Þjóðviljinn - 25.11.1983, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 25.11.1983, Qupperneq 15
♦ # ^ v. t WVY •* ‘ f *'V * 1 •* .* */ Föstudagur 25. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 RUVQ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Er- lings Sigurðarsonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Birna Friðriksdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Katrín“ ettir Katrina Taikon Einar Bragi les þýðíngu sína (9). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) 10.45 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.15 Dægradvöl Þáttur um tómstundir og fristundastörf. Umsjón: Anders Hansen. 11.45 Gitartónlist. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Á bókamarkaðinum Andrés Björns- son sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14.30 Miðdegistónleikar Alexis Weissen- berg og hljómsveit Tónlistarskólans í Paris leika Konsertrondó op. 14 fyrir pianó og hljómsveit eftir Frédéric Chopin; Stanislaw Skrowaczenski stj. 14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Eiriksdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar I Mucici-kammer- sveitin leikur Hljómsveitarkonsert nr. 9 í C-dúr op. 9 eftir Tommasco Albinoni / Kammersveitin i Stuttgart leikur Sinfóniu nr. 1 í Es-dúrop18eftirJohannChristian Bach; Karl Múnchinger stj. / Sinfóniu- hljómsveitin i Bamberg og Henryk Szer- yng leika Fiðlukonsert nr. 2 í d-moll op. 22 eftir Henryk Wieniawski; Henryk Szer- yng stj. 17.10 Síðdegisvakan. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðuriregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Visnaspjöll. Skúli Ben spjallar um lausavísur og fer með stökur. b. Margt er sér til gamans gert. Magnús Gestsson safnvörður Laugum i Dala- sýslu, les frumsamda frásögu. c. Kórs- öngur: Blandaður kór syngur lög eftir Isólf Pálsson. Stjómandi: Þuriöur Páls- dóttir. d. Stóri rafturinn. Þorsteinn Matthí- asson les frásögu eftir Ingvar Agnarsson. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.10 Kórsöngur í Akureyrarkirkju: Kór Lögmannshlíðarkirkju syngur Stjórn- andi: Áskell Jónsson. Pianóleikari: Krist- inn Örn Kristinsson. a. Islenskt þjóðlag í úts. Sigfúsar Einarssonar. b. „Um sólar- lag" eftir Jóhann Ó. Haraldsson. c . „ Vaknar vor i sál" eftir Wilhelm Peterson- Berger. d. „Sól skin yfir suðurfjöU" eftir Áskel Jónsson. e. Þrír þættir úr „Island þúsund ár“ kantötu eftir Björgvin Guðm- undsson, við Ijóð Daviðs Stefánssonar. Þú mikli eilífi andi, Brennið þið vitar, Við börn þín, ísland. 21.40 Norðanfari. Þættir úr sögu Akureyr- ar. Umsjónarmaður. Óðinn Jónsson. (RÚVAK). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Djassþáttur Umsjónarmaður: Ger- ard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.15 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jón- assonar. 01.10 Á næturvaktinni - Olafur Þórðar- son. 03.00 Dagskrárlok. Kór Lögmannshlíðarkirkju syng- ur undir stjórn Áskels Jónssonar og við undirleik Kristins Arnar Kristinssonar kl. 21.10. RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir 21.05 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Ingvi Hrafn Jór.sson og Ögmunudur Jónsson. 22.15 Svindlararnir (Les tricheurs) Frönsk bíómynd frá 1958. Leikstjóri Marcel Carné. Aðalhlutverk: Pascale Petit, And- rea Parisy, Jacques Charrier og Laurent Terzieff. Myndin lýsir lífi ungmenna í París, sem hafna smáborgaralegri lifs- stefnu og hræsni, oa leit þeirra að lífshamingju. Þýðandi Olöf Pétursdóttir. 