Þjóðviljinn - 13.12.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.12.1983, Blaðsíða 2
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. desember 1983 Þriðjudagur 13. desember 1983 1 þjÓÐVILJINN - SÍÐA 13 KA-menn sluppu fyrir Engu munaöi að Þróttur næði báðum stigum af KA á föstudags- kvöldið þegar félögin mættust í 1. deild karla í handknattleik á Akur- eyri. Staðan var 19-19 og leiktím- inn að renna út þegar Páll Björg- vinsson, staddur í hægra horni, sendi þvert yfir í það vinstra, þar flaug Páll Ólafsson inní vitateig KA, greip boltann og þrumaöi í þverslá. Leiktíminn úti. Sanngjarnt jafntefli í þessum baráttuleik þegar á heildina er litið. Þróttur komst í 4-0 en þá lok- aði Magnús Gauti KA-markinu og KA jafnaði fljótlega 7-7. Akur- eyrarliðið var síðan 9-8 yfir í hálf- leik, og var með forystu framan af síðari hálfleik. Þróttur komst yfir 14-15 eftir 13 mínútur og síðan var jafnt allt til leiksloka, Pétur Bjarnason jafnaði fyrir KA úr víta- kasti þegar hálf mínúta var eftir. Magnús Gauti var bestur hjá KA, varði 17 skot, þar af 3 víti, og af útispilurum liðsins bar mest á Jóni Kristjánssyni. Páll Ólafsson var bestur Þróttara. Mörk KA: Jón 4, Pétur 4, Erlingur Kristjánsson 2, Jóhann Einarsson 2, Jó- hannes Bjarnason 2, Magnús Birgisson 2, Sigurður Sigurðsson 2, og Þorieikur Ananíasson 1. FH-mark í uppsiglingu gegn Víkingi á laugardaginn. Mynd: Magnús. 1. deild kvenna í handknattleik: Jóhanna hetja Vals Jóhanna Pálsdóttir, markvörður Vals, bjargaði stigi fyrir lið sitt á Akranesi á föstudagskvöldi, gegn ÍA í 1. deild kvenna. Þegar stutt var til leiksloka var staðan 16-15, ÍS í hag, og heimaliðið komst tvívegis í hraðaupphlaup með stuttu millibili. Jóhanna gerði sér lítið fyrir og varði í bæði skiptin og síðan tókst Ernu Lúðvíksdóttur að jafna, 16- 16, þegar 10 sekúndur voru eftir. Valsstúlkurnar höfðu undirtökin lengi vel og leiddu 10-8 í hléi. Þær kom- ust síðan í 13-8 en með góðum stuðningi fjölmargra áhorfenda sneri ÍA stöðunni 15-14 sér í hag, og hefði sigrað ef Jó- hanna hefði ekki sýnt snilli sína undir lokin. Víkingur og FH léku í Laugardals- höllinni á laugardaginn og FH vann ör- uggan sigur, 28-20. Staðan í hálfleik var 10-6, Hafnarfjarðarstúlkunum í hag, og Víkingur situr því áfram í næstneðsta sæti deildarinnar. Margrét Theodórs- dóttir skoraði 10 mörk fyrir FH og Hild- ur Harðardóttir 6 en Eiríka Ásgríms- dóttir gerði 5 mörk fyrir Víking og Inga Þórisdóttir 4. Loks mættust Fylkir og ÍR í Höllinni á sunnudag og ÍR vann yfirburðasigur, 30-14. Staðan var jöfn framan af, 8-6 þegar langt var liðið á fyrri hálfleik, en þá stakk IR af og var 14-7 yfir í hléi. Munurinn jókst enn í síðari hálfleik og ÍR þurfti engan stórleik gegn slökum stúlkum úr Arbænum. Ingunn Bernót- usdóttir skoraði 11 marka ÍR, sjö úr vítum og aðeins ei'tt fyrir utan! Erla