Þjóðviljinn - 06.12.1983, Page 4
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. desember 1983
íþróttir
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
Enska knattspyrnan:
Enska knattspyrnan:
Heilladísirnar
Liverpool
hliðhollar
Liverpool hefur fjögurra stiga
forystu í 1. deild ensku knattspyrn-
unnar eftir leiki helgarinnar og get-
ur þakkað það sínum heilladísum.
Manchester United tapaði óvænt
heima fyrir Everton, West Ham
tapaði fyrir Aston Villa og Totten-
ham beið ósigur í Norwich. Liver-
pool lék hins vegar á heimavelli og
vann sigur með heppnisstimpli, 1-
0.
Kenny Dalglish lék ekki með Li-
verpool, fyrsti deildaleikurinn sem
hann missir af í tvö og hálft ár, og
liðið var ekki svipur hjá sjón. Bar-
áttuglaðir Birminghamleikmenn
héldu meisturunum í skefjum og
annað stigið í þeirra hlut hefði
síður en svo .verið ósanngjarnt.
Liverpool fékk þó besta marktæki-
færið þegar Ronnie Whelan skaut í
þverslá. Sigurmarkið kom aðeins
fjórum mínútum fyrir leikslok. Phil
Neal tók hornspyrnu, Craig Johns-
ton fleytti boltanum til Ian Rush
sem skoraði auðveldlega.
Everton felldi
ritstjórann!
Óvæntustu úrslitin voru 0-1 tap
Manchester United fyrir Everton. |
Örlagarík fyrir marga, líka fyrir
Einar Karl ritstjóra sem þar með
missti af málsverði á kostnað Get-
raunaleiks Tímans! United sýndi
snilldartakta fyrstu 25 mínúturnar
en eftir það var sóknarleikur liðsins
fálmkenndur og framherjarnir
Stapleton, Crooks og Whiteside
höfðu engan Arthur Graham á
kantinum til að mata sig, hann er
meiddur. Á fyrstu mínútu síðari
hálfleiksins skoraði Kevin Sheedy
eina mark leiksins eftir undirbún-
ing Alan Irvin og Peter Reid. Man.
Utd. var mun betri aðilinn og Bry-
an Robson besti maður vallarins en
framlínan var gersamlega bitlaus
og því fór sem fór.
Sama mein felldi West Ham á
Villa Park gegn Aston Villa. West
Ham réði miðjunni, TrevorBróok-
ing, Alan Devonshire og Geoff
Kevin Sheedy, írski landsliðsmað-
urinn sem er fæddur í Wales,
skoraði sigurmark Everton á Old
Trafford á iaugardaginn.
Pike voru þar kóngar í ríki sínu, en
framlínan vann ekki úr neinu. Paul
Rideout skoraði síðan sigurmark
Villa á 67. mínútu eftir fyrirgjöf
Gary Williams. Síðan bjargaði
Villa tvisvar á línu, í síðara skiptið
var það hetjan sjálf, Rideout, sem
forðaði því sem virtist jöfnunar-
mark Pike. Colin Gibson hjá Villa
slasaðist eftir 20 mínútur og er
númer sjö á löngum sjúkralista
liðsins.
Norwich er á gífurlegri uppleið,
vann Tottenham 2-1 að viðstödd-
um 21 þúsund áhorfendum og hef-
ur aðeins tapað einu sinni í síðustu
15 leikjunum. Keith Bertschin
skoraði eftir 3 mínútur en Ally
Dick jafnaði fyrir Tottenham strax
á eftir. Gamla brýnið Mick Chann-
on, sem varð 35 ára fyrir viku,
skoraði sigurmark Norwich 7 mín-
útum fyrir leikslok eftir sendingu
John Devine. Mikill baráttuleikur
en stórskemmtilegur þar sem bæði
lið lögðu alla áherslu á sóknina.
Arsenal er komið í mikinn öldu-
dal, tapaði nú 0-1 fyrir WBA
heima. Liðið réði gangi leiksins
lengi vel en Charlie Nicholas og
Paul Davis klúðruðu dauðafærum.
Síðan skoraði Derek Monaghan
eftir hornspyrnu Gary Owen og
leikur Arsenal hrundi. Þar mis-
tókst Tommy Caton að skalla frá
marki en hann lék sinn fyrsta leik
eftir söluna frá Manchester City.
Caton var annars besti maður
Arsenal ásamt öðrum nýjum leik-
manni, Ian Allison, sem kom frá
Colchester í sumar.
„Nú verður bitið
á jaxlinn"
Watford vann sinn fyrsta
deildarleik frá 17. september og
hann eigi alllítinn, 5-0 í Wolver-
hampton! Nýi Skotinn, Maurice
Johnston sökkti Wolves, sköraði
þrívegis á fyrstu 13 mínútunum.
