Þjóðviljinn - 31.01.1984, Side 1
Þriðjudagur 31. janúar 1984 'ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Besti árangur Islands
íslcnska landsliðið í borðtennis náði sínum besta árangri í Evrópukeppninni,
3. deild, til þessa á Möltu um helgina. ísland varð í öðru sæti, tapaði úrslita-
leiknum gegn Búlgaríu 7-0. Búlgarir eru 1. deildarþjóð en var felld niður í 3.
deild síðast fyrir að mæta ekki til keppni.
ísland vann Jersey 4-3 á fimmtudaginn og á föstudag vannst 4-3 sigur á Möltu í
hörkuspennandi leik þar sem úrslit réðust ekki fyrr en í síðustu viðureign þegar
Tómas Guðjónsson bar sigurorð af Kordonna í einliðaleik karla, 21-11 og 21-14.
Jafntefli neðstu liðanna
Fylkir og Reynir úr Sandgerði gerðu jafntefli, 21-21, í miklum baráttuleik í 2.
deild karla í handknattleik á fóstudagskvöldið. Reynir var yfir mest allan
tímann en Fylkir jafnaði loks 17-17 og gerði síðan jöfnunarmark 15 sekúndum
fyrir leikslok. Gunnar Baldursson skoraði 7 mörk fyrir Fylki, Einar Einarsson 5
og Jón Leví 4. Daníel Einarsson 6, Snorri Jóhannesson 5 og Kristinn Arnarsson 3
voru markahæstir hjá Sandgerðingum. Fallbaráttan í deildinni jafnast enn, HK
og ÍR hafa 6 stig, Fylkir 5 og Reynir 3 stig.
- Frosti/VS.
Lewis nálgast Beamon!
Carl Lewis, sem af mörgum er álitinn mesti íþróttamaður heims um þessar
mundir, nálgast óðfluga heimsmetið „óvinnandi" í langstökkinu, 8,90 metra, en
þá vegalengd sveif Bob Beamon frá Bandaríkjunum í Mexíkó fyrir tæpum 16
árum. Lewis setti um hclgina heimsmet innanhúss, stökk 8,79 metra, sem er
annað lengsta stökk sem um getur í sögunni. Hann vantar því aðeins 11 sm til að
ná Beamon og kunnugir telja að hann fari létt með það á þessu ári, eigi eftir að
svífa yfir 9 metrana áður en það sé úti. Skyldi ekki vera farið að lengja
langstökksgryfjurnar þar sem von er á kappanum?
Laugdælir í baráttunni
Laugdælir eru með í baráttunni um sæti í úrvalsdeildinni í körfuknattleik eftir
góðan sigur á Grindvikingum í Keflavík á föstudagskvöldið, 63-59. Laugdælir
höfðu 38-31 yfir í hálfleik. Flest stig þcirra gerðu hástökkvarinn Unnar Vil-
hjálmsson, 21, og sama stigafjölda skoraði Hjálmar Hallgrímsson fyrir Grinda-
vík. Laugdælir eru með 14stigúr 11 leikjum, Fram 16 stig úr 11 leikjumogIS20
stig úr 14 leikjum.
- VS.
Heimaliðið komst ekki!
Körfuknattleikslið Framara fór fýluferð í Borgarnes á föstudagskvöldið því
þegar þangað var komið varð Ijóst að „heimaliðið" kæmist ekki til leiks vegna
ófærðar! Snæfell úr Stykkishólmi, sem leikur heimaleiki sína í Borgarnesi, átti
að mæta Fram í bikarkeppninni. Þeir Hólmarar lögðu af stað á kraftmiklum
kerrum en eftir að hafa komist 30 km á rúmum tveim tímum sneru þeir heim á
ný. Leikurinn hefur vcrið settur á í Borgarnesi í kvöld.
-gsn/VS.
