Þjóðviljinn - 16.02.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.02.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. febrúar 1984 Alþýðubandalag Borgarness og nærsveita Almennur félagsfundur veröur haldinn sunnudaginn 19.febrúaríhúsi félagsins Brák- arbraut 3. Fund- arefni: 1) Inn- taka nýrra fé- laga. 2) Skuli Al- exandersson segir fréttir frá Alþingi. Skúli Vllborg Halldór 3) Vilborg Harðardóttir varaformaður AB segir frá flokksstarfinu und- anfarið og framundan. 4) Halldór Brynjúlfsson ræðir atvinnumál í Borgarfirði og nágrenni. 5) Önnur mál. - Stjórnin. Félagsmálanámskeið Félagsmálanámskeið hefst mánudaginn 20. febrúar kl. 20 að Hverfis- götu 105, Reykjavík. Námskeiðið er tvisvar í viku, sjö kvöld og lýkur 10. mars. Leiðbeinendur verða: Ræðumennska: Baldur Óskarsson Framsögn: Kristín Á. Ólafsdóttir Fundir og félagsstörf: Karl Rafnsson Hópefli: Gunnar Ámason. Þátttökugjald er kr. 200.- Mjög fáir komast að í þetta sinmog er fólk því beðið aö skrá sig strax að Hverfisgötu 105 eða í síma 17500. -Stjórn AfAb. Alþýðubandalagið Miðstjórnarfundur Miðstjórn Alþýðubandalagsins er boðuð til fundar laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. mars n.k. að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Fundurinn hefst kl, 13.30 á laugardag. Á dagskrá fundarins verða m.a. kjaramál, utanríkismál, fjármál Alþýðu- bandalagsins, undirbúningur stefnuskrárumræðu flokksins, nefndakjör og önnur mál. Almennir fundir á Siglufiröi og í Hofsósi Alþýðubandalagið boðar til almennra stjórnmálafunda á Norðurlandi vestra um næstu helgi: í Alþýðuhúsinu, Siglufirði, n.k. laugardag 18. febrúar kl. 16.30. I Félagsheimilinu.Hofsósi, n.k. sunnudag 19. febrúar kl. 15. Ragnar Amalds alþingismaður hefur framsögu á þessum fundum. Fundimir eru öllum opnir. Laugardaginn 4. febrúar sl. var nýtt íþróttahús vlgt á Egilsstöðum. „Markar það kærkomin tímamót í íþróttalíflnu hér eystra, en iðkun íþrótta hefur staðið með miklum blóma á Héraði, eins og kunnugt er en mun nú væntanlega enn eflast verulega“, sagði Magnús Magnús- son á Egilsstöðum í viðtali við blað- ið. - Hingað til hefur leikfimi- kennsla á vegum Grunnskólans farið fram í félagsheimilinu Vala- skjálf,við fremur fátæklegar að- stæður, eins og gefur að skilja. Það var því mikill fögnuður á ferðum á vígsluhátíðinni, sem hófst með leik Lúðrasveitar Tónskólans, stund- víslega kl. 14.00. Guðmundur Magnússon, sveitarstjóri, rakti byggingarsögu hússins, en byrjun- arframkvæmdir hófust 1978. Fram- reiknaður kostnaður um sl. áramót var kr. 22.480 þús. Fjárframlög hreppanna, sem að húsinu standa, Egilsstaða- ogFellahrepps, héldust í hendur við framlag ríkisins þar til á sl. ári, en þá gerðu hrepparnir sérstakt átak og fóru fram úr fram- lagi ríkisins, til þess að koma hús- inu í notkun nú um áramótin. Aðalbyggingarmeistarinn var Þórarinn Hallgrímsson en aðal- verktaki Brúnás hf. á Egilsstöðum. Helga Alfreðsdóttir íþróttakennari og nokkrir verðandi íþróttamenn. Mynd: -mm. Húsið er 8750 rúmm. en flatarmál þess er 1315 ferm. Stærð íþróttasal- ar er 22Vi x 26 m. Við vígsluathöfnina töluðu, auk sveitarstjóranna Guðmundar Magnússonar og Svölu Eggerts- dóttur, Björn Magnússon fyrir hönd menntamálaráðuneytisins, Guðmundur Magnússon fræðslu- stjóri, Víðir