Þjóðviljinn - 07.02.1984, Qupperneq 4
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. febrúar 1984
Umsjón:
Víöir Sigurðsson
WestHamgefurekkerteftirþráttfyrirníuásjúkralista...
Vandamál þegar all
y " ctrol/ur t Tr»r«tnr»V> X—I
ir verða hei!ir!“
„Það blasir við mér gífur-
legt vandamál eftir um það
bil tvo mánuði, hvernig á ég
að velja liðið þegar 20 góðir
leikmenn verða allir orðnir
leikhæfir", sagði John Lyall,
framkvæmdastjóri West Ham,
eftir að hans menn höfðu rúllað
Stoke upp, 3-0, í 1. deild ensku
knattspyrnunnar á laugardag-
inn. Sex af fastamönnum West
Ham voru fjarverandi vegna
meiðsla og þrír léku þótt
meiddir væru, en samt átti
Stoke aldrei möguleika. Bobby
Barnes og Tony Cottee
skoruðu í fyrri hálfleik og Ray
Stewart úr vítaspyrnu í þeim
síðari eftir að Cottee hafði verið
felldur.
„Síðustu 2-3 árin höfum við
smám saman verið að bæta utan á
okkur mannskap og breiddin er
orðin mjög góð. Uppskeran úr ung-
lingaliðinu sigursæla frá 1981 er
stórkostleg, fjórir úr því áttu þátt í
mörkum í dag, Cottee, Barnes,
Paul Allen og Alan Dickens. Ann-
ars eru þessi meiðslavandræði okk-
ar ótrúleg, meira að segja lukku-
poilinn okkar mætti nefbrotinn til
leiks í dag! sagði Lyall. West Ham
er í þriðja sæti þrátt fyrir allar hrak-
spárnar í kjölfar meiðsla leik-
manna á borð við Devonshire,
Bonds, Whitton og Martin.
Lawrenson og Rush
meiddust í Sunderiand
Liverpool slapp ágætlega með
eitt stig frá Roker Park í Sunder-
land eftir 0-0 jafntefli. Heimaliðið
var frískara í rokinu og Bruce
Grobbelarr átti stórleik í marki
Liverpool. Þeir Ian Rush og Mark
Lawrenson meiddust báðir, Rush á
hné og Lawrenson á læri, en ættu
báðir að ná sér fljótt. Alan Dur-
ban, stjóri Sunderland, var ekki
sáttur við dómgæsluna. „Það átti
að reka Alan Hansen af leikvelli
fyrir Ijót brot en það er eins og
sumir sleppi alltaf meðan aðrir
minna þekktir eru sífellt reknir
útaf,“ sagði þessi fyrrum landsliðs-
kappi frá Wales.
Brian Clough, framkvæmda-
stjóri Nottingham Forset, vill helst
ekki kannast við að sfnir menn séu
komnir í toppbaráttuna, séður sá
gamli og lætur ekkert hafa eftir sér.
Forest var óheppið að sigra ekki
Tottenham á City Ground, slæm
varnarmistök leiddu til þess að
Chris Hughton varð frír eftir send-
ingu Osvaldo Ardiles og jafnaði
fyrir Tottenham á lokamínútunni,
2-2. Steve Hodge skoraði fyrst
glæsimark fyrir Forest en Mark
Falco jafnaði fyrir hlé, 1-1. Colin
Walsh kom Forest yfir á ný úr víta-
spyrnu sem dæmd var á Gary
Mabbutt en leikmenn Tottenham
börðust til síðustu mínútu og héldu
heim með eitt stig. Graham Ro-
berts hjá Tottenham var yfirburða-
maður á vellinum og Ardiles átti
góða spretti.
Manchester United var ekki
sannfærand og lét Norwich taka af
sér stig á Old Trafford, úrslitin 0-0.
Arnold Muhren var sá eini hjá Un-
ited sem eitthvað sýndi og átti þrjú
hættuleg skot sem Chris Woods
varði öll. Vindstrekkingur setti
svip á leikinn og lítið var um tilþrif.
„Mitt lið var ótrúlega gott og átti í
fullu tré við Man. Utd,“ sagði Ken
Brown, framkvæmdastjóri Norw-
ich, eftir leikinn.
Jason Dozzell heitir 16 ára skóla-
Enska knattspyrnan:
Skotinn Pat Nevin á drjúgan þátt í
velgengni Chelsea í 2. deildinni í
vetur. .
