Þjóðviljinn - 25.11.1983, Qupperneq 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. nóvember 1983
íshafssaga
eftir H.Innes
Iðunn hefur gefið út nýja sögu
eftir Hammond Innes. Nefnist hún
Hclför á heimskautaslóðir og er
sautjánda bók höfundar sem út er
gefin í íslenskri þýðingu. Ham-
mond Innes er breskur og stendur
nú á sjötugu. Hann hefur hlotið
mikla viðurkenningu sem spennu-
sagnahöfundur óg er kunnur að því
að kynna sér vel vettvang sagna
sem ýmsar gerast í fjarlægum
löndum.
Helför á heimskautaslóðir segir
frá för Duncans Graig, fyrrverandi
sjóliðsforingja, til Suður-íshafsins.'
„Hundruð leiðangursmanna lenda
íólýsanlegum mannraunum," segir
í kynningu forlagsins, „bæði af
manna völdum og óblíðrar náttúr-
unnar. Þrír hvalveiðibátar og
verksmiðjuskipið Suðurkrossinn
farast í ísnum. Og meðal hvalveiði-
manna er kaldrifjaður morðingi."
Helför á heimskautaslóðir þýddi
Álfheiður Kjartansdóttir. Bókin er
216 blaðsíður.
Líf og list
Jane Fonda
Út er komin hjá bókaforlaginu
Iðunni bókin Jane Fonda -
Leikkonan í samtíð sinni. Höfund-
ur er Fred Lawrence Guiles, en Alf-
heiður Kjartansdóttir þýddi. - í
bók þessari er rakinn æviferill
hinnar frægu kvikmyndaleikkonu,
stjórnmálamanns og nú síðast lík-
amsræktarfrömuðar, Jane Fonda.
í bókinni er mikill fjöldi mynda frá
ferli hennar, jafnt í kvikmyndum
sem einkalífi.
Jane Fonda er dóttir hins fræga
leikara Henrys Fonda. Hún ólst
upp við erfiðar aðstæður að ýmsu
leyti, þar sem foreldar liennar
skildu og móðir hennar réð sér litlu
síðar bana. Leið Jane til frama í
kvikmyndum varð torsótt, en
örlagaríkust á þeim vettvangi urðu
kynni hennar af franska leikstjór-
anum Roger Vadim. Undir hans
stjórn lék hún í þeim kvikmynum
sem gerðu hana fræga.
Jane Fonda dvaldist um skeið í
Indlandi seint á sjöunda áratugn-
i?!Mi LaWMéiár irULUrh'
um. Sú dvöl hafði mikil áhrif á
hana og upp úr því tók hún að beita
sér í stjórnmálum og barðist hart
egn Nixon forseta og stefnu hans.
kvikmyndum sínum seinni árin
leitast hún við að sameina
skemmtun og pólitískan boðskap
og er myndin Kjarorkuleiðsla til
Kína einna frægust í því samhengi.
Unglinga-
saga
Andrésar
Fjórtán...Bráðum fimmtán
heitir unglingasaga eftir Andrés
Indriðason sem komin er út hjá
Máli og menningu. Hún er sjálf-
stætt framhald sögunnar Viltu
byrja með mér? sem kom út í fyrra.
Söguhetjan er Elías sem býr í
Breiðholtinu, fjórtán ára- bráðum
fimmtán, og sagan gerist sumarið
áður en hann byrjar í níunda bekk.
Það verður viðburðaríkt sumar og
skiptast á skúrir og skin. Það besta
sem gerist er að hann kynnist Evu,
aðal hlaupaspírunni á landinu, eins
og Lási bróðir hans segir, fallegri
stelpu af Akranesi. Hún er líka
góður félagi þegar reynir á.
AMDRÉS iMDRIDASON y
Fjórtán...Bráðum fimmtán er
177 bls., prýdd mörgum myndum
eftir Önnu Cynthiu Leplar.
Að byrja í
skólanum
Ut er komin hjá Máli og menn-
ingu ný íslensk barnabók eftir Sig-
ríði Eyþórsdóttur, sem heitir Lena-
Sól. Sigríður hefur áður gefið út
bækur handa börnum auk þess sem
hún er kunn fyrir barnatíma sína í
Ríkisútvarpinu.
