Þjóðviljinn - 26.06.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.06.1984, Blaðsíða 3
1. deild kvenna: Gooir sigrar Þórs og Súlunnar Þórsstúlkurnar tóku á laugardaginn forystuna í B-riðii 1. deildar kvenna I knattspyrnu er þær sigr- uðu stöllur sínar úr KA 1-0 á Akureyri. Anna Einars- dóttir skoraði eina markið snemma leiks, hún var þá feild innan vítateigs KA, tók vítaspyrnuna sjáif og skoraði. Þórsstúlkurnar voru betri aðilinn í leiknum og sigurinn var sanngjarn. Súlan sigraði Hött 1-0 á Egilsstöðum. Stöðvar- fjarðarstúlkurnar börðust iengi vel og verðskulduðu sigurinn en sluppu þó fyrir horn þegar Hera Ar- mannsdóttir skaut í þver- slá á marki þeirra. Hólm- fríður Einarsdóttir skoraði eina mark leiksins. Staðan í B-riðli: ÞórA..........2 2 0 0 4-0 6 KA............2 10 12-13 Súlan.........2 10 11-23 Höttur........2 0 0 2 0-4 0 Á föstudagskvöldið vann Breiðablik góðan sigur á ÍBÍ á ísafirði, 4-1. Erla Rafnsdóttir skoraði þrjú mörk og Ásta María Reynisdóttir eitt en seint í leiknum náði Margrét Geirsdóttir að koma ís- firsku stúikunum á blað og gera þeirra fyrsta mark í 1. deildarkeppninni. Staðan í A-riðli: ÍA...........3 2 1 0 11-1 7 Breiðabllk.....3 2 1 0 8-1 7 Valur..........3 2 0 1 5-1 6 KR.............3 2 0 1 3-4 6 ÍBÍ............3 0 0 3 1-8 0 Víkingur.......3 0 0 3 1-14 0 Markahæstar: Erla Rafnsdóttir, Breiðabl.5 Laufey Sigurðardóttir, IA..4 Ragnheiur Jónasdóttir, IA..4 -K&H/VS Heimsmet Bykovu Tamara Bykova frá So- vétríkjunum setti nýtt heimsmet í hástökki kvenna á frjálsíþróttamóti í Kiev á laugardaginn. Hún stökk 2,05 metra og bætti eigið heimsmet um einn sentimetra. Sigurður fyrstur í Alafoss- hlaupinu Sigurvegarar í einstök- um flokkum urðu: 16 ára og yngri: Steinn Jóhanns- son, IR (50:44,2), 17-20 ára: Garðar Sigurðsson, ÍR, 21-30 ára: Sigurður P. Sigmundsson, FH, 31-40 ára: Sigfús Jónsson, ÍR, 41-50 ára: Guðmundur Gíslason, Ármanni (53,56,8), 51 árs og eldri: Haukur Hergeirsson, íþróttafélagi Sjónvarpsins (68:19,6). Erfitt var að hlaupa á sunnudaginn, mótvindur og úrkoma, og dró það úr hraða hlauparanna. Einn- ig minnkaði þátttaka í hiaupinu fyrir vikið, sagt er að ýmsir hafi dregið sængina uppfyrir haus og haldið áfram að sofa er þeir litu útum gluggann sinn á sunnudagsmorgun- inn. -VS Tvö met Guðrúnar í Kanada Guðrún Fema Ágústs- dóttir setti tvö í slandsmet á sundmóti í Kanada um helgina. Hún synti 800 m skriðsund á 9:50,88 mín. og 400 m íjórsund á 5:22,72 mín. Hún býr sig nú af kappi undir Olym- píuleikana í Los Angeles í sumar. ÍÞRÓTTIR Sigurður P. Sigmundsson. Sigurður P. Sigmunds- son, FH, vann öruggan sigur í Álafosshlaupinu sem fram fór á sunnudag- inn. Hlaupið var frá Mos- feilssveit til Reykjavíkur að vanda og endað á Laugardalsvelli. Sigurður fékk keppni frá Sigfúsi Jónssyni til að byrja með en sleit hann fljótlega af sér og varð ekki ógnað eftir það. Hann skeiðaði 13,5 km ieiðina á 46:27,5 mín. en Sigfús kom annar í mark á 47:32,7 mín. Þriðji var svo Garðar Sigurðs- son, ÍR, á 47:53,6 mín. en hann varð sigurvegari í flokki 17-20 ára í hlaupinu. Fríða Bjarnadóttir sigr- aði í kvennaflokki á 65:09,0 mín. var sjö mínút- um tæpum á undan Björgu Kristjánsdóttur sem varð önnur á 72:06,2 mín. Guðrún Fema Ágústsdóttir. 