Þjóðviljinn - 06.12.1983, Page 1

Þjóðviljinn - 06.12.1983, Page 1
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 ■lirc d r ISSSi VH '■«*lillli liííii Íllilt Umsjón: Víðir Sigurðsson "—~TT? Pfy/ý sf/fl / öllum deildum karla:_ Aukin sóknarknatt- spyrna næsta sumar? Sumarið 1984 verða veitt þrjú stig fyrir sigur í leikjum deilda- keppni karla í knattspyrnu. Til- laga þess efnis var samþykkt á ársþingi KSÍ sem haldið var á Húsavík um helgina. Áfram verður veitt eitt stig fyrir jaf ntefli og ekkert fyrir tap. Kerfi þetta hefur verið notað í tvö ár í ensku knattspyrnunni með þeim ár- angri að markaskorun hefur aukist nokkuð og leikir eru skemmtilegri en áður. Ellert B. Schram var endurkjör- inn formaður KSÍ rétt eins og síð- ustu tíu árin. Stjórnin var öll endurkjörin, nema hvað Sigurður Hannesson gaf ekki kost á sér í varastjórn áfram og tekur Ingvi Guðmundsson sæti hans. Eins og vænta mátti, samþykkti þingið endanlega að lið ÍBV skyldi leika í 2. deild að ári. Framvegis verður aðeins einn úrslitaleikur í 3. deild, í stað tveggja, og fer hann fram á hlut- lausum velli. Þetta er gert í sparn- aðarskyni. Þá var ákveðið á þing- inu að næsta sumar verði 9 lið í suðvesturriðli 3. deildar en 7 í norðausturriðlinum. Málefnum aganefndar var vísað til milliþinganefndar þannig að engar breytingar verða á starfsemi hennar í bili. Felldir verða niður úrslitaleikir neðri deilda á íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu. Sigurveg- arar í einstökum riðlum fara beint upp en neðstu lið þeirra falla. Þetta er gert til að létta leikjaálaginu á mótinu sem er orðið gífurlegt vegna síaukinnar þátttöku. Leikdagar mótsins voru ákveðnir og verður framkvæmdin með öðru sniði en áður. Leikið verður í B og D-deildum 21.-22. janúar nk. en í A og C-deildum, svo og í kvenna- flokki, helgina 25.-26. febrúar. -VS Malcolm MacDonald - „Super- mac“ - tekur hann við Arsenal, sínu gamla félagi? Ardiles varamað- ur annað kvöld? Osvaldo Ardiles, argentínski knattspyrnusnillingurinn hjá Tottenham, er að koamst í gang á ný eftir langvarandi meiðsli. Allt bendir til þess að hann verði meðal varamanna Tottenham í Evrópuleiknum gegn Bayern Munchen á White Hart Lane í London annað kvöld. Tottenham tapaði 1 -0 í fyrri leiknum í Munchen og verður því að sigra með tveggja marka mun til að komast í 8-liða úrslitin. Ardiles hefur leikið grimmt með varaliðinu undanfarið, nú síðast á laugardaginn. Vegna meiðslanna þurfti að koma málmplötu fyrir í fæti hans en hann kenndi sér einskis meins á laugardag, hvorki í leiknum né eftir hann. -VS Þrengt að Arsenal úr öllum áttum: Aðdáendurnir heimta Malcolm MacDonald! Vestur-þýska knattspyrnan: Stuttgart heldur sínu striki Asgeir Sigurvinsson átti góðan dag rétt eina ferðina enn þegar Stutt- gart vann Werder Bremen 3-0 í vestur-þýsku knattspyrnunni um helgina. Með sigrinum er Stuttgart áfram i efsta sæti deildarinnar. Öll mörkin komu í síðari hálfleik, fyrst skoraði Walter Kelsch, þá Karl Allgöwer og loks Peter Reichert. Bayern Múnchen er áfram með sömu stigatölu og Stuttgart eftir 1-0 sigur á Dortmund. Daninn Sören Lerby skoraði eina mark leiksins. Hamburger varð að sætta sig við markalaust jafn- tefli gegn botnliði Frankfurt sem var öllu nær sigri. Þá gerði Dusseldorf jafn- tefli, 