Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 4
Enska knattsp „Ég vissi að John Wark myndi skora mark fyrir okkur í þessum fyrsta leik sínum með Liverpool. Hann var undir miklu álagi að koma svona beint inní sigurliðið úr Mjólkurbikarnum, meiddur að auki, en hann stóð sig vel og ég er mjög ánægður með hans frammi- stöðu“, sagði Joe Fagan, fram- kvæmdastjóri Liverpooi, eftir 2-0 sigurinn í Watford á laugardaginn. Skoski landsliðsmaðurinn John Wark skoraði þá fyrra markið, var að leika í fyrsta skipti frá því meistararnir keyptu hann frá Ipswich fyrir rúmri viku. Hann losnaði úr strangri gæslu Johns Barnes á 53. mínútu, fékk boltann V innfyrir vörn Watford frá Kenny Dalglish og skoraði af öryggi. Ian Rush tryggði síðan sigur Liverpool Steve Mackenzie, nýbyrjaður að leika eftir tvö ár í meiðslum, skoraði fyrra mark WBA gegn Man.Utd. Tottenham lýsti um helgina yfir miklum áhuga á að kaupa Paul Walsh frá Luton í vor. Liverpool hefur verið að bera víurnar í landsliðsmiðherjann unga í mestallan vetur en nú er talið lík- legt að Tottenham nái í hann í stað Steves Archibald sem nær örugglega yfirgefur félagið í vor. - HB. Peter Lorimer, hin 37 ára gamla kempa hjá Leeds, sem á sínum tíma var talinn skotharð- asti leikmaður Bretlandseyja, hefur mikinn áhuga á að leika með liðinu áfram næsta vetur. Leikur Leeds hefur batnað til muna undanfarið síðan Lorimer gamii gekk á ný til liðs við félagið. Malcolm Allison, sem fyrir stuttu var rekinn úr stöðu sinni sem framkvæmdastjóri Middles- boro, íhugar nú að lögsækja fó- lagið. „Ég er reiðubúinn að fara í mál við Middlesboro, ég var rek- inn á ólöglegan hátt", segir „Big Mal“. ____________ - HB. 10 mínútum fyrir leikslok hafa snúið á bakvörð Watford. Leikurinn var lítt fyrir augað en reynslan fleytti Liverpool í gegnum erfiða hjalla og það er á svona úti- leikjum sem úrslitin um meistara- titilinn ráðast. Manchester United missti einmitt forystuna í hendur Liverpool á ný fyrir að bíða lægri hlut á útivelli gegn liði í neðri hluta 1. deildarinn- ar, tapaði 2-0 í West Bromwich. Johnny Giles er greinilega strax á réttri leið með WBA og nýju leik- mennirnir sem hann keypti, Tony Grealish og Steve Hunt, léku stór- vel á miðjunni ásamt Steve Mack- enzie. Það var einmitt Mackenzie sem skoraði fyrra markið á 37. mínútu eftir fyrirgjöf Dereks Stat- ham og Tony Morley undirbjó síðara markið sem Cyrille Regis gerði á 78. mínútu. Nottingham Forest missti tvö dýr- mæt stig og fylgir hinum tveimur efstu vart eftir úr þessu. Niðurstað- an gegn Notts County í nágranna- leiknum á Meadow Lane varð 0-0 jafntefli; úrslit við hæfi í eindæma slökum og lítt spennandi leik við erfiðar aðstæður. Arsenal varð fyrir ýmsum skakkaföllum í Coventry, lenti 1-0 undir þegar Dave Bennett skoraði, Chris Whyte var síðar rekinn útaf og Pat Jennings markvörður slas- aðist og fór af leikvelli. Samt náði Lundúnaliðiðað vinnastórsigur, 1- 4. Whyte jafnaði, Brian Talbot skoraði, 1-2, þá Stewatt Robson 1-3 en hann fór síðan í markið í stað Jennings, og loks innsiglaði Paul Mariner sigurinn, 1-4. West Ham hafði yfirburði í fyrri hálfleik gegn QPR og átti að vera