Rafnsdóttir skoraði 6 og Kristín Arnórs- dóttir 3. Kristín stendur vanalega í marki ÍR en leikur þessa dagana sem útispilari vegna meiðsla Þorgerðar Gunnarsdóttur. Eva og Rut Baldurs- dætur héldu uppi leik Fylkis að vanda, Rut gerði 6 mörk, Eva 5 og Helga Sig- valdadóttir 3. -VS Umsjón: Viðir Sigurðsson Úrvalsdeildin óútreiknanleg:_ Haukar áfram á framfarabraut Úrvalsldeildin í körfuknattleik er svo sannarlega óútreiknanlegri en oftast áöur. Lítiö sem ekkert skilur liðin aö, flest hver, og þaö kom berlega í Ijós í Hafnar- firöi á laugardaginn. Haukar fylgdu þar eftir góöu gengi undanfarið meö því að sigra efsta liðið fyrir leiki helgarinnar, KR, 67-65 í hörkuspennandi og tvísýn- um leik í íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Haukarnir höfðu frumkvæðið allan tímann og forystan var undantekningalítið í þeirra höndum. Þeir náðu tíu stiga forskoti um miðjan fyrri hálfleik, 24-14, en KR svaraði með 9 stigum í röð, 24-23. Þá skipti Einar þjálfari Bollason sjálfum sér inná og gerði fjögur næstu stig Hauka, þeir hresstust og voru yfir, 34-27, í hálfleik. Síðari hálfleikur var allur hnífjafn og rétt fyrir leikslok stóð 65-63, Haukum í hag. Þá „stal“ Páll Kolbeinssön knettinum af Pálmari Sigurðssyni, geystist upp í hraðaupphlaup og fékk úr því tvö vítaskot sem hann jafnaði úr, 65-65. Þarna voru aðeins 45 sekúndur eftir en Haukarnir léku geysilega yfirvegað, héldu boltanum eins lengi og þeir gátu og þegar 30 sekúndurnar voru að falla á þá stökk Pálmar upp í horninu og skoraði af sínu alkunna öryggi, 67-65. Fimmtán sekúndur eftir en á þeim komust KR-ingar ekkert áleiðis, Haukarnir pressuðu þá stíft og stigin tvö voru þeirra. Haukarnir eru í stöðugri framför, liðið hef- ur géysimikla samæfingu þótt meðalaldurinn sé lágur, og leiðin virðist liggja uppá við. Pálmar og Hálfdán Markússon voru bestu menn liðsins, Hálfdán einkum drjúgur í vörn- inni eins og svo oft áður. Páll Kolbeinsson var drýgstur í sóknarleik KR-inga og Jón Sigurðsson var sem fyrr heil- inn á bak við allt saman. Honum hefur þó oftast tekist betur upp í sókninni. Guðni Guðnason komst ágætlega frá leiknum, þar er efnilegur piltur á ferð. Stig Hauka: Pálmar 20, Hálfdán 16, Ólafur Rafns- son 11, Kristinn Kristinsson 9, Reynir Kristjánsson 5, Einar Bollason 4 og Sveinn Sigurbergsson 2. Stig KR: Páll 14, Guðni 12, Jón 10, Garðar Jó- hannsson 10, Ólafur Guömundsson 8, Geir Þor- steinsson 4 og Birgir Guðbjörnsson 2. -vs Gífuriega óvænt úrslit í Seljaskólanum:_ Baráttugleði færði Keflvíkingum sigur Unirritaður fór í Seljaskólann á sunnudaginn með því hugarfari að þarna væri einungis um skyldu- verk að ræða, formsatriði að fara og sjá stórsigur Valsmanna á Keflvíkingum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Miðað við leiki og frammistöðu að undanförnu hefði þessi viðureign aðeins getað átt að