Þjóðviljinn - 25.10.1984, Síða 2
FRETTIR
Verkfallið
Engin laun 1. nóv.?
SKYRR ekki ennfengið undanþágu til að vinna launaseðla þeirra sem
vinna í verkfalli. Starfsfólk spítalannafengi aðeins föstu launin greidd nú
Við þurfum sko alls engar 48
klukkustundir til að hugsa
okkur um - auðvitað segjum
við nei strax!
Blindra-
bókasafnið
opnað
Frá og með deginum í dag, 25.
október, hefjast að nýju útlán á
bókum frá Blindrabókasafni ís-
lands. Er safnið opið virka daga
frá kl. 10-16. Vegna verkfalls
geta póstsendingar bóka ekki
hafist að svo stöddu. -v.
AUt er nú í óvissu um það hvort
laun verða greidd 1. nóvem-
ber n.k. tU þeirra opinberu starfs-
manna sem hafa verið að vinna í
verkfalli. Kjaradeilunefnd hefur
enn ekki skorið úr um það hvort
starfsmönnum Skýrsluvéla ríkis-
tla má að verkfall bókagerð-
armanna hafi þær afleiðing-
ar, að færri bækur komi út nú
fyrir jólin en fyrirhugað var. Sú
mun líka verða raunin þótt ekki
gildi það um öll bókaforlögin.
Hjá Máli og menningu var
okkur sagt að bókatitlum mundi
ekki fækka frá því, sem ákveðið
hafði verið. Þeir myndu verða um
30. Ástæðan er sú hversu félagið
var komið vel á veg með bækur
sínar áður en til verkfallsins kom.
Prentun tveggja bóka lauk t.d. á
mánudag og fimm verða búnar
nú í vikulokin. Fyrsta bókin frá
bókbandi og prentsmiðju kemur
ins og Reykjavíkurborgar verður
veitt undanþága til að keyra út
launaseðla. Þá fengust þær upp-
lýsingar í gær að enda þótt slík
undanþága fengist í tíma væri úti-
lokað að greiða starfsfólki Ríkis-
spítalanna eftirvinnu og álag, að-
út í næstu viku og svo koll af kolli.
- Nei, nei, hér ríkir engin
svartsýni, sagði Árni Einarsson.
Hjá Álmenna bókafélaginu
fengum við hinsvegar þær fréttir,
að fækkun bókatitla yrði veruleg
frá því, sem ætlað var. Trúlega
verða nýjar bækur vart yfir 20 að
tölu, e.t.v. færri. Því er ekki að
neita, að verkfallið var fjárhags-
legt áfall fyrir okkur og mun það
eiga við um bókaútgáfuna í heild,
sagði Kristján Jóhannsson. Ekki
taldi hann, né aðrir viðmælend-
ur, að prentun hefði mikið flust
úr landi. Þar væru ýmis ljón í vegi
og auk þess hefði í byrjun ekki
eíns föst laun.
Jón Hauksson starfsmaður
Kjaradeilunefndar sagðist í gær
ekki vita hvenær hefndin felldi
úrskurð sinn. Pétur J. Jónasson
hjá Ríkisspítölunum sagði að um
2500 manns væru að störfum á
verið búist við svona löngu verk-
falli.
- Verkfallið hefur auðvitað
leikið okkur bölvanlega, sagði
Örlygur Hálfdánarson hjá Erni
og Órlygi. Við verðum að láta
einhverjar bækur bíða en slíkt er
alltaf viðkvæmt mál og vont í að
komast.
Við erum nú ekki með margar
bækur en hinsvegar nokkuð stór-
ar. Þar ber auðvitað af ensk-
íslenska orðabókin, sem er á við
margar bækur og við vonumst til
að komi út fyrir jól. Þá er það
Landið þitt ísland, Jón Sólnes,
sem Halldór Halldórsson skráir,
sjúkrahúsum og að ef undanþága
fengist ekki í dag eða á morgun
yrði erfitt að greiða út launin um
mánaðamótin. Hvemig sem allt
færi yrði útilokað að greiða önnur
laun en gmnnlaunin.
Guðmundur Kærnested, skrásett
af Sveini Sæmundssyni, og Ágúst
á Brúnastöðum en þar er Halldór
frá Kirkjubóli skrásetjari.
-mhg
Frestað
Fyrirhuguðum tónleikum ís-
lensku hljómsveitarinnar, sem
vera áttu í Bústaðakirkju í kvöld,
verður frestað, þar sem einleikar-
inn, Stephanie Brown, kemst
ekki til landsins í tæka tíð vegna
samgönguerfiðleika.
-v.