fimm til sex mörkum yfir í hléi en ekki bara 2-0. Geoff Pike og Tony Cottee skoruðu og leikur liðsins var pottþéttur að öllu leyti. En QPR sótti sig í seinni hálfleik og seint í honum skoraði Clive Allen tvívegis á þremur mínútum og jafn- aði, 2-2. Ipswich lék stórvel gegn Luton og vann 3-0. Pað var þó ekki nóg til að komast úr fallsæti. Eric Gates skoraði fyrst á 48. mínútu eftir að Les Sealey hafði varið frá honum víti en ekki haldið boltanum og Trevor Putney og Mich D’Avray bættu mörkum við. Stoke vann sinn sjötta sigur í síð- ustu átta leikjunum, 2-1 gegn Sunderland sem þar með er komið í mikla fallhættu. Ian Painter og Paul Dyson komu Stoke í 2-0 en Ian Atkins minnkaði muninn. Byron Stevenson kom Birming- ham yfir, Peter Withe jafnaði fyrir Aston Villa, en Howard Gayle tryggði Birmingham 2-1 sigur í miklum hasarleik nágrannanna. Alan Smith skoraði tvívegis fyrir Leicester sem vann Norwich 2-1 en John Deehan svaraði fyrir gestina. Mike Hazard skoraði eina markið • í leiknum þegar Tottenham marði sigur á botnliði Wolves. -HB/VS. Staðan 1. deild: Liverpool . 33 19 9 5 53-24 66 Manch. Utd .33 18 10 5 63-33 64 Nottm. For .33 17 6 10 55-35 57 West Ham .33 16 7 10 55-38 55 Southampt . 32 16 7 9 39-30 55 Q.P.R .34 16 6 12 53-31 54 Tottenham .34 14 8 12 53-51 50 Arsenal .34 14 6 14 58-49 48 Watford .34 14 6 14 60-61 48 Aston Villa .34 13 9 12 49-50 48 Luton .34 13 8 13 45-48 47 Birmlngh .34 12 8 14 35-38 44 Everton ^..., .32 11 11 10 29-35 44 Norwich .33 11 10 12 36-35 43 Leicester .34 11 10 13 55-55 43 W.B.A....: .33 12 6 15 39-49 42 Coventry .34 10 10 14 46-53 40 Sunderland .34 9 11 14 33-46 38 Stoke .34 10 8 16 32-55 38 Ipswich .34 10 6 18 41-50 36 Notts Co 33 7 9 17 40-60 30 Wolves 33 5 9 19 25-64 24 Markahæstir: lan Rush. Liveroool ?3 Garv Lineker. Leicester 17 Stove Archibald.Tottenham... .16 Paul Mariner. Arsenal.. 16 Tony Woodcock, Arsenal.. 16 Terry Gibson, Coventry .15 Maurice Johnston, Watford.... .15 AlanSmith, Leicester.. .15 2. deild: Chelsea .34 18 12 4 69-37 66 Sheff.Wed . 32 19 9 4 60-29 66 Newcastle . 34 20 6 8 67-45 66 Carlisle .34 16 12 6 40-23 60 Man.City .34 17 8 9 52-39 59 Grimsby .33 16 11 6 51-38 59 Blackburn .34 14 13 7 46-38 55 Charlton .34 15 9 10 45-46 54 Brighton .34 13 8 13 55-49 47 Leeds .34 13 8 13 43-45 47 Portsmouth.... . 34 13 5 16 60-48 44 Huddersfld .33 11 11 11 42-40 44 Shrewsbury.... . 34 11 10 13 35-45 43 Fulham . 34 10 12 12 48-42 42 Cardiff .33 13 3 17 44-51 42 Middlesbro .34 10 10 14 35-39 40 Barnsley .33 11 6 16 48-46 39 Cr. Palace . 33 9 10 14 33-40 37 Oldham .34 10 7 17 39-60 37 Derby . 33 7 8 18 28-61 29 Swansea .34 5 7 22 29-66 22 Cambridge .34 2 9 23 23-65 15 Markahæstir: Kevin Keegan, Newcastle, .23 Kerry Dixon, Chelsea.. .19 Mark Hateley, Portsmouth .18 Mike Quinn, Oldham.... .18 Gordon Davies, Fulham.... .17 3. deiid: Oxford .37 23 7 7 75-43 76 Sheff. Utd .38 19 11 8 72-45 68 Wimbledon .37 20 8 9 83-65 68 Walsall .38 19 8 11 59-52 65 Bristol R .37 18 10 9 57-42 64 HullCity .35 17 12 6 53-30 63 4. deild: YorkCity .37 25 6 6 78-33 81 BristolC .39 20 8 11 60-38 68 Doncaster .36 18 12 6 63-45 66 Reading . 