George Reilly bætti síðan tveimur
við á 58. og 62. mínútu og sigur
Watford var síst of stór. Popparinn
Elton John, stjórnarformaður
Watford, var í sjöunda himni. „Ég
George Reilly (t. v.) og Maurice Johnston skoruðu öll fimm mörk Watford í
Wolverhampton, tvö og þrjú. Reilly kom frá Cambridge í haust og Johns-
ton frá Partick Thistle.
er mjög ánægður, einkum vegna
Graham Taylor framkvæmda-
stjóra, með að hlutirnir hafl loksins
gengið upp. Við höfum verið
óheppnir undanfarið en þessi sigur
kom á hárréttum tíma. Nú verður
bitið á jaxlinn og haldið uppá við.
Annars hef ég ekki verið sérlega
stressaður og mér finnst sumir taka
knattspyrnuna einum of alvarlega
þegar illa gengur!“ sagði Elton.
Luton og Coventry matreiddu
markaleik eins og við var að búast,
Coventry vann góðan utisigur, 2-4.
Terry Gibson 2, Micky Gynn og
Dave Bennett skoruðu fyrir Co-
ventry sem er í fimmta sæti Covent-
ry gerði sjálfsmark og hitt mark
Luton skoraði Trevor Ayiott.
Southampton vann loks á ný en
lenti 0-1 undir gegn Stoke þegar
Robbie Janes skoraði. Danny
Wallace jafnaði og mörk David
Armstrong og Mick Mills tryggðu
Southampton sigur. Nýju menn-
irnir, Mark Dennis frá Birming-
ham og Alan Curtis frá Swansea,
léku báðir með Southampton og
áttu báðir góðan dag.
QPR náði að sigra Notts county
1-0 með marki Gary Waddock
snemma leiks. Glen Roeder hélt
sig meðal áhorfenda, þessi fyrrum
fyrirliði QPR virðist á leið til Notts
á næstunni þar sem fjársöfnun
Ur 2. deildinni:
Alltaf hægt að skora
95
gegn Newcastle!“
Derby og Newcastle buðu uppá
hörkufjörugan leik í 2. deildinni á
Baseball Ground í Derby. New-
castle komst í 0-2 með mörkum
Kevin Keegan og Chris Waddle og
virtist ætla að sigra örugglega, en
leikmenn Derby voru ekki á sama
máli. Þeir áttu síðari hálfleikinn.
Bobby Davison skoraði á 61. mín-
útu og jafnaði þar með og á 73.
mínútu skoraði hinn gamalreyndi
Archie Gemmill sigurmark Derby,
3-2, úr vítaspyrnu. Galopin vörn
Newcastle eina ferðina enda sagði
fréttamaður BBC um liðið: „Það er
ekkert gagn í þjófabjöllu ef bak-
dyrnar eru skildar eftir opnar!“
Peter Taylor, framkvæmdastjóri
Derby, sagði eftir leikinn: „Ég
haföi engar áhyggjur þótt við vær-
um 0-2 undir í hálfleik. Við vorum
að leika gegn andstæðingum sem
kunna ekki að verjast; það er alitaf
hægt að skora mörk hjá Newcastle“
Manchester City vann góðan
sigur gegn Chelsea, 0-1 á Stamford
Bridge. Jim Tolmie skoraði sigur-
markið beint úr aukaspyrnu.
Sheff. Wed. virðist aðeins vera
að gefa eftir og varð að sætta sig við
1-1 jafntefli heima gegn Shrews-
bury. Colin Pearson kom Shrews-
bury yfir en Imre Varadi jafnaði.
Þá telst til tíðinda að Swansea
úrslit
náði að vinna leik, sigraði Crystal
Palace 1-0 með marki Darren
Gale. Hann er nú undir smásjánni
hjá Liverpool en útsendarar
meistaranna hafa fylgst grannt með
honum undanfarið.
Nýliðar Huddersfield eru áfram í
seilingarfjarlægð frá toppliðunum.
Nú unnu þeir Portsmouth 2-1 með
mörkum Daral Pugh og Kevin
Stonhouse.
Kevin Lock skoraði fyrir Fulham
úr vítaspyrnu en Steve Fallon jafn-
aði fyrir Cambridge. Þá vann Brig-
hton Cardiff létt, 3-1, þrátt fyrir að
Alan Young væri rekinn útaf í fyrri
hálfleiknum. _ HB/VS
. úrslit...*—
Archie Gemmill, hinn 35 ára gamli
fyrrum landsliðsmaður Skota, hef-
ur reynst Derby ómetanlegur.