Fæni bækur vegna verkfallsins
FRÉTTASKÝRING
Kjaradeilunefnd er fram-
lenging á fjáimálaráðheira
Það skiptir alla verkalýðshreyfinguna miklu að BSRB takist að stöðva lögbrot nefndarinnar.
í verkfalli BSRB skýtur hvað
eftir annað upp kolli svokölluð
KjaradeUunefnd sem á fundum
sínum f Rúgbrauðsgerðinni í
Reykjavík gefur út skipanir um
hitt og ályktar um þetta. Kjara-
deUunefnd lætur einsog sá sem
valdið hefur, en BSRB-menn
draga þetta vald í efa og gagnrýna
nefndina harkalega fyrir að fara
með grófum hætti útfyrir lagaleg
vébönd sín.
Reiptog ríkisstjórnarinnar og
BSRB um lagagUdi nefndarsam-
þykktanna gæti reynst einn af-
drifaríkasti slagurinn í þeim kjar-
adeUum sem nú standa. Væring-
arnar birtast á fréttayfirborði
sem orðabang um hafrannsóknir,
skólahúsverði og fjósamenn, en í
raun er tekist á um sjálfan verk-
fallsrétt opinberra starfsmanna.
Takist ríkisvaldinu að hafa sitt í
gegn kynni að verða þröngt fyrir
dyrum allrar verkalýðshreyfing-
arinnar í kjaradeUum komandi
ára.
Kjaradeilunefnd var búin til
þegar verkfallsréttur BSRB var
lögfestur árið 1976. Hana skipa
níu menn, þrír fulltrúar BSRB,
þrír fulltrúar nkisins, tveir kjörn-
ir af sameinuðu alþingi og for-
maður skipaður af Hæstarétti.
Þannig veldur sjálf skipanin því
að ríkisstjórn með mikinn þing-
styrk getur gengið að meirihluta í
nefndinni.
Lög kveða svo á að ýmsir lykil-
menn í ríkiskerfi og bæjarfé-
lögum skuli starfa í verkfalli. Rísi
ágreiningur um túlkun þeirra
laga skal félagsdómur úrskurða,
- og einn slíkur úrskurður hefur
litið dagsljós í þessu verkfalli: fé-
lagsdómur staðfesti þá skoðun
BSRB að byggingarfulltrúinn í
Garðabæ heyrði ekki til þeim
sem lögskyldaðir eru til vinnu í
verkfallinu.
Öryggi og heilsa
Þar sem þeim lögum sleppir
sem kveða á um vinnuskyldu í
verkfalli taka við lagagreinar um
kjaradeilunefnd. 26. grein laga
um kjarasamninga BSRB er svo-
hljóðandi: „Pótt löglegt verk-
fall sé hafið er starfsmönnum,
sem í verkfalli eru, skylt að starfa
svo að haldið verði uppi nauðsyn-
legri öryggisvörslu og heilsugœslu.
Kjaradeilunefnd ákveður hvaða
einstakir menn skuli vinna í verk-
falli og hún skiptir vinnuskyldu á
milli manna. Um laun og kjör
þessara manna meðan á verkfalli
stendur skalfara eftir þeim kjara-
samningi sem gerður verður að
loknu verkfalli".
Önnur grein laga fjallar svo um
skipan nefndarinnar. Engin
reglugerð er til um kjaradeilu-
nefnd, en í athugasemdum
þeirrar nefndar sem samdi laga-
ffumvarpið á sínum tíma er kveð-
ið enn skýrar að orði: „Hérergert
ráð fyrir að verkfallsrétti verði
þau takmörk sett að öryggi og
heilsu fólks verði ekki stefnt í
hcettu. Upptalning á þeim störfum
sem hér um rœðirgetur ekki orðið
tœmandi og erþvísérstakri nefnd
falið að ákveða hvaða störf þurfi
að vinna...“.
Af þessu virðist augljóst að
verksvið nefndarinnar takmark-
ast af allra nauðsynlegustu störf-
um við öryggisvörslu og heilsu-
gæslu, - og undanþágur til ann-
arra starfa gefur verkfallsstjórn
BSRB samkvæmt íslenskri og al-
þjóðlegri hefð um vinnubrögð í
verkfalli.
