Þjóðviljinn - 25.10.1984, Síða 4

Þjóðviljinn - 25.10.1984, Síða 4
LEIÐARI Tukthúshótanir í stað viðræðna Lýðræöi felst ekki aðeins í reglum um kosn- ingarog formlegan atkvæðisrétt. Það er í raun byggt á vilja til að leita lausna með viðræðum og samkomulagi. Réttur fólksins til áhrifa er forsenda lýðræðisins. Þeir stjórnendur sem fyrirlíta þann rétt eru að reiða öxi að rótum frelsis sem ávallt hefur verið aðalsmerki hins íslenska lýðræðis. Þegar fjármálaráðherra ríkisins sendir for- ystumönnum opinberra starfsmanna bréf að næturlagi og hótar að beita ákvæðum hegn- ingarlaga um allt að 8 ára tukthúsvist afhjúpar hann hve gersamlega ríkisstjórnin fyrirlítur helstu einkenni lýðræðisins í landinu. Forsæt- isráðherra kemur síðan á Alþingi og fagnar tukthúshótunum fjármálaráðherrans. Þær séu reyndar frá ríkisstjórninni allri. Tukthúsbréfið markar ný þáttaskil á maka- lausum ferli þessarar ríkisstjórnar. Þótt brot hennar á almennum leikreglum lýðræðisins séu orðin ærið mörg hefur henni tekist að ganga skrefi lengra á braut valdhrokans sem í öðrum löndum hefur endað í ógnarstjórn fas- ismans. í upphafi ferils síns svipti hún launafólk rétti til að semja um kaup og kjör. Frjálsir samning- ar voru bannaðir í krafti ríkisvaldsins. Á síðustu vikum hafa ráðherrarnir svo verið í fararbroddi lögbrjóta sem réttlættu gerðir sínar með tilvís- unum til hagsmuna valdsmannanna sjálfra. Ráðherrarnir settu drottnunarviljann ofar lögum og rétti. Það er hugarfarið sem í fjar- lægum heimsálfum og í Evrópu kreppunnar var frjómold fasismans. Að undanförnu hafa borist þrjár tilskipanir frá fjármálaráðherra ríkisins. í hinni fyrstu var forstöðumönnum ríkisstofnana fyrirskipað að hafa forgöngu um verkfallsbrot og troða þann- ig á löghelguðum rétti starfsfólksins. í tilskipun númer tvö var ögrað með því að allar gerðir félagsmanna BSRB í löglegu verkfalli verði skrásettarog sú „sakabók ráðuneytisins" not- uð til að rökstyðja brottrekstur í náinni framtíð. í hinni þriðju tilskipun er svo gerræðisskrefið stigið til fulls og hóíað átta ára fangelsisvist ef forystumenn BSRB haldi áfram að gæta réttar félagsmanna._________________________________ Á undanförnum árum hafa borist fréttir frá Póllandi og Chile um fangelsanir forystu- manna launafólks. íslenskur almenningur hef- ur fordæmt slíkt stjórnarfar. Nú blasir við að í stjórnarráði íslands sitja samherjar Jarusel- skis og Pinochets. Fjármálaráðherrann og for- sætisráðherrann hafa nú gert tukthúsin að vopni sínu í baráttunni við launafólk. Það er því kominn tími til að allir lýðræðissinnar taki höndum saman gegn gerræðisstefnu ráðherr- anna. Það þarf að slá skjaldborg um mannréttindi og lýðfrelsi í landinu. Þegar samningar höfðu tekist á ísafirði og Akureyri, í Kópavogi og víðarog verkfalli bóka- gerðarmanna var lokið áttu flestir von á því að ríkisstjórnin myndi setjast í fullri alvöru að við- ræðuborðinu. Forystumenn BSRB höfðu búið sig undir úrslitalotu sem leitt gæti til lausnar á löngu verkfalli. En ráðherrarnir höfðu ekki áhuga á viðræðum. Hugur þeirra var grafinn í málsgreinum hegningarlaganna. Þeir virðast hafa meiri trú á tukthúsunum en eðlilegum samningum. Á hvaða braut er stjórnarfarið á íslandi? KLIPPT OG SKORIÐ „Markmiðið er að koma íslenzku stjórninni frá“ — segir Einar Karl Haraldsson í viðtali við Ny Dag, blað sænska kommúnistaflokksins HHðmhal. 2S. •kUber. Pri fr«tariur> M«r „N(J ER bant eftir mó skipU um rfkiontjóni med hrmöi Þi böfum rié máó títímm þeim markmidum, sem Tié stefadum aó.