Ólympíueldur tendraður
Ólympíueldurinn, sem loga mun í Sarajevo meðan vetrarólympíuleikarnir
standa þar yfir í næsta mánuði, var tendraður með geislum sólarinnar sjálfrar á
Ólympsfjalli í Grikklandi á sunnudaginn. Það var grískur námsmaður sem sá
um það og skeiðaði síðan af stað í átt til Sarajevo í Júgóslavíu. Tíu grískir
námsmenn skiptu á milli sín fyrsta áfanga hlaupsins mikla.
- VS.
JR vann tvo af fimm
Júdófélag Reykjavíkur átti sigurvegara í tveimur flokkum af limm i fyrri
hluta afmælismóts JSÍ sem fram fór í íþróttahúsi Kennaraháskólans á laugar-
daginn. Rúnar Guðjónsson sigraði í 65 kg flokki og Halldór Guðbjörnsson í 71
kg flokki.
Kristján Valdemarsson, Ármanni, sigraði í 95 kg flokki, Sigurður Hauksson,
UMFK, í 86 kg flokki og Gunnar Jóhannesson, Grindavík, í 60 kg flokki.
Síðari hluti mótsins fer fram 11. febrúar og þá verður keppt í opnum flokki
karla og kvenna, svo og í unglingaflokki.
- VS.
Annar sigur meistaranna
íslandsmeistarar KR í körfuknattleik kvenna unnu sinn annan sigur í vetur,
og hann óvæntan, 41-38 gegn Haukum á sunnudagskvöldið. Staðan í hálfleik var
25-22, KR í hag. Erna Jónsdóttir skoraði 12 stig fyrir KR og Cora Barker 6 en
Sóley Indriðadóttir gerði 16 stig fyrir Hauka, Svanhildur Guðlaugsdóttir og
Anna Guðmundsdóttir 8 hvor. Möguleikar Haukastúlknanna á mcistaratitlin-
um eru því orðnar hverfandi.
- VS.
ÍR-stúlkurnar styrktu stöðu sína:
Voru sterkari á
lokasprettinum
ÍR-ingar tryggðu stöðu sína á toppi 1.
deildar kvenna í körfubolta með því að
bera sigurorð af aðal kcppinautum sín-
um. Stúdínum, í æsispennandi leik er
háður var í Seljaskóla um helgina.
Lokatölur urðu 56-52 ÍR-stúlkum í hag
eftir að Stúdínur höfðu verið yfir í hálf-
leik, 34-27.
Mikið jafnræði var með liðunum
mest allan fyrri hálfleikinn, Stúdínur þó
yfirleitt með nauma forystu. f seinni
hálfleik snerist dæmið við, ÍR-ingar
náðu góðum kafla og tókst að jafna
metin. Stúdínurgáfustþóekkiupp, þær
komust í 46-42. ÍR-ingum tókst þá að
jafna metin og gott betur, komust í 54-
46 og þrátt fyrir góða viðleitni tókst
Stúdínum ekki að vinna upp þann mun.
Lokatölur sem fyrr sagði 56-52.
Emelia Sigurðardóttir átti bestan leik
fR-inga. Þá komst Thelma Björnsdóttir
vel frá leiknum þrátt fyrir að lenda í
villuvandræðum snemma leiks.
Hjá Stúdínum voru þær Þórunn
Rafnar, Kolbrún Leifsdóttir og Þórdís
Kristjánsdóttir bestar.
Stig ÍR: Emelía 21, Thelma 12, Auður
Rafnsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir 6,
Fríða Torfadóttir 5, Þóra Steffensen 4.
Stig ÍS: Þórunn 16, Kolbrún 10, Þórdís 8,
Ragnhildur Steinback 6, Kristín Magnús-
dóttir 5, Þorgerður Sigurðardóttir 2 og
Guðný Eiríksdóttir 1.
- Frosti -
Suður-amerísku snillingarnir Zico (t.v.) og Diego Maradona skoruðu
tvö mörk hvor fyrir félög sín á Ítalíu og Spáni um helgina.
Maradona, Zico og Platini á ferð:
Rétta hefndin!
