Þjóðviljinn - 24.07.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.07.1984, Blaðsíða 4
IÞRÓiriR Völsungur Víðir 1-4 Þær hafa verið erfiðar, síðustu 180 mínúturnar hér á Húsavík. Fyrst spörkuðu bláhvítir Fram- arar Völsungum útúr bikarnum, og það hressilega, og á laugardag voru það hinir bláhvítu Víðis- menn sem rótburstuðu okkar menn. Völsungar sjá því blátt þessa dagana! Markalaus fyrri hálfleikur, en stööug traffík í markteig beggja liða. Svavar Geirfinnsson skall- aði yfir mark Víðis strax á 2. mín- útu og rétt á eftir átti Guðjón Guðmundsson skot á Völsungs- 2. deild í knattspyrnu Völsungar sjá blátt! Fyrirliði Einherja lenti í átökum við sinn gamla þjálfara og báðir voru reknir af leikvelli. Martelnn Geirsson - kampakátur á Húsavík. markið en Gunnar Straumland varði. Þaðan hrökk boltinn útí teig og inn að marki á ný en Sig- mundur Hreiðarsson barg á línu. Á sömu mínútunni fengu Völ- sungar tvö góð færi. Fyrst lék Sig- urður Illugason Jónas Hallgríms- son frían en skot hans klikkaði. Strax á eftir var Sigurður í dauða- færi en máttlítið skot hans fór beint á markvörðinn. Á 33. mín- útu bjargaði Ólafur Róbertsson á línu eftir stórsókn Völsunga. Og enn björguðu Víðismenn á línu á 40. mínútu, sneru vörn í sókn er endaði með skoti sem Gunnar varði vel. Rétt áður en flautað var til leikhlés var Grétar Einars- son í dauðafæri í markteig Völsu- nga en varnarmenn náðu að bjarga. Fyrsta markið kom á 53. mín. Kristján fékk góða sendingu frá Jónasi innfyrir Víðisvömina en í stað þess að hann skoraði, fengu Víðismenn boltann og hófu skyndisókn. Vilberg Þorvaldsson lét boltann fara og Grétar birtist fyrir aftan hann og skaut Víði yfir. Fjórum mín. síðar kom 0-2. Gunnar varði skot frá Guðmundi Jens Knútssyni með því að slá boltann útí teig. Þar kom Guðjón á siglingu og skallaði í netið. Þremur mín. síðar náðu Völs- ungar skemmtilegri sókn. Krist- ján fékk góðan bolta útá kant, stakk sér uppað markteig og renndi beint í fætur Jónasar og boltinn lá í netinu, 1-2. Tvö næstu færi voru Víðismanna. Guð- mundur komst innfyrir og mikilli baráttu hans við Gunnar mark- vörð lauk með því að sá fyrrnefn- di skaut framhjá. Enn var Guð- mundur á ferð í gegnum vörnina Staðan í3. deildarkeppninni: SV-riðill: ReynirS.........11 8 3 0 27-8 27 Fylkir..........11 8 1 2 31-14 25 VíkingurÓ.......11 8 1 2 24-12 25 Stjaman.........11 5 2 4 28-16 17 SeHoss..........10 4 2 4 14-13 14 Grindavfk.......10 3 4 3 12-1313 HV..............10 2 1 7 14-25 7 |K..............11 1 2 8 10-27 5 Snæfell.........11 0 2 9 5-37 2 Markahœstir: Ómar Björnsson, Reyni..........12 Brynjar Jóhannesson, Fylki......8 Þórhallur Guðjónsson, Stjörnunni.8 NA-riðill: Leiftur..........9 7 2 0 25-7 23 Austrl...........8 3 4 1 12-8 13 Þróttur N........7 3 3 1 16-9 12 Magni............9 3 2 4 13-14 11 HSÞ.b............8 3 2 3 9-1411 Huginn...........7 0 4 3 11-19 4 ValurRf..........8 0 1 7 8-23 1 Markahœstir: Hafsteinn Jakobsson, Leiftrl....7 Halldór Guðmundsson, Leiftri....5 Kristján Kristjánsson, Þróttl....5 ÞórhallurGuðmundsson, HSÞ.b......5 en að þessu sinni var Sigmundur mættur á marklínu og bjargaði í horn. Á 71. mín. kom mark leiksins. Grétar var staddur á miðjum vallarhelmingi Völsungs og sá að Gunnar var kominn ögn of framarlega í markinu. Glæsi- leg vinstrifótarspyrna, boltinn hafnaði efst í hominu þrátt fyrir góða tilburði Gunnars. 