“ Pannig komst Eiaar Karl HarakLnon, ■ýakipaéur framkrcmdastjóri AF kýéub—dslsfMÍus, nu. aé orði í dag í Tiétali tíö blaðið Nj Dag, komsBÍnistaflokksins ( Srf- m- Blaðið hefur það ennfremur eftir Einari Karli, að helzta hættan sé nú fólfin í því, að stjórninni takist að koma á að- skildum samningum við Verka- mannasambandið og Landssam- band iðnverkafólks. Þá muni samstaðan gegn stjórninni rofna. „Markmiðið með verkfallinu er jú að koma stjórninni frá og að gera samninga á sama grunni um leið. Ef samningar veröa ekki gerðir á neinu sviði nú, verður stjórnin að fara frá,“ seg- ir Einar Karl Haraldsson í við- taiinu við sænska kommúnista- blaðið. „Verkfallið hefur haft í för með sér, að verkalýðsflokkarnir hafa eflzt fyrir kosningar, sem fram kunna að fara og ættu að leiöa til nýrrar ríkisstjórnar verkaiýðsflokkanna,” hefur blað- ið ennfremur eftir Einari Karli Haraidssyni. Þá segir blaðið, að íslenzka ríkisstjórnin sé að áliti margra í Svíþjóð mun harðari stjórn en hin umdeilda hægri stjórn Margaret Thatcher í Bretlandi. Tónnínn gefinn Ekki var hann Einar Karl bú- inn að vera lengi frá okkur á Pjóðviljanum þegar hann fór að gefa tóninn útí Skandínavíu um það hvernig fjöldinn (frónski) á að halda á baráttu sinni. Einar Karl var sumsé búinn að fá sér nýtt málgagn, „Ny Dag“, blað VPK, kommúnistanna sænsku. Og Morgunblaðið fékk það blóð á tönnina (blod pá tand- en) sem það hefur ásamt Albert beðið eftir í yfirstandandi verk- falli: ,Afarkmiðið er að koma ís- lensku stjórninni frá“, segir í tveggja hæða baksíðufyrirsögn í Mogganum í gær. Lengi beðið Albert Guðmundsson hefur löngum haldið því fram að bar- átta tugþúsunda manna fyrir lífs- viðurværi sé upprunnin á flokks- kontórum Alþýðubandalagsins og á ritstjórnarskrifstofum Þjóð- viljans. Því til sönnunar hefur hann gjaman hampað ályktun kjördæmisráðstefnu Vestfjarða einhvern tíma í sumar, en þar er talað um að losna þurfi við Seðla- bankann og auka valddreifingu í landinu. Af röksnilld sinni hefur ráðherrann komist að þeirri niðurstöðu, að Vestfirðingarnir hafi meint uppreisn og byltingu. Ekki nóg með það, það sé eigin- lega þessi hugmynd sem reki áfram verkfall BSRB. Rússinn kemur Auðvitað er það eðli háborg- aralegra valdaflokka einsog Sjálfstæðisflokksins að brenni- merkja allt andóf og hræringar gegn veldi hans sem kommún- isma. Óvinurinn, sá svarti djöfull og erkiþrjótur; stendur á bakvið alltsman - RUSSINN! Og man nú enginn Iengur hver hefur klip- ið af kaupinu síðasta árið, hvað þá hverjir greiddu þriggja daga laun um mánaðamótin. Og einsog allir vita er Alþýðu- bandalagið sú búklega ásjóna So- vétkommúnismans herskáa sem íslensk þjóð hefir fyrir augunum. Þess vegna gat heldur ekki farið hjá því að Sjálfstæðisflokkurinn sækti Alþýðubandalagið til ábyrgðar fyrir baráttu fólksins fyrir lífsviðurværi. í rauninni var tímaspursmál hvenær Morgun- blaðið birti fréttina um að mark- miðið með verkfallinu væri ekki að berjast fyrir því að geta lifað sómasamlega heldur að steypa stjórninni í glötun - og að komm- arnir stæðu á bakvið allt saman. Mogginn kemur til hjálpar Morgunblaðið gat ekki búið til neina slíka baksíðufrétt á síðustu vikum því blaðinu auðnaðist ekki að koma út. Og sömuleiðis er af- skaplega erfitt að kenna komm- unum um þessi ósköp, af því að enginn Þjóðvilji var til að skrá- setja línuna og halda þessu gang- andi. Þess vegna varð aumingja Albert að láta sér nægja að lesa uppúr ályktunum kjördæmisráð- stefnu Alþýðubandalagsins úr Þjóðvilja frá því í ágúst. Mogginn var ekki búinn að finna sökudólginn fyrr en í öðru tölublaði eftir verkfall. Jamm þetta er nú ekkert venjulegt verk- fall: Það er bara verið að koma ríkisstjórninni í burt. Og hver er heimildin? Kommarnir í Svíþjóð. Það var mikið að Morgunblaðið