Þjóðviljinn - 26.06.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.06.1984, Blaðsíða 1
Shreeves tekur við Tottenham Peter Shreeves var í gær ráðinn framkvæmdastjóri hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur, skrifaði undir samning til tveggja ára. Shreeves hefur þjálfað Tottenham í tíu ár og var hægri hönd framkvæmdastjórans fráfarandi, Keiths Burkinshaw, nú síðustu árin. -VS Óskar Gunnarsson Þórsari hefur betur í skallaeinvígi við Víkinginn Aðalstein Aðalsteinsson í leik liðanna á laugardaginn. Sjá nánar í opnu. Mynd: -eik Þriðju leikar Stones Fœr Lewis-fjöl- skyldan fimm gullverðlaun? Dwight Stones, fyrrum heimsmethafi í hástökki, keppir fyrir hönd Bandaríkjamanna á þriðju Ólympíuleikunum í röð í sumar. Hann sigraði á úrtöku- móti um helgina og setti nýtt bandarískt met, 7 fet og 8 tommur (og reiknið nú!) Lewis-fjölskyldan gæti unnið til fimm gullverðlauna fyrir Bandaríkin. Carl Lewis, sá frá- bæri íþróttamaður, keppir í 100 og 200 m hlaupum, langstökki og 4x100 m boðhlaupi og systir hans, Carol Lewis, keppir í lang- stökki kvenna. Þau eru afar sig- urstrangleg í þessum greinum. -VS Coventry Staðan í 1. deildinni í knattspyrnu: ÍA.................8 6 1 1 14-3 19 ÍBK.................8 4 3 1 7-4 15 Þróttur.............8 2 4 2 9-8 10 Víkingur...........8 2 4 2 11-12 10 ÞórA.............. 8 3 1 4 9-11 10 KA.................8 2 3 3 11-12 9 Breiðablik..........8 2 3 3 6-7 9 KR..................8 2 3 3 8-13 9 Fram................8 2 2 4 9-11 8 Valur...............8 1 4 3 5-7 7 Markahæstir: Guðmundur Steinsson, Fram.........5 Páil Ólafsson, Þrótti............4 Aðalsteinn Aðalsteinsson, Vík.....3 Hinrik Þórhallsson, KA............3 Hörður Jóhannesson, ÍA............3 1. deild: bæði neðst! Valsmenn voru betri aðilinn í 1-1 jafnteflisleik gegn Fram en það voru Framarar sem skoruðu bœði mörkin í leiknum. Valur og Fram gerðu jafntefli 1-1, í 1. deildinni í knattspyrnu á Valsvellinum í gærkvöldi. Eftir markalausan fyrri hálflcik kom- ust Framarar yfir á 6. mínútu síðari hálflciks með marki Guð- mundar Steinssonar. Framarar sáu einnig um síðara markið, hreinsun Trausta Haraldssonar frá marki mistókst með þeim af- leiðingum að boltinn skrúfaðist í markhorn Fram. Valsmenn eru nú neðstir í deildinni með 7 stig en Fram í því næst neðsta með átta stig. Valsmenn voru mun betri aðil- inn í fyrri hálfleik og fengu nokk- ur góð marktækifæri, Hilmar Sig- hvatsson var tvisvar nálægt því að skora, í fyrra skiptið náði Guð- mundur Baldursson markvörður Fram að verja í horn og í síðara skiptið fór boltinn rétt framhjá. Þá átti Valsmaðurinn Guðni Bergsson skot innan vítateigs, boltinn stefndi í markið en lenti þá á samherja. Framarar komust yfir á 6. mín- útu hálfleiksins, Guðmundur Steinsson var þá með boltann á miðri vítateigslínu og skaut hon- um í stöngina og inn, skot hans var ekki fast en háll völlurinn kann að hafa hjálpað til. Þremur mínútum seinna fengu Valsmenn gott færi á að jafna en skalli Vals Valssonar fór nokkuð frá mark- inu. Á 15. mínútu var Guðni Bergsson einn og óvaldaður inn í vítateig Fram en skot hans fór yfir. A 25. mínútu kom síðan jöfnunarmarkið, Örn Guð- mundsson hafði þá betur í bar- áttu við Guðmund Frammark- vörð og náði að senda boltann rakleiðis aftur inn í teiginn, þar hugðist Trausti