Sagan gerist daginn sem Lena-
Sól fer í skólann í fyrsta sinn. Hún
er nýflutt í bæinn með mömmu
sinni og þekkir engan ennþá, þess
vegna er það henni mikið til-
hlökkunarefni að byrja í skóian-
um. En margt fer öðruvísi er ætlað
er og dagurinn verður afdrifaríkari
en nokkurn gat grunað.
Bókin er 40 bls., prentuð með
góðu letri fyrir þá sem eru nýfarnir
að lesa sjálfir. Margar teikningar
eru í bókinni eftir Onnu Cynthiu
Leplar.
leikhús » kvikmyndahús
K ÞJOÐLEIKHÚSUa
Skvaldur
í kvöld kl. 20.
Afmælissýning
íslenski
dansflokkurinn
10 ára
laugardag kl. 15.
Ath.: Verö aðgöngumiða hið sama
og á barnaleikrit.
Eftir
konsertinn
laugardag kl. 20.
Næst síðasta sinn.
Lína langsokkur
60. sýning sunnudag kl. 15.
Návígi
6. sýning sunnudag kl. 20.
Afmælissýning
íslenski
dansflokkurinn
10 ára
þriöjudag kl. 20.
Siðasta sinn.
Litla sviðið
Lokaæfing
sunnudag kl. 20.30.
Þriðjudag kl. 20. Uppselt.
Miðasalakl. 13.15-20, sími 11200
lkikfeiac;
REYKIAV-IKIJR
Ur lífi
ánamaökanna
í kvöld kl. 20.30
fimmtudag kl. 20.30
Allra síðasta sinn.
Hart í bak
laugardag kl. 20.30
miðvikudag kl. 20.30.
Guð gaf
mér eyra
8. sýn. sunnudag kl. 20.30.
Appelsinugul kort gilda.
9. sýn. þriðjudag kl. 20.30.
Tröllaleikir
Leikbrúðuland
sunnudag kl. 15
mánudag kl. 20.30.
Síðustu sýningar á árinu.
Miðasala í Iðnó kl. 14-20.30, simi
16620.
Forseta-
heimsóknin
Miðnætursýning í Austurbæjarbíói
laugardag kl. 20.30.
Miðasala i Austurbæjarbíói
kl. 16-21, sími 11384.
ÍSLENSKA ÓPERAN
La Travíata
' I kvöld kl. 20.
Sunnudag kl. 20.
Síminn
eftir Menotti
Einsöngvarar: Elín Sigurvinsdóttir,
John Speight.
Miðillinn
eftir Menotti
Einsöngvarar: Þuríður Pálsdóttir,
Katrin Sigurðardóttir, Sigrún V.
Gestsdóttir, Jón Hallsson og Viðar
Eggertsson leikari.
Hljómsveitarstjóri: Marc Tardue.
Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson.
Leikmynd: Steindór Sigurðsson.
Búningar: Hulda Kristín Magnús-
dóttir.
Lýsing: Sigurbjarni Þórmundsson.
Sýningarstjóri: Kristin S. Kristjáns-
dóttir.
FRUMSÝNING föstudag 2. des. kl
20
2. sýn. sunnudag 4. des. kl. 20
Miðasala opin daglega frá kl. 15-19
nema sýningardag til kl. 20
Sími 11475.
REVIULEIKHÚSIÐ
SÝNIR
íslensku
revíuna
á Hótel Borg
föstudags- og laugardagskvöld kl.
20.30
Sérstakur revíumatseðill.
Ath. Aðeins fáar sýningar.
Simi 11440.
SIMI: 1 89 36
Salur A
Drápfiskurinn
(Flying Killersj
•ECJ
Islenskur texti
Afar spennandi ný amerísk kvik-
mynd í litum. Spenna frá upphafi til
enda.
Leikstjóri: James Cameron
Aðalhlutverk: Tricia O'Neil, Steve
Marachuk, Lance Henriksen.
Sýnd kl. 5, 9 og 11.
Bönnuð innan 14 ára.
Midnight
Express
Heimsfræg amerísk verðlauna-
kvikmynd i litum.
Aðalhlutverk: Brad Davis, Irene
Miracle.
Endursýnd kl. 7.
Islenskur texti.
