Þjóðviljinn - 17.12.1983, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.—18. desember 1983
bsejarrölt
Þegar
ég var
hand-
tekinn
í þeirri miklu umræðu um
lögreglumál, sem verið hefur í
fjölmiðlum að undanförnu, rifj-
aðist það upp fyrir mér þegar ég
var handtekinn um árið. Eg hef
nú eiginlega aldrei viljað flagga
þeim atburði en nú hefur mér
vaxið nokkuð ásmegin og er mér
þó síður en svo illa viðlögregl-
una, á m.a.s. ágæta vini innan
hennar, dagfarsprúða og eisku-
lega menn.
Þannig er mál með vexti að á
fullveldisdaginn fyrir nokkrum
árum var efnt til hófs meðal
starfsfólksins á mínum vinnustað
og var það hin besta skemmtun,
mikið sungið og spjallað saman,
sagðar sögur og hlegið. Þegar
gleðin var í hámarki var tekin
samhljóða ákvörðun um að
steðja í Sigtún en þar voru stúd-
entar að fagna fullveldi. Tíndist
fólk út með húrrahrópum og
gekk syngjandi niður Múlana.
Það fyrsta sem við sáum í and-
dyri Sigtúns var dyravörður sem
lá ofan á drengstaula nokkrum á
beru steingólfinu og hélt andliti
hans ofan í skítugri steinsteyp-
unni. Okkur setti hljóð við þessa
sjón þangað til ein samstarfskona
mín beygði sig niður að dyraverð-
inum og spurði hvaðum væri að
vera.ísamamundbaraðlögreglu-
þjóna og varð nú hröð atburðar-
ás. Téð samstarfskona mín var
skyndilega gripin af tveimur fíl-
efldum og áður en nokkurn varði
var hún komin um borð í svartan
lögreglubíl.
Ég er ákaflega hæglátur maður
svo að jaðrar við geðleysi og
seinþreyttur til vandræða en nú
fann ég volgan roða færast upp í
andlit mitt. Ég gekk að lögreglu-
bílnum, barði hann utan með
nokkrum þjósti og krafðist þess í
nafni laganna að samstarfskona
mín yrði tafarlaust látin Iaus.
Ekki var ég fyrr búin að byrsta
mig við lögreglubílinn en ég fann
að gripið var um báða handleggi
mína að aftanverðu og snúið upp
á þá. Var ég tekin á fleygiferð og
hent inn í annan lögreglubíl og
hurðinni skellt á eftir mér. Brátt
fylltist lögreglubíllinn af prúð-
búnu fólki og við sátum þarna
eins og dæmd og allur söngur
kominn út í veður og vind. Ég var
ævareiður, svo reiður að ég náði
ekki upp í nefið á mér fyrir bræði.
Svo var lagt af stað niður á lög-
reglustöð. A leiðinni hélt ég
langan reiðilestur yfir lögreglu-
þjónunum í framsætinu, sagðist
vera blaðamaður og kvaðst ætla
að gera úr þessu stórmál í blöðun-
um og þeir skyldu svo sannarlega
eiga eftir að iðrast gera sinna. Eg
dró upp blað og penna og krafðist
þess að fá númer lögregluþjón-
anna. Eftir nokkurn seming voru
mér sögð einhver númer. A Iög-
reglustöðinni var okkur svo
stungið inn í biðstofu og þar sát-
um við langa hríð, þögul, reið og
aumkunarverð.
Eftir nokkra mæðu vorum við,
ég og samstarfskonan, dregin
fram og þar var þá kominn þriðji
félagi minn sem hafði komið í
humátt á eftir og fékk okkur nú
leyst úr haldi gegn loforði um að
keyra okkur beint heim.
Þegar ég gekk út af stöðinni var
stungið að mér miða og ég stakk
honum umhugsunarlaust í vas-
ann. Svo fór ég heim enda allur
vindur úr mér. Ég var örmagna.
Daginn eftir fann ég miðann í
vasanum og sá þá að á hann voru
skrifuð númer. Einnig fann ég
blaðið í veskinu mínu með núm-
erum lögregluþjónanna sem ég
hafði sjálfur skrifað. Það voru allt
önnur númer en voru á miðan-
um. Þá rann upp fyrir mér ljós.
