Þjóðviljinn - 17.12.1983, Síða 13
Helgin 17.-18. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Suðurnesjaljóð
Arnartak hefur sent frá sér kass-
ettuna Suðurnesjaljóð og lög frá
liðnum árum eftir Kristin Reyr,
mikið prógramm sem níu lista-
menn flytja, tónlistarmenn.söngv-
arar, leikarar, kvæðamenn.
Kristinn Reyr er fæddur 1914 í
Grindavík og er af bændum og sjó-
mönnum kominn. Hann sleit
barnsskónum á Suðurnesjum, en
fluttist á unglingsárum til Reykja-
víkur og stundaði þar nám og versl-
unarstörf um árabil, uns hann um
tvítugt lagði leið sína á ný til Suður-
nesja. Hann stofnaði og rak bóka-
búð í Keflavík um tveggja áratuga
skeið og vann jafnframt ötullega að
félags- og menningarmálum stað-
arins.
Flutt og útgefin verk Kristins eru
á þriðja tug, leikrit,ljóðog söngv-
ar.
Á kassettunni er samankomið
úrval þess efnis sem í verkum Krist-
ins á rætur að rekja til Suðurnesja
og hefur höfundurinn haft veg og
vanda af vali efnisins.
Flytjendur á samt honum eru
Árni Tryggvason, Eyþór Þorláks-
son, Jón Atli Jónasson, Jón Sigur-
björnsson, Jónína H. Jónsdóttir,
Kjartan Hjálmarsson, Reynir Jón-
asson, og Páll Steingrímsson.
Upptöku annaðist Kvik sf. Ernst
Kettler. Umsjón var á hendi Jó-
hannesar Helga.
Um
Hinrik
og
Hagbarð
Iðunn hefur gefið út tvær nýjar
teiknimyndasögur um kappana
Hinrik og Hagbarð. Eru þetta
þriðja og fjórða bókin um þá félaga
sem út koma á íslensku. Höfundur
þeirra er belgíski teiknarinn Peyo.
Priðja bókin heitir Stríðið um
Iindirnar sjö og segir frá því er þeir
Hinrik og Hagbarður koma í gaml-
an Iöngu yfirgefinn kastala. Þar
reynist draugur borgarmeistarans
vera á ferli og getur ekki öðlast frið
fyrr en borgin er aftur komin í rétt-
ar hendur ættar hans. - Hin sagan
heitir Landið týnda. Bjarni Karls-
son þýðir.
Fermingarveislan
*
H
VETINGA
MAÐURINN
Brúðkaupið
Biðjið um tilboð og kynnið ykkur
hvað við höfum gott að bjóða.
Stórafmælið
Þá getið þið sjálf notið gestanna, laus
við tímafrekan veisluundirbúning.
Þorraveislan
Rekstrarst jórinn okkar hefur mikla
reynslu í tilreiðslu þorramatar.
Vagnhöfða 11
Lárus Loftsson rekstrarstjóri
Slrni 86880
Glæsilegt veisluborð er prýði brúð-
kaupsvei^lunnar. Og matsveinninn og
þjónninn koma líka ef þið óskið.
Önnur þjónusta
Veitingamaðurinn býður marg-
háttaða aðra þjónustu, s.s.hádeigis-
verði í fyrirtæki, nestispakka í
fjölskyldu- og fyrirtækisferðina o.m.fl.
Veisluborðin eru hagkvæm og ódýr og
allir réttir í hæsta gæðaflokki.
Við sjáum um veitingamar