1-1, úti gegn Waldhof Mánnheim. Holger Fach skoraði jöfnunarmark Dusseldorf í leiknum. Atli lék ekki með vegna meiðsla en Pétur Ormslev kom inná sem varamaður. Stuttgart og Bayern hafa 23 stig á toppnum, Hamburger og Mönchen- bladbach 22, Dússeldorf og Bremen 20 stig. Neðst eru Frankfurt og Núrnberg með 9 stig. -VS Mætast Eng- land og Argentína? Allt bendir nú til þess að England og Argentína mætist í landsleik í knatt- spyrnu næsta sumar, aðeins tveimur árum eftir Falklandseyjastríð þjóð- anna. Englandi hefur verið boðin þátt- taka í afmælismóti brasilíska knatt- spyrnusambandsins á næsta ári, sjö- tugsafmæii, og hefur boðið verið þegið. Líklegt er að Argentína verði þar einnig meðal þáttakenda. „England mætir til leiks og mun leika gegn hvaða þjóð sem er,“ sagði Ted Croker ritari enska knattspyrnusambandsins í gær. 1 -VS Pétur aftur í byrjunarliðið Pétur Pétursson er á ný kom- inn í byrjunarliðið hjá Antwerpen en honum tókst ekki að koma í veg fyrir 2-1 ósigur gegn efsta liðinu í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu, Bever- en, á sunnudaginn. Antwerpen hefur dalað mjög eftir góða byrj- un og er rétt um miðja deild með 14 stig úr 15 leikjum. Anderlecht vann Lokeren 4-2 en að sjálfsögðu gat Arnór Guðjohn- sen ekki leikið með gegn sínu gamla félagi. Hann er nýkominn af sjúkrahúsi eftir uppskurð og leikur ekki næstu vikurnar. CS Brugge vann 3-0 útisgur í Beerschot en Sæ- var Jónsson var ekki með, er enn meiddur. Waterschei steinlá 4-1 í Lierse og Lárus Guðmundsson var settur út úr byrjunarliði Watersc- hei en kom inná sem varamaður. Beveren hefur nú 26 stig á toppnum, Anderlecht 21, Seraing 20, CS Brugge, FCBrúgge og War- egem 17 stig. -VS Frá Heimi Bergssyni frétta- manni Þjóðviljans í Eng- landi: Þrengt er að Arsenal úr öllum áttum eftir hroðalegt gengi und- anfarið í ensku knattspyrnunni. Steininn tók úr þegar liðið tap- aði 1-2 á heimavelli fyrir 3. deilarliði Walsall í mjólkurbik- arnum í síðustu viku. Þá héldu aðdáendur liðsins til aðalstöðva Arsenal og höfðu í frammi gífur- leg mótmæli. Þeir kröfðust þess að Terry Neill framkvæmdastjóri yrði rekinn og heimta í staðinn markakónginn fyrrverandi, Malcolm Mac Donald, sem nú stýrir 2. deildarliði Fulham. Að lokum þurfti lögregluaðstoð til að stilla til friðar. Þórarar úr Vestmannaeyjum stefna hraðbyri í 1. deildina í handknattleik og um helgina unnu þeir tvo leiki til við- bótar í 2. deildinni. í Sandgerði unnu þeir Reynismenn 23-15 á föstudags- kvöldið. Gylfi Birgisson skoraði þar 11 mörk fyrir Þór en Daníel Einarsson 5 fyrir Reyni. Á laugardaginn unnu þeir svo HK 27-22 í Kópavogi. Þorbergur Aöal- steinsson skoraði 6 mörk fyrir Þór og Sigurður Sveinsson sama skammt fyrir HK. gengi liðs Arsenal sem hefur á að skipa fjölda snjallra leikmanna? Meiðsli hafa verið nokkur. Gra- ham Rix, David O'Leary og Brian Talbot eru allir meiddir og Stewart Robson bættist í þann hóp á laugar- daginn er hann slasaðist gegn WBA. En hópuririn-er stór og liðið ætti að ráða við slíkt. Blaðamaður The Guardian setti hugleiðingar sínar á blað í athyglisverðri grein fyrir helgi og hann spyr hvort hug- arfar leikmannanna sjálfra sé rétt. Hann telur einna stærstu sökina liggja hjá þeim sjálfum, þeir leggji sig alls ekki nægilega fram til að ná sér á