00.20 Dagskrárlok. frá I „Við þurfum að leita eftir hugmyndum unglinganna. Sýnum unglingunum traust og trúnað Björn Finnsson skrifar: Unglingar samfélagsins okkar eru sá hornsteinn, sem við leggj- um í byggingu framtíðar sam- félagsins. Hver er ástæða þess að við sýnum oft neikvæða afstöðu við gerð þessa steins? Öll viljum við byggja traustar byggingar. En þegar að er gáð þá erum við að fúska við þessa byggingu. Hvernig má það vera? Við, sem reisum fínar hallir, skóla og afþreyingarslot í besta arkitekt- úr, sem völ er á og eyðum miklu fé í þetta. Eyðum stórfé í allskon- ar afþreyingarmötun með miklu starfsliði. Satt að segja er stefna samfélagsins í málefnum ung- linga svo mikið fúsk að líkja má við byggingu mannvirkja á virk- um eldfjöllum. Af ýmsu er að taka. Bygging fagurra, vel skipulagðra fé- lagsmiðstöðva, sem eru svo fínar, að vart má hreyfa sig í þeim. Greidd starfsemi með launuðum starfsmönnum til að keppa við frjáls félög. Bönn við öllu, sem reynir á getu og hugmyndaflug unglinganna, sem sagt; mötun og mynstur, sem samfélagið ætlar unglingunum að lifa við. Þetta er einskonar ofverndun, sem leiðir til alrangrar viðmiðunar í lífinu. Þetta sést best á því, að aukin notkun vímugjafa er sú leið, sem flestir nota til að brjótast út úr þessari þvingandi tilveru. Það kæmi mér ekki á óvart þó að árið 1985, „ár unglingsins“, verði uppfullt af skipulögðum mötun- aratriðum yfirvalda og ýmissa að- ila, sem fara með stjórn æskulýðsmála. Enda þótt við verðum að gera stökkbreytingu í þessum málum, þá megum við ekki falla í þá gröf, að hætta öllu, sem fyrir er og segja unglingunum að gera það sem þeir vilja. Unglingur, sem hefur verið verndaður á þennan hátt, getur ekki gert sér grein fyrir því að öllu leyti hvað hann vill. Flestir munu vilja fleiri ball- staði og slíkt. Okkar aðferð þarf að vera sú, að leita eftir hug- myndum þeirra, hversu ó- raunhæfar, sem okkur fyndust þær. Næsta skref yrði að hjálpa þeim við útfærsluna og beina um leið inn á heilbrigðar brautir. Við þurfum að sýna þeim að hægt sé að framkvæma á skynsamlegan hátt, flest það sem þá langar til og það þarf að leiða þá af stað. Ung- lingarnir þurfa hald, traust og trúnað. Þarna ættu foreldrar að koma í ríkum mæli til sögunnar. Til þess erum við hinir fullorðnu, að leiða æskuna með fordæmum. En ef fordæmin eiga að vera þessi feimni við raunveruleikann og til- búin lífshamingja, sem við lifum við, þá er endurmat eigin lífs númer eitt. Verði það okkar fyrsta verk þá erum við betur í stakk búin til þess að leggja sterk- an hornstein í trausta byggingu samfélags næstu ára. Fjölskyldur þurfa að ná sam- bandi innbyrðis og þar gildir ein- ungis hreinskilni og trúnaður af allra hálfu. Byrja mætti með sam- eiginlegum verkefnakvöldum, samræðum og hugmyndasmíði. Náist slíkt samband getur það gjörbreytt lífi þúsunda fjöl- skyldna. Af slíku sambandi gæti leitt meira gott en öll félagslegum framkvæmdum umbótum sér- fræðinga. Þeir gætu þó átt þátt í að aðstoða fjölskyldur tii þessa. Yfirvöld skyldu á hinn bóginn hætta eilífri samkeppni við frjáls æskulýðsfélög og eyða frekar fjármunum til að aðstoða þau við að koma sér upp alvöru fjáröfl- unum, sem gætu m.a. falist í tóm- stundastarfi fyrir ófélagsbundna unglinga, á mun ódýrari hátt. Með því gæti margt unnist, t.d. væru félögin ekki þurfalingar op- inberra sjóða og þau væru í beinu sambandi við þá unglinga, sem af félagslegum ástæðum eru utan- veltu. í skólunum mætti hafa fasta þætti í hverjum mánuði eða eftir aðstæðum, ferðir út í náttúruna 2-3 daga í senn. Til þess mætti nýta skála, sem víða eru og í eigu hinna frjálsu félaga. Þá mætti fá leiðbeiningar frá félögunum um ýmsa kennslu, svo sem í rötun, slysahjálp, útbúnað í ferðir, íþróttir og meðferð dýra. Börn og unglinga mætti virkja til ýmissa samfélagslegra verka, t.d. aðstoðar við umferðarkenns- lu í desember, snjómoksturs fyrir aldraða og yrði þetta hluti af skólanámi þeirra. Félags- miðstöðvar eða samkomustaðir fyrir unglinga þurfa að vera til þess gerðir, að hægt sé að tjá sig þar og hreyfa, og því af allt öðr- um toga en nú er. Þá mætti hugs- anlega fá æskulýðsfélög til að reka staðina. Við þurfum að treysta unglingunum til verka og þá munum við sjá afrakstur af umönnun okkar. Þá mundi ekki saka að senda unglingum og börnum hvatningu og þakkir við hvert tækifæri. Sjónvarp kl. 21.05 