Kevin Keegan skoraði tvö mörk
fyrir Newcastle í Portsmouth en
neitar að hann hyggist ganga til liðs
við suðurstrandarfélagið næsta
vetur.
Adrian Heath skoraði þrennu fyrir
Everton gegn Notts County.
strákur í Ipswich. Hann kom inná
sem varamaður gegn Coventry,
varð með því yngsti leikmaður til
að leika í 1. deild í 20 ár, og hann
innsiglaði 3-1 sigur Ipswich með
marki tveimur mínútum fyrir leiks-
lok. Hann hefur nóg um að tala í
frímínútunum á næstunni. Paul
Mariner lék aftur með Ipswich og
hann og hinn 18 ára Mark Brennan
komu liðinu í 2-0 en Terry Gibson
minnkaði muninn fyrir Coventry í
3-1.
Adrian Heath er óstöðvandi,
skoraði sitt áttunda mark í síðustu
leikjum Everton undir lokin gegn
Notts County og hafði gert tvö
önnur fyrr í leiknum. John
McPharland hafði fyrst skorað
fyrir Notts en Kevin Sheedy jafnað
fyrir Everton, bæði mörkin úr vít-
aspyrnum. Þá kom þrenna Heaths
og Everton vann 4-1.
QPR stefnir á Evrópusæti og
náði að vinna Arsenal 2-0 á High-
bury, heimavelli þeirra síðar-
nefndu. Ian Stéwart og Terry Fen-
wick skoruðu mörkin í seinni hálf-
leik. „Þetta var stórskemmtilegur
leikur, við sluppum vel í fyrri hálf-
leik en nýttum síðan færin betur.
Glæsimark Stewarts kom okkur í
gang“, sagði TV, Terry Venables,
stjóri QPR. Einu mistök QPR áttu
sér stað við komuna til Highbury
þegar Venebles missteig sig er
hann sté útúr rútunni. Að öðru
leyti gekk allt upp!
Birmingham vann sinn fimmta
leik í röð, 3-2 í Leicester, og komst
í 2-0 þegar Andy Peake gerði sjálfs-
mark og Howard Gayle bætti öðru
við. Alan Smith skoraði tvö mörk á
jafnmörgum mínútum fyrir
Leicester, 2-2, en Billy Wright
tryggði Brum sigur með marki úr
vítaspyrnu.
Maurice Johnston hjá Watford
gerði sitt 13. mark í 15 leikjum í
ensku knattspyrnunni þegar liðið
vann WBA 3-1. Romeo Zonder-
van jafnaði fyrir WB A en tvö mörk
Jimmy Gilligan tryggði Watford
góðan sigur.
Southampton hafði yfirburði í
Wolverhampton, ekki síst þar sem
heimamenn léku einsog þeir væru
þegar fallnir. Aðeins eitt mark
skildi þó liðin, Steve Moran gerði
það á 63. mínútu eftir sendingu frá
gamla Frank Worthington.
Loks gerðu Aston Villa og Luton
tilþrifalítið og markalaust jafntefli
frammi fyrir 18 þúsund áhorfend-
um í Birmingham.
„Alger vitleysa"
segir Keegan
Skoska knattspyrnan:
Búbbi góður á Ibrox
Frábær frammistaða Jóhannesar Eð-
valdssonar sem aftasta manns í vörn og
markvarðarins Hughie Sproat kom
ekki í veg fyrir að Motherwell biði enn
einn ósigurinn í skosku úrvalsdeildinni
á laugardag. Liðið sótti Rangers heim á
Ibrox Park í Glasgow en þar vann Mot-
herwell einmitt sinn eina leik til þessa í
vetur. Rangers hafði yfirburði í fyrri
hálfleik og skoraði þá tvívegis, Ally
McCoist og Robcrt Prytz, og aðeins Jó-
hannes og Sproat komu í veg fyrir stærri
hálfieiksstöðu. Motherwell átti hins
vegar síðari hálfleikinn og minnkaði
muninn í 2-1 í 60. mínútu með marki
Andy Harrow en það urðu lokatölurn-
ar.
Aberdeen náði sex stiga forystu,
vann Celtic 1-0 í Aberdeen með marki
John Hewitt á 19. mínútu. Celtic sótti
nær látlaust í seinni hálfleik og var
nokkuð óheppið að krækja ekki í
a.m.k. annað stigið. St. Mireen og St.
Johnstone gerðu jafntefli í Paisley, 1-1.
