Þjóðviljinn - 13.12.1983, Side 1

Þjóðviljinn - 13.12.1983, Side 1
Þriðjudagur 13. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 iprottir Umsjón: Víðir Sigurösson! Sævar í stóru hlutverki Sævar Jonsson lék stórt hlut- verk hjá CS Briigge í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á sunnu- daginn er liðið vann góðan sigur, 2-1, á Anderlecht, Sævar átti góðan leik og skoraði jöfn- unarmark liðsins, 1-1, með skalla. Pétur Pétursson og félagar í Antwerpen máttu sætta sig við jafntefli, 1-1, heima gegn botnliði Beringen og hafði aðeins fengið 5 stig af síðustu 16 mögulegum. Wat- erschei gerði jafntefli, 2-2, við Be- erschot, en efsta liðið, Beveren, tapaði í fyrsta skipti í vetur, 1-2 fyrir Standard. Beveren hefur þó 26 stig, Seraing 22 og Anderlecht 21 stig. -VS Barce- lona og United! Á föstudag var dregið um hvaða lið skyldu leika saman í 8-liða úr- slitum Evrópumótanna í knatt- spyrnu. Útkoman varð þessi: Erópukeppni meistaraliöa Dinamo Minsk - Dynamo Búkarest Liverpool - Benflca Rapid Wien - Dundee United AS Roma - Dynamo Berlin Evrópukeppni bikarhafa Barcelona - Manchester United Haka - Juventus Porto - Shaktyor Donetsk Ujpest Dozsa - Aberdeen UEFA-bikarinn: Anderlecht - Spartak Moskva Nottingham Forest - Sturm Graz Sparta Prag - Hadjuk Split Tottenham - Austria Wien Barcelona- Manch. Utd. erlíklega áhuga- veröasta viöureignin og hagstætt fyrir United að eiga heimaleikinn á eftir. í UEFA- bikarnum er tvöfalt einvígi cnskra og austurrískra, sýnd veiði en ekki gefin fyrir Tottenham og Forest. Finnarnir í Haka duttu aldcilis í lukkupottinn, verölaun fyrir aö leggja frana og Svíana að velli í fyrstu tveimur umferöunum er gullnáman Juventus með Rossi, Platini, Boniek og alla hina frægu kappana innanborðs. Leikirnir fara fram í mars. -VS Leikur við Als- írbúana í dag Islenska karlalandsliðið í handknattleik fór til Austur- Þýskalands um helgina og tekur þar þátt í erfiðu móti í vikunni. Á morgun verður leikið við A- lið Austur-Þjóðverja, á fimmtudag við Pólverja, á föstudag við Tékka og á laugardag við B-lið Austur- Þjóðverja. íslenska liðið er þannig skipað: Markverðir: Einar Þorvarðarson, Ellert Vigfússon og Jens Einars- son. Aðrir leikmenn: Atli Hilmars- son, Bjarni Guðmundsson, Guð- mundur Guðmundsson, Hilmar Sigurgíslason, Jakob Sigurðsson, Jóhannes Stefánsson, Kristján Arason, Páll Ólafsson, Sigurður Gunnarsson, Sigurður Sveinsson, Steinar Birgisson, Þorbjörn Jens- son og Þorgils Óttar Mathiesen. -VS Viðar heim í frí Keflvíkingar fá góðan liðs- auka fyrir þrjá næstu leiki í úr- valsdeildinni í körfuknattleik. Viðar Vignisson er á leið heim til Keflavíkur í jólafrí, en hann stundar nám í Bandaríkjunum. Hann leikur þrjá næstu leiki liðs- ins, gegn ÍR á föstudagskvöldið. gegn KR 30. desember og gegn Njarðvík 6. janúar. Mikill styrkur fyrir Keflvíkinga og aukin vörn fyrir þá að komast í hóp fjögurra efstu liða deildarinnar og úr- slitaleikina um íslandsmeistara- titilinn. -VS Norman Whiteside. Frá Heimi Bergssyni, fréttamanni Þjóðvitjans í Englandi: Norman Whiteside, norður- írski táningurinn í liði Manc- hester United, var settur út úr liðinu fyrir leikinn gegn Ipswich á laugardaginn. Hann sagði í blaðaviðtali á sunnu- daginn: „Nú er ég reiðubúinn að fara frá United. Ég hef fram að þessu ekkert viljað segja opinberlega en ég er héðan í frá reiðubúinn til að ræða öll tilboð." ítalska stóðliðið AC Milano var reiðubúið að borga 1,5 miljónir punda fyrir þennan efnilega knattspyrnumann í sumar og hefur undanfarið sýnt honum áframhaldandi áhuga. Það skyldi þó aldrei fara svo að Whiteside tæki stöðu Luther Blissett hjá AC