37 17 12 8 69-47 63 Aldershot . 37 18 8 11 60-55 62 Blackpool . 35 17 7 11 55-36 58 Umsjón: Víðir Sigurðsson Þjóðviljinn á Elland Road: Í2 SÍÐA' - þjÓÍÓVILjÍNSí Þríáj udagíir‘ 27/ ‘ niars í$84 úrslit...úrslit...úrslit... 1. deild: Birmingham-Aston Villa.........2-1 Coventry-Arsenal...............1-4 Everton-Southampton............1-0 IpswichTown-LutonTown........'... 3-0 Leicester-Norwich City.........2-1 Notts County-Nottm. Forest.....0-0 StokeCity-Sunderland...........2-1 Tottenham-Wolves...............1-0 Watford-Liverpool..............0-2 W.B.A.-Manchester United.......2-0 WestHam-Q.P.R..................2-2 2. deild: Barnsley-Derby County...........5-1 Cardiff City-Chelsea............3-3 Cr. Palace-Cambridge............1-1 Fulham-Carlisle.................0-0 Grimsby-Huddersfield............2-1 Leeds United-Sheff. Wednesd.....1-1 Manchester City-Charlton........0-1 Middlesboro-Oldham..............3-2 Newcastle-Swansea...............2-0 Portsmouth-Brighton.............5-1 Shrewsbury-Blackburn............1-0 3. deild: Bournemouth-Wimbledon...........2-3 Brentford-Bristol Rovers........2-2 Burnley-Bolton..................2-2 Gillingham-Orient...............3-1 Hull City-Bradford City.........1-0 LincolnCity-ExeterCity..........1-1 Oxford-Scunthorpe..............,.1 -0 Plymouth-Rotherham..............1-1 PrestonN.E.-Newport.............2-0 Sheffield United-Walsall........2-0 Wigan-PortVale..................3-0 Millwall-Southend...........frestað myndi sk „Ég að ■ ■ VISSI Wark Allt í háaloft er Ritchie jafnaði Sló boltann í mark Sheff. Wed.! Það fór allt í háaloft á áhorfenda- pöllunum á Elland Road í Leeds níu mínútum áður en leiknum við Sheffield Wednesday á laugardag- inn lauk. Gary Bannister hafði komið Sheff. Wed. verðskuldað yfir tíu mínútum fyrir leikslok, en innan 60 sekúndna hafði Ándy Rit- chie jafnað fyrir Leeds. Markið var þó meira en lítið vafasamt, og þegar atvikið var sýnt í sjónvarpi aftur og aftur varð varla um villst, hann sló boltann í netið hjá Sheff. Wed. með hendinni. Stökk upp, og boltinn fór bæði í höfuð hans og hönd og þaðan í markið. Ritchie bar ekki á móti þessu eftir leikinn en sagðist ekki hafa handleikið knöttinn af ásettu ráði. Þetta var fjörugur leikur ná- grannaliðanna, að viðstöddum 25 þúsund áhorfendum, og mörkin of- angreindu voru þau einu, lokatölur urðu 1-1, þannig að Sheff. Wed. tókst ekki að hrifsa forystuna í 2. deild úr höndum Chelsea. Hinn ungi Scott Sellars hjá Leeds var bestur í sínu liði, mikið efni þar á ferð. Peter Barnes var að mestu tekinn úr umferð af Gary Shelton en skapaði ávallt hættu þegar hann fékk boltann. Leikur af miklu sjálfsöryggi þessa dagana. Sheff. Wed. lék án fjögurra fastamanna en sýndi styrkleika sinn með því að vera mun betri aðilinn í leiknum. Mesti fögnuðurinn meðal stuðn- ingsmanna Sheff. Wed. var í hálf- leik þegar tilkynnt var að Chelsea væri að tapa 3-0 í Cardiff. Gibbins, Owen og Vaughan höfðu skorað fyrir Cardiff en á ótrúlegan hátt jafnaði Chelsea á síðustu sex mín- útunum, 3-3. Kerry Dixon, Colin Lee og Nigel Spackman (víti) voru þar að verki. Newcastle er komið með jafnmörg stig og