýramaðurinn mikli sem með
orðtöfrum sínum sigraði sínar eigin
takmarkanir. Fyrir allt þetta flytja
íslenskir rithöfundar honum þakk-
ir og kveðja hann með söknuði.
Aðstandendum hans öllum og ís-
lensku þjóðinni vottum við samúð
við fráfall hans. Hins vegar er ég
ekki viss um að Kristmann telji á-
stæðu til þess að hann sé syrgður
við andlátið. Hann sagði við mig á
áttræðisafmæli sínu með glettnis-
glampa í auga, að hann hlakkaði til
að losna nú bráðum við skrokkinn
á sér. Þess vegna óska ég honum
heilla í því nýfengna frelsi sem ég
vona að hann hafi nú öðlast.
Njörður P. Njarðvík
Litaðar teikningar:
enndar og lífvana. Þær ná ekki að
skapa formunum heilsteypta um-
gjörð né draga fram mátt þeirra.
Ingunn fellur í þann dæmigerða
pytt að vilja yfirfæra litla blýants-
teikningu of bókstaflega upp á
stóran striga. Með því sprengir
hún þanþol undirbúningsskis-
sunnar.
Allir góðir málarar brjóta regl-
ur og margir mætir listamenn
hafa béitt aðferðum áþekkum
þeim sem Ingunn notar. En þeir
hafa gert sér grein fyrir mögu-
leikum jafnt sem takmörkunum
aðferðarinnar og snúið henni
verkum sínum í hag. Árangurinn
er ávallt fólginn í þeirri staðreynd
að meira máli skiptir „hvernig"
málað er en „hvað“ málað er.
Það nægir ekki að hafa góða hug-
mynd ef hún er illa fram reidd.
En þótt Ingunn eigi margt eftir
ólært í málaralistinni er gleðilegt
að sjá hana takast á við olíumiði-
linn. Eins og ég hef oft bent á,
dreg ég mjög í efa gildi þess að
einskorða sig við eina tegund
myndlistar, þótt að jafnaði höfði
eitt svið öðru fremur til sérhvers
listamanns. Þegar öllu er á botn-
inn hvolft er aðeins til ein mynd-
list þótt útfæra megi hana á mar-
gvíslegan hátt. Eins er aðeins til
ein tónlist þótt hljóðfærin séu
mörg. Kannski sýna verk Ingunn-
ar best brotalömina í sérfagrænni
skólun þar sem listin er hólfuð
niður í bása eftir ákveðnum tækj-
um og öll heildarsýn látin lönd og
leið. Er ekki kominn tími til að
taka mið af margbreytileik mynd-
listarinnar eins og hann birtist í
verkum fremstu listamanna sög-
unnar, þeirra sem hafa brugðið
sér í ótal líki og ekki látið staðar
numið við einn búning þótt þægi-
legur væri.
Sýning Ingunnar Eydal
Halldor B. Runólfsson
skrifar um
myndlést
Ingunn Eydal sýnir um þessar
mundir 44 verk í Kjarvalssal
Kjarvalsstaða. Þettaeraf-
rakstur listamannalauna
þeirra sem kennd eru við
Reykjavíkurborg og Ingunn
hlaut þetta árið. Að vísu eru
innan um verk sem gerð eru á
undanförnum árum. Ingunn
hefur getið sér gott orð fyrir
grafíkmyndir enda er hún fyrst
og fremst grafíklistamaður og
hefur tekið þátt í fjölmörgum
sýningum af því tagi hér
heimaogerlendis.
Að þessu sinni sýnir Ingunn ol-
íumálverk og er það frumraun
hennar á þeirri tegund myndlist-
ar. Reyndar er það nokkuð
augljóst og þarf ekki að skoða
myndirnar lengi til að sjá að tölu-
verður byrjendabragur er á þeim.
