Þjóðviljinn - 29.05.1984, Síða 1

Þjóðviljinn - 29.05.1984, Síða 1
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 FH marði sig- ur á Einherja FH er enn með fullt hús stiga í 2. deild knattspyrnunnar eftir að hafa sigrað Einherja frá Vopnafirði með tveim mðrkum gegn einu í leik sem háður var að Kaplakrika I gær- kvöldi. Lítiö sást af góðri knattspymu í fyrri hálfleik, FH-ingamir vom heldur skárri og áttu tvö hættuleg tækifæri, fyrst átti Ólafur Danivals- son skot í stöng og nokkm seinna þurfti markvörður Einherja að taka á honum stóra sínum til að slá boltann í þverslá, en fyrri hálfleik- urinn var án marka. Vopnfirðingar komu mjög á- 'kveðnir til leiks eftir leikhlé og eftir tíu mínútna leik náðu þeir að skora mark og var Gísli Davíðsson þar að Staðan f 2. delld I knattspyrnu ottlr lelk FH og Elnherja f gærkvöldl. FH................3 3 0 0 10-2 9 Vfðlr.............2 110 3-2 4 NJarövfk..........2 10 1 2-13 Skallagr..........2 10 1 3-3 3 Völaungur.........2 10 1 1-13 ÍBf...............2 10 1 3-4 3 (BV...............1 0 10 2-2 1 KS................0 0 0 0 0-0 0 ElnherJI..........2 0 0 2 1-3 0 Tlndaatóll.........2 0 0 2 1-8 0 Markahæstir Ingl B. Albertsson, FH........4 Jón E. Ragnarsaon, FH.........3 Ingj Bjöm verki. En Hafnfirðingar létu ekki deigan síga og 4 mínútum seinna höfðu þeir jafnað metin og var þar að verki Ingi Bjöm Albetsson. Sigurmark FH kom síðan strax í næstu sókn, Guðmundur Hilmars- son skoraði það mark sem var nokkuð umdeilt því nokkur rang- stöðulyktvarafmarkinu. FH-ingar sóttu síðan stíft það sem eftir var leiksins en mörkin urðu ekki fleiri. Ig/f Punktar frá V. Þýskalandi Dusseldorf, lið Atla Eð- valdssonar og Péturs Orms- lev, vann aðeins einn af síð- ustu 15 leikjum sínum í ,JBundeslijgunni“ í knatt- spyrnu. I síðari umferðinni var árangur liðsins sá næst- lélegasti í þeim hluta mótsins frá upphafi, Nurnberg, sem hafnaði í botnsætinu, gerði enn „betur“, kvaddi með tíu tapleikjum í röð og fékk að- eins 14 stig alls. Offenbach, sem féll f 2. deild, fékk á sig 106 mörk, það næstmesta f sögu Bundesligunnar. Metið er 108. Aldrei hafa verið skoruð fleiri mörk f Bundesligunni en f vetur. Þau urðu alls 1097 en urðu mest áður 1085 árið 1974. Ásgeir Sigurvinsson skoraði 12 mörk f Bundesligunni í vet- ur og varð nr. 18-25 á listan- um yfir markhæstu menn. Atli Eðvaldsson skoraði 8 mörk fyrir Dússeldorf og varð núm- er 39-48. Rummenigge skoraði flest, 26, Klaus Allofs, Köln, gerði 20, Frank Mill, Mönchengladbach, 19, Rudi Völler, Bremen, og Christian Schreier, Bochum, skoruðu 18 mörk hvor og Pierre Litt- barski, Köln, skoraði 17 mörk. -JHG/V.Þýskalandi Umsjón: Viðir Sigurðsson; Ásgeir vestur-þýskur meistari og Knattspyrnumaður ársins: Ásgeir Sigurvinsson: ,,Verð alltaf Islendingur!" Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni Þjóðviljans í V. Þýskalandi: Eftir að Stuttgart hafði tryggt sér vestur-þýska meistaratitilinn í knattspyrnu á laugardaginn spurði fréttamaður sjónvarps Asgeir Sig- urvinsson hvort hann vildi ekki að hann væri Vestur-Þjóðverji. Ásgeir svaraði af bragði: „Ég er Islending- ur og mun alltaf vera Islendingur!“ Ásgeiri var fagnað langmest af öllum leikmönnum Stuttgart í upp- hafi leiksins gegn Hamburger og þegar hann birtist á torginu í Stutt- gart eftir leikinn þar sem leikmenn liðsins voru hylltir, ætlaði allt vit- laust að verða. Hann hefur verið lykilmaður hjá Stuttgart í vetur og unnið sér gífurlega hylli áhangenda félagsins. Ekki kunna mótherjar hans í Bundesligunni síður að meta Ásgeir, það sýndu þeir með því að velja hann Knattspymumann árs- ins með ótvíræðum yfirburðum. Leikurinn sjálfur gegn Hambur- ger var slakur, eins og sást í ís- lenska sjónvarpinu. Stuttgart hélt sínum hlut, mátti enda tapa með fjórum mörkum og verða meistari samt. Jurgen Milewski skoraði eina mark leiksins fyrir Hamburger fimm mínútum fyrir leikslok og þetta var fyrsti ósigur Stuttgart á heimavelli síðan 6. nóvember 1982 en þá tapaði liðið einmitt fyrir Hamburger. Ásgeir gerði góða hluti í leiknum þótt ekki bæri sér- lega mikið á honum. Hann fékk 4 í