I.deild
Arsenal-W.B.A...............(2) 0-1
Aston Villa-West Ham........(1)1-0
Liverpool-Birmingham........(1) 1-0
Luton Town-Coventry City....(2) 2-4
Manch. United-Everton.......(2) 0-1
Norwich-Tottenham...........(1)2-1
Nottm. Forest-Leicester...... 3-2
Q.P.R.-NottsCounty.............1-0
Southampton-StokeCity..........3-1
Sunderiand-lpswichTown......(x) 1-1
Wolves-Watford..............(2) 0-5
2. deild:
Blackburn-GrimsbyTown..........1-1
Brighton-Cardiff City..........3-1
CambridgeUnited-Fulham.........1-1
Carlisle-Leeds United...........1-0
Charlton-Middlesborough......(1)2-0
Chelsea-NanchesterCity.......(2) 0-1
Derby County-Newcastle......(1) 3-2
Huddersfield-Portsmouth........2-1
Oldham Athletic-Barnsley........1-0
Sheff.Wednesday-Shrewsbury.....1-1
Swansea-Crystal Palace.......(1)1-0
3. deild:
Bolton-Brentford................1-C
Bradford City-Plymouth Argyle...2-0
Bristoi Rovers-Sheff. United....1-1
Exeter City-Hull City...........2-1
Newport-Wigan Athletic..........5-3
Orient-Preston N.E..............2-1
Port Vale-Gillingham............0-1
Rotherham-Burnley...............1-1
Scunthorpe-Bournemouth..........1-2
Southend-Oxford United..........0-1
Walsall-Millwall City...........1-1
Wimbledon-LincolnCity...........3-1
4. deild:
Blackpool-Peterborough..........1-2
Chester-Bury...,............... 2-1
Chesterfield-Tranmere...........3-3
Colchester-Hartlepool......... 6-0
Dariington-Mansfield Town.......3-0
Northampton-Bristol City........1-0
Reading-HalifaxTown.............1-0
Rochdale-Hereford United........3-3
Stockport-Torquay United........2-1
SwindonTown-Doncaster...........2-1
York City-Aldershot.............2-0
stuðningsmanna Notts til að kaupa
hann gengur ótrúlega vel.
Æstir stjórar!
Loks gerðu Sunderland og
Ipswich 1-1 jafntefli. Eric Gates
kom Ipswich yfir en Gary Rowell
jafnaði. Framkvæmdastjórar lið-
anna, Alan Durban og Bobby
Ferguson, voru báðir í æstu skapi
eftir leikinn og hvor um sig taldi
mark mótherjans kolólöglegt!
- HB/VS
Staðan
l.deild:
Q.P.R..
W.B.A.......
Sunderland.
16 10 4 2 26-29 34
16 9 3 4 27-13 30
16 9 3 4 28-17 30
16 8 4 4 28-23 28
16 8 4 4 24-20 28
16 8 3 5 28-22 27
16 8 3 5 18-13 27
16 8 3 5 24-25 27
16 8 2 6 25-15 26
17 7 5 5 25-21 26
16 8 2 6 27-25 26
16 7 2 7 20-23 23
16 6 4 6 27-21 22
16 6 4 6 17-20 22
16 7 0 9 26-22 21
.16 6 3 7 10-17 21
16 5 3 8 14-19 18
16 4 2 10 18-27 14
16 3 4 9 25-30 13
17 3 4 10 20-34 13
16 2 6 8 16-29 12
16 1 4 11 11-37 7
Wolves.....
Markahæstir:
lan Rush, Liverpool.............13
David Svindlehurst, W.Ham.......11
Tony Woodcock, Arsenal..........11
Steve Archibald,. Tottenham......10
Paul Mariner, Ipswich............ 9
Simon Stainrod, QPR.............. 9
Frank Stapleton, Man, Utd........ 9
Peter Withe, Aston Villa......... 9
2. deild:
Sheff.Wed....
Man. City....
Chelsea......
Newcastle....
Huddersfield.
Charlton.....
Grimsby........
Blackburn......
Cartisle.....
Barnsley.....
Middlesbro...
Cr. Palace...
Shrewsbury...
Brighton.....
Portsmouth...
Leeds........
Cardiff......
Oldham.......
Derby Co.....
Fulham.......
Cambridge....
Swansea......
...17 11 5
...17 11 2
...18 9 7
....17 10 2
...17 8 6
6 1
5 4
5 4
3 5
1 30-13 38
4 31-19 35
2 35-17 34
5 35 25 32
3 25-15 30
4 23-23 28
4 24-20 27
4 24-25 27
4 15-11 25
8 28-25 23
7 21-19 22
7 19-20 22
5 21-23 22
8 31-33 21
9 28-22 20
7 21-26 20
10 19-22 19
8 19-29 19
8 16-31 19
9 18-27 14
...18
...17
...17
...17
...17
...17
...17
...17
...17
...17
...17
...17
...17
...17
...17
...17 2 4 11 15-35 10
...17 2 3 12 12-28 9
Markahæstir:
Kevln Keegan, Newcastle..........11
Derek Parlane, Manch. City.......11
Kerry Dixon, Chelsea.............10
Simon Garner, Blackburn..........10
3. deild:
Oxford........18 11 4 3 38-22 37
Bristol R.......18 10 4 4 28-20 34
Sheff.Utd........18 9 6 3 35-21 33
HullClty.........18 8 8 2 30-15 32
Walsall.........18 9 5 4 28-25 32
Orient...........18 9 4 5 23-27 31
4. deild:
YorkCity........18 11 3 4 39-19 36
Blackpool......18 10 2 6 23-28 32
Peterboro........18 9 4 5 34-21 31
Colchester.......18 8 6 4 30-16 30
Doncaster........18 8 6 4 32-24 30
Reading..........18 8 5 5 40-30 29