Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 3
Helgin 17.-18. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Mikið og vandað rit eftir Júníus Kristinsson komið út
hjá Sagnfrœðistofnun Háskóla íslands:
Vesturfaraskrá
1870-
Vesturfaraskrá 1870-1914
heitir þykk bók í stóru broti sem
er nýkomin út á vegum Sagn-
fræðistofnunar Háskóla ís-
lands ogereftirJúníusH. Krist-
insson cand.mag. er léstfyrir
aldur f ram snemma á þessu
ári. í því er skrá um 14.268 ís-
lendinga sem fluttust til Vestur-
heims á þessu tímabili.
Nöfnum Vesturfara er raðaö
eftir síðasta dvalarstað þeirra hér á
landi og er þannig farið hringinn í
kringum landið hrepp fyrir hrepp.
Einnig er tilgreint eftir því sem
heimildir hörkkva til staða við-
komandi og aldur, útflutningsár,
útflutningshöfn, útflutningsskip
auk fyrirhugaðs ákvörðunarstaðar
vestra. í inngangi, sem bæði er á
íslensku og ensku, er tölfræðilegt
yfirlit yfir fjölda vesturfaranna í
skránni, aldur þeirra og kyn, auk
yfirlits yfir það hve mikill
straumurinn var úr landinu sam-
1914
kvæmt skránni ár hvert og hversu
margir fóru úr hverju héraði.
Er skemmst frá því að segja að
þetta rit er ómetanlegt fyrir ætt-
fræðinga,sagnfræðinga, félagsfræð-
inga og landfræðinga, aðekkisé
talað um Vestur-íslendinga sem
vilja leita uppruna síns hér á landi.
Upphaf þess verks var það að
Júníus ásamt Helga Skúla Kjart-
anssyni sagnfræðingi vann um
nokkurra mánaða skeið á árunum
1972-1973 að skráningu íslendinga
sem fluttust til Vesturheims og var
þetta liður í samnorrænni rannsókn
á flutningi Norðurlandabúa til Am-
eríku. Arið 1975 samþykkti svo
Sagnfræðistofnun Háskóla íslands
að leggja fé í að gera allsherjarskrá
yfir Vesturheimsfara í tilefni af 100
ára afmæli íslendinga j Nýja-
íslandi og var Júníusi falið verkið.
Þess skal getið að cand.mag,-
ritgerð hans fjallaði um „Vestur-
heimsferðir Vopnfirðinga 1874-
1920“.
Aftast í þessu mikla riti er nafna-
Júníus H. Kristinsson hafði að fullu
lokið við handrit að Vesturfara-
skrá er hann lést snemma á þessu
ári.
skrá allra Vesturheimsfara í staf-
rófsröð. Sögufélagið Garðastræti
13b sér um dreifingu og sölu ritsins.
-GFr
Leslu
aðeins
stjórnarbloðNi?
Höfuðmálgagn
stjórnarandstöðunnar
Áskriftarsími (91)81333
Lesendur athugið!
Ertu að kaupa eða selja
íbúð?
Eignaskipti eru öryggi
Vantar allar stærðir ei<
Magnús Þórðarson hdl.
Árni Þorsteinsson sölustj.
Fasteignasalan Bolholti 6,
sími 39424 og 38877.
Opið mánud. - föstud.
9-6
laugard. - sunnud.
1-5
mmm
SL'ÖUK
A
Iðnaðar-
mannatal
Suðurnesja
Út er komið á vegum bókafor-
lagsins Iðunnar Iðnaðarmannatal
Suðurnesja, mikið rit sem Guðni
Magnússon hefur tekið saman. -
Iðnaðarmannafélag Suðurnesja
stóð fyrir því að láta skrá rit þetta
og átti þáverandi formaður félags-
ins, Eyþór Þórðarson, frumkvæði
að verkinu árið 1970.
í ritinu eru alls um 950 æviágrip.
Þar að auki er skrá um iðnnema um
áramótin 1979-80, en þá var söfnun
æviskráa lokið þótt útgáfan hafi af
ýmsu ástæðum dregist þar til nú.
Þess má geta að myndaöflun gekk
svo vel að í myndir af öllum náðist
nema fimm.
Iðnaðarmannatal Suðurnesja er
sérstætt í hópi stéttatala sem út
hafa verið gefin á landi hér. Aldrei
hafa fjölmennri og marggreindri
starfsstétt í einum landshluta verið
gerð slík skil.
Kappgjarnir menn
og stórhuga
GUÐLAUGURJÓNSSON:
t,,T REIÐIR Á ÍSLANDI
904-1930 II
Tvö glæsileg bindi í gjafaöskju.
240 Ijósmyndir á 600 síöum.
Bílgreinasambandíö.
I þessti verki er í máli og myndum rakin saga bif-
reiða á íslandi frá því fyrsti bfllinn kom hingað
1904 og fram um 1930. Sagt er frá frumkvöðlum í
bflamálum, og landnámi bifreiöa í hinum ýmsu
landshlutum. M.a. er frá því
greint hvernig kappgjarnir menn og stórhuga öttu
bifreiðum sínum á hvert torleiðið af öðru uns bfl-
fært mátti kalla um allt landið.