Diego Maradona kom fram réttu
hefndinni fyrir fótbrotið slæma í
fyrri leik Barcelona og Atletico Bil-
bao í spænsku 1. deildarkeppninni í
haust. Liðin mættust í Bilbao um
helgina, Barcelona vann 2-1 og
Maradona skoraði sjálfur bæði
mörkin. Þetta var fyrsta tap
meistaranna í 14 leikjum.
Bilbao heldur þó forystunni,
með 30 stig, því Real Madrid gerði
aðeins markalaust jafntefli við
Real Sociedad og er með 29 stig.
Barcelona og Atletico Madrid
koma næst með 26 stig.
Juventus gerði 1-1 jafntefli við
Napoli á útivelli í ítölsku 1.
deildinni og missti forystuna niður í
tvö stig því nágrannarnir Torino
unnu AC Milano 3-1. Michel Plat-
ini skoraði mark Juventus en Zico
hinn brasilíski gerði tvö fyrir Udin-
ese sem vann Avellino 2-1. Zico er
því með 15 mörk, Platini 13. Ju-
ventus hefur 26 stig, Torino 24, Fi-
orentina 23, Roma, Verona og
Udinese 22 stig.
- VS.
Enska bikarkeppnin - 5. umferð:
Watford -
Brighton og Hove Albion, sem
svo eftirminnilega sló Liverpool
útúr ensku bikarkeppninni í knatt-
spyrnu á sunnudaginn, fékk vart
verðlaun við hæfl þegar dregið var
til 5. umferðarinnar í gær. Bright-
on þarf að heimasækja 1. deildarlið
Watford á Vicarage Road norður
af London í 16-Iiða úrslitunum
þann 18. febrúar.
Vegna frestana og jafntefla er
aðeins endanlega ljóst um tvær
viðureignir af átta í 5. umferð. Hin
er sú að 2. deildarlið Blackburn,
sem hefur verið ósigrandi síðan í
nóvember, fær Southampton í
heimsókn.
Niðurstaðan í gær varð þessi:
Brighton
Watford-Brighton
Blackburn-Southampton
Oxford-Sh. Wed/Coventry
Derby/Telford-Tottenh./Norwich
GiIIingham/Everton-Shrewsbury -
Plymouth-WBA/Scunthorpe
Birm .ham-W. Ham/Cr. Palace
Huddersf./Notts. C.-Middlesb./
Bournem.
Stórlið 1. deildar hafa beðið
mikið afhroð og af ellefu efstu lið-
um þar eru aðeins fjögur eftir í
keppninni. Það eru því betri mögu-
leikar en nokkru sinni fyrr fyrir
uppgangslið á borð við Coventry,
Norwich og Watford en ekkert
þessara liða hefur leikið til úrslita í
bikarkeppninni.
- VS.
Guðmundur
í Víking ?
Guðmundur Magnússon, drengja-
og unglingalandsliðsmaðurinn efni-
legi sem lék með ísfírðingum í 1.
deildinni í knattspyrnu sl. sumar, hef-
ur undanfarnar vikur æft stílt með 1.
deildarliði Víkings. Hann hefur þú
ekki tekið endanlega ákvörðun um
hvort hann leikur með Hæðargarðs-
liðinu í sumar.
- Frosti.
Logi aðstoð-
ar Petterson
Gunnar Pettersen, fyrirliði norska
handknattleikslandsliðsins, sem lék
hér á landi um helgina, er þjálfari og
leikmaður með Fredensborg/Ski í
heimalandi sínu. Aðstoðarþjálfari
hans þar er íslenskur, FH-ingurinn
Logi Olafsson sem nú er búsettur í
Noregi.
Pétur skorar
Sævar útaf
Pétur Pétursson skoraði eitt mark
og lagði annað upp þegar Antwerpen
vann Waterschei 4-2 í belgísku 1.
deildarkeppninni í knattspyrnu á
sunnudaginn. Lárus Guðmundsson
kom inná sem varamaður hjá Wat-
erschei en hann á í miklum útistöðum
við þjálfara liðsins þessa dagana.