Milano á næstunni? Framkvæmdastjóri Stoke rekinn: Whiteside á för- um frá Man. Utd? Asakar Joe Fagan! Frá Heimi Bergssyni, frétta- manni Þjóðviljans í Englandi: Richie Barker var rekinn úr stöðu sinni sem framkvæmdastjóri knatts- pyrnuliðsins Stoke City á föstudag- inn. Stoke hefur gengið hroðalega undanfarið og situr í næst neðsta sæti 1. deildar. Barker var óspart gagnrýndur eftir 1-0 tap fyrir Liverp- ool á Anfield fyrr í vetur en þá lék Stoke með 10 manna vörn allan ieikinn. í sjónvarpsviðtali á sunnu- daginn var Barker sár yfir þessu, ekki síst í garð Joe Fagan, fram- kvæmdastjóra Liverpool. „Ummæli Fagans eftir leikinn á Anfield þar sem hann gagnrýndi mjög leikað- ferð átti örugglega drjúgan þátt í að ég skyldi missa stöðuna," sagði hann. Miklar vangaveltur eru á lofti um eft- irmann Barker. Fjölmargir eru tilnefn- dir, svo sem John Barnwell, sem var fyrir stuttu rekinn frá gríska félaginu ÁEK, Len Ashurst frá Cardiff, Tommy Docherty (að sjálfsögðu!), Graham Turner stjóri Shrewsbury og Denis Smith, sem lék með Stoke um áraraðir en stýrir nú 4. deildarliði York. Fer Sunderland til Sunderland? Svo gæti hæglega farið, Sunderland vantar reyndan framlínumann og rennir hýru auga til Alan Sunderland, hins 31 árs gamla framherja hjá Arsenal. Liverpool er í þann veginn að festa kaup á Tony Adcock, miklum marka- skorara frá 4. deildarliði Colchester sem hefur gert 17 mörk í vetur. Frá því verður líklega gengið í vikunni, reiknað er með að Liverpool verði að punga út 250 þúsund pundum og að uppí það fari jafnvel einhver leikmanna varaliðs fél- agsins. Newcastle hefur sýnt mikinn áhuga á að ná í skoska landsliðsmanninn Joe Jordan sem leikur með Verona á Ítalíu. Jordan er 32 ára gamall og ætlar sér heim til Bretlandseyja að þessu leiktím- abili loknu. Oldham, sem er í fallbaráttu 2. deildar, hefur beðið um að fá David Johnson, hinn gamalreynda miðherja Everton, að láni. Joe Royle, fram- kvæmdastjóri Oldham, þekkir vel til hjá Everton, var helsti markaskorari liðsins fyrir nokkrum árum. Billy McNeill, framkvæmdastjóri Manchester City, hefur yfir eyðslufé að ráða eftir að hafa selt Tommy Caton til Arsenal. Hann leitar að sterkum mið- verði í staðinn og hefur augastað á Mike McCarthy frá Barnsley sem er talinn einn allrabesti varnarmaður í 2. deild. Newcastle vill einnig fá hann til að bæta sína hripleku vörn. Vestur-þyska knattspyrnan: Eðvarð náði frá- bærum árangri Eðvarð Þ. Eðvarðsson, sund- kappinn efnilegi frá Njarðvík, stóð sig frábærlega vel á Norðurlanda- móti unglinga í sundi sem haldið var í Svíþjóð um helgina. Eðvarð setti tvö Islandsmet, synti á 2:12,7 min. í 200 m baksundi og 1:00,71 mín. í 100 m baksundi. Það sem meira var, hann varð þriðji í fyrri greininni og annar í þeirri síðar- nefndu. Bryndís Ólafsdóttir, Ragnheið- ur Runólfsdóttir og Ragnar Guð- mundsson tóku einnig þátt í mót- inu og stóðu sig vel, urðu yfirleitt í 6.-10. sæti í sínum greinum. Ragn- heiður setti íslandsmet í 200 m fjórsundi, 2:28,02 mín, og Ragnar piltamet í 400 m skriðsundi, 4:17,25 mín. Þá setti Eðvarð pilta- met í 100 m skriðsundi, 56,01 sek. -VS TB vantar miðherja: Sigurður hætti við Sigurður Friðjónsson, marka- skorarinn mikli úr Þrótti Neskaup- stað, leikur ekki með TB í færeysku 1. deildinni i knattspyrnu næsta sumar eins og ráð hafði vcrið fyrir gert. í staðinn bendir allt til þess að hann haldi áfram að hrella varnar- menn 3. dcildarliðanna með Þrótti. TB leitar logandi ljósi að miðherja eða miðvallarspilara í staðinn. Þeir sem áhuga hafa geta snúið sér til þjálfara liðsins, Þorleifs Más Friðjónssonar, í síma 97-7547 á Neskaupstað. -VS Jóhann í Þrótt? Jóhann Þorvarðarson, miðvall- arspilarinn kunni í knattspyrn- unni, hefur undanfarið æft með 1. deildarliði Þróttar. Jóhann til- kynnti félagaskipti úr Víkingi fyrr í vetur og það yrði mikill fengur fyrir Þróttara að næla í hann fyrir slaginn næsta sumar. -VS Bayernmisstistig Keegan bjartsýnn á sigur gegn Liverpool:_ „Ekkert vandamál að skora mörk...