Salur B
Trúboðinn
(The Missionary)
Islenskur texti
Bráðskemmtileg og alveg bráð-
fyndin ný ensk gamanmynd í litum
um trúboða, sem reynir að bjarga
föllnum konum í Soshohverli Lund-
únarborgar.
Leikstjóri: Richard Loncraine.
Aðalhlutverk: Michael Palin,
Maggle Smith, Trevor Howard,
Denholm.
Sýnd kl. 9 og 11.
Annie
Heimsfræg ný amerisk stórmynd
um munaðarlausu stúlkuna Annie
sem hefur fari sigurför um allan
heim. Annie sigrar hjörtu allra.
Sýnd kl. 4.50 og 7.10.
Heimsfræg stórmynd:
Blade Runner
Óvenju spennandi og stórkostlega
vel gerð stórmynd, sem alls staðar
hefur verið sýnd við metaðsókn.
Myndin er í litum, Panavision og
Dolby Stereo. Aðalhlutv.: Harri-
son Ford, Rutger Hauer, Sean
Young.
Islenskur texti.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7.05, 9 og 11.10.
Hækkað verð.
Draumar
í höfðinu
Kynning á nýjum íslenskum skáld-
verkum.
Leikstjóri: Arnór Benónýsson.
3. sýn. föstudag 25. nóv. kl. 20.30
4. sýn. mánud. 28. nóv. kl. 20.30.
i Félagsstotnun stúdenta
v/Hringbraut.
Veitingasala.
Sími 17017.
LAUGARA
Sophies
Choice
Ný bandarisk stónnynd gerð af
snillingnum Allan J. Pakula.
Meðal mynda hans má nefna:
Klute, All the Presidents men,
Starting over, Comes a horseman.
Allar þessar myndir hlutu útnefn-
ingu Oskarsverðlauna. Sophies
Choice var tilnefnd til 6 Oskars-
verðlauna. Meryl Streep hlaut
verðlaunin sem besta leikkonan.
Aðalhlutverk: Meryl Streep, Ke-
vin Kline og Peter MacMicol.
Sýnd kl. 5 og 9
Hækkað verð.
Q 19 OOO
Soldier blue
Hin frábæra bandaríska litmynd,
um átök við indíána og meðferð á
þeim, með Candice Bergen, Pet-
er Strauss.
Islenskur texti.
Bönnuð innan 16 ára.
Endursýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Prá Veroniku Voss
Mjög athyglisverð og hrifandi ný
þýsk mynd, gerð af meistara Fass-
binder, ein hans síðasta mynd.
Myndin hefur fengið margskonar
viðurkenningu, m.a. Gullbjörninn í
Berlín 1982. Aðalhlutv.: Rosel
Zech, Hilmar Thate, Annemarie
Diiringer. Leikstjóri: Rainer
Werner Fassbinder.
Islenskur texti.
Sýnd kl. 7.05 og 9.05.
í greipum
dauðans
Hin æsispennandi Panavision-
litmynd, um ofboðslegan eltinga-
leik. Hann var einn gegn öllum, en
ósigrandi, með Sylvester Stal-
lone, Richard Crenna. - Leik-
stjóri: Ted Kotcheff.
íslenskur texti. - Bönnuð innan 16
ára.
Myndin er tekin i Dolby-stereo.
Sýndkl. 3.05, 5.05 og 11.05.
Gúmmí-Tarsan
Frábær skemmtimynd, „Maður er
alltaf góður í einhverju". Aðal-
hlutv.. Axel Svanbjerg, Otto
Brandenburg. Leikstjóri: Sören
Kragh Jacobsen.
Islenskur texti.
Sýnd kl. 3,10 og 5,10.
Ránið á
týndu örkinni
Sýnd kl. 7 - 9 og 11,10
Dýrlingurinn
á hálum ís
Spennandi og bráðskemmtileg
ævintýramynd, um afrek hins
fræga kappa „Dýrlingsins", með
Roger Moore, Sylvia Syms.
Islenskur texfi.
Bönnuð innan 12 ára.
Endursýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15,
9.15 og 11.15,
Lif og fjör á vertið i Eyjum með
grenjandi bónusvikingum, fyrrver-
andi fegurðardrottningum, skip,
stjóranum dulræna, Júlla húsverði,
Lunda verkstjóra, Sigurði mæjón-
es og Westuríslendingunum John
Reagan - frænda Ronalds. NÝTT
LÍF! VANIR MENN!
