Þjóðviljinn - 17.07.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.07.1984, Blaðsíða 1
„Reyni við nýtt met í Kalott!“ Unnar Vilhjálmsson Aðalsteinn Bernharðsson „Ég var hættu „Ég var ekkert búinn að keppa í tvö ár, var hættur, en fór síðan á lögreglumótið í Osló um daginn og náði mjög góðum árangri. í framhaldi af því tók ég þátt í þessu landsmóti,“ sagði Aðal- steinn Bernharðsson, UMSE, sem varð þrefaldur sigurvegari f frjálsíþróttakeppni Landsmóts- ins. Hann og Brynjúlfur Hilmars- son, UIA, urðu stigahæstir í karlaflokki, hlutu 18 stig hvor. Aðalsteinn náði mjög góðum tíma í 100 m hlaupinu og þegar . Unnar Vilhjálmsson setti nytt íslandsmet í hástökki á Landsmótinu um helgina og hann sýndi fjölhæfni sína með því að sigra einnig i spjótkasti - í greininni sem Einar bróöir hans hefur gert garðinn frægan. Mynd: -eik. hann var spurður hvort hann teldi sig eiga möguleika á íslandsmeti í þeirri grein kvaðst hann lítið geta æft, hafa of lítinn tíma. Það yrði bara að koma í ljós þegar framí sækir. Svanhildur Kristjónsdóttir, UMSK, sigraði einnig þrefalt og varð stigahæst í kvennaflokki. Unnar Vilhjálmsson hlaut af- reksbikarinn í karlaflokki fyrir ís- landsmet sitt í hástökki og Svan- hildur í kvennaflokki fyrir 100 m hlaupið. Eðvarð Þ. Eðvarðsso UMFN, hlaut afreksbikarinn í karlaflokki í sundi fyrir íslands- met sitt í 200 m fjórsundi og Bryndís Ólafsdóttir, HSK, í kvennaflokki fyrir 100 m skrið- sund. Eðvarð, Þórður Óskarsson, UMFN, og Magnús Már Ólafs- son, HSK, urðu jafnir og stiga- hæstir í karlaflokki í sundi með 17 stig og Guðbjörg Bjarnadóttir, HSK, varð hæst í kvennaflokki með 17 stig. -ÞBM Aðalsteinn Bernharðsson, lengst til hægri, sigrar í 100 m hlaupi karla á Landsmótinu. Lengst til vinstri er Einar Sigurðsson sem varð fjórði, þá Skagfirðingarnir Jón Eiríksson og Bjarni Jónsson, Erlingur Jóhannsson úr UMSK sem varð annar og Austfirðingurinn Egill Eiðsson, sem var þriðji, er við hlið Aðalsteins. Mynd: Loftur. Landsjnótið Glæsi- sigur HSK Lokastaðan í stigakeppni fé- laga á Landsmótinu varð þessi: 1. HSK.............417,75 2. UMSK............191,50 3. UÍA.............176,50 4. UMFK............154,50 5. UMFN............134,75 6. UMSE............111,75 7. HSÞ.............102,70 8. UMFB.............84.00 9. UMSB.............41,00 10. UMSS.............40,50 11. USAH.............27.50 12. HSH..............18,00 13. UNÞ..............12,00 14. UMFG.............11,50 15. USVH..............9,00 16. UÍÓ...............8,00 17. HSS...............7,00 18. UMFD..............5,00 19-20. USÚ............4,00 19-20. Víkverji.......4,00 21.HVÍ................3,00 22-24. UDN............1,00 22-24. UMFGeisli......1,00 22-24. USVS...........1,00 25-26. HHF............0,00 25-26. UMF Þróttur....0,00 „Mjög lelegt “ sagði Bogdan Island tapaði 20-14 fyrir Spánverjum í „Eg átti ekki von á því að geta slegið íslandsmetið á þessu lands- móti. Ég ætlaði að reyna við nýtt landsmótsmet, 2,00 metra og sjá síðan til. Þegar ég hafði stokkið yfir 2,02 metra fannst mér stemmningin og skilyrðin mjög góð og