fara á einn veg. En Keflvíkingar komu hressilega á óvart, unnu sigur, 58-57, og verðskulduðu hann fyrir ódrepandi baráttuvilja. Strax í upphafi varð ljóst að eitthvað óvenjulegt var á ferðinni hjá Völsurum. Þeir skoruðu aðeins eina körfu fyrstu 6 og hálfa mínút- una(!) og Suðurnesjapiltar komust Njarðvík aftur í efsta sætinu Njarðvíkingar eru á ný í efsta sæti úrvalsdeildarinnar í körfu- knattleik eftir 82-77 sigur á ÍR- ingum í Njarðvík á föstudagskvöld- ið. Þetta var hins vegar áttunda tap ÍR í níu leikjum og úr þessu þarf gamla stórveldið nánast á krafta- verki að halda til að falla ekki úr deildinni. Þetta var harður leikur og mikið dæmt. Njarðvíkingar léku mjög vei í fyrri hálfleik og voru þá að mestu með forystuna, mest 10 stig, 35-25, en,í hléi var staðan 44-37. Kæru- leysi gerði hins vegar vart við sig hjá heimamönnum í síðari hálfleik, ÍR-inga mættu líka ákveðnir til leiks og seldu sig dýrt. Leikurinn var jafn lengi vel en þegar Þorkels- synir fóru báðir útaf með fimm vill- ur var við ofurefli að etja fyrir ÍR. Njarðvík náði góðri forystu og hleypti ÍR-ingum ekki í námunda við sig í lokin. Valur Ingimundarson var í aðal- hlutverki hjá Njarðvík að vanda og Gunnar Þorvarðarson var traustur en mest kom á óvart hinn kornungi Kristinn Einarsson. Hjá ÍR voru bestir þeir Gylfi Þorkelsson og Hjörtur Oddson. Leiðinlegur blettur á leiknum var talsmáti for- ráðamanna UMFN á áhorfenda- pöllunum; hann er ekki holl fyrir- mynd ungum körfuboltaunnend- um. Einvígi ÍS og ÍR Keppnin í 1. deild kvenna í körfu- knattleik er að þróast upp í einvígi milli ÍS og ÍR. Bæði unnu örugga sigra um helgina, gegn liðunum í þriðja og fjórða sæti. ÍS vann Hauka í Hafnarfirði, 49- 38, og ÍR sigraði UMFN í Njarðvík 59- 40. Snæfell og KR áttu að leika tvívegis í Borgarnesi en báðum leikjum var frestað vegna próflesturs KR-stúlkna. ÍS hafði ávallt undirtökin gegn Haukum og leiddi 24-15 í hálfleik. Munurinn var orðinn 15 stig undir lokin en Haukar skoruðu fjögur síðustu stig- in. Þórunn Rafnar skoraði 18 stig fyrir ÍS og Kolbrún Leifsdóttir 15 en Sóley Indriðadóttir 11 og Sólveig Pálsdóttir 7 voru stigahæstar hjá Haukum. Sigur IR í Njarðvík var enn öruggari, góð úrslit þar sem UMFN hafði unnið alla sína heimaleiki fram að því. Emilía: Sigurðardóttir skoraði 27 stig fyrir ÍR en Katrín Eiríksdóttir 11 fyrir Njarð- vík. -VS Stig UMFN: Valur 31, Kristinn 22, Gunn- ar 14, Ingimar Jónsson 8, Sturla Órlygs- son 4, Isak Tómasson 2 og Ástþór Inga- son 1. Stig ÍR: Gylfi 18, Ragnar Torfason 15, Kolbeinn Kristinsson 12, Hjörtur Odds- son 10, Hreinn Þorkelsson 8, Jón Jör- undsson 5, Benedikt Ingþórsson 5, Bragi Reynisson 2 og Stefán Kristjánsson 2. -sv/vs Fram lá á Selfossi Nýliðar Laugdæla sýndu hvassar klærnar er þeir unnu sannfærandi sigur á toppliði Framara, 60-54, í 1. deild karla í körfuknattleik