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Nú fer sýningum fækkandi.
TÓNABlÓ
SÍMI: 3 11 82
Verðlaunagrínmyndin:
Guðirnir hljóta
að vera geggjaðir
(The Gods Must be Crazy)
..-<ii
Með mynd þessari sannar Jamie
Uys (Funny Peoþle) að hann er
snillingur i gerð grinmynda.
Myndin hefur hlotið eftirfarandi
verðlaun: Ágrínhátíðinni í Chamro-
usse Frakklandi 1982: Besta grín-
mynd hátíðarinnar og töldu áhorf-
endur hana bestu mynd hátíðar-
innar. Einnig hlaut myndin sam-
svarandi verðlaun í Sviss og Nor-
egi.
Leikstjóri: Jamie Uys.
Aðalhlutverk: Marius Weyers,
Sandra Prinsloo.
Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.15.
Simi 78900
Salur 1
Frumsýnir grínmyndina
Zorro og
hýra sverðið
(Zorro, the gay blade)
Eftir að hafa slegið svo sannarlega
i gegn í myndinni Love at first bite,
ákvað George Hammilton að nú
væri tímabært að gera stólpagrin
að hetjunni Zorro. En afhverju
Zorro? Hann segir: Búið var að
kvikmynda Superman og Zorro
kemur næstur honum.
Aðalhlutverk: Geoge Hamilton,
Brenda Vaccaro, Ron Leibman,
Lauren Hutton.
Leikstjóri: Peter Medak.
Sýnd kl. 5, 7, 9og 11.
X
Salur 2
Skógariíf (Jungle Book)
og
Jólasyrpa
Mikka mús
Einhver sú alfrægasta grinmynd
sem gerð helur veriö. Jungle Book
hefur allstaðar slegið aðsóknar-
met, enda mynd fyrir alla aldurs-
hópa. Saga eftir Rudyard Kipling
um hið óvenjulega lif Möwglis.
Aðalhlutverk: King Louie, Mow-
gli, Baloo, Bagheera, Shere-
Khan, Col-Hathi, Kaa.
Sýndkl. 3, 5,7, 9 og 11.
________Salur 3_________
Herra mamma
(Mr. Mom)
Splunkuný og jafnframt frábær
grinmynd sem er ein aðsóknar-
mesta myndin í Bandaríkjunum
þaþa árið. Mr Mom er talin vera
grínmynd ársins 1983. Jack missir
vinnuna og verður að taka að sér
heimilisstörfin, sem er ekki beint
við hæfi, en á skoplegan hátt krafl-
ar hann sig fram úr því.
Aðalhlutverk: Michael Keaton,
Teri Garr, Martin Mult, Ann Jil-
lian.
Leikstjóri: Stan Dragoti.
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11.
________Salur 4_________
Porkys
Hin vinsæla grínmynd sem var
þriðja vinsælasta myndin Vestan-
hals í fyrra.
Aðalhlutverk: Dan Monahan og
Mark Herrier.
Sýnd kl. 5
Ungu lækna-
nemarnir
Sýnd kl. 9 og 11.
Afsláttarsýningar
50 krónur.
Mánudaga til föstudaga kl. 5 og 7
50 krónur.
Laugardaga og sunnudaga kl. 3.
SIMI: 2 21 40
Flashdance
Þá er hún loksins komin - myndin
sem allir hafa beðið eftir. Mynd
sem allir vilja sjá - aftur og aftur
og... Aðalhlutv.: Jennifer Beals,
Michael Nouri.
Sýnd kl. 7.
ATH! hverjum aðgöngumiða fylgir
rr.iöi, sem gildir sem 100 kr,
greiðsla upp í verð á hljómplötunni
Flashdance.
„Foringi og
fyrirmaður
Afbragðs óskarsverðlaunamynd
með einni skærustu stjörnu kvik-
myndaheimsins í dag Richard
Gere. Mynd þessi hefur allsstaðar
fengið metaðsókn.
Aðalhlutverk: Richard Gere, Lou-
is Crossett, Debra Winger (Ur-
ban Cowboy).
Sýnd kl. 9.
Fáar sýningar eftir.
Hækkáð verð.