Þjóðviljinn - 16.02.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.02.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. febrúar 1984 íslenska óperan. Náaflóðið eftir Benjamin Britten. Benjamin Britten samdi Nóa- flóðið árið 1957 við texta ensks miðalda undraleiks, Noey’s Fludde, sem varðveist hafði í handritum frá 16. öld. í Nóaflóðinu útfærði Britten hugmyndir sem hann hafði sett fram í Litla sótaran- um frá 1949, um hvernig gera mætti óperu fyrir börn og með þátttöku barna. Óperan byggist því á þátt- töku fjölmargra barna með mis- jafnlega mikla reynslu og nám að baki.ná byrjendumtil lengrakom- inna. Mikil áhersla er því lögð á uppeidislega þáttinn og er reyndar í fullu samræmi við upprunalega markmiðið með undraleikjunum sem var ætlað að veita ólæsum al- múga nokkra Biblíu- og trúarupp- fræðslu Það geta allir verið með, fengið hiutverk eftir þroska og getu og þátttakan er ekki einskorðuð við þau börn sem koma fram á svið- inu, því áhorfendur hafa einnig hlutverk sem heljarstór og mikill kór. íslenska óperan hefur haft samstarf við tónmentakennara grunnskólanna sem hafa undirbúið börnin og kennt þeim áhorfenda- söngvana,svo hér er áreiðanlega um að ræða einhverja þá víðtæk- ustu leikhúsvinnu sem hægt er að ímynda sér. Verkið er afskaplega vel úr garði gert og er vel til þess fallið að vekja áhuga ungra áheyrenda. Óll symbolík í verkinu er einföld og fyrst og fremst mjög skýr, t.d. rign- ingarhljóð, stormur, þrumur og eldingar, hamarshögg o.s.frv. og hópsöngvar eru mjög sönghæfir jafnvel þótt þeir hljómi kannski töluvert fióknir. Aftur á móti finnst mér textinn í þýðingunni óþarflega þungur og alls ekki í samræmi við málþroska barna í yngri bekkjum grunnskólans. Mín reynsla sem tónmennta- kennara sýndi að það var textinn sem vafðist fyrir krökkunum, enda ekki að furða með vers eins og t.d.: „Hvað þá, er höfugt þagnar djúp þeir þeytast kringum jarðarhjúp? Hvað þá, er hvergi ómar orð um allra þeirra hnatta storð?" Með texta sem svo gjörsamlega er ofvaxnir skilningi barnanna og „Sýningin á Nóaflóðinu er ágætis framtak og viðleitni til þess að vega aðeins upp á móti því stórfljóti dægurlaga sem skellur nú linnulaust á hljóðhimnum barna jafnt sem annarra“, segir Aagot Oskarsdóttir m.a. í umsögn sinni um barnaóperuna. Aagot Óskarsdóttir skrifar um tónlist Nóaflóðið erfitt er að læra er stutt í að áhuginn fari að dofna. Sýningin á Nóaflóðinu var í heild áferðarfalleg og smekkleg og hefur Sigríður Þorvaldsdóttir unnið mikið og gott starf við að leikstýra öllum þessum fjölda. Það var ekk- ert ofgert í leiknum, en gaman hefði verið ef verkið hefði leyft ör- lítið meira svigrúm fyrir dýrin að bregða á leik. Flytjendur stóðu sig undantekningarlaust eins og hetj- ur, Halldór Vilhelmsson og Hrönn Hafliðadóttir sem Nói og frú, Guð- mundur, Lárus og Júlíus sem synir þeirra, og Hrafnhildur, Bergdís og Þórunn sem tengdadæturnar. Skrafskjóðurnar voru mjög skemmtilegar og dansar hrafns og dúfu vel af hendi leystir af þeim Guðmundi Eyfells og Jarþrúði Guðnadóttur. Og ekki má gleyma dýrahjörðinni og hljómsveitinni sem áttu sinn þátt í að skapa áhrifa- mikla sýningu. Reyndar fannst mér ójafnvægi milli söngvara og hljómsveitar of mikið. Það verður að hafa það í huga að þarna er í fæstum hlutverk- um um þjálfaða söngvara með mik- inn raddstyrk að ræða og alltof oft var hljómsveitin í þann veginn að yfirgnæfa sönginn. Svo verð ég að minnast á staðsetningu trompet- anna, en allavega þar sem ég sat í salnum fóru þeir langt með að yfir- gnæfa allt annað í síðasta hluta verksins. Burtséð frá þessum göllum var tónlistarflutningurinn með ágætum og Jón Stefánsson stjórnaði af röggsemi. Búningar þóttu mér sérstaklega skemmti- legir og sviðsmyndin sömuleiðis. Sýningin á Nóaflóðinu er ágætis framtak og viðleitni til að vega að- eins upp á móti því stórfljóti mis- jafnra dægurlaga sem skellur nú íinnulaust á hljóðhimnum barna jafnt sem annarra. Að taka þátt í slíkri sýningu er áreiðanlega skemmtiíeg reynsla og upplifun bæði þeim börnum sem fram komu á sviðinu og hinum á áhorfenda- bekkjunum. ULLIN eins og hún getur best orðið Prentist myndin vel sést hversu góður lokkur er í þessari gæru frá Reykhól- um. Til tals hefur komið að leggja niðu.