Þeir höfðu logið til um númer sín
í bílnum en sennilega fengið bak-
þanka af því að ég var blaðamað-
ur og hafði gert mig breiðan og
stungið að mér réttum númerum
áður en ég gekk út.
Auðvitað gerði ég aldrei neitt
mál úr því þó að lögreglan hefði
spillt saklausri skemmtun okkar.
Ég nennti því ekki. En það eru
ótrúlega margir sem kunna svip-
aðar og miklu verri sögur.
- Guðjón
Veistu...
að fyrsta jafnaðarmannafélag á
fslandi var Jafnaðarmannafé-
lag Akureyrar. Aðalstofn-
andi var Ólafur Friðriksson
en fyrsti formaður Ingimar
Eydal.
að konur í Reykjavík höfðu
forgöngu um það að Lands-
spítalinn var reistur.
að í bæjarstjórnarkosningum
1916 var boðinn fram sérstak-
ur listi Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar og Hásetafélags-
ins og hlaut hann um helming
greiddra atkvæða.
að prentarar voru fyrstir til að ná
fram kröfunni um 8 stunda
vinnudag. Það var árið 1920.
að Jörundur Brynjólfsson, sem
lengi sat á þingi fyrir Fram-
sóknarflokkinn, var upphaf-
lega kosinn á þing af lista
Verkamanna í Reykjavík.
að lokið var við fyrstu verka-
mannabústaðina í Reykjavík
árið 1932 og lögðu eigendur
íbúðanna fram 15% af kostn-
aðarverði en greiddu af-
ganginn á 42 árum með því að
borga mánaðarlega húsa-
leigu.
að Nesstofa á Seltjarnarnesi var
reist á árunum 1761-64 og þar
var bústaður landlæknis allt
til ársins 1834.
að á árunum 1873-1904 var
landshöfðingi æðsti embættis-
maður Danakonungs á ís-
landi, en aðeins þrír menn
gegndu þessu embætti, þeir
Hilmar Finsen, Bergur Thor-
berg og Magnús Stephensen.
sunnudagskrossgátan
7— 2 3 5' C. ? V T~ 22 $ /0 1 J/ IZ
/3 )Ý /S 22 l(? /> /s7 /4 u 20 & 2/ (p d
2 12 ? ? 2/ / /2 )(? V 21 )7 // jsr~ L„
s? 22 > zz 17 S2 tz 2Y 23" V u ‘Z 2C, 22
2? V 12 2C, /2 c V>\ n (? 8 Ý IZ 22 K z/
n í>~ 2Ý e (c, /2 2(2 22 )2 zz / )S (r
28 (, V 25' /S' // /s 1 /2 /C, T~ /6" S2 /
3 2'9 (> 22 /2 22 1Z > ? 22 /£ 22 V )2
2Ý 12 /*> >£ 22 l<? ¥ 2£T u 22 n % 22
27 /2 / Zd & 2? // /z (p 22 S2\ "t 25“
/<7 tt V 1$ 3 it // /2 22 (? lú 5 20 V V
S2 1 23 3 22 2/ 1 IZ S2 // 2/ 7- ? /s'
/2 !/ /2 2f )*> ze S2 )/ c, e 20 & 32 Z°) 2?
AÁBDDEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ
Nr. 402
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá bæjarnafn.
Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6,
Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 402“. Skilafrestur er þrjár vikur.
Verðlaunin verða send til vinningshafa.
z? /3 Zf /2 ó> 2S 7 32 /5
Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti
hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er
sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að veranæg hjálp
því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því
eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir
því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í
þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér-
hljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt.
Verðlaunin
Verðlaun fyrir krossgátu nr.
398 hlaut Theresía Erna
Viggósdóttir, Kvíholti 12,
220 Hafnarfírði. Þau eru
bókin Matur er mannsins
megin eftir Jóhönnu
Sveinsdóttur. Lausnarorðið
var Freyvangur.
Verðlaunin eru að þessu
sinni skáldsagan Viktoría
eftir Knut Hamsun.