Frank McDougall skoraði fyrir Mirr-
en en Gordon Scott fyrir Johnstone.
Staðan í úrvalsdeildinni:
Aberdeen .21 16 3 2 52-12 35
Celtic . 21 12 5 4 46-23 29
Dundee United... . 19 11 4 4 36-18 26
Rangers .22 10 4 8 33-28 24
Hearts . 21 7 7 7 23-29 21
St. Mirren .21 5 10 6 29-31 20
Hlbernian .21 8 3 10 28-39 19
Dundee .. 20 7 2 11 29-39 16
St. Johnstone... .22 5 1 16 20-57 11
Motherwell .22 1 7 14 17-44 9
- VS.
„Það er alger vitleysa að ég sé að
fara til Portsmouth“, sagði Kevin
Keegan og skoraði síðan tvö mörk
fyrir Newcastle í frábærum 4-1 úti-
sigri í Portsmouth. Ensku blöðin
hafa síðustu daga verið uppfull af
fréttum um að hann leiki með
Portsmouth næsta vetur en hann
býr aðeins 25 mílur frá borginni
þrátt fyrir að leika með Newcastle.
Hin tvö mörkin gerði Peter Be-
ardsley en Neil Webb skoraði fyrir
„Pornpey".
Peter gamli Lorimer, gamli stór-
skotabombarinn, lék að nýju með
Leeds og átti mjög góðan leik í 3-0
sigrinum á Shrewsbury. Andy
Watson skoraði 2 mörk og Tony
Brown eitt. Peter Barnes lék frá-
bærlega á kantinum sínum hjá
Leeds.
1. deild:
Arsenal-Q.P.R................. 0-2
Aston Villa-LutonTown...........0-0
Everton-Notts County............4-1
Ipswich-Coventry Cíty...........3-1
Leicester-Birmíngham............2-3
Manch. Uunited-Norwich City.....0-0
Nottm. Forest-Tottenham........ 2-2
Sunderland-Liverpool............0-0
Watford-W.B.A...................3-1
West Ham-Stoke City.............3-0
Wolves-Southampton..............0-1
2. deild:
Barnsley-Cardift City.....
Blackburn-Sheff. Wed......
Carlisle-Derby County.....
Charlton-Brighton.........
Chelsea-Huddersfieid......
Crystal Palace-Middlesbro
Grimsby-Manchester City..
Leeds-Shrewsbury............
Oldham-Cambridge...........
Portsmouth-Newcastle......
Swansea City-Fuiham...............0-3
Bolton-Bristol Rovers...........3-0
Bournemouth-Lincoln.............3-0
Brentford-Gillingham............2-3
Exeter-Bradford City............0-2
Hull City-Wigan.................1-0
Newport-Rotherham...............1-4
Orient-Wimbledon................2-6
Oxford Unlted-Preston...........2-0
Plymouth-Bumley.................1-1
Port Vale-Walsall...............0-2
Sheff. United-Millwall..........2-0
Southend-Scunthorpe.............0-0
4. deild:
Aldershot-Mansf ield............7-1
Blackpool-YorkCity..............3-0
Bristol City-Hereford...........1-0
Chester-Colchester..............1-4
Chesterfield-Northampton........2-1
Darlington-Reading..............1-1
Doncaster-Torquay...............1-1
Haiifax-Wrexham.................1-1
Peterborough-Bury...............2-1
Rochdale-Swindon................3-3
Stockport-Crewe.................2-3
Tranmere-Harlepool..............0-1
úrslit...úrslit...úrslit...
3. deild:
2- 3
0-0
2-1
2-0
3- 1
1-0
1-1
3-0
0-0
1-4
Chelsea, með Pat Nevin sem
besta mann, vann Huddersfield 3-
1. Kerry Dixon skoraði 2 mörk og
David Speedie eitt. Derek Parlane
skoraði fyrir Man. City en Paul
Wilkinson jafnaði fyrir Grimsby.
Sheff. Wed slapp ótrúlega með 0-0
jafntefli í Blackburn. „Hefðu þeir
nýtt eitthvað af öllum færum sínum
hefðum við snúið heim með hroða-
lega markatölu á bakinu“, sagði
Howard Wilkinson stjóri Sheff.
Wed. Margir spá Blackburn 1.
deildarsæti eftir frábært gengi und-
anfarið, þeirra á meðal Malcolm
Allison sem segir að Sheff. Wed og
Chelsea fari einnig upp.