Það stafar ekki af skorti á hæfi-
leikum eða listrænni getu heldur
skeytingarleysi um eðli og virkni
olíumálunar eða þeirra miðla
sem henni tilheyra. Ekki veit ég
hvort þetta stafar af langri þjálf-
un Ingunnar sem grafíklista-
manns eða einhverju öðru, en
mikil áhersla á teikningu óháðri
málun hefur eflaust sitt að segja.
Myndir Ingunnar er m.ö.o.
grafískar (í merkingunni teiknik-
enndar) en ekki malerískar. Þær
virka fremur sem litaðar
teikningar en málverk. Þetta sést
best með því að skoða litina og
hvernig þeir eru notaðir. Sem
tónaspil hafa þeir Iitla sem enga
þyngd né dýpt og eru kæfðir með
of mikilli mettun. Þá virðist
hendingu háð hvar og hvernig lit-
urinn er lagður á myndflötinn.
Listamaðurinn virðist láta sér
nægja að nota hann til að-
greiningar formunum. Þegar því
takmarki er lokið skiptir litlu
máli hvort heildin er sannverðug.
Þá er teikningin engan veginn
nægilega lipur og örugg og má þar
enn kenna um vankunnáttu í
beitingu miðilsins. Lítil festa er í
línum og þær eru myndvörpuk-
Erlendar bækur
Rowland J. Mainstonc: Develop-
ments in Structural Form. Allen
Lane/Penguin Books 1983.
Rowland Mainstone er verk-
fræðingur að menntun og hefur
lagt mikla stund á rannsóknir í
byggingarfræðum einkum varð-
andi byggingartækni og byggingar-
form fyrri tíma stórbygginga. Hann
hefur m.a. rannsakað byggingar-
strúktúr Sofíukirkjunnar í Mikla-
garði og hvelfinga dómkirkjunnar í
Flórenz.
í þessu riti fjailar hann um
strúktúr og form bygginga og brúa.
Hér rekur hann byggingarmáta frá
elstu tímum og þá einkum undir-
stöðu allra bygginga, grindina, sem
bar uppi efnið, sem notað var. Hús
eru reist til þess að þar megi finna
skjól og lengst af hafa ákveðnar
gerðir grinda verið notaðar um all-
an heim. Byggingarlagið hélst
óbreytt um aldir, fjölbreytileiki
þess fór eftir kunnáttu og efnisvali
á hverju svæði, breytingar verða
við notkun nýrra efna, sem áður
voru ókunn. Höfundurinn fjallar
um strukturinn og konstruktion-
irnar og fleira sem snertir samsetn-
ingu bygginga. Um 300 hundruð
myndir fylgja í texta og bókaskrár
og orðalistar og athugagreinar gera
bókina, ásamt texta höfundar
hreina námu fyrir þá sem sinna
húsbyggingum og leggja stund á
byggingarlist.
Murillo og byggingarlist
Bartolomé Esteban Murillo 1617-
1682. Museo del Prado Madrid
1982 - Royal Academy of Arts
London 1983. Catalogue published
in association with Weidenfeld and
Nicolson 1983.
Murillo var talinn til hinna mestu
meistara á 19. öld, á þeirri 20.
breyttist matið og kom margt til,
einkum það, að hann var talinn of
mildur í verkum sínum og auk þess
mjög auðskilinn. Þetta er nú að
breytast að því er Hugh Casson
skrifar í formála að þessum kata-
log, en hann er forseti Royal Aca-
demy í London. Þessi sýning í Pra-
do og London varð til þess að
nokkuð endurmat átti sér stað á
verkum þessa milda meistara, sýn-
ingin var m.a. haldin í minningu
300 ára ártíðar listamannsins.
Murillo var uppi á blómaöld
málralistarinnar, þeirri 17. Hann
var samtíðarmaður Velasquesae
og talið er að hann hafi orðið fyrir
talsverðum áhrifum af honum.
Hann varð strax mjög vinsæll og
eftirsóttur málari og vinsældir hans
héldust fram undir síðustu alda-
mót, eins og áður segir.