4. deild í knattspyrnu: Sindramenn steinlágu á Fáskrúðsfirði Bolvíkingar stöðvuðu sigurgöngu ÍR og Stokkseyringar skutust upp á toppinn í B-riðli með stórsigri á Hvergerðingum. A-riðill: Ármann-Drengur.................3-2 Haukar-Afturelding.............2-1 Augnablik-Víkverji.............1-0 Árvakur-Hafnir.................0-0 Ármenningar halda sínu striki en Drengirnir þvældust samt nokkuð fyrir þeim. Þráinn Ás- mundsson (víti), Jens Jóhannes- son og Egill Steinþórsson skoruðu fyrir Ármann en Gústaf Alfreðs- son og Hjörtur Ingþórsson fyrir Dreng. Haukarnir fylgja fast á eftir, Páll Poulsen og Valur Jóhannes- son komu þeim í 2-0 en Hafþór Kristjánsson svaraði fyrir Aftur- eldingu. Guðmundur Halldórsson, sá sprellfjörugi Augnabliki, skoraði sigurmarkið gegn Víkverja með miklu þrumuskoti. B-riðill: Þór Þ—Lóttir...................2-2 Stokkseyri-Hveragerði..........5-1 Drangur-Eyfellingur............0-3 Staðan f 4. deildarkeppninni: A-riðill: Ármann ...6 5 10 12-4 16 Haukar ...6 4 1 1 15-8 13 Víkverji ...6 3 12 10-5 10 Augnablik ...6 3 12 11-10 10 Árvakur ...6 2 1 3 6-8 7 Afturelding ...6 2 0 4 6-10 6 Hafnir ...6 114 5-9 4 Drengur ...6 1 0 5 7-18 3 B-riðill: Stokkseyri ...5 4 0 1 17-7 12 Léttir ...6 3 2 1 16-7 11 Hildibrandur ...5 3 2 0 13-5 11 Þór Þ ...5 2 12 12-9 7 Eyfellingur ...5 2 12 11-10 7 Hveragerði ...5 1 0 4 8-19 3 Drangur ...5 0 0 5 2-22 0 C-riðill: ÍR ...6 5 0 1 28-7 15 Boiungarvfk ...6 4 0 2 12-11 12 Leiknir R ...5 2 12 10-11 7 ReynirHn ...7 2 14 13-15 7 Grótta ...5 2 0 3 8-12 6 Grundarfjöröur.... ...5 2 0 4 11-19 6 Stefnir ...3 10 2 3-10 3 D-riðill: ReynirÁ ...4 3 10 16-3 10 Geislinn ...2 10 1 3-3 3 Skytturnar ...3 1 0 2 8-9 3 Hvöt ...3 1 0 2 3-11 3 Svarfdælir ...2 0 1 1 5-9 1 E-riðill: Vaskur 2 2 0 0 7-3 6 Tjörnes 3 2 0 1 6-2 6 Vorboðinn 3 1 1 1 6-4 4 Árroðinn 3 1 1 1 4-5 4 Æskan 3 0 0 3 2-11 o F-riðill: LeiknirF ...6 5 10 19-1 16 Höttur ...6 4 1 1 15-7 13 Súlan ...7 4 12 16-10 13 Sindri ...7 3 2 2 12-15 11 Neisti ...6 3 0 3 14-13 9 Hrafnkeil ...6 2 0 4 8-14 6 Borgarfjörður ...7 2 0 5 9-19 6 Egill rauði ...7 0 16 7-21 1 Markahœstir: Tryggvi Gunnarsson, ÍR 15 Halldór Viðarsson, Stokkseyri ..9 Sigurður Gunnarsson, Vfkverja ..7 Öskar Tómasson, Leikni F ..7 Andrós Kristjánsson, Lótti ..6 Sæmundur skoraði fyrst glæsi- mark fyrir Þór en Andrés Krist- jánsson (víti) og Valdimar Guð- mundsson komu Létti í 1-2. Ár- mann Einarsson jafnaði fyrir Þór af miklu harðfylgi eftir sendingu Stefáns sveitarstjóra Garðars- sonar. Stokkseyri skaust á toppinn á meðan, Halldór Viðarsson skoraði 3 mörk gegn Hveragerði, Sólmundur Kristjánsson (víti) og Páll Léo Jónsson eitt hvor en Helgi Þorvaldsson gerði mark gestanna. Eyfellingar unnu öruggan sigur í Vík, Erlendur Guðbjörnsson skoraði 2 mörk og Magnús Þór Geirsson eitt. C-riðill: ÍR-Bolungarvík................0-2 Leiknir R.