í fyrsta verkfalli BSRB sem
lauk fyrir réttum sjö árum
(25.10.1977) töldu verkfallsmenn
nefndina hafa farið nokkrum
sinnum útfyrirverksviðsitt. Nú er
hins vegar enn alvarlegra uppi á
teningi. Ríkisstjórnin ákvað í
upphafi verkfalls að kippa stoð-
unum undan verkfallsmönnum
með því að gera kjaradeilunefnd
einráða um undanþágur frá verk-
fallinu. Þetta kemur skýrt í ljós í
bréfi fjármálaráðuneytisins til
hinna ráðuneytanna frá 25. sept-
ember þar sem forstöðumönnum
MÖRÐUR
ÁRNASON
ríkisstofnana er skipað að leita
eingöngu til nefndarinnar um
undanþágur og því haldið fram
að „meðan á verkfalli stendur taki
ábyrgð ríkissjóðs sem vinnu-
veitanda aðeins til þeirra félaga
innan BSRB er kvaddir hafa verið
til starfa af Kjaradeilunefnd, eða
eru undanþegnir verkfalli
Formaður nefndarinnar, lög-
fræðingurinn Helgi V. Jónsson
sem meðal annars endurskoðar
reikninga Flugleiða, hefur lýst
þeirri skoðun sinni að nefndin sé
einráð um undanþágur, og með
samþykki ríkisstjórnarinnar hef-
ur nefndin úrskurðað um mál
sem með engu meðalmannviti
geta flokkast undir „öryggi og
heilsu fólks“. Þar má nefna hinn
fræga úrskurð nefndarinnar um
að hafrannsóknarskipin leggi úr
höfn, úrskurð nefndarinnar um
dánartilkynningar í útvarpi, úr-
skurð nefndarinnar um pressuger
fyrir bakarí, úrskurð nefndarinn-
ar um svína- og hænsnafóður, um
fjósamenn Bændaskólans á
Hvanneyri og nú síðast umfjöllun
nefndarinnar um undanþágu til
starfsmanna SKÝRR til að
reikna út laun. Samkvæmt lögum
átti Kjaradeilunefnd að vísa frá
slíkum málum og þvílíkum þar
sem þau varða ekki öryggisvörslu
og heilsugæslu.
Umsækjendur eiga í staðinn að
snúa sér til verkfallsstjómar
BSRB sem sýnt hefur mikla sann-
girni og lipurð í undanþágumál-
um. Því er haldið fram að með því
að krefjast úrskurðarvalds um
þær undanþágur sem ekki heyra
undir Kjaradeilunefnd sé BSRB
að taka landsvöld í sínar hendur.
Slíkt er vitanlega útúrsnúningur
þar sem gagnaðili í deilunni,
ríkisvaldið, getur bannað þeim
að vinna sem hafa fengið undan-
þágur frá BSRB.
Ríkisstjómin hefur óspart
veifað áliti lögmannsins Bene-
dikts Sigurjónssonar. Lokaorð
álitsgerðar Benedikts em að álit
hans beri því vott að hann hafi
haft ónógan tíma til að athuga
málið, og í álitsgerðinni, sem
snýst um leyfi til hafrannsókna-
manna, kemur í ljós að eina af-
staðan sem lögmaðurinn tekur er
að málið hafi verið lögformlega
afgreitt, - ákvörðun Kjaradeilu-
nefndar standi þartil henni verði
hnekkt af dómstólum. Hvergi í
álitsgerðinni heldur Benedikt því
hins vegar fram að Kjaradeilu-
nefnd hafi tekið ákvörðun sína
samkvœmt þeim lögum sem
henni ber að starfa eftir.
Pólsk fyrirmynd
Átök í verkfallinu nú hafa flest
sprottið af þeim rótum sem hér
eru grafnar upp að framan. Nið-
urstöður kjarabaráttu opinberra
starfsmanna ráðast af því að
verkfallsmenn haldi sínum hlut, -
og ekki síður af því að aðrir
launamenn og allur almenningur
styðji BSRB í að koma í veg fyrir
lögbrot ríkisvalds og Kjara-
deilunefndar.
En slagurinn niðrá Sundahöfn
og víðar um verksvið Kjara-
deilunefndar stendur ekki ein-
ungis um samningsniðurstöður
hjá BSRB. Vinni ríkisþursinn
sigur hefur verkfallsréttur opin-
berra starfsmanna skerst veru-
lega. Kjaradeilunefnd gæti þá
dregið vígtennurnar hverja af
annarri úr hvofti verkfallsmanna
framtíðarinnar, og hætt er við að í
slóð BSRB yrðu önnur stéttarfé-
lög dregin.
„Þetta minnir á pólskt fyrir-
komulag", sagði Kristján Thorl-
acius í fyrradag um fangelsishót-
anir ríkisstjórnarinnar. Pólskt
fyrirkomulag er það sem hugur
íhaldsins stendur til, Alberts, Re-
agans og Thatcher: bitlaus, þæg
og fylgispök verkalýðshreyfing.
Alræði Kjaradeilunefndar i verk-
falli opinberra starfsmanna er
stórt skref í þá átt.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. október 1984