á Selfossi á laugardaginn. Leikurinn var hnífjafn framan af, Laugdælir yfir 33-30 í hálf- leik. Þeir náðu síðan ðætd forystu í síðari hálfleik og héldu henni til leiks- loka. Lárus Jónsson var stigahæstur Laugdæla, skoraði 14 stig. Sigurður Matthíasson gerði 13, Unnar Vil- hjálmsson og Ellert Magnússon 12, hvor. Þorvaldur Geirsson skoraði 16 stig fyrir Fram og Davíð Arnar 10. IS er aftur komið í seilingarfjarlægð frá Frömurum eftir sigur á Grindvíking- um í Njarðvík, 71-64. Staðan í hálfleik , var 38-33, ÍS í hag. Guðmundur Jó-1 hannsson skoraði 19 stig fyrir ÍS, Árni Guðmundsson 15 og Björn Leósson, fyrrum ÍR-ingur, 12. Hjálmar Hall- grímsson gerði 21 stig fyrir Grindavík, Eyjólfur Guðlaugsson 17 og Ólafur Jó- hannsson 12. ÍS og Fram mætast í Kennaraháskólanum á fimmtudags- kvöldið og þar gætu Stúdentar náð Fram að stigum. Laugdælir og Þór geta líka blandað sér í baráttuna um efsta sætið. -VS í 9-2. Fljótlega dró saman með lið- unum,Valurkomst yfir á9. mínútu og leiddi með 7-11 stigum það sem eftir var fyrri hálfleiks. Staðan í hléi var 32-24, þeim í hag. Sami munur hélst framan af síðari hálfleik, 6-10 stig, en um hann miðjan fór að draga saman. Þremur mínútum fyrir leikslok jafnaði ÍBK 53-53 og villuvand- ræði voru farin að segja til sín hjá Val. Jón Kr. Gíslason kom ÍBK yfir 56-55 1,46 mín. fyrir leikslok en hálfri mínútu síðar töpuðu síðan Keflvíkingar boltanum, ótímabært skot Þorsteins Bjarnasonar. Hann fékk fimmtu villuna strax á eftir og Valsmenn sigurstranglegir eftir sem áður. En Kristjáni Ágústssyni mistókst skot þegar 40 sek. voru eftir og þegar klukkan sýndi 0,12 mín. skoraði Sigurður Ingimundar- son (bróðir Vals hjá UMFN) körf- una sem réð úrslitum, 58-55. Hans einu stig í leiknum! Jón Steingríms- son svaraði fyrir Val, 58-57, en þá voru bara 3 sek. eftir. Baráttan var númer eitt tvö og þrjú hjá ÍBK og allir áttu drjúgan þátt í sigrinum. Engir þó meiri en Óskar Nikulásson og Jón Kr. Gíslason, langbestu menn liðsins. Nú hirtu Keflvíkingar slatta af frá- köstum, stærsta batamerkið, og á því átti maður síst von gegn Val. Þorsteinn skoraði nokkrar ævin- týrakörfur á sinn einstæða máta og Björn Víkingur Skúlason vaknaði til lífsins þegar leið á leikinn. Jón Steingrímsson var alger yfir- burðamaður í liði Vals, enda eini maður liðsins sem ekki ljómaði af sigurvissu strax í upphafi. Hittinn með afbrigðum og á góðar sending- ar. Aðrir voru slappir, nema einnæ helst Leifur Gústafsson. Hversu langt skyldi vera síðan Valsmenn skoruðu 57 stig í leik? Stig ÍBK: Jón 16, Óskar 14, Þorsteinn 11, Björn 7, Pétur Jónsson 4, Guöjón Skulason 2, Hafþór Óskarsson 2 og Sig- uröur Ingimundarson 2 sérstaklega gullvæg. Stig Vals: Jón 19, Leifur 12, Kristján 10, Torfi Magnússon 10, Jóhannes Magnússon 2, Tómas Holton 2 og Valdim- ar Guölaugsson 2. Davíð Sveinsson og Jón Otti dæmdu