-Reynir Hn..........1-0 Grótta-Bolungarvík............0-1 Bolvíkingar gerðu góða ferð suður. Þeir unnu Gróttuna á föstudagskvöldið með marki Hjörleifs Guðfinnssonar og komu síðan geysilega á óvart með því að vinna IR, liðið sem þeir höfðu steinlegið fyrir á heimavelli, 1-6, skömmu áður. Svavar Ævarsson og Sigurður Guðfinnsson skoruðu mörkin í þeim leik. Þorvaldur Guðmundsson skoraði eina markið þegar Leiknir vann Hnífsdælinga á Fell- avellinum. D-riðill: Svarfdælir-ReynirÁ............2-2 Geislinn-Hvöt.................2-1 Svarfdælir náðu mjög óvænt stigi gegn nágrönnunum af Ströndinni. Björn Friðþjófsson og Kristján Ásmundsson gerðu mörk Reynis. Benedikt Pétursson og Reynir Ingimarsson skoruðu fyrir Geisl- ann en Hermann Arason fyrir Hvöt í tvísýnum leik í Hólmavík. E-riðill: Vaskur-Vorboðinn..........frestað Æskan-Tjörnes.................0-2 Magnús Hreiðarsson (Marka- Maggi) og Skarphéðinn Ómars- son gerðu mörk Tjörnesinga á Svalbarðseyri. F-riðill: LelknirF.-Slndri..............6-0 Höttur-Eglll rauði............4-1 Neisti-Hrafnkell..........frestað Súlan-Borgarfjörður...........4-0 Búist var við hörkuleik efstu iiðanna, Leiknis og Sindra, á Fá- skrúðsfirði, en heimamenn höfðu mikla yfirburði og markvörður þeirra, Páll Guðnason, hefur nú ekki fengið á sig mark í 480 mín- útur. Óskar Tómasson 2, Svanur Kárason 2, Helgi Ingason og Jón Jónasson skoruðu mörkin. Höttur skaust uppí annað sætið með sigrinum á Agli rauða og fær Leikni í heimsókn í kvöld. Hall- dór Halldórsson 2, Bergur Hall- grímsson og Sólmundur Oddsson skoruðu fyrir Hött en Axel Jóns- son fyrir Egil. Súlan er einnig á miklum skriði og vann Borgfirðinga með mörk- um Jónasar Olafssonar, Magnús- ar Magnússonar og Jóhanns Pét- urs Jóhannssonar en Borgfirðing- ar gerðu eitt sjálfsmark. -Frosti/VS í einum opnasta og fjörugasta leik í 1. deildinni í knattspyrnu sem undirritaður hefur séð í ár, lögðu Þórsarar Víkinga að velli í Laugardalnum í Reykjavík á laugardaginn, 2-0. Sigur Þórsara var sanngjarn þegar á heildina er litið, þeir óðu í færum í síðari hálfleik og hefðu getað unnið stærri sigur, en voru heppnir í fyrri hálfleik er vörn þeirra var eins og götóttur svissneskur ost- ur. Eftir 17 sekúndur var Kristján Kristjánsson kominn í ákjósan- legt færi við Víkingsmarkið en renndi fyrir í stað þess að skjóta þannig að ekkert varð úr. En strax á 3. mínútu kom mark. Óli Þór Magnússon brunaði inní víta- teig Víkings og skoraði með hörkuskoti. Næstu 20 mínútur fengu Vík- ingar fimm ágæt færi til að jafna. Heimir Karlsson renndi sér í gegnum flata og óörugga