Guðmundsson, for- maður íþróttafélagsins Hattar á Egilsstöðum, Ólafur Guðmunds- son skólastjóri og Vilhjálmur Ein- arsson, skólameistari. Kirkjukór Egilsstaðakirkju söng og sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson flutti blessunar- orð. Húsinu barst gjöf frá Sam- vinnubankanum, Búnaðarbankan- um og Kaupfélagi Héraðsbúa, veg- leg markatafla, sem um leið er klukka. Að vígsluathöfninni lokinni hófst íþróttadagskrá í gamni og al- vöru en mikill fjöldi manns var við- staddur. - Húsvörður hefur verið ráðinn Hreinn Halldórsson. mm/mhg Grafík í Safari í kvöld Það er semsé í kvöld og eins got að ekki verði mikið særok á Skúla- götunni. Á þessari mynd sjást grafísku sveinarnir, talið frá vinstri: Rúnar Þórisson gítaristi, Örn Jónsson bassisti, Rafn Jónsson trommari og Helgi Björnsson söngvari. Alþýðubandalagið Dalvík Árshátíð verður haldin laugardaginn 18. febrúar nk. í Bergþórshvoli og hefst með borðhaldi kl. 20.30. Gestir skemmtunarinnar verða þeir Jónas Árnason og Stefán Jónsson. Þátttaka tilkynnist til Svanfríðar, s. 61460, eða Ing- vars, s. 61411. - Árshátíðarnefnd. Jónas Stefán Hljómsveitin Graflk sem mun vera ættuð af ísaflrði er nú enn eina ferðina komin til höfuðstaðarins og hefur geflð út svohljóðandi yfirlýs- ingu: „Grafíska sveinafélagið vakti at- hygli fyrir prúðmannlega fram- komu í Safari í desember s.l. Mun hljómsveitin halda uppteknum hætti og kyrja nokkra lauflétta söngva sjálfum sér og öðrum til skemmtunar I Safari fimmtudagskvöldið 16. febrúar. - Grafíska sveinafélagið“. ALÞYÐUBANDALAGID Alþýðubandalagið Hafnarfirði, Garðabæ og Seltjarnarnesi Þorrablót Sameiginlegt þorrablót Al- þýðubandalags-| félaganna í Hafnarfirði, Garðabæ og á Seltjarnarnesi verður haldið laugardaginn Hulda Biarnl Hallgrímur 18. febrúar á Garðaholti. Skemmtunin hefst með borðhaldi kl. 20.00. Miðaverð er 450.- kr. og eru miðar seldir hjá eftirtöldum félögum: Garðabær: Guðmundur 43956, Hafnarfjörður: ína, 51531, Sólveig Brynja 53642, Seltjarnar- nes: Gunnlaugur 23146. Hulda Runólfsdóttir, Bjarni Eiríkur Sigurðsson og Hallgrímur Hróðmarsson flytja blöndu af Ijóðrænu glensi og pólitískum djassi. Þeim sem ætla á þetta þorrablót er vinsamlega bent á að panta miða sem allra fyrst. Mætum öll hress og kát! - Skemmtinefndin. Húsvíkingar -Þingeyingar Alþýðubandalagið á Húsavík auglýsir árshátíð sína sem haldin verður laugardaginn 25. febrúar í Félagsheimili Húsavíkur. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 20.00. Húsið opnað kl. 19.30. Steingrímur og Stefán koma og verða með ef færð og veður leyfa. Skemmtiatriði við allra hæfi. Látið skrá ykkur sem allra fyrst í símum 41813 og 41397. Athugið: Hátíðin er ætluð öllum Allaböllum í Þingeyjarþingi. Hafið samband. - Nefndin. Alþýðubandalagið á Akureyri Verkalýðsmálaráð Fundur verður haldinn í Verkalýðsmálaráði fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20.30 í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18. Á fundinn kemur Helgi Guðmundsson og segir frá aðalfundi Verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins. Mætið vel og stundvíslega. - Verkalýðsmálaráð. Það var þéttsetinn bekkurinn á vígsluhátíðinni. Mynd: -mm. s Iþróttahús vígt á Egilsstöðum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.