Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. desember 1983
Úthverfa-
sýningar
iFramhald af 1. siðu
- örsmá jDvottavél, lítið sjónvarp
o.s.frv. A stól við höfðalag kon-
unnar sat svo maður með grímu. Er
þetta ádeila á fjölskylduna sem
neyslueiningu, ádeila á hin hefð-
bundnu hlutverk kynjanna eða
raunsæ lýsing á kjarnafjölskyldu
nútímans? Svona túlkanir segja yf-
irleitt meira um túlkandann en
listaverkið. Ef hægt væri að skapa
þá dramatísku stemmingu sem ríkti
í þessu herbergi með þrem setning-
um skrifuðum á blað þá væri mynd-
sköpun bara marklítið púl. Stund-
um, þegar andlaus verk verða á
vegi mínum, finnst mér mynd-
sköpun furðulegt fyrirbæri. Dæmi?
Ja, önnur instalation sem einng
fjallaði um neyslu! Áhorfandinn
gekk í gegnum göng með ámáluð-
um menningarsögulegum mynd-
um. f byrjun voru myndir af hella-
ristum og egypskum faraóum og
svo framvegis vestræna menning-
arsögu sem endaði í skýjakljúfum
og stórverslunum. Burtséð frá því
að þessar myndir virtust málaðar
með heilmiklu meira af vilja en
getu, þá vantaði innri rökvísi í
verkið og það virkaði eins og eld-
gömul lumma.
Talandi um gamlar lummur, -þá
var þarna instalation verk sem
nefndist „mig dreymdi að ég kæmi
inn í svona hús“. Á beru steingólf-
inu voru regnbogasilungar gerðir
úr marglitu glitrandi dufti og á
veggina voru máluð fiðrildi. Man-
erískt hippatímabils-verk? Kann-
ski. Annars er glitterduft, gull og
silfurlitir mjög áberandi í myndum
hér og nú. Ðæmi er mynd Lee Jaffe
af Rosenberg hjónunum. Risavax-
ið málverk sem skipt er í tvo hluta.
Vinstri hluti verksins er byggður á
mjög þekktri mynd af Julius og Et-
hel Rosenberg á leið í fangelsi er
vírnetið gert úr silfurlitu glitter-
dufti. Hinn hluti myndarinnar er af
Ethel í rafmagnsstólnum og er
grunnur myndarinnar gulllitaður.
Svona málverk jaðrar við að vera
pólitísk kitsch-list. Pólitísk list hef-
ur talsvert verið til umræðu hér að
undanförnu. Lucy R. Lippard
skrifaði heilsíðugrein í seinasta Vil-
lage Voice um hlut listamanna í
mótmælagöngu sem farin var í
Washington 12. þessa mánaðar.
Mótmælt var fyrst og fremst innrás
Bandaríkjanna í Granada. Ég var
ekki í þessari göngu og veit því
mest lítið um listræna framsetningu
mótmælanna, en þekki þó íslensk-
an trotskiista sem hældi henni.
Fylkingarfélagar eru fyrir flest ann-
að þekktir en að bera lof á liðið hér
að ástæðulausu.
Sýningin út í Queens nefndist
„Expressions: New Art from
Germany" og var í P.S.l. Pí-
esswonn var, frá því árið 1888 og
fram á sjöunda áratuginn barna-
skóli. Skólinn var lagður niður þeg-
ar hverfið sem hann stendur í var
orðið hálfgert verksmiðjuhverfi og
fátt orðið um börn.
Fyrir sjö árum kom The Institute .
for Art and Urban Resources því
til leiðar að húsið var gert að Tvö fimmtán ára gömul málverk eftir Georg Baselitzá P.S.l.-sýningunni.
HVAD
ERIOHHNUM?
RÚLLETTUR — hvaö annaö
Síðan RÚLLETTURNAR frá ísfugl komu á markaðinn hafa þær
rúllaö inní ofna og grill um allt land og veriö frábærlega vel tekið,
þær eru líka nýjung á íslenskum matvælamarkaöi. RÚLLETTUR
eru úrbeinaðir- upprúllaöir holdakjúklingar í hæsta gæðaflokki.
RÚLLETTUR eru fylltar með ýmsu
góðgæti t. d. sveskjum eða bacon og einnig
er hægt að fá þær reyktar. RÚLLETTUR
má steikja eða grilla og úr soðinu býrðu til
afbragðs sósu. Semsagt herramannsmatur.
Hvað með að rúlla RÚLLETTU inn í ofninn þinn?
ísfugl
Fuglasláturhúsið að Varmá
Reykjavegi 36 Mosfellssveit
Slmar: 91-66103 og 66766
sýningar- og Vinnuhúsnæði fyrir
listamenn. Fyrirtækið er rekið með
styrk frá „hinu opinbera", nánar
tiltekið menntamáladeild borgar-
innar, New York fylki og svo The
National Endowment for the Arts.
Jafnvel hér í háborg kapitílismans
er ekki reiknað með að almannafé
sé kastað á glæ með því að fjárfesta
í menningu.