Þórs- ' vörnina hvað eftir annað, skaut Evrópukeppni landsliða: Fjörug undanúrslit Frakkland og Spánn leika til úrslita í París annað kvöld en það hefðu rétt eins getað orðið Danmörk og Portúgal Varla hafa meiri spennuleikir sést í beinni útsendingu í íslenska sjónvarpinu en viðureignirnar Frakkland-Portúgal og Dan- mörk-Spánn í undanúrslitum Evrópukeppni iandsliða í knatt- spyrnu á laugardag og sunnudag. Báðir voru framlengdir, sigur- mark skorað á síðustu mínútu framlengingar í öðrum en í hinum þurfti taugatrekkjandi vítaspyrn- ukeppni til að knýja fram úrslit. Frakkland og Spánn leika til úrs- lita um Evrópumeistaratitiiinn annað kvöld en það hefðu allt eins getað verið Portúgal og Dan- mörk, svo sáralítið skildi liðin að í leikjunum. Ekkert fjör var í fyrri hálfleik Frakka og Portúgala og það eina skemmtilega var mark bakvarð- arins Domergue beint úr auka- spyrnu. Frakkar voru nærri því að gera útum leikinn á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks, áttu þá fimm góðar skottilraunir og tækifæri án þess að skora og það var nærri búið að koma þeim í koll. Jordao jafnaði á 74. mín- útu og kom Portúgal yfir á 8. mín- útu framlengingar, í bæði skiptin eftir frábæran undirbúning besta leikmanns vallarins, hins hrokk- inhærða Fernando Chalana frá Benfica. Lokamínúturnar voru síðan ævintýralegar, jöfnunar- mark Domergue og sigurmark sjálfs Platinis sneru tapi uppí frækinn sigur fyrir Frakka en skildu Portúgali eftir steini lostna. Á sunnudaginn var það svo Preben Elkjær sem var syndasel- urinn, skaut yfir úr síðustu spyrnu Dana í vítaspyrnukeppn- inni, tengdamömmu til sárrar hrellingar. Sá leikur gat farið á hvorn veginn sem var, Sören Ler- by kom Dönum yfir á 7. mínútu en varnarmaðurinn stórsnjalli, Antonio Maceda, jafnaði á 64. mínútu. Mikið áfall fyrir Spán- verja að hann og Rafael Gordillo skyldu vera bókaðir í leiknum því þeir geta ekki leikið með liðinu í úrslitaleiknum fyrir vikið. Bæði liðin fengu fjölda marktækifæra í leiknum sem hefði allt eins getað endað 3-3 eða þaðan af meira. Danir áttu ein ellefu ágæt tæki- færi í leiknum, Frank Arnesen átti stangarskot og mark var dæmt af Elkjær, en Spánverjar fengu níu, m.a. varði Ole Quist tvívegis eftir að fyrst Senor og síðan Santillana komust fríir upp- að danska markinu. En í úrslitum mætast sem sagt Frakkland og Spánn. Sem fyrr eru Frakkar sigurstranglegri en þeir komust í hann krappan gegn Portúgal og gætu ekki síður lent í vandræðum með Spánverja. Frakkar leika skemmtilegri knattspyrnu en Spánverjar sýndu gegn Dönum að þeir kunna fleira fyrir sér en leika af hörku. Senor, Santillana og ekki síst Sarabia sem hefði mátt koma fyrr inná gegn Dönum eru allir stórhættu- legir. Það var reyndar Sarabia sem breytti gangi leiksins á sunn- udag, hleypti miklum krafti í sóknarleik Spánverja og lagði upp jöfnunarmarkið sex mínút- um eftir að hann kom inná. -VS