- tilraunabú það í : sauðfjár- rækt,sem rekið hefur verið á Reykhólum frá því haustið 1958. Við fjárskipti 1960 var keyptur til búsins nýr stofn og hafln ræktun á hreinhvítu fé. Síðan þá hefur dr. Stefán Aðalsteinsson haft yflrum- sjón með þessari ræktun í sam- vinnu við Inga Garðar Sigurðsson, tilraunastjóra á Reykhólum. Naumast mun um það deilt að árangurinn af þessari ræktun á Reykhólafénu hefur orðið mjög góður, bæði að því er snertir ullar- magn og ullargæði. Talið er að hver kind á vísitölubúi skili 1,94 kg. af ull. Á Reykhólabúinu er ullin af hverri kind 2.80 kg. Þessi ull, sem Reykhólaféð gefur umfram annað fé, jafngildir að verðmæti 37 dilk- um, miðað við vísitölubú. Munar um minna og er þó sagan ekki öll sögð.Hver er dómur þeirra, sem metið hafa Reykhólaullina og unn- ið úr henni? Og hvernig hafa gær- urnar af Reykhólafénu reynst? Við spurðum Árna Sigurðsson, ullarmatsmann á Álafossi: Hann sagði ullina af Reykhóla- fénu kannske eitthvað grófari en aðra ull en hún væri mjög vel hvít og með öllu laus við rauðar illhær- ur. Árið 1982 fóru 92% ullarinnar í úrvalsflokk og6,37% ífyrstaflokk, er þetta langt umfram það, sem gerist með aðra ull. Árið 1983 var útkoman lakari. Þá fóru 44% ullar- innar í úrvalsflokk en 55% í fyrsta flokk. Ástæðurnar fyrir þessari aft- urför munu vera þær að veðurfar gerði erfitt um vik með að halda lofti í húsunum nægilega hreinu og að gefið var vothey. Stækjumynd- un var því meiri. En þetta er alhvítt fé og ullin af því eins og hún getur best orðið, sagði Árni. Júlíus Steinarsson, feldskeri hjá Sútunarverksmiðju Sláturfélags Suðurlands sagði: Skinnin af Reykhólafénu eru mjög góð. Þau eru yfirleitt stærri en af öðru fé og áberandi hvítt. Þær flíkur, sem ég hef gert úr þessum skinnum, finnst mér mjög fallegar. Ég tel ræktun þessa fjár ákaflega jákvæða fyrir skinnaiðnaðinn, og gef þessari starfsemi mín bestu meðmæli. Ásgeir Nikulásson hjá Sútunar- verksmiðju Sláturfélagsins sagði: Við höfum fengið gærur af Reykhólafénu nú í allmörg ár. Þær eru mjög góð vara og á það bæði við um skinnin og ullina, sem er alveg hreinhvít. Þessar gærur eru ákaflega góðar í pelsa, hvort held- Alhvítt unglamb frá Reykhólum Dr. Stefán Aðalsteinsson hefur haft yflrumsjón með rannsóknum á Reykhólafénu. Hér skoðar hann og flokkar ullina. ur þeir eru langhærðir eða klipptir. Við höfum ekki ennþá gert úr þeim mokkaflíkur en ég hef trú á því að til þess séu þessi skinn einnig mjög góð. Þannig er nú dómur þessara fag- manna. Hér sýnist of mikið hafa áunnist til þess að leggja árar í bát. Þvert á móti ætti næsta skrefið að vera að dreifa nú Reykhólafénu smátt og smátt út um landið jafnframt því að tilraununum sé haldið þar áfram. Er það handhægast með því að hafa hrúta þaðan á sæðingarstöðv- unum. Ullar- og skinnaiðnaður okkar Islendinga er þýðingarmikill og vaxandi atvinnugrein. En verð- mætasköpun hans getur enn aukist að miklum mun ef rétt er á málum haldið. Takmarkið með sauðfjár- ræktinni hlýtur að vera að sameina ullar- og kjötgæði. En þá ríður á að glata ekki því, sem áunist hefur. - mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.