Crystal Palace lék lengi með 9
menn gegn Middlesboro eftir að
Kevin Mabbutt og Billy Gilbert
höfðu verið reknir útaf en vann
samt 1-0 með marki Peter Nicholas
úr vítaspyrnu. Derby tapaði sínum
sjötta leik í röð og fyrrum leikmað-
ur liðsins, Andy Hill, skoraði sigur-
mark Carlisle, 2-1, í leik liðanna.
- HB/VS.
Staðan
1. deild:
Liverpool ..26 15 7 4 43-19 52
Manch. Utd .. 25 13 8 4 44-27 47
West Ham ..25 14 4 7 41-24 46
Nottm. For .. 25 14 4 7 47-31 46
Q.P.R ..24 13 3 8 42-22 42
Southampton.. ..25 12 6 7 29-22 42
Luton Town ..25 12 3 10 41-36 39
Coventry ..25 10 8 7 34-31 38
Aston Villa 10 7 8 37-38 37
Norwich ..26 9 9 8 30-27 36
Arsenat 10 4 12 41-37 34
Watford 10 4 12 43-45 34
Tottenham ..25 9 7 9 40-42 34
Everton 9 7 9 20-26 34
Ipswich ..25 9 5 11 36-34 32
Sunderland ..24 8 7 9 25-32 31
W.B.A ..25 9 3 13 29-39 30
Leicester ..26 7 8 11 40-46 29
Birmingham.... 8 4 13 25-31 28
Notts Co .. 25 5 5 15 33-52 20
Stoke 4 8 14 22-47 20
Wolves ..25 4 5 16 21-53 17
Markahæstir:
lan Rush, Liverpool..............20
Steve Archibald, Tottenham.......13
Terry Gibson, Coventry...........13
Tony Woodcock, Arsenal...........13
Gary Lineker, Leicester..........12
Paul Mariner, Ipswich............12
David Swindlehurst, West Ham.....12
2. deild:
Cheisea 15 9 4 59-32 54
Sheff.Wed ..26 15 7 4 49-24 52
Manch. City... ..26 14 6 6 44-28 48
Newcastle ..25 15 3 7 51-36 48
Grimsby ... 26 12 10 4 38-27 46
Blackburn 12 10 4 35-30 46
Charlton ... 27 13 7 7 37-33 46
Carlisle 12 9 5 31-19 45
Huddersfld.... ..26 10 9 7 37-34 39
Brighton 9 6 11 41-40 33
Portsmouth... ..26 9 5 12 42-36 32
Middlesbro.... ..26 8 8 19 28-28 32
Cardiff ..25 10 2 13 33-37 32
Shrewsbury... ... 25 8 8 9 30-34 32
Leeds 8 6 10 33-35 30
Barnsley ..25 8 5 12 36-36 29
Cr. Palace ..25 8 5 12 27-33 29
Oldham ..26 8 5 13 29-45 29
Fulham ..26 6 8 12 30-37 26
Derby 6 5 15 23-49 23
Cambridge.... ..26 2 8 16 20-49 14
Swansea........ 3 5 18 22-53 14
Markahæstir:
Kerry Dixon, Chelsea.............17
Kevin Keegan, Newcastle..........17
Derek Parlane, Man. City.........14
Simon Garner, Blackburn..........13
Chris Waddle, Newcastle..........13
3. deild:
Walsall 16 6 6 44-34 54
Wlmbledon 27 16 3 8 67-51 51
Oxford 15 5 5 53-33 50
HullCity 25 13 9 3 39-19 48
Sheff. Utd 27 13 8 6 52-32 47
Bristol R 14 5 8 42-33 47
4. deild:
YorkCity 26 17 4 5 55-27 55
Doncaster 14 9 4 50-33 51
Bristol C 27 15 4 8 45-25 49
Reading 12 9 7 57-42 45
Blackpool 26 14 3 9 36-25 45
Aldershot 28 13 6 9 40-42 45
Enskar getraunir
Fyrir þann vaxandi hóp sem tekur
þátt í ensku getraununum korna hér
tölur úr leikjum númer 44-55 á seðl-
inum. Nr. 44: frestað, nr. 45: 2-2,
nr. 46: 4-2, nr. 47: 0-0, nr. 48: 0-1,
nr. 49: 1-3, nr. 50: 3-1, nr. 51: frest-
að, nr. 52: 3-2, nr. 53: 2-0, nr. 54:
frestað, nr. 55: 0-1.