Bara tvö færi nýtt Opinn ogfjörugur leikur Víkings og Pórsara sem Pór vann sanngjarnt 2-0 framhjá, lét Þorstein Ólafsson verja frá sér og renndi út á Aðal- stein Aðalsteinsson sem skaut hárfínt framhjá stöng. Auk þess átti Ómar Torfason þrumuskalla yfir og Kristinn Guðmundsson komst einn inní vítateig en missti boltann frá sér. Ögmundur í Vík- ingsmarkinu varði hörkuskalla Bjarna Sveinbjörnssonar á 38. mínútu en undir lok fyrri hálf- leiks varði Þorsteinn frá Heimi dauðafæri og Ámundi hitti ekki boltann á markteig. Víkingur fékk fyrsta færi seinni hálfleiks, Þorsteinn varði þá vel frá Kristni, en eftir það áttu Þórs- arar leikinn. Færin voru fjöl- mörg, ein tíu hættuleg, og úr einu þeirra, á 56. mínútu, kom annað markið. Halldór Áskelsson lyfti boltanum bak við varnarmenn Víkings, Bjarni komst á auðan sjó og skoraði auðveldlega, 0-2. Bjarni, Óli Þór, Guðjón og Hall- dór áttu allir góðar marktilraunir eftir þetta, Guðjón t.d. tvö dauðafæri á sömu mínútunni en Ögmundur varði í bæði skiptin. Víkingar ógnuðu aldrei þó þeir væru lítið minna með boltann á miðjunni og máttu sætta sig við tap. Þórsliðið getur leikið ákaflega skemmtilega sóknarknattspyrnu, boltinn gengur milli manna með einni snertingu og þannig var lé- leg Víkingsvörnin opnuð uppá gátt hvað eftir annað. Vörn Þórs var slök í fyrri hálfleik en fékk rétta dýpt eftir hlé. Enginn einn skaraði framúr, liðsheildin var nokkuð góð og ósanngjarnt að tína einn út framyfir annan. Heimir var langbestur Víkinga í fyrri hálfleik, virtist þá geta gert það sem hann vildi við vítateig Þórs. Kristinn, Ómar og Aðal- steinn léku þokkalega á miðjunni og Ögmundur í markinu en vörn- in var slök, enda er þar sífellt ver- ið að skipta um leikmenn. Friðjón Eðvarðsson dæmdi leikinn þokkalega. -VS Sanngjarn KR-sigur KR-ingar sýndu mjög góða knattspyrnu og urðufyrstir til að leggja Keflvíkinga að velli KR-ingar komu sér af botni 1. deildarinnar í knattspyrnu á sunnudaginn með því að sigra Keflvíkinga, næst efsta liðið, 1-0 á Laugardalsvellinum. Okunnug- ur hefði sennilega freistast til að halda að KR væri í toppbarátt- unni en Keflvíkingar illa staddir því Vesturbæjarliðið lék á köflum skínandi knattspyrnu og sigur þess var í hæsta máta sanngjarn. Sverrir Herbertsson skoraði markið dýrmæta á 29. mínútu, fékk þá boltann frá Elíasi Guð- mundssyni, sem hafði þvælt sér framhjá nokkrum varnar- mönnum Keflvíkinga, og sendi boltann í markhornið, framhjá úthlaupandi Þorsteini Bjarnasyni markverði. ÍBK hafði átt einu færin fram að því, Einar Ásbjörn Ólafsson þau bæði, en eftir markið tók KR að sækja mun meira. Liðið lék mjög vel, sýndi góðan samleik sem byrjaði hjá öftustu mönnum og Gunnar Gíslason átti lúmskan skalla sem Þorsteinn sló í horn og síðan renndi hann inní teiginn á Ágúst Má Jónsson sem var í góðu færi á ská við markið en skaut yfir. ÍBK lék einnig ágætlega í fyrri hálfleik