Á fyrstu hæð P.S.l er stórt sýn-
ingarsvæði, á annarri hæð eru mörg
lítil herbergi til minni sérsýninga og
á þeirri þriðju er stór salur þar sem
haldnir eru hljómleikar, gjörning-
ar framkvæmdir o.s.frv. A húsinu
eru tvær álmur þar sem þrjátíu og
fjórar vinnustofur eru. Tíu þeirra
hafa Þýskaland, Kanda, Ástralía,
Holland, Noregur og Svíþjóð
tryggt sínum landsmönnum, en f
hinum vinna innfæddir.
var með kunnar myndir eins og
„Dauði og málari“, tvö stykki
næstum eins takk. Litanotkun hans
minnti helst á Braque en það er svo
sem ekkert til að ræða því Lúpertz
skiptir um stíl eins og annað fólk
skiptir um sokka og skyrtur. Pench
var með risavaxin málverk af þess-
um fígúrum sem líkjast teikni-
myndafígúrum en eru það ekki.
Þessir fimm málarar eru mjög ó-
líkir og það sem virtist helst tengja
þá var stærðin á verkunum. Það
vekur þá spurningu hvort stærð
mynda sé sterklega tengd mikil-
vægi þeirra? Þarf ekki annað og
meir til þess að mynd sé góð en það
að hún sé fimmtíu metrar að um-
máli? Eða er flatneskjan og tilfinn-
ingaleysið svo ríkjandi í mynd-
sköpun í dag að ódýr trix séu helstu
vörður á leiðinni til metorða í
Ný-expressionistar
frá Þýskalandi
„Expressions: New Art from
Germany" sýningin var á fyrstu
hæðinni. Verkin á henni voru eftir
fimm „fyrstu kynslóðar" ný-
expressionista í Þýskalandi, - þá
Georg Baselitz, Jörg Immendorf,
Anselm Kiefer, Markus Lúpertz
og A.R. Penck. Mörg verkanna
voru fimmtán til tuttugu ára gömul
og það gerði heiti sýningarinnar að
hálfgerðum brandara. Verkin voru
greinilega ekki ný nema að tíma-
viðmiðunin væri sjálf eilífðin.
Auðvitað skiptir ekki höfuðmáli
hvort verkin eru ný eða ekki. Kraf-
an um endalaust nýjabrum getur
auðveldlega orðið að kröfu um
yfirborðsmennsku. Yfirborðs-
mennska er nokkuð sem ber meira
á hjá annarri og þriðju kynslóð ný-
expressíonistanna en þeirri fyrstu.
Myndirnar á þessari sýningu voru
þær myndir sem þessir málarar
hafa orðið þekktir fyrir. Kiefer var
með landslagsmyndir unnar á
grófan hátt með sandi, stráum og
þvíumlíku í málningunni ásamt
letri hér og þar. Letrið í einni
myndinni kom kunnuglega fyrir
sjónir... „urð Werdandi skuld“
stóð á einni myndinni og voru þar
komin nöfn skapanornanna.
Baselitz var bæði með nýjar og
gamlar myndir. Elstu myndir hans
voru mjög hefðbundnar að öllu
leyti nema því að á þeim, eins og
nýrri myndunum, voru allar fígúr-
ur á hvolfi. Immendorf var með
nokkrar risavaxnar „Cafe Deuts-
land“ myndir, fullar af karakterum
sem gætu sæmt sér í hvaða Fass-
binder kvikmynd sem er. Lúpertz
myndlistarheiminum? Þetta eru
áleitnar spurningar meðal þeirra
sem lifa í fyrrgreindum heimi.
Þrjár góðar
Það voru fleiri sýningar í P.S.l
en sú þýska. Þrjár af litlu sýningun-
um voru mjög góðar. Ein þeirra
var „The way we live: beyond soci-
al documentary". Ljósmyndasýn-
ing sem fókusaði á vinstri gagnrýni
og félagslegar aðstæður fólks.
Önnur góð sýning var á verkum
Scott Richter. Hann var með svo
sem tíu skúlptúra sem allir voru
einhvers staðar á bilinu milli þess
að vera fígúratívir og abstrakt.
Stórar fígúrur úr tré sem byrjuðu á
einhverju sem líktist fótum og end-
uðu í einhverju sem minnti kannski
á hús. Mætti segja mér að hann
væri nákunnugur skúlptúrum Lou-
ise Bourgeois. Þriðja sýningin var
„Seven women/image impact" og
voru verk þeirra sjö kvenna sem
sýnduvalinafNancySpero. Meðal
þáttakenda í þeirri sýningu voru
Susan Rothenberg, Judy Rifka og
Sonia Balassanina. Síðast nefnd
var með verk sem hún nefndi
„Kolsvartir dagar“, - mjög sterkt
verk.
Almennt eru sýningarnar í P.S.l
ekki í grundvallaratriðum ólíkar
þeim sýningum sem eru í galleríun-
um inn í bæ. Þessi expressionista-
sýning hefði getað verið í söfnum
eins og Whitney eða Nútímalista-
safninu. P.S.l er ekki endilega
neitt „andófs“ sýningarhúsnæði
heldur eykur fyrst og fremst á þá
fjölbreytni sem fyrir er í myndlist í
New York borg.
Brooklyn, N.Y.
29. nóvember 1983.