Þjóðviljinn - 17.12.1983, Page 8

Þjóðviljinn - 17.12.1983, Page 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. desember 1983 Drykkir ARMULA 1a EIÐISTORG111 Ljósmyndir Skafta Guðjónssonar bókbindara hafa oft sést á síðum Þjóðviljans undanfarin ár. Nú er ný- komin út vegleg bók með Ijósmynd- um Skafta er nefnist Á tímum f riðar og óf riðar 1924-1945. Formála og ýtar- legan myndatexta skrifar Guðjón Friðriksson blaðamaður. Við grípum hér niður í formála Guðjóns: Skafti Guðjónsson var í hópi fjölmargra ungra sveitamanna sem streymdu til Reykjavíkur á fyrri heimsstyraldarárunum og gengust upp í því að verða borgarbörn. Hann var einn af þeim sem fylltu hina nýju og vaxandi stétt smáborgara. Hann hafði galopin augu fyrir öllu hinu nýja, starði með aðdáun á erlenda heimsborgara sem hingað lögðu leið sína, drakk í sig dönsk vikublöð og naut þöglu kvikmyndanna fram í fingurgóma. Skafti var einhleypur og það háði honum jafnan hvað hann heyrði illa. Sjálfsagt hefur veröld hans verið innhverfari fyrir bragðið þótt hann væri fé- lagslyndur í besta lagi. Hann bjó yfir kímnigáfu af gamalli íslenskri gerð og hafði næmt auga fyrir hinu smábroslega í fari náungans án þess að vera meinfýsinn. Lárus H. Blöndal bókavörður skrifaði minningargrein um Skafta látinn og segir þar m.a.: „Mér fannst Skafti vinur minn vera einn þeirra manna, sem virðast kappkosta að skyggja sjálfan sig og forðast að leiða tal að sjálfum sér; öllu slíku taldi eyddi hann umsvifalaust með gamansemi. Skafti minnti mig jafnan á ungan dreng. Mér fannst hann lifa að hálfu í dreng- heimum. Þetta kom m.a. fram í söfnunarhneigð hans.“ Og það var orð að sönnu. Eitt af því sem einkenndi Skaftavarmikil söfnunarástríða. Hann safnaði öllu sem hann gat fest hönd á: frímerkjum, prógrömmum, eldspýtustokkum, póstkortum, leikaramyndum, barmmerkjum og eiginhandaráritunum. Aðeins 19 ára gamall mun Skafti hafa eignast Ijósmyndavél og varð hann fljótt ágætur Ijós- myndari. Hann lærði þó aldrei til Ijósmyndunar, var alltaf leikmaður í faginu og lét Hans Petersen framkalla og kopiera filmur sínar. Vél hans var lítil, útdregin belgmyndavél af gerðinni Kodak B. Það sem gerir Ijósmyndasafn Skafta Guðjóns- sonar einstakt er einkum tvennt: í fyrsta lagi rað- aði hann myndunum nostursamlega í þykk al- búm og nákvæmlega í rétta tímaröð. Þessi al- búm eru því eins og árbækur. Upplýsingar eru skrifaðar við hverja mynd og eru jafnvel ná- kvæmar dagsetningar við fjölda þeirra. Þá hélt hann filmunum vel til haga, setti þær í umslög og merkti. Myndasöfn frá sama tíma eru oftast á tvist og bast, ekki síst filmurnar, og verður æ erfiðara að finna út hverjir eru á myndunum og af hverju þær eru. í öðru lagi hafði Skafti auga fyrir myndefni sem margir létu eiga sig. Oft á tíðum vann hann eins og þaulvanur blaðaljósmyndari. Ef eitthvaö var um að vera í Reykjavík var hann óðar þotinn út með myndavélina og „skrásetti" atburðinn með því að taka mynd. Kennir þar ákaflega margra grasa og má nefna flugvéla- og skipakomur, heimsóknir þjóðhöfðingja og ann- arra fyrirmanna, hátíðir, jarðarfarir, kröfugöngur, uppþot og íþróttaviðburði. Stundum aflaði hann sér leyfis hjá lögreglustjóra til að fá að vera sem næst hinum fréttnæmu atburðum. Þegar ísland var hernumið 1940 virðist Skafti sjaldan hafa skilið vélina við sig. Hann Ijósmyndaði hernámið í bak og fyrir þó að það væri í raunog veru strang- lega bannað. Skafti eignaðist kunningja meðal hermanna og hefur það sjálfsagt auðveldað hon- um Ijósmyndunina. En það eru ekki þara fréttnæmir atburðir í þessu safni. Úr myndunum má ekki sist lesa bæjar- braginn í Reykjavík og tískubreytingar. „Stæll- inn“ sem kemurfram í klæðaburðí og látbragði á þjóðlífsmyndum Skaftasýnirvel hvernig Reykvíkingargengu heimsmenningunni á hönd á árunum milli stríða. Lafandi sígaretta í munni, fínir hattar eða sixpensarar, vel hneppt og stíf- pressuð jakkaföt, rykfrakki á handlegg og yfir- vegaður heimsmannssvipur. Skafti og kunningj- ar hans eru eins og klipptir út úr erlendum kvik- myndablöðum þrátt fyrir dálítið „þórbergskan" sveitamannsanda öðrum þræði. Myndaalbúm Skafta ná yfir tímabilið 1921-1953 en eftir það virðist áhugi hans fremur beinast inn á aðrar brautir en Ijósmyndun þó að hann héldi áf ram að taka myndir við sérstök tækifæri. Frá- gangur myndanna í hinum fjölmörgu albúmum er einstakur. Hver síða er eins og listaverk, mynd- irnarfagurlega umbúnar með rósaflúri