þokkalega. -VS Fylkir tveimur sek- úndum frá sigri! Fylkismenn voru tveimur sek- úndum frá óvægum sigri á Fram í 2. deild karla í handknattleik um helgina. Staðan var 19-18, Fylki í hag, og 4 sekúndur eftir þegar Fram fékk aukakast. Það var skemmtilega útfært, losað um Viðar Birgisson í hægra horninu, hann sveif inn í vítateig Fylkis og jafnaði, 19-19, þegar klukkan sýndi að 2 sekúndur væru til leiks- loka. Fylkir byrjaði strax á að taka Dag Jónasson úr umferð og það hreif, Árbæjarliðið komst í 7-3 og síðan 9-5 í hálfleik. Framarar söx- uðu í það forskot strax eftir hlé og jöfnuði, 10-10, en þá riðluðu Fylk- ismenn aftur leik Framara með því að setja einnig „yfirfrakka“ á Ósk- ar Þorsteinsson. Leikurinn var í járnum eftir það og Fram krækti í stigið á síðustu stundu. Óskar Þorsteinsson og Hermann Björnsson voru atkvæðamestir Framara, Óskar gerði 6 mörk og Hermann 4. Magnús var bestur Fylkismanna ásamt markverðinum sem var í miklum ham. -VS Jón Kr. Gíslason átti drjúgan þátt í sigri Keflvíkinga á Val. m ! •' ggPL g f ' ' f -* g MM8 ______________________________ Umsjón: Viðir Sigurðsson Ijakob Jónsson skorar eitt sex glæsimarka sinna gegn Val. Mynd: Magnús. Jakob einn um að Staöan Úrslit á islandsmótinu í handknattleik um helgina og staöan í deildunum: 1. deild karla: Stjarnan-FH.... 22:30 KA-Þróttur 19:19 Valur-KR 16:13 FH ....9 9 0 0 286:180 18 Valur ....9 6 1 2 188:179 13 Vtkingur .... 9 6 0 3 210:190 12 KR ....9 4 1 4 155:149 9 Þróttur ....9 3 2 4 191:207 8 Stjarnan ....9 3 1 5 172:209 7 Haukar ....9 1 1 7 178:221 3 KA ....9 0 2 7 158:203 2 Markahæstir: Kristján Arason, FH............89 PállÓlafsson, Þrótti...........62 Sigurður Gunnarsson, Víkingi...62 Eyjólfur Bragason, Stjörnunni..50 Hans Guðmundsson, FH...........49 Þorgils Óttar Mathiesen, FH....46 Vlggó Sigurðsson, Vikingi......45 1. deild kvenna: Akranes-Valur...............16:16 Víkingur-FH.................20:28 Fylkir-ÍR...................14:30 ÍR 6 4 2 0 124:82 10 Fram 6 5 0 1 117:88 10 FH 6 4 11 129:108 9 Valur 6 2 13 99:114 5 KR 6 12 3 89:105 4 Fylkir 6 2 0 4 99:121 4 Víkingur 6 114 102:109 3 Akranes 6 114 77:109 3 2. deild karla: Reynir S.-Grótta 25:26 Breiðablik-ÍR 20:16 Fram-Fylklr 19;19 ÞórVe 8 8 0 0 179:131 16 Fram 8 6 11 171:145 13 Breiðablik 8 6 0 2 166:139 12 Grótta .8 5 0 3 174:159 10 HK ,8 3 0 5 143:160 6 ÍR 8 2 0 6 120:151 4 Fylkir .8116 140:168 3 ReynlrS .8 0 0 8 161:201 0 3. deild karia: Akranes-Keflavik..............29:25 Afturelding-Skallagrimur......26:12 Ármann-Selfoss................24:14 ógna Valsmönnum Dauft var það í Laugardalshöll- inni þegar Valsmenn unnu KR- inga 16-13 í 1. deild karla í hand- knattleik þar á laugardaginn. Lítið skorað, KR leiddi framan af, 7-6 í hálfleik, en skoraði síðan ekki mark Engin breyting varð á toppi skosku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu um helgina. Toppliðin Celt- ic og Aberdeen gerðu markalaust jafntefli í Glasgow. Celtic var öllu nær sigri þrátt fyrir að Jim Melrose væri rekinn af leikvelli snemma í síðari hálfleik. Liðið í þriðja sæti, meistarar Dundee United, gerðu einnig markalaust jafntefli, gegn Hearts í Edinborg. Rangers er að skríða saman, sóttu nú Jóhannes Eðvaldsson og félaga í Motherwell heim og sigr- uðu sannfærandi, 0-3. Colin McA- dam, Dave Cooper og Ástralíu- maðurinn David Mitchell skoruðu mörkin. Hibernian vann góðanúti- sigur á Dundee, 3-0, og skoraði markahæsti leikmaður úrvals- deildarinnar, Willie Irvine, tvö markanna. Loks vann St. John- stone mjög óvæntan útisigur gegn St. Mirren, 1-2. horn! Mörk Þróttar: Páll Ó. 6, Páll B. 4, Gísli Óskarsson 3, Birgir Sigurðsson 3 og Konráð Jónsson 3. Guðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson dæmdu og voru slakir, með eindæmum óákveðnir. Það bitaði þó nokkuð jafnt á liðun- um. -K&H/Akureyri fyrstu 13 mínútursíðari hálfleikslÁ þeim tíma breytti Valur stöðunni í 11-7, sér í hag. KR minnkaði mun- inn, 14-13 þegar skammt var eftir, en tvö síðustu mörkin voru Vals- manna. Aberdeen........16 12 2 2 42- 8 26 Celtic..........16 10 3 3 39-18 23 DundeeUnited....16 9 3 4 31-15 21 Hibernian.......16 8 1 7 25-27 17 Hearts..........16 6 5 5 17-19 17 St.Mirren.......16 4 7 5 24-24 15 Rangers.........16 6 2 8 23-24 14 Dundee..........16 6 2 8 22-30 14 Motherwell......16 1 5 10 10-32 7 St.Johnstone....16 3 0 13 13-49 6 Patrick Thistle er áfram efst í 1. deild með 25 stig, Dumbarton hef- ur 24 og Morton 23 stig. Það teljast ekki tíðindi lengur að FH skori 30 mörk í 1. deildarkeppni karla í handknatleik. Hafnarfjarð- arliðið fyllti þann kvóta eina ferðina enn á föstudagskvöldið í Kópa- vogi, sigraði þar Stjörnuna auðveldlega, 30-22. Reyndar lægsta skor FH í fimm leikjum, áður 35 og 44 gegn Maccabi, 39 gegn Þrótti og 38 gegn Haukum! Urslitin réðust strax í byrjun, FH skoraði átta fýrstu mörk leiksins, og eftir það var ekki um neina keppni að ræða. Munurinn var 5- 10 mörk til leiksloka, 16-8 í hálf- leik, og FH-ingar þurftu ekki að Miklu munaði fyrir KR að Jakob Jónsson fékk slæmt höfuðhögg um miðjan fyrri hálfleik og kom ekki aftur inná fyrr en á 13. mínútu þess síðari. Án hans var sóknarleikur KR bitlaus, Valsmenn gengu á lagið með því að leika vörnina flata og loka þannig fyrir línu- og horna- spil. Jakob kom síðan með ógnun- ina og skoraði fimm af sex mörkum KR í síðari hálfleik. Hann og Jens Einarsson markvörður voru yfir- burðamenn í slöku KR-liði, sem þó sýndi góðan varnarleik. Varnarleikurinn hjá Val gerði útslagið en í sókninni var lítið um skemmtileg tilþrif. Þar var Jakob Sigurðsson frískastur en Einar Þor- varðarson markvörður var besti maður liðsins. Tvö góð stig til Vals og allt bendir til að liðið komist í 4-liða