en ógnaði lítið. KR-ingar drógu sig aftar á völl- inn til að byrja með eftir hlé og vörðust vel. Tvívegis var ÍBK nærri því að jafna, Ragnar Mar- geirsson komst einnig í gegn á 53. mínútu en var í þröngu færi og Stefán Jóhannsson varði skot hans. Helgi Bentsson fékk síðan boltann innan vítateigs KR en Stefán kom útá móti og bjargaði. Síðasta stundarfjórðunginn tók KR svo öll völd á ný, sótti látlaust það sem eftir var og hefði hæg- lega getað bætt við markatöluna. Ómar Ingvarsson fékk tvö hætt- ulegustu færin en skaut framhjá í bæði skiptin. Ágúst Már Jónsson var höfuð- paurinn í spilinu hjá KR, byggði vel upp. Elías Guðmundsson lék aftar en oftast áður og fórst það vel úr hendi. Var ógnandi og átti hættulegar sendingar. Ómar, Sæ- björn Guðmundsson, og varnar- mennirnir Haraldur Haraldsson, Ottó Guðmundsson og Jósteinn Einarsson áttu allir góðan dag. Lið ÍBK lék ágætlega í heild í fyrri hálfleik og þá voru Helgi Bentsson og Ragnar Margeirsson áberandi og virkir. Þeir týndust ásamt fleirum í síðari hálfleik og þá náði enginn að rífa sig uppúr meðalmennskunni. Fyrsti ósigur Keflvíkinga - hann kom einfald- lega þar sem þeir mættu ofjörlum sínum í þetta skiptið. Þorvarður Björnsson dæmdi leikinn nokkuð vel. -VS 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur Michel Platini, þjóöhetja Frakk- lands um þessar mundir, skoraði sigurmarkið gegn Portúgal. Hans áttunda mark í fjórum leikjum. 26. júní 1984 Bikarkeppni KSÍ: Olsurum létti! Sú skemmtilega nýbreytni var höfð á þegar dregið var til 16-liða úrslita í bikarkeppni KSÍ á laugardaginn, að dráttur- inn fór fram í beinni sjónvarps- útsendingu. Margir sátu límdir við skjáinn, m.a. Ólafsvíkingar sem voru nýbúnir að vinna góð- an sigur á Fylki í 3. deildinni fyrr um daginn. Þeir vonuðust að sjálfsögðu eftir því að fá 1. deildarlið í heimsókn en þó fór að fara um þá þegar aðeins fjögur lið voru eftir í hattinum, þeir, tvö 2. deildarlið, Völsung- ur og Víðir, og 1. deildarlið Breiðabliks. Þeim létti þó stór- um er þeirra nafn var dregið á heimavöll - þar leika þeir við 2. deildarlið Völsungs. Þessi lið mætast í 16-liða úr- slitunum: Þróttur R.-Víkingur R. Valur-KA Þróttur N/Austri-Þór A. KR-ÍBK ÍBV-ÍA ÍBÍ-Fram Víkingur Ól.-Völsungur Víðir-Breiðablik í annað skiptið á þremur árum mætast liðin sem léku til úrslita í keppninni árið á undan, í 16-liða úrslitum. Það eru ÍBV og íA en 1982 léku ÍBV og Fram saman í 16-liða úrslit- um eftir að hafa leikið til úrslita haustið áður. -VS Allt eins hjá Arna Sveins! Árni skoraði bœði mörk ÍA gegn Prótti á glœsilegan hátt. Skemmtilegur leikur og fjöldi tœkifœra, fjögur sláarskot að meðtalinni vítaspyrnu Páls Ólafssonar Einn allraskemmtilegasti leikur Islandsmótsins í knatt- spyrnu til þessa í sumar var háður á Akranesi á laugardaginn. Þar áttust við ÍA og Þróttur og bar leikurinn, sem endaði með sigri IA 2-0, þriggja stigi