og litum. I myndasafni Skafta Guðjónsonar eru þúsundir mynda og var því úr vöndu að ráða þegar velja skyldi myndir í þessa bók. Ákveðið var að velja fyrst og fremst myndir sem hafa heimilda- eða fréttagildi og sýna ákveðnasögu eða þróun. Bókin hefst með kafla um Alþingishátíðina 1930, en þá komst ísland fyrst í sjónmál umheimsins sem fullvalda ríki og var sá atburður því mikil- vægur fyrir sjálfsvitund íslendinga. Síðan er lýst að nokkru lífinu í Reykjavík, sem var óðum að breytast úr bæ í borg, og hvernig heimsmenning- in heldur innreið sína í þetta litla og kyrrstæða bæjarfélag. Um þessar mundirfóru stórveldin að huga að því í auknum mæli hvort ísland gæti gegnt því hlutverki að vera nauðsynlegur við- komustaður á flug- og skipaleiðum yfir Atlants- haf. Myndirnar í bókinni sýna hvernig hinar er- lendu öldur, sem skella á landinu, verða þyngri eftir því sem hernaðarlegt mikilvægi þess eykst og viðsjár magnast í Evrópu. Stjórnmál og stétta- átök bera líka æ meiri keim af alþjóðastjórnmál- um eftir því sem líður á fjórða áratug aldarinnar. Inn í þetta fléttast svo þjóðlífið sjálft og ýmsir viðburðir, stórirog smáir. Heimsstyrjöldin er há- punktur þessarar þróunar en þá sogast íslend- ingar beint inn í átökin með hernámi Breta. Loka- kaflinn er svo um lýðveldisstofnunina 1944 en hún markar ásamt stríðslokum þáttaskil í sögu íslands." % Ljósmyndarlnn, Skaftl Guðjónsson, árið 1935. Mikið var f jargviðrast yfir kvenfóikinu og „ástandinu“. Hér er saumaklúbbur að störf- um í Reykjavík 30. janúar 1942. í albúmi Skafta stendur við þessa mynd, taliðfrá vinstri: „Tóta, Anna, Lilla, Disa og Sigga. Saumaklúbbur ungra stúlkna á ástandstím- um.“ NAlADfe"' Tag funag Shampoo wrötclwtufitf' ItwuMftdic £&■’' . iurfAíw Pað er ótrúlegt en satt, mosi er meðal peirra epw sem notuð eru í sjampóið, og ef til vill er pað hann sem gefur pví pennan sérstaka ilm. Sjampóið er sérstaklega milt, svo nota má pað á hverjum degi. Hentar einnig vel fyrir börn, pví pau svíður ekki í augun undan sjampóinu. Nú er petta frábæra sjampó komið til landsins og fæst í verslunum um land allt. Heildsölubirgðir: JÓHANN INGÓLFSSON Ingólfsstræti 21A S. 27950 - 27940 A tímum ófríðar 1924-1945 Tvær stúlkur á Ingólfsgarði árið 1924, önnur á peysufötum en hin i nýmóðíns útlendum klæðnaði. Þetta er táknræn mynd fyrir þær krossgötur gamals og nýs, sveitar og borgar, sem Reykjavík stóð á um þessar mundir. Stúlkurnar heita Fanney Guðmundsdóttir og Elísabet Siguröardóttir. Kolbeinshaus í bak- sýn. (fjarska til hægri sér í Laugarnesspítal- annfremstánesinu. Vinnufiokkur frá Sigurlinna Péturssyní bygg ingarmeistara í húsi við Austurstræti árið 1942. Frá vinstri eru Kristján Jakobsson og Guðmundur Guðmundsson frá Höllustöð- um. Annar frá hægri er Júlíus Magnússon trésmiður. Heimildaljósmyndir Skafta Guöjónssonar 10% afsláttur í heilum kössum 25% Gos1! verðlækkun á gosdrykkjum í lítraumbúðum 30% verðlækkun á Sanitasgosdrykkjum Árið 1933 kom K.F.U.M.’s Boldklub í Kaupmannahöfn til Reykjavíkur með e.s. (slandi til að endurgjalda heimsókn Valsara. Hér bjóða þeir Benedikt Waage, forseti íþróttasambands íslands, og séra Friðrik Friðriksson þá velkomna en strákahópur allt í kring. 16.ágúst1941 varðuppifóturog fit í Reykjavík. Það barst eins og eldur í sinu að von væri á sjálfum Winston Churchill forsætisráð- herra Breta og mest umtaiaða manni samtímans, í heimsókn. Churchill átti fund með íslenskum stjórnvöldum í Alþingishúsinu og á myndinni að ofan iengst til vinstri kemur hann fram á svalirn- ar ásamt Hermanni Jónassyni for- sætisráðherra og Sveini Björns- syni ríkisstjóra. Churchill ávarpaði mannfjöldann, sem hafði safnast saman á Austurvelli, nokkrum orð- um. Hans-Georg von Friedeburg kaf- bátaforingi stóð uppi í tumi kaf- bátsins U 27 í Reykjavíkurhöfn og mælti nokkur orð til mannf jöldans á bryggjunni. Friedeburg átti eftir að verða frægur í heimssty rjöld- inni. Hann varð yf irmaður kafbáta- flotans árið 1943 og er aðeins tveir dagarvorutil lokastyrjaldarinnar fór hann sem fulltrúi Dönitz til Reims til að vera viðstaddur undir- ritun uppgjafar Þjóðverja, en þá hafði Dönitz tekið við stjórn þyska ríkisins að Hitler látnum. Ósigrin- um mætti Friedeburg með því að skjóta sig til bana. Slíkan dauðdaga köliuðu herforingjarnir „frelsi dauðans” (Freitod) til að- greiningar frá sjálfsmorði óbreyttra borgara (Seibstmord).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.