“ Bayern Munchen tókst ekki að komast að hlið Stuttgart í vestur-þýsku Bundesligunni í knattspyrnu um helgina. Stutt- gart hafði unnið frækinn sigur í Hamborg í vikunni á undan eins og áður hefur komið fram og Ba- yern gerði aðeins jafntefli, 1-1, við Bayern Uerdingen á laugar- daginn. Fortuna Dússeldorf gerði jafn- ÍS tapaöi sínum þriðja leik í röð í 1. deild karla í blaki á laugardaginn er liðið lék við Þrótt í Hagaskólanum. Áhugaleysi var ríkjandi í röðum Stúdenta og þeir töpuðu þriðju hrin- unni 16-14 eftir að hafa komist í 14-7. Hinar tvær enduðu 15-8 og 15-10. HK vann nauman sigur á Fram í hörkuleik, 3-2, í Kópavogi. Fram vann fyrst 8-15, þá HK 15-10, en síðan Fram aftur, 13-15. Kópavogsliðið tryggði sér sigur með því að vinna tvær síðustu hrinurnar, 15-9 og 15-6. Framarar tefli við Bochum, 1-1. Atli Eð- valdsson lék að nýju með Fortuna eftir meiðslin en varð að fara útaf um miðjan síðari hálfleik. Pétur Ormslev tók stöðu hans. Bochum komst yfir í leiknum en hinn leikreyndi Rúdiger Wenzel jafnaði 18 mínútum fyrir leikslok. Serder Bremen vann Braunschweig létt, 4-0, en Mönc- hengladbach gerði 2-2 jafntefli við Armenia Bielefeld. -VS standa mnan tfðar uppi þjálfaralausir, Sveinn Hreinsson hefur sagt stöðu sinni lausri af persónulegum ástæðum. Breiðablik kom sér í toppslaginn í 1. deild kvenna með því að vinna ÍS 3-2. Sneri þar með við úrslitunum frá því liðin mættust í síðustu viku. Breiðablik vann fyrst 15-10 og 15-9, síðan ÍS 13-15 og 12-15. Breiðablik vann loks loka- hrinuna 15-7. Einn ieikur var háður í 2. deild karla, HK-2 sigraði Breiðablik 3-0 í Kópa- vogi. _vs Frá Heimi Bergssyni, frétta- manni Þjóðviljans í Englandi: „Ég er virkilega ánægður með að leika gegn Liverpool á Anfi- eld í 3. umferð bikarkeppninnar. Ef við náum mjög góðum leik gæti okkur tekist að sigra mitt gamla félag. Fyrir okkur er ekk- ert vandamál að skora mörk, en því miður er of auðvelt að skora hjá okkur,“ sagði Kevin Keegan, knattspyrnumaðurinn frægi hjá Newcastle, í blaðaviðtali um helgina. Liverpool og Newcastle leika saman í 3. umferð keppn- innar og þótt Newcastle leiki í 2. deild gæti þetta orðið stórleikur umferðarinnar. Önnur fyrrum Liverpool-stjarna, Terry McDer- mott, leikur með Newcastle. Eftirtalin félög mætast í 3. um- ferðinni í janúarbyrjun: Altrincham/Darlington- Maidstone Aston Villa-Norwich City Blackpool/Bangor-Manchester City Blackburn-Chelsea Bolton-Sunderland Bournemouth/Windsor- Manch.United Brighton-Swansea City Burnley/Chesterf.-Oxford/ Reading Cambridge-Derby County Carlisle-Swindon Town Cardiff City-Ipswich Town Colchester-Charlton Coventry City-Wolves Crystal Palace-Leicester Fulham-Tottenham Gillingham-Brentford Huddersfield-Q.P.R, Leeds-Scunthorpe Liverpool-Newcastle Luton Town-Watford Middlesborough-Arsenal Nottm.Forest-Southampton Notts County-Bristol City Plymouth-Newport County Portsmouth-Grimsby Town Rotherham-W. B. A. Sheff.Utd/Lincoln-Birmingham Sheff.Wed.-Barnsley Shrewsbury-Oldham Stoke City-Everton West Ham-Wigan York/Rochdale-North.ton/ Telford Nokkrir áhugaverðir leikir að vánda, einna hæst ber Hudders- field-QPR, Nottingham For- est-Southampton, Luton-Watford og Aston Villa-Norwich. -HB/VS Enn tapa Stúdentar

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.