Þjóðviljinn - 13.12.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.12.1983, Blaðsíða 4
Enska TerryGibson var maðurinn á bak við tortímingu Liverpool á High- fíeld Road í Co- ventry. Umsjón: Víðir Sigurðsson Enska knattspyrnan: „A ekki eitt einasta orð“ Sputniklid Coventry rústaði Liverpool! Stórleikur Sheff. Wed. á Maine Road:_ Betur getum við ekki gert íí „Við sýndum okkar allra besta, betur getum við ekki gert,“ sagi Howard Wilkinson, framkvæmdastjóri Sheffield Wednesday, eftir að hans menn höfðu unnið sannfærandi sigur á Manchest- er City, 2-1, á útivelli í 2. deildinni. Rúmlega 40 þúsund manns fylgdust með þessari yiðureign og sáu frábæran leik. Kevin Bond skoraði fyrst fyrir City úr aukaspyrnu en Imre Varadi tryggði Wednesday sigur með tveimur mörkum. Wednesday átti allan síðari hluta leiksins og hefði getað unnið enn stærri sigur á liði City sem þó sýndi góðan leik. Newcastle vann Huddersfield 5- 2 en trúi því hver sem vill, sigurinn gat lent hvoru megin sem var. Ke- vin Keegan skoraði fyrst fyrir Newcastle en Phil Wilson jafnaði. Peter Beardsley svaraði, 2-1, en Jones jafnaði aftur. Chris Waddle skoraði síðan 2 fyrir Newcastle í síðari hálfleik og Terry McDer- mott eitt, gegn gangi leiksins! Portsmouth vann Derby 3-0 með mörkum Alan Biley, Kevin Dillon og Nicky Morgan. Blackburn nálg- ast efstu liðin, vann Cardiff 1-0 úti með marki Pattersons. Önnur umferð bikarkeppninnar var fjörug að vanda. Par vakti mesta athygli að Allan Clarke, fyrrum stjarna Leeds, lék með liði sínu, Scunthorpe, en það hefur hann ekki gert að vana sínum, hef- ur haldið sig utan vallar sem fram- kvæmdastjóri. En Clarke var í peysu númer 9, lék þó ekki frammi eins og hann var frægur fyrir, held- ur sem aftasti maður í vörn. Það hreif, Scunthorpe vann Bury 2-0 og er komið í 3. umferð. Andstæðing- arnir þar? Hverjir aðrir en Leeds, gamla liðið hans Clarke! - HB/VS. „Ég á ekki eitt einasta orö yfir þennan leik. Ég man ekki eftir svona frammistöðu hjá Liver- pool í mörg ár, ekki síðan við töpuðum 5-1 fyrir Aston Villa um árið“, sagði Joe Fagan, framkvæmdastjóri Liverpool, á laugardaginn eftir að lið hans hafði fengið herfilega útreið, 4- 0, í Coventry. Meistararnir halda þó efsta sætinu í 1. deild þrátt fyrir þennan skell. Coventry byggði upp nýtt lið í sumar, níu af fastamönnunum nú voru keyptir fyrir þetta keppnis- tímabil og árangurinn er undra- verður, fjórða sætið eftir þennan glæsta sigur. Strax eftir 45 sekúnd- ur varð ljóst hvert stefndi. Nicky Platnauer skoraði þá eftir sendingu Terrys Gibson og 29,500 áhorfend- ur voru vel með á nótunum. Þeir áttu glaðan dag, Gibson hinn smá- vaxni skoraði þrjú mörk sjálfur, á 20. mínútu eftir fyrirgjöf Daves Bennett, á 45. mínutu og loks á 84. mínútu með skoti í stöngina og inn. Milli tveggja síðustu markanna varði Bruce Grobelaar markvörð- ur Liverpool frá honum á undra- verðan hátt. Coventry sótti og sótti allan tímann, og Liverpool var í óvanaiegu hlutverki; það var um hreinustu nauðvörn að ræða hjá meisturunum allan tímann. Til marks um það er að bakverðirnir Phil Neal og Alan Kennedy, sem eru á bakvið fjölmargar sóknar- lotur Liverpool, einbeittu sér að því að koma boltanum sem hæst og lengst í burtu frá marki! Tíunda tap Arsenal West Ham gefur ekkert eftir og vann sætan sigur, 3-1, á Arsenal. Enn eitt áfallið fyrir Terry Neill, stjóra Arsenal, og hann verður æ valtari í sessi. Tíunda tap liðsins í 17 leikjum. Trevor Brooking og Alan Devonshire stjórnuðu