reglunni gott vitni. Mjög hraður leikur, góður samleikur, hættuleg skyndiupp- hlaup, mörg marktækifæri og tvö stórkostleg mörk. Já, elstu menn muna ekki eftir öðrum eins mörk- um. Of langt mál yrði að telja upp öll marktækifærin. Það fyrsta, og reyndar fyrra mark ÍA, kom á 9. mín. Þá átti Guðbjörn Tryggva- son góða fyrirgjöf á Árna Sveins- son sem stóð rétt fyrir utan mark- teig. Ámi tók boltann, sem var í hnéhæð, viðstöðulaust og bomb- aði uppundir slána. Næstu tvö færi átti Páll Ólafs- son. Á 14. mínútu komst hann innfyrir vörn í A með þrjá menn í bakinu, en Bjarni Sigurðsson kom út og varði vel. Síðan á 21. mín. þegar hann átti gott skot úr aukaspyrnu, rétt framhjá. Á 28. mín. fékk lA aukaspyrnu við miðju. Guðjón Þórðarson skaut á markið (!) og Guðmund- ur, sem ekki átti von á því, henti sér afturábak og sló boltann í slá og vfir. Á 49. mín. kom síðara mark ÍA. Árni fékk boltann fyrir utan vítateig frá Júlíusi Ingólfssyni og rétt eins og áður skaut hann við- stöðulaust og knötturinn hafnaði alveg uppi í vinkli. Glæsilegt, og ekki þarf að taka fram að um óverjandi skot var að ræða. Á 64. mínútu átti fátítt atvik sér stað. Þrír Þróttara vom skyndi- lega komnir í upphlaup og aðeins einn varnarmaður í A til staðar en Þróttararnir klúðruðu „færinu". Þremur mínútum seinna fékk Kristján Jónsson dauðafæri á markteig Skagamarksins og ætl- aði að bomba svo syngi í netinu, en hefði átt að vanda sig betur því hann skaut vel yfir. Pollarnir sem sækja tuðmna fyrir aftan mörkin vom að niðurlotum komnir eftir langferðina. Rétt á eftir fékk Júl- íus Júlíusson færi í vítateig í A en vandaði sig um of og Skagamenn bægðu hættunní frá. Á 81. mín. ver Bjarni Sig. með því að slá boltann frá Þorvaldi Þorvaldssyni í þverslá og yfir. Á 89. mínútu tókst svo Guðjóni að skjóta í Þróttarslána fyrir galopnu mark- inu. Á 91. mín. fengu Þróttarar réttilega vítaspyrnu. Páll Ólafs- son tók hana en skaut firnafast í slána, rétt við vinkilinn. Þróttur er með ágætt lið sem á eftir áð fá mörg fleiri stig í sumar. Þó gæti orðið vandamál í sókn- inni þegar Páll hverfur á Ólym- píuleikana því hann er þeirra skæðasti sóknarmaður. Arsæll Kristjánsson var bestur í þessum leik. Páll átti ágæta spretti en var haldið niðri lengst af. Kristján stóð sig vel og skapaði mikinn usla þegar hann fór í sóknina. Það er annars dálítið einkenni- legt að sjá hvert liðið á fætur öðru reyna að skapa sér færi gegn ÍA með háum fyrirgjöfum, vitandi af tveimur bestu skallamönnum landsins þar fyrir í vörninni, Sigga Donna og Sigga Lár. Arni Sveinsson var bestur Skagamanna og jafnframt bestur á vellinum. Gaman að sjá hann í slíku stuði og mörkin hans voru frábær. Guðjón, Bjarni og Guð- björn áttu einnig ágætan leik. Góður dómari var Guðmund- ur Haraldsson. Áhorfendur voru 845. -MING/Akranesi Þriðjudagur 26. júní 1984 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.