Chelsea og Sheff. Wed. og líklegast er orðið að þessi þrjú lið komist upp í 1. deild. Um 27 þúsund áhorfendur sáu Ken Wharton og Peter Beardsley skora fyrir Newcastle í 2-0 sigrinum á Swansea. Jackie Charlton stýrir Middles- boro kauplaust til vorsins og í fyrsta leiknum undir hans stjórn vann Boro Oldham 3-2 í fjörugum leik. Heine Otto skoraði sigurmark Boro. „Þetta var stórgott hjá strák- unum, úrslitin eru ánægjuleg og minnka pressuna sem er á fé- laginu“, sagði Charlton, sem segist ekki þurfa á peningum að halda, hann sé vel stæður þetta árið! Portsmouth var 0-1 undir í hálf- leik gegn Brighton, Danny Wilson hafði skorað, en í síðari hálfleik skoruðu Neil Webb, Bobby Doyle, Mark Hateley, Alan Biley og Ke- vin Dillon fyrir Portsmouth, 5-1. Kenny Burns, gamli skoski lands- liðsmiðvörðurinn hjá Derby, var rekinn útaf í 5-1 ósigrinum í Barns- ley. Mick McGuire skoraði tvö marka heimaliðsins. Man. City kemst vart í 1. deild úr þessu, tapaði nú 0-1 heima fyrir Charlton. Chris Jones skoraði eina mark leiksins. -HB/VS. Southamp- ton sektað? Fjórir hvíldir gegn Everton Frá Heimi Bergssyni fréttamanni Þjóðviljans í Englandi: Southampton á yfir höfði sér sekt fyrir að nota ekki fjóra af fasta- mönnum sínum gegn Everton á Go- odison Park á laugardagsmorgun- inn í 1. deildarleik liðanna sem Ev- erton vann 1-0 með marki Andys Gray. Fjórmenningarnir, Frank Wort- hington, Mark Dennis, Steve Wil- liams og Reuben Agboola, eru allir á miklu hættusvæði hvað varðar refsistig og ein bókun í viðbót hefði þýtt fyrir hvern og einn þeirra að hann hefði misst af leik liðanna í undanúrsiitum bikarkeppninnar annan laugardag. Fordæmi eru til 4. deild: Aldershot-Crewe.................0-0 Bristol City-Colchester.........4-1 Bury-Darlington.................0-3 Doncaster-Reading...........frestað Halifax-Swindon............... 2-1 Hartlepool-Rochdale.............1-2 Hereford-Chesterfield...........3-1 Mansfield-Blackpool.............1-1 Peterborough-York City..........0-2 Torquay-Chester.............frestað Tranmere-Northampton............1-0 Wrexham-Stockport...............1-2 fyrir slíkum sektum, Everton var sektað um 2,000 pund árið 1966 og Leeds um 5,000 árið 1970 fyrir að stilla upp hálfgerðum varaliðum í 1. deildarleikjum. ,JEg bjóst við einhverju svona, Southampton vill greinilega fela eitthvað fyrir okkur og ég á von á að mæta gersamlega annars konar liði í bikarnum eftir tvær vikur. Sigurinn var hins vegar afar þýð- ingarmikill fyrir okkur, þrjú dýr- mæt stig“, sagði Howard Kendall, framkvæmdastjóri Everton, eftir leikinn. Lawrie McMenemy, stjóri Southampton, vildi lítt ræða málið. „Tveir voru meiddir og hina tvo setti ég út fyrir slaka frammistöðu í síðasta leik“, sagði hann. Reyndar hafði hann rétt fyrir sér varðandi Williams, sem hefur orðið að draga sig útúr landsliðshópnum vegna meiðsla. Enskar getraunir Stig fyrir leiki á Littlewoods- og Vern- ons-getraunaseðlunum: 3 stig: nr. 11, 12, 15, 20, 21, 24, 33, 37, 42, 46, 48 og 53. 2 stig: nr. 6, 13, 28 og 40. V/2 stig: nr. 2, 9, 19, 30, 31, 36, 39, 41, 43, 47, 49, 51, 54 og 55.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.