1-3. Áð- eins tveimur mín. síðar fékk Guðjón boltann 7 m. frá marki. Hann þurfti ekki annað en að snúa sér í hálfhring og planta boltanum í homið, 1-4. Vel gert. Undir lokin áttu Völsungar tví- vegis stangarskot. Sigur Víðis var fyllilega sann- gjam. Báðir markaskoraramir, Grétar og Guðjón, átti feykigóð- an leik, sem og allt liðið. Heisti veikleikinn er vömin en þar var Marteinn Geirsson tveggja manna maki. Völsungsliðið virk- aði hikandi og enná ný tapaðist leikur á ferlega lélegu miðjuspili. Björn Olgeirsson og Leifur Grímsson stóðu uppúr í þessum leik. Marteinn þjálfari Víðis var að vonum kampakátur eftir leikinn og sagði: „Strákamir em tilbúnir að leggja sig alla fram. Við vissum, að ef við ynnum þennan leik yrðum við í öðru sæti og með leik inni. Nú þurfum við að vinna leikina fyrir frí, þá erum við ömggir með annað sætið“. -AB/Húsavík Njarðvík Tindastóll söm. Ekkert gekk eftir þetta og 1-1 því úrslitin. Benedikt átti mjög góðan leik með Njarðvíkingum og Grétar var besti maður Tindastóls. -ÞBM/Suðurnesjum Bjöm Kristbergsson skallaði rétt framhjá samskeytunum á 74. mín. og undir lokin komst Hjört- ur tvívegis í dauðafæri - fyrst var bjargað á línu frá honum og síðan skallaði hann framhjá galopnu markinu af markteig. Ólafur þjálfari var besti maður Skallagríms, var ömggur og hélt saman sterkri vöm. Lítið bit var í Borgnesingum í þetta skiptið enda voru þeir án Gunnanna, Orrasonar og Jónssonar. Aðal- bjöm og Helgi Ásgeirsson vom bestu menn Einherja og þeir Hjörtur og Baldur vom einnig mjög sprækir í framlínunni. -JS/Vopnafirði FH ÍBÍ 0-0 Einherji Skallagrímur 0-1 1-1 TindastóU náði óvænt jafntefli í Njarðvík á sunnudaginn, og það nokkuð sanngjarnt í fremur tíð- indalitium en jöfnum rigningar- leik. Á 13. mínútu gaf Grétar Ævarsson fyrir mark Njarðvík- inga á Elvar Grétarsson sem skoraði með fallegu skoti í blá- homið, 0-1. Á 27. mínútu tók Benedikt Hreinsson aukaspymu og Bjöm Ingólfsson skallaði í netið, 1-1. Nokkuð ósanngjarnt því aukaspyman var ærið vafa- Eina ferðina enn gerðu Ein- herjar flest nema skora - og án marka vinnast ekki leikir. Undir lokin lentu saman þeir Aðalbjörn Björnsson fyrirliði Einherja og Ólafur Jóhannesson þjálfari Skallagríms, áður þjálfari Ein- herja, og voru báðir reknir af leikveUi á spennuþrungnum loka- mínútum. Á 18. mínútu komust tveir Borgnesingar einir upp að marki Einherja. Hreiðar Sigtryggsson bjargaði með glæsilegu úthlaupi, Garðar Jónsson náði boltanum og skaut en Aðalbjörn bjargaði á hnu. Nákvæmlega það sama gerðist á 25. mínútu en í það skiptið var enginn Aðalbjöm og Garðar skoraði, 0-1. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Hjörtur Dav- íðsson dauðafæri en þmmaði beint á markvörð Borgnesinga. Síðari hálfleikur var nánast einstefna að marki Skallagríms en færin létu á sér standa. Einar Það var hvorki glæsUeg né skemmtUeg knattspyrna sem FHingar og Isfirðingar sýndu í Kaplakrika á laugardaginn. Mest um spörk út í loftið og fá hættuleg tækifæri sem liðin sköpuðu sér. Það verður þó að segjast að Is- firðingar börðust grimmar en heimamenn allan leikinn og ekki verið ósanngjarnt þó sigurinn hefði orðið þeirra. Völlurinn í Kaplakrika var erf- iður, blautur og þungur eftir vætutíðina undanfarið. Lítið fór fyrir samspili heldur var hart bar- ist á miðjunni. ísfirðingar sóttu ívið meira í fyrri hálfleik og áttu nokkur sæmileg marktækifæri sem misfómst. Þeir hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og FHingar með Halldór í markinu urðu oft að taka á honum stóra sínum til að halda hreinu. Eina umtalsverða færi FHinga kom á 55. mín. þegar Ingi Bjöm lék lag- lega inn í vítateiginn og átti hörkuskot í hliðametið. Hinum megin á vellinum barðist Kristinn Kristjánsson vel og skapaði sér mörg færi en inn vildi boltinn ekki. Það var ekki að sjá annað en heimamenn vörpuðu öndinni léttar þegar blásið var til leiks- loka. -Ig. 3. deild í knattspyrnu Skalli, vinstri, hægri! Ómar með þrjú stílhrein mörk gegn HV. ÍK lánlaust-Heimir brellinn - Ingvar útaf - Leiftur með 10 í forskot - „come-back“ hjá Þórhalli. SV-ridill: Reynir S. HV 4-1 Ómar Bjömsson var þrívegis réttur maður á réttum stað í Sandgerði á