lét því hækka strax í 2.12 m,“ sagði Unnar Vilhjálmsson, UIA, sem setti nýtt Islandsmet í hástökki á laugardaginn, stökk 2.12 metra. Gamla metið átti Ey- firðingurinn Kristján Hreinsson, 2.11 metra. Er Unnar var inntur eftir því hvort menn fengju að sjá hann slá metið aftur bráðlega, kvaðst hann ætla að reyna það í Kalott- keppninni sem hefst á Laugar- dalsvellinum í dag. í vetur mun Unnar kenna íþróttir við Menntaskólann á Egilsstöðum en síðan halda til háskólanáms er- lendis þar sem hann gæti einnig stundað íþróttaæfingar. Banda- ríkin eru ofarlega á blaði en Nor- egur kemur einnig til greina. -ÞBM Vigo. „Bogdan þjálfari sagði að þetta hefði verið mjög lélegt hjá okkur í dag - og það er líklega rétt. Við vorum seinir í gang og vörnin var höfuðverkur án Kristjáns Ara- sonar, en lækni okkar þótti ráð- legt að láta hann ekki leika. Það var 27 gráðu hiti í íþróttahöllinni og þetta var lamandi í byrjun", sagði Bjarni Guðmundsson landsliðsmaður í handknattleik í samtali við Þjóðviljann í gær- kvöldi. ísland tapaði fyrir Spánverjum í Vigo á norðvestur Spáni 20-14 í gær. Spánn hafði ávallt undir- tökin, 10-7 í hálfleik og náði óverjandi forystu fljótlega í síðari hálfleiknum. Þjóðirnar mætast öðru sinni á morgun en íslenska liðið er vænt- anlegt heim á föstudag. „Nú þekkjum við þá betur og Kristján leikur með á morgun og ég er mjög bjartsýnn á að við náum mun hagstæðari úrslitum. Þetta spænska lið er svipað og oft áður, Ieikmenn þess eru svolítið þungir en þeir eru í stífri keyrslu eins og við með Ólympíuleikana að markmiði“, sagði Bjarni. Sigurður Sveinsson skoraði 4 mörk í gær, 2 víti. Atli Hilmars- son gerði 3 mörk, Alfreð Gísla- son 2, Þorbergur Aðalsteinsson 2, Þorbjörn Jensson, Bjarni Guð- mundsson og Jakob Sigurðsson eitt hver. -VS 3. deild Stórsigur Fylkis Fylkir vann auðveldan sigur á Fylkir...10 7 1 2 28-12 22 Snæfelli frá Stykkishólmi, 5-0, er Víkingur...io 7 12 20-11 22 hðin leku 1 SV-nðli 3. deildannn- salfoss....9 4 2 3 12-10 14 ar í knattspyrnu á Árbæjarvelli í Grindavík.10 3 4 3 12-13 13 gærkvöldi. Jón Bjarni Guð- þv...........9 2 1 6 13‘21 7 mundsson og Samúel Grytvik 0 2 I 4-33 2 skoruðu fynr Fylki 1 fyrn halfleik og þeir Jón Bjarni, Óskar Theo- Markahæstir: dórsson og Brynjar Jóhannesson Ómar Björnsson, Reyni...9 í þeim síðari. Staðan er þá þessi í Brynjar Jóhannesson, Fyiki.8 riðlinum- K r ÞórhallurGuöjónsson, Stjörn.7 ReynirS......10 7 3 0 23-7 24 VS Sjötta frestunin! Enn glettist þokan við Eyjamenn og Skagamenn - í gærkvöldi þurfti að fresta viðureign liðanna í 16- Iiða úrslitum bikarkeppni KSÍ í sjötta skiptið. Þoka lagðist yfir seinnipartinn í gær og gerði góðar vonir manna um leik að engu. I kvöld hefjast 8-liða úrslit keppninnar og fer einn leikur fram á grasvelli KR-inga. Þangað koma Þórs- arar frá Akureyri í heimsókn og hefst viðureignin kl. 20. Þetta er fyrsti opinberi leikur KR á eigin heimavelli í meistaraflokki karla og væntanlega verður mikil stemmning og margir áhorfendur. UMSJÓN: VlBIR SIGURBSSON

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.