einkunn hjá Bild en 3 hjá Kicker. Síðarncfnda blaðið valdi Ásgeir alls tíu sinnum í „lið vikunnar“ í vetur og varð hann þar jafn Karl- Heinz Rummenigge í öðru sæti. Herget frá Uerdingen var valinn 11 sinnum. Enginn þeirra þriggja komst í „liðið“ í lokaumferðinni; Rummenigge kvaddi þó vestur- þýsku knattspymuna með því að skora mark í 3-2 sigri Bayem Munchen á Bayer Uerdingin. Hann gerði 26 mörk alls og varð lang markahæstur. Lokastaðan hjá efstu og neðstu liðum í Bundesligunni varð þannig: Stuttgart......34 19 10 5 79-33 48 Hamburger......34 21 6 7 75-36 48 Gladbach.......34 21 6 7 81-48 48 Bayem..........34 20 7 7 84-41 47 Bremen.........34 19 7 8 79-46 45 DOaaeldorf...34 11 7 16 63- 75 29 Bochum.......34 10 8 16 58- 70 28 Frankfurt....34 7 13 14 45- 61 27 Offenbach....34 7 5 22 48-106 19 Númberg......34 6 2 26 38- 85 14 Frankfurt leikur aukaleiki við Duisburg, þriðja efsta lið 2. deildar, um sæti í Bundesligunni en Offenbach og Numberg féllu beint niður. Dusseldorf endaði á 6-1 ósigri í Bochum en hvorki Atli Eð- valdsson né Pétur Ormslev léku með vegna meiðsla. „Varla búinn ao átta mig ennþá“ „Þó ég væri búinn að fá góða dóma í ijölmiðlum hér í Vestur- Þýskalandi í vetur þá datt mér alls ekki í hug að ég yrði kjörinn Knattspyrnumaður ársins, ekki síst þar sem hér í landi eru menn ekki vanir að velja útlendinga. Ég er að sjálfsögðu yfir mig ánægður með þetta, ég er þó varla búinn að átta mig almennilega á þessu öllu ennþá,“ sagði knattspyrnusnilling- urinn Ásgeir Sigurvinsson í samtali við Þjóðviljann f gær. Ásgeir varð eins og kunnugt er vestur-þýskur meistari með Stutt- gart á laugardaginn og eftir leikinn var hann útnefndur Knattspyrnu- maður ársins af leikmönnum Bundesligunnar. Þá kosningu vann hann með glæsibrag, hlaut 78 at- kvæði af 198 mögulegum, en sjálf- ur Karl-Heinz Rummenigge komst næstur með 32 atkvæði. - Hvenær fenguð þið hjá Stutt- gart virkUega trúna á að þið gætuð orðið meistarar í ár? „Þegar fyrri umferðinni lauk vorum við í efsta sæti deildarinnar og staðreyndin er sú að í 70% til- fella verður „haustmeistarinn" sig- urvegari þegar upp er staðið að vorinu. Þarna gerðum við okkur virkilega grein fyrir því að við átt- um góða möguleika á að vinna deildina. Síðari hlutann létum við svo leikmenn Hamburger og Bay- ern um það að tala um meistaratit- ilinn og þannig varð pressan meiri á þeim en okkur." - Hverju vUtu þakka árangur Stuttgart í vetur? „Fyrst og fremst góðri liðsheild og frábærum þjálfara, Helmut Benthaus. Hann hefur byggt upp nýtt lið á tveimur árum, þetta hefur verið samvinna hans og okkar leik- mannanna.“ - Voru það ekki einhver von- brigði að tapa leiknum gegn Hamb- urger á laugardaginn? „Það er ekki gaman að tapa, en það er svo sannarlega gleymt og grafið núna! Við vissum að það hefði þurft mikið til ef við ættum að tapa með fimm mörkum og missa af meistaratitlinum og það var ekki okkar að sækja eða taka áhættu." - Hvað segirðu um áhuga stór- liða á borð við AS Roma á þér? „Ég er samningsbundinn Stutt- gart til 1987 og býst fastlega við því að halda þann samning. Engin fé- lög hafa sett sig í samband við mig, þau verða að ræða við félagið sjálft og hafa sjálfsagt gert það.“ - Meistarvörnin næsta vetur? „Biddu fyrir þér, ég er sko ekki farinn að hugsa svo langt, þetta dugar í bili! Næsta mál á dagskrá er að kúpla sig algerlega frá fótbolt- anum. Það er að vísu ekki hægt alveg strax, við leggjum uppí Am- eríkuför á fimmtudaginn og leikum í henni sex leiki en þar á eftir tekur fríið við...“ -VS Melstarar Stuttgart: Aftasta röft frá vlnatri: Jðrg Braun nuddari, Aagalr Slgurvlnsson, Dan Cornellsson, Walter Kelsch, Hans-Peter Makan, Quldo Buchwald, Kurt Niedermayer, Konietko nudslari. Ml&röð: Helmut Benthaus þjálfsrl, Wllll Entenmann aðstoðarþjólfarl, Peter Relchert, Andreaa Múller, Uwe Blalon, Ralner Zletsch, Karl Allgöwer, Seltz, Richard Steimle, Helmar Muller. Fremata röö: Karl-Helnz FÖrster, Thomas Kempe, Achim GIQckler, Helmut Roleder, Armln Jáger, Hermann Ohllcher, GÚnther Scháfer og Bemd Förster.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.