Sævar Jónsson var rekinn af
leikvelli fyrir slæmt brot þegar CS
Brúgge tapaði 2-0 fyrir Standard í
Liege. Beveren er áfram á sigurbraut,
vann Beerschot 3-2 og er með 34 stig.
Seraing hefur 28 stig, Anderlecht 26
og Standard 25 stig.
- VS.
Einar kom
á óvart
Einar Gunnarsson, ungur piltur úr
Breiðabliki, varð óvæntur íslands-
meistari í þrístökki karla án atrennu á
meistaramóti íslands í atrennulausum
stökkum sem fram fór á sunnudaginn.
Hann stökk 9,54 metra.
Unnar Garðarsson úr HSK sigraði í
tveimur greinum, stökk 1,63 m í há-
stökki án atrennu og 3,16 m í lang-
stökki án atrennu. Kolbrún Rut Step-
hens, KR, vann einnig tvöfalt, stökk
1,40 m í hástökki og flaug 7,97 m i
þristökki í kvennaflokki. Loks sigraði
Helga Halldórsdóttir KR, í langstökki
kvenna, án atrennu, stökk 2,55
metra.
- VS.
„United getur þá ekki
annað en selt mig“
Frá Heimi Bergssyni frétta-
manni Þjóöviljans í Englandi:
„Þessi upphæð er ótrúleg - ef hún
reynist sönn - Manchester United getur
þá ekki annað en selt mig. Annars er
Bryan Robson
mitt stærsta áhugamál þessa stundina
að hjálpa Man. Utd. til að vinna ein-
hverja titla“, sagði Bryan Robson, fyr-
irliði Man. Utd. og enska landsliðsins í
knattspyrnu, um helgina.
ítalska félagið Sampdoria er sagt
hafa boðið 3 miljónir punda í Robson
en það yrði langhæsta upphæð sem
greidd hefur verið fyrir enskan knatt-
spyrnumann - helmingi hærri en risa-
sölurnar sem áttu sér stað fyrir nokkr-
um árum. Ron Atkinson, fram-
kvæmdastjóri Man. Utd., er þó harður
á að halda fyrirliða sínum og segir ekki
hægt að meta hann til fjár.
Real Madrid skoöar Rush
Útsendarar frá spænska stórliðinu
Real Madrid voru mættir á Goldstone
Ground á sunnudaginn og sáu Ian Rush
leika þar með Liverpool gegn Brighton.
Þeir tóku leikinn uppá myndband til
nánari athugunar, Spánverjarnir hafa
mikinn áhuga á þessum mikla marka-
skorara. Það er þó talið ólfklegt að Li-
verpool láti hann fara í bráð, hann skrif-
aði undir nýjan tveggja ára samning við
félagið í sumar. Real Madrid er einnig
með Gary Shaw hjá Aston Vdla í smá-
sjánni (eða á myndbandinu).
Hudson lögsækir Arsenal!
Alan Hudson, fyrrum leikmaður
Chelsea og Stoke, sem lék að nýju með
Stoke um helgina, gegn Arsenal, hyggst
lögsækja Arsenal fyrir slúður. Málið er
snúið og fléttast inní brottrekstur Terr-
ys Neill, framkvæmdastjóra Arsenal,
frá félaginu í desember. Neill hafði ver-
ið í einhverju sambandi við Hudson
með það í huga að kaupa hann.
Eindhoven vill fá Mariner
Hollenska félagið PSV Eindhoven
vill nú fá enska landsliðsmiðherjann
Paul Mariner frá Ipswich til liðs við sig.
Mariner er búinn að vera á sölulista
síðan í haust þar sem Ipswich hefur ekki
talið sig geta gengið að háum launa-
kröfum hans. Félagið hafnaði boði
Arsenal um að kaupa Mariner fyrir 150
þúsund pund en PSV er talið hafa boðið
nokkuð hærri upphæð. - HB/VS.