Haraldsson spyrna frá markinu, boltinn breytti um stefnu og í markið fór hann. Það sem eftir lifði leiksins skapaði hvorugt liðið sér færi og enn eitt jafnteflið í 1. deild því staðreynd. Hilmar Sighvatsson, Þorgrím- ur Þráinsson og Guðmundur Þor- björnsson voru bestu menn Vals. Liðið tekur framförum í hverjum leik og víst er að það mun ekki verma botnsætið út mótið. Framarar án tveggja fasta- manna, þeirra Steins Guðjóns- sonar og Ómars Jóhannssonar voru lítt sannfærandi lengst fram- an af leiknum. Vörnin var sterk- asti hluti liðsins og Guðmundur Steinsson átti ágæta spretti í framlínunni. -Frosti kaupir Coventry City, sem naumlega hélt sæti sínu í 1. deild ensku knattspyrnunnar sl. vetur, keypti í gær tvo kunna kappa til að styrkja liðið fyrir komandi keppnistímabil. Þeir eru Bob Latchford, markaskorarinn mikli sem lék með Birmingham, Evert- on og Swansea og nú síðast með Breda í Hollandi, og miðvallar- spilarinn eitilharði, Hollendin- gurinn Martin Jol, sem verið hef- ur með WBA sl. þrjú ár. -VS QPR leikur á Highbury Enska knattspyrnufélagið QPR mun leika heimaleiki sína í UEFA-bikarnum næsta vetur á Highbury, heimavelli Arsenal. Gervigras þekur heimavöll QPR, Loftus Road, en Knattspyrnu- samband Evrópu heimilar ekki notkun þess í leikjum á sínum vegum. -VS OL fatlaðra: Jónas og Sigrún fengu silfurverðlaun Coe valinn í 1500 Heimsmethafinn í 1500 m hlaupi karla, Sebastian Coe, var í gær valinn til að keppa í þeirri vegalengd fyrir Breta á Ólympíu- leikunurn i Los Angels í sumar. Hann tapaði fyrir Peter Elliott á úrtökumóti í Crystal Palace í fyrradag en var samt tekinn framyfir Elliott vegna sinnar iniklu keppnisreynslu. Coe hafði þegar verið valinn til að keppa í 800 m hlaupinu og þar verður Steve Ovett einnig með. Ovett keppti ekki á sunnudag en hans skæðasti keppinautur, Gary Cook, var langt frá sínu besta og var ekki valinn. -VS Jónas Óskarsson og Sigrún Pét- ursdóttir hlutu silfurverðlaun í sundi á Ólympíuleikum fatlaðra sem nú standa yfir í New York. Jónas keppti í 100 m baksundi og setti Ólympíu- og heimsmet í milliriðli, 1:14,16 mín. Hann keppir í flokki hreyflhamlaðra. í úrslitasundinu hafði Jónas for- ystu eftir 50 metra en mistókst þó í snúningi og Vestur-Þjóðverji sigraði á nýju Ólymípu- og heims- meti, 1:13,32 mín. Jónas synti á 1:15,44 og varð annar. Sigrún keppti í 25 m baksundi í CP-flokki og varð önnur af sjö keppendum á 40,6 sek. Hún náði síðan bronsi í 50 m skriðsundi, synti á 1:18,89 mín, en áður hafði hún fengið brons í 25 m skriðs- undi. Haukur Gunnarsson, sem keppir í CP-flokki, er kominn í 8-manna úrslit í 200 m hlaupi. Hann á annan besta tímann af 32 keppendum, 28,03 sek. Þá er hann kominn í milliriðla bæði í 100 og 400 m hlaupi, hann á þriðja besta tímann í 100 metrun- um, 13,81 sek,og7. bestaí400m, 1:05,24 mín. Allt þetta afrekaði Haukur á laugardaginn í 30 stiga hita og þá varð hann fimmti af 28 keppendum í langstökki, stökk 4,41 metra. Hann þarf líklega að keppa í öllum greinunum þremur í dag. „Þetta hefur gengið framar öllum vonum. Okkar keppendur hafa enga reynslu á alþjóðlegum mótum svo við bjuggumst alls ekki við þessum árangri“, sagði Arnór Pétursson fararstjóri fs- lensku keppendanna í samtali við Þjóðviljann í gær. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.