laugardaginn og sá til þess að Reynir heldur forystu sinni í riðlinum. Hann afgreiddi þrjár fyrirgjafir snoturlega, fyrst með skalla, þá með vinstra fæti og loks með þeim hægri. Jón Guðmann Pétursson átti reyndar fyrsta orðið fyrir Reyni, skoraði af 20 m færi, og síðan skallaði Ómar, 2-0 í hléi. Ómar kom Reyni í 3-0, Guðni Þórðarson svaraði fyrir HV áður en Ómar innsiglaði sigurinn. Leikurinn var jafnari en tölurnar gefa til kynna og HV átti sín marktækifæri sem ekki nýttust. Hlöðversson skoraði með skalla á 9. mínútu og Samúel Öm Er- lingsson kom IK í 2-0 á 43. mín- útu með „Péturs Ormslev-marki“ þmmaði í varnarmann og boltinn fór í háum boga í markhomið. ÍK fékk síðan tvö dauðafæri til að gera útum leikinn en þau nýttust ekki. Þegar 90. mínútan var mnnin upp skallaði Jónas Skúla- son í mark ÍK, 2-1, og hann hrifs- aði tvö stig úr höndum Kópa- vogsliðsins með síðustu spymu leiksins, hálfri mínútu síðar 2-2. Víkingur Ó. Snœfell 4-1 Þróttur N. HSÞ.b 4-0 Selfoss Fylkir 2-3 ÍK Stjarnan 2-2 ÍK er án efa lánlausasta lið landsins um þessar mundir. Eftir þrjá eins marks ósigra í röð stefndi allt í sigur gegn Stjörn- unni á föstudagskvöldið. Orri Heimir Bergsson, hinn snjalli framherji Selfyssinga og tíðinda- maður Þjóðviljans í Englandi sl. vetur, var í sprellformi gegn Fylki. Fyrst sólaði hann innað marklínu, stoppaði á henni og leyfði Fylkismönnum að koma nær áður en hann pikkaði boltan- um í netið með stríðnisglotti. Rétt á eftir sló hann boltann í mark Fylkis með hendi, sótti tuðmna og hljóp með hana útá miðju og kallaði: „Mark“. Línu- vörður lét blekkjast en dómari ekki! Staðan 1-0 í hléi en Valur Ragnarson, Jón Bjarni Guð- mundsson og Gústaf Vífilsson komu Fylki í 1-3 áður en Þórarinn Ingólfsson skoraði annað mark Selfyssinga úr vítaspyrnu. Það tók Víkingana tæpar 45 mínútur að skora hjá botnliði Snæfells en þá gerði Gunnar Öm Gunnarsson mark úr vítaspymu. í byrjun seinni hálfleiks var Ing- var Jónsson hjá Snæfelli rekinn af leikvelli fyrir að toga niður Vík- ing sem var kominn einn í gegn. Úr aukaspymunni sem dæmd var skoraði Gunnar Öm beint, 2-0. Magnús Teitsson skoraði síðan fallegt mark af 20 m færi, 3-0, Pétur Rafnsson svaraði úr víta- spymu, 3-1. en Pétur Finnsson átti lokaorðið - vippaði yfir markvörð Snæfells eftir sendingu Hermanns Hermannssonar, 4-1. NA-ríðill: Mývetningar mættu fáliðaðir austur og sögðu að heyskapnum væri um að kenna. Strax á 2. mín- útu skoraði Guðmundur Ingva- son fyrir Þrótt, beint úr auka- spymu, og fimm mínútum síðar skaut hann í stöng úr vítaspymu. Kristján Kristjánsson skoraði fyrir hlé, 2-0, og aftur rétt fyrir leikslok, 3-0. Þórhallur Jónas- son, sem er hættur við að hætta alveg strax, sýndi svo gamla takta á síðustu mínútunni. Skoraði fyrst eftir góðan einleik, 4-0, og var kominn í dauðafæri þegar leikurinn var flautaður af. Austri Magni 3-0 Valur Rf. Leiftur 1-3 Tíu stig er forskot Ólafs- firðinga eftir þennan sigur og 2. deildin nálgast enn. Fyrri hálf- leikur var jafn, Hafsteinn Jak- obsson kom Leiftri yfir en Gústaf Ómarsson náði að jafna fyrir Reyðfirðinga með skalla fyrir hlé. Leiftur var betri aðilinn í síðari hálfleik og tryggði sér sigur með mörkum Hafsteins og Geirs Harðar Ágústssonar. Fyrri hálfleikur var ansi dapur en Austri náði að komast yfir rétt fyrir hlé er Guðmundur Ámason skoraði með góðu skoti. Austri náði sér síðan vel á strik í síðari hálfleik. Kristján Svavarsson skoraði fljótlega, 2-0, og Halldór Ámason fylgdi vel þegar mark- vörður Magna missti boltann frá sér og gerði þriðja markið. Undir lokin var Austramaðurinn Magn- ús Guðnason rekinn af leikvelli fyrir óþarfa röfl við dómarann. -VS 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þdðjudagur 24. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.