gangi leiksins á miðjunni fyrir West Ham og Brooking skoraði sjálfur á 34. mínútu, með skalla! Strax á eftir lentu John Kay hjá Arsenal og Da- vid Swindlehurst hjá West Ham í ryskingum með þeim afleiðingum að báðir voru reknir af leikvelli. West Ham komst í 2-0 þegar Chris Whyte sendi boltann í eigið markið eftir fyrirgjöf Devonshire og síðan fékk Geoff Pike boltann frá Brook- ing og skoraði þriðjá markið. Whyte bætti örlítið fyrir sitt brot með því að skora sárabótarmark fyrir Arsenal undir lokin en tæpast nokkur maður hafði fyrir því að fagna! Arsenal lék með 5 manna vörn og leikmönnum liðsins var líkt við vélmenni með ósjálfstæða hugsun. Manchester United vann góðan 2-0 sigur í Ipswich og var ávallt með undirtökin. Arthur Graham skall- aði í mark á 11. mínútu eftir horn- spyrnu Ray Wilkins en United var heppið þegar Kevin O’Callaghan skaut í þverslá fyrir hlé. Garth Cro- oks reyndi og reyndi að sýna getu sína í framlínu United en í fyrri hálfleik mistókst allt hjá honum. Hann fékk uppreisn æru þegar hann skoraði annað mark United í síðari hálfleik í kjölfar mistaka Kevins Steggles. Þrenna Walsh Alltaf er skorað þar sem Luton fer og nú vann liðið frá Hattaborg- inni 4-2 sigur í Stoke. Paul Walsh skoraði þrennu fyrir Luton og hinn 18 ára Ray Daniel gerði eitt mark en Robbie James svaraði tvívegis fyrir framkvæmdastjóralaust lið Stoke sem stefnir beint í 2. deild. Watford er að lifna við og tókst að leggja Nottingham Forest 3-2 í sviptingasömum leik. Maurice Johnston, George Reilly og Nigel Callaghan skoruðu fyrir Watford en Garry Birtles sá um bæði mörk Forest. QPR lék sannfærandi í West Bromwich og vann 2-1. Terry Fenwick og Simon Stainrod komu Lundúnaliðinu í 2-0 en Tony Morl- ey svaraði fyrir WB A í sínum fyrsta leik með liðinu eftir söluna frá Ast- on Villa. Notts County tók gífurlegan fjörkipp og rúllaði Sunderland upp, 6-1. Staðan var 3-1 í hálfleik, Trevor Christie, Nigel Worthing- ton og Ian McPharland skoruðu'þá fyrir Notts en Paul Bracewell fyrir Sunderland. John Chiedozie bætti tveimur mörkum við fyrir Notts eftir hlé og bakvörðurinn svarti sem er fæddur í Kanada, Pedro Richards, innsiglaði sigurinn, 6-1. Flóamarkaður í Leicester! Ekki var síður flóamarkaður fyrir Leicester að fá botnlið Wolves íheimsókn. Leicestervann5-1 eftir 4-1 í hálfleik. Alan Smith var í aðal- hlutverki, skoraði 3 mörk. Gary Lineker og Steve Lynex gerðu eitt hvor. Wayne Clarke skoraði mark Wolves. Norwich tapar ekki þessar vik- urnar og vann nú Birmingham 1-0 á St. Andrews. Bakvörðurinn Greg Downs skoraði eina markið í leiknum í fyrri hálfleik. Gaf dómaranum tönnina! Rétt fyrir leik Everton og Aston Villa kom í Ijós að Nigel Spink markvörður Villa gæti ekki leikið með vegna meiðsla. Hringt var í snarhasti í varamarkvörðurinn Mervyn Day sem komst í leikinn á síðustu stundu. Eftir fimm mínútur lenti hann í árekstri við leikmann Everton og missti framtönn. Húm- orinn var þó í lagi, Day labbaði til dómarans og gaf honum tönnina. Af leiknum er það að segja að hann endaði 1-1. Paul Rideout skoraði fyrir Villa en Andy Gray jafnaði Paul Walsh - þrenna í Stoke. fyrir Everton þegar stutt var til leiksloka með glæsilegu vinstrifót- arskoti. Réttáðurhafði Kevin She- edy skotið yfir mark Villa úr víta- spyrnu. Tottenham mátti sætta sig við markalaust jafntefli heima gegn Sunderland og dróst afturúr topp- liðunum fyrir vikið. - HB/VS. 26- 13 34 30-14 33 30- 17 33 28-20 31 27- 16 29 28- 23 29 26- 21 29 31- 27 29 18-13 28 25-26 28 30-25 27 21-25 23 27- 23 22 11-18 22 18-26 22 27- 25 21 14-20 18 24- 28 17 28- 32 16 25- 35 16 18-33 12 12-42 7 1. deild: Liverpool.... West Ham..... Manch. Utd... Coventry..... Q.P.R........ Tottenham.... Norwich...... Luton Town.... Southampton.. AstonVilla... Nottm. For... W.B.A........ Ipswich...... Everton...... Sunderland... Arsenal...... Birmingham.... Nötts Co..... Watford......... Leicester.... StokeCity.... Wolves....... .17 10 .17 10 .17 10 .17 9 .17 9 .17 8 .18 8 .17 9 .17 8 .17 8 .17 8 ,.17 7 „17 6 .17 6 .17 .17 , 17 .17 ..17 .18 .17 4 3 3 4 2 5 5 2 4 4 3 2 4 4 4 0 10 3 9 2 10 4 9 4 10 6 9 4 12 Markahæstir: lan Rush, Liverpool............13 Terry Gibson, Coventry.........11 David Swindlehurst, West Ham...11 Tony Woodcock, Arsenal.........11 Steve Archibald, Tottenham.....10 Simon Stainrod, QPR............10 2. deild: Sheff.Wed......18 Chelsea........20 Newcastie......18 Manch.CÍty.....18 Charlton....... 19 Huddersfield...18 Blackburn......18 Carlisle.......18 Grimsby........17 Shrewsbury.....18 Barnsley.......18 Portsmouth.....18 Middlesbro.....18 Brighton.......18 Cr. Palace.....18 Leeds.^........17 Cardiff........18 Oldham.........17 DerbyCo........18 Fulham.........18 Cambridge......18 Swansea........18 12 5 10 8 11 2 11 2 8 7 8 6 8 6 7 7 7 6 6 7 7 3 7 2 6 5 6 4 6 4 5 6 5 5 ~3 2 1 32-14 41 2 41-18 38 5 40-27 35 5 32-21 35 4 24-23 31 4 27-20 30 4 25-25 30 4 17-12 28 4 24-20 27, 5 22-23 25 8 28-25 24 9 31-22 23 7 21-19 23 8 31-33 22 8 20-22 22 7 21-26 20 11 19-23 19 8 19-29 19 9 16-34 19 10 18-28 14 12 15-36 10 13 13-34 9, Markahæstir: Kevin Keegan, Newcastle......12 Kerry Dicon, Chelsea.........11 Derek Parlane, Manch. City...11 Simon Garner, Blackburn......10 Mark Hateley, Portsmouth.....10 ■úrslit... úrslit... úrslit...< 1. deíld: Birmingham-Norwich City........0-1 Coventry City-Liverpool....(1) 4-0 Everton-Aston Villa........(x) 1-1 Ipswich Town-Manch. United..(2) 0-2 Leicester City-Wplves.....(1) 5-1 Notts County-Sunderland.....<1)6-1 Stoke City-Luton Town.......(2) 2-4 Tottenham-Southampton......(x) 0-0 Watford-Nottingham Forest...(1)3-2 W.B.A.-Q.P.R................(2)1-2 WestHam-Arsenal......y......(1) 3-1 2. deild: Barnsley-Chelsea............(x) 0-0 Cardiff Citv-Blackburn....... 0-1 Crystal Paiace-Carlisle........1-2 Fulham-Charlton Athletic.......0-1 GrimsbyTpwn-Oldham Athletic frestað Leeds United-Swansea City...frestað Manch. City-Sheff. Wednesday... (2) 1-2 Middlesborough-Brighton........0-0 Newcastle-Huddersfield...1.....5-2 Portsmouth-Derby County........3-0 Shrewsbury-Cambrtdge United....1-0 4. deild: Aldershot-Stockport..............1-1 Enska bikarkeppnin 2. umferð: Bangor City-Blackpool............1-1 Bolton-MansfieldTown.............2-0 Brentford-Wimbledon..............3-2 Bristol Rovers-Bristol City......1-2 Chesterfield-Burnley.............2-2 Colchester-Wealdstone.............4-0 Darlington-Altrincham............0-0 Gillingham-Chelmsford...........6-1 HarrowBorough-NewportCounty... 1-3 Lincoln City-Sheff ield United..0-Ó Maidstone United-WorcesterCity... 3-2 MillwallClty-SwindonTown........2-3 Northampton-Teiford United......1-1 Plymouth Argyle-Barking.........2-1 Reading-Oxford United...........1-1 Rotherham United-Hull City......2-1 Scunthorpe-Bury.................2-0 Wigan Athletic-Whitby...........1-0 Windsor/Eton-Huddersfield...frestað York City-Rochdale..........frestað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.