strik. Eftir leikinn gegn WBA á laug- ardag, ræddi Ron Wylie, fram- kvæmdastjóri WBA, um vandamál Arsenal. „Ég tel að Terry Neill og Don Howe hafi undanfarin ár gert Fram vann góðan sigur á Gróttu á föstudagskvöldið, 18-14, á Seltjarnar- nesi. Fram var ávallt yfir en Gróttan aldrei langt undan, en Fram gerði út um leikinn með því að breyta stöðunni úr 13-12 í 17-12. Markvarsla Heimis Guð- mundssonar og frábær varnarleikur lögðu grunninn að sigri Fram. Dagur Jónasson skoraði 5 mörk fyrir Fram en Gunnar Lúðvíksson 3 fyrir Seltirninga. Loks vann Breiðablik Fylki 23-18 í slökum leik í Kópavogi á sunnudags- kvöldið. -VS frábæra hluti hjá Arsenal og aðdá- endurnir ættu að minnast þess, í stað þess að æsa sig upp þótt tveir eða þrír Ieikir tapist," sagði Wylie og vildi gera lítið úr vandamálum, þau væru aðeins tímabundin. James val- inn á ný Leighton James, útherjinn gam- alreyndi hjá Sunderland, hefur verið valinn á ný í velska landsliðið í knattspyrnu eftir átta leikja fjar- veru. Wales mætir Júgóslavíu í næstu viku og þarf að sigra til að tryggja sér sæti í úrslitum Evrópu- keppni landsliða. Aðrar gleði- fregnir fyrir Walesbúa eru þær að Kenny Jackett, miðvallarspilarinn öflugi frá Watford, er leikfær að nýju °g er klár í slaginn. Hann var ekki með í tapleiknum gegn Búlgar- íu á dögunum. -VS Jafntefli í Saloniki Grikkir og Ungverjar gerðu jafn- tefli, 2-2, í Evrópukeppni landsliða á laugardaginn. Leikið var í Salon- iki í Grikklandi en úrslitin höfðu enga þýðingu, Danir hafa þegar tryggt sér sigur í 3. riðli. En hver er ástæðan fyrir slöku Þórarar stefna hrað byri á 1. deildina Knattspyrnan á meginlandinu: Allt í hnút á Italíu Nýlidinn hetja Real Madrid Eftir leiki sunnudagsins í ít- ölsku knattspyrnunni er allt í hnút í þarlendu 1. deildinni. Stórleikur helgarinnar var viður- eign Juventus og meistaranna AS Roma en honum lyktaðí með jafntefli, 2-2. Um 70 þúsund áhorfendur sáu leikunn í Torino og honum var sjónvarpað tii sex landa að auki. Bruno Conti og Pruzzo skoruðu fyrir Roma en Michel Platini og Penzo fyrir Ju- ventus. Verona átti kost á að ná foryst- unni en tapaði 1-0 úti fyrir Sam- pdoria, sem vann þarna sinn fimmta leik í röð. Udinese og Tor- ino gerðu jafntefli, 0-0, og Fiorent- ina vann Lazio 2-1 uti. Juventus hefur 14 stig en síðan koma fimm lið með 13 stig hvert. Þau eru Fior- entina, Sampdoria, Verona, Tor- ino og Roma. Manolito Sanchez heitir ungur spænskur knattspyrnumaður sem sló í gegn um helgina. Þá lék hann sinn fyrsta leik með aðalliði Real Madrid og tryggði liðinu tveggja stiga forystu í 1. deildinni með því að skora sigurmarkið, 1-0, gegn Murcia á útivelli. Barcelona og Real Zaragoza gerðu markalaust jafntefli á meðan og hafa 17 stig gegn 19 hjá Real Madrid. Þrjú efstu liðin í Hollandi gerðu 4 mörk hvert. Feyenoord sigraði Willem Tilburg 4-0, PSV Eindho- ven sigraði Den Bosch 4-2 á útivelli og Ajax vann Sparta 4-0. Feyeno- ord hefur 26 stig og á leik inni, PSV og Ajax eru með 25. Benfica lék sinn tíunda leik í röð án taps í portúgölsku 1. deildinni, vann Boavista 2-1. Liðið hefur áfarm eins stigs forskot á Porto sem marði botnliðið Penafiel 1-0. Sporting Lissabon er komið í þriðja sætið eftir fremur slaka byrj- un. -VS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.