úrslitin. Mörk Vals: Jakob S. 5, Guðrii Bergs- son 4, Jón Pétur Jónsson 2, Þorbjörn Jensson 2, Björn Björnsson 1, Geir Sveinsson 1 og Steindór Gunnarsson 1. Mörk KR: Jakob J. 6, Ólafur Lárusson 3, Friðrik Þorbjörnsson 2, Guðmundur Al- bertsson 1 og Haukur Geirmundsson 1. hafa mikið fyrir því að halda Garð- bæingum í þeirri fjarlægð. Kristján Arason, Þorgils Óttar Mathiesen, Hans Guðmundsson og Atli Hilmarsson voru að vanda í forystuhlutverkum hjá FH. Stjarn- an saknaði Eyjólfs Bragasonar sem var meiddur en skárstir í þeim her- búðum voru Bjarni Bessason og Hannes Leifsson. Mörk FH: Kristján 9, Þorgils Óttar 7, Hans 6, Atli 4, Pálmi Jónsson 2, Guð- mundur Magnússon 1 og Sveinn Braga- son 1. Mörk Stjörnunnar: Bjarni 8, Hannes 7, Gunnlaugur Jónsson 3, Hermundur Sigmundsson 2, Guðmundur Þórðarson 1 og Sigurjón Guðmundsson 1. Týr..............8 7 1 0 198:141 15 Ármann...........8 7 0 1 224:173 14 ÞórAk............7 5 0 2 183:123 10 Afturelding......7 5 0 2 169:117 10 Akranes..........8 4 1 3 186:156 9 Keflavik.........8 3 0 5 186:182 6 Selfoss..........8 2 0 6 143:158 4 Skallagrímur.....8 1 0 7 129:218 2 Ögri.............8 0 0 8 112:262 0 Staðan Úrslit á íslandsmótinu í körfu- knattleik um hclgina og staðan í deildunum: Úrvalsdeild Njarðvik-ÍR.................82-77 Haukar-KR.................. 67-65 Valur-Keflavik..............57-58 Njarðvik.........9 6 3 713-677 12 KR...............9 6 3 661-629 12 Valur............9 5 4 756-691 10 Haukar...........9 5 4 643-651 10 Keflevík.........9 4 5 610-684 8 ÍR...............9 1 8 664-715 2 Stigahæstir: Valur Ingimundarson. Njarðvík.257 PálmarSigurðsson, Haukum......202 Kristján Ágústsson, Val.......183 Þorsteinn Bjarnason, Keflavik.163 Jón Kr. Gíslason, Kef lavík...158 Hreinn Þorkelsson, IR.........148 JónSigurðsson, KR...........141 Jón Steingrimsson, Val......142 Torfi Magnússon, Val........135 Gunnar Þorvarðarson, Njarðvfk.127 1. deild kvenna: Snæf el l-KR..............frestað Snæfeli-KR................frestað Haukar-ÍS...................38-49 Njarðvik-ÍR.................40-59 ÍR 14 ÍS 14 Haukar 8 4 4 363-342 8 Njarðvík 8 Snæfell 8 2 6 254-302 4 KR 2 1. deild karla: Laugdælir-Fram...............60-54 Grindavík-ÍS.................64-71 Fram................9 7 2 724-587 14 iS..................9 6 3 708-616 12 Laugdælir...........7 4 3 476-442 8 ÞórAk...............7 4 5 612-611 8 Grindavik...........9 4 5 612-611 8 Skallagrimur........9 0 9 536-813 0 B-ri&ill: Reynir S.-Esja.................63-37 ReynirS..............3 3 0 227-115 6 ísafjörður...........2 2 0 170-79 4 HK...................2 1 1 107-111 2 Esja.................3 0 3 1 20-198 0 Drangur.............2 0 2 80-201 0 Jafntefli topplið- anna í Skotlandi Staðan í úrvalsdeildinni: ~VÍ> -B/VS FH skoraði „bara“ þrjátíu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.