kom ekki upp um að byltingar- stjórnin hefði aðsetur í Norræna húsinu. En einmitt þessi frétt sýnir vel hvers vegna ráðamenn Sjálfstæð- isflokksins hafa saknað Morgun- blaðsins svo mjög. Meðan Morg- unblaðsins naut ekki við var tjöldunum svipt af þeim eitt augnablik. Og þjóðin sá þá eins- og þeir eru. En nú eru Potem- kintjöldin komin upp og búið að mála skrattann sjálfan uppá þau. Staðreyndir málsins Nú er staðreynd málsins hins vegar sú, að blaðamaðurinn sænski hefur samband við fram- kvæmdastjóra Alþýðubandalags- ins og biður um almennar upplýs- ingar en ekki viðtal. Uppúr því sýður hann síðan grein sem hent- ar hans málgagni og svarar vænt- ingum hans sjálfs og blaðsins. Hann tíðkar greinilega sömu vinnubrögð og Mogginn. Auðvit- að hefur framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins ekki látið sér til hugar koma að opinberir starfsmenn hafi farið í verkfall til að steypa ríkisstjórninni. Hitt er svo jafn sjálfsagt einsog að auðvitað hlýtur markmið fram- kvæmdastjóra stærsta stjórnar- andstöðuflokksins í landinu að vera að steypa ríkisstjórninni. Hann hefði varla fengið starfið öðruvísi. Réttlætismál Auðvitað vita allir, tugþúsund- ir þeirra sem eru í verkfalli og fylgst hafa með því, að fólk hefur farið í verkfall af illri nauðsyn. Fólk hefur nefnilega ekki getað lifað af laununum sínum. Og í því tilfelli að sá sem kaupir vinnuafl- ið, í þessu tilfelli ríkið, neitar að greiða hærra verð fyrir vinnuna og hefur lengst neitað meira að segja að ræða það mál, þá á fólk ekki annan kost. Verkfallið er til að knýja fram réttindamál, - og grundvallarmannréttindi. Og auðvitað vita allir að allra flokka fólk er í verkfalli, enginn einn flokkur hefur þar meiri ítök en annar. Hitt er svo annað mál, hvort sú vitundarbylting, sem réttlætisstríðið hefur getið af sér, sé ekki það mikil að enginn flokk- ur fái staðist. Allir stjórnmála- flokkar blikna í samanburði við þúsundir manna sem heyja orr- ustu í lífsstríðinu einsog BSRB- fólk. Góð hugmynd Hitt er svo annað mál hvort það sé ekki að verða tímabær hugmynd fyrir fleiri en þá sem skipa stjórnarandstöðuflokka á íslandi að steypa þessari ríkis- stjórn. Spyrja mætti hvort nokk- ur hafi trúað á að verri ríkisstjórn gæti komið en sú sem nú situr. Spyrja mætti hvort nokkuð það sé á vegum þessarar ríkisstjórnar sem fólk vill fá haldið. f þessum skilningi er túlkun Morgunblaðs- ins, á túlkun sænska komma- blaðsins á túlkun Einars Karls um markmiðið með verkfallinu, kannski ekki svo vitlaus. -óg DJÖÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefancfi: Útgáfufólag Þjóöviljans. RlUtjórar: Ámi Bergmann, össur Skarphéðinsson. Rltstjórnarfulltrul: Oskar Guðmundsson. Fróttaatióri: Valþór Hlöðversson. Biaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ásdís Þórhallsdóttir, Guðjón Friðriksson, Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurösson (íþróttir). Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. tttllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrtta- og prófaricaleatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdaatjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrtfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: Ragnheiöur Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir. Afgroiöslustjóri: Baldur Jónasson. Afgroiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmæöur: Bergljót Guðjónsdóttir, Ókjf Húnflörð. Innhoimtumonn: Brynjóffur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskriftarverð á mánuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 25. október 1984

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.