Kastljós í kvöld I kvöld verður Kastljósið í Sjónvarpinu - þáttur um innlend og erlend málefni - í umsjá þcirra Ingva Hrafns Jónssonar og Ög- mundar Jónassonar. Ingvi Hrafn tekur til meðferð- ar virðisaukaskattinn, en drög að frumvarpi um hann liggja nú fyrir í fjármálaráðuneytinu og voru raunar gerð fyrir síðustu stjórnar- skipti. Rætt verður við Árna Kol- beinsson, deildarstjóra í fjár- málaráðuneytinu, en hann var formaður nefndar, sem vann þessi frumvarpsdrög. Mun hann skýra hvað skilur á milli virðis- aukaskatts og söluskattsins, sem nú er einn helsti tekjustofn ríkis- ins. Þá verður og rætt um skattinn við þá Víglund Þorsteinsson, for- Hafa viðhorf manna til heimsmyndarinnar breyst á þeim tíma, sem liðinn er síðan Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur fyrir 20 árum? Hvernig er þá sú breyting og hverjar eru orsakir hennar? mann Félags ísl. iðnrekenda, Ás- mund Stefánsson, forseta ASÍ, og loks við Albert Guðmundsson fjármálaráðherra. Ögmundur Jónasson annast hina erlendu hlið þáttarins. Verður þar gerður samanburður á þeirri heimsmynd, sem við blasti um það leyti sem Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur fyrir 20 árum, og hinni, sem menn hafa fyrir augunum nú. Líta menn framtíðina dekkri augum nú en þá? Hvern þátt eiga fjölmiðlar í því að móta viðhorf fólks? Um þetta verður rætt við fólk úr ýmsum stéttum og aldurs- hópum. - mhg skák Karpov að tafli - 240 Árið 1981 var ár heimsmeistara- einvígis og það atriði setti nokkurn svip á þátttöku Karpovs á skák- mótum. Virtist sem hann væri að æfa ákveöin atriði fyrir komandi einvígi. Fyrsta mótið sem hann tók þátt í fór fram í smábænum Linares á Spáni. Þar tefldu 12 skákmenn og vakti strax mikla athygli gengi Bandaríkjamannsins Larrys Christiansen. Karpov tefldi einnig vel og var allan tímann i fararbroddi. Sumar skáka hans voru sérlega vandaðar eins og t.d. skákin við Júgóslavann Ljubojevic en þar stýrði Karpov svörtu mönnunum til sigurs í hinni velþekktu Caro-Kann vörn: abcdefgh Ljubojevic - Karpov Endataflið sem upp er komið er sýnilega betra á svart en engu að síður héldu margir að Júgóslavan- um tækist að halda því. Raunin varð önnur: 50. ... Rxf4! 51. Bd8 (Auðvitað ekki 51. Bxf4 h2! 52. Kxh2 Kxf4 og svartur vinnur létt). 51. ... Re2+ 52. Kxh3 Rd4 53. Bxb6 Rxb3 54. Bd8 Ke4 - og svarti kóngurinn tinir upp peðin á drottningarvængnum í hinum mestu makindum. Ljubojevi barðist aðeins áfram en gafst upp þegar leiknir höfðu verið 62 leikir. bridge Sveit Ágústs Heigasonar hefur byrjað vel í sveitakeppni BR. sem stendur nú yfir. I eftirfarandi spili á sveit hans í höggi við sveit Gests Jónssonar. N/S eru Páll Valdimarsson og Hannes R. Jónsson, og það er hinn siðarnefndi sem leysir listilega erfiða þraut. S. spilar 3 grönd (áttum breytt); Norður S A0109 H 876 T D L K9874 Vestur Austur S G3 S K865 HG43 HKD1052 T 98643 T G5 LD103 LG5 Suður S 742 H A9 TAK1072 L A62 Austur hafði strögglað í hjarta og vest- ur spilaði þvi út hjarta-3. Hannes gaf þann slag og vörnin hélt áfram með hjarta, vestur gaf i gosa til að staðfesta þrilit. Hannes taldi ólíklegt að spaðinn „plummaði" sig eftir meldingar en eygði lausn. Tígull í þlindan og hjarta úr borði. Austur neyddist til aö eiga þann slag og næstu þriá á hjarta, því annars brýtur sagnhafi sér auðveldlega sþaðaslag. Hannes kastaði tveim spöðum heima og einu laufi en vestur spöðunum. Austur spilaði sig nú út á tígul gosa og Hannes tók sína þrjá slagi þar, geymdi í blindum sþaðaás og laufás 3. Spaða var nú spil- að á ásinn og „skrúfan" sem austur hafði- nauðbeygður sett félaga sinn í var nú fullhert; kastþröng í láglitunum. Sannkallað atvinnumanns hand- bragð. Og þréttán „imþa" virði. Við skoðum spilið aftur á morgun, með litils- háttar sviðssetningu. Tikkanen Að hugsa sér að konur skuti ekki átta sig á því að Biblían er skrifuð af karl mönnum fyrir karlmenn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.