Þjóðviljinn - 25.10.1984, Síða 10

Þjóðviljinn - 25.10.1984, Síða 10
FLOAMARKAÐURINN TILKYNNING Frá Fiskveiðasjóði ísiands Umsóknir um lán á árinu 1985 og endurnýjun eldri umsókna Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóöi íslands á árinu 1985 hefur eftirfarandi verið ákveðið: 1. Vegna framkvæmda í fiskiðnaði Engin lán verða veitt til byggingarframkvæmda nema hugsanleg viðbótarlán vegna bygginga, sem áður hafa verið veitt lánsloforð til, eða um sé að ræða sérstakar aðstæður að mati sjóðsstjórnar. Eftir því sem fjármagn sjóðsins þar með talið hag- ræðingarfé hrekkur til, verður lánað til véla, tækja og breytinga, sem hafa í för með sér bætt gæði og aukna framleiðni. Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. 2. Vegna fiskiskipa Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til skipa á aflvél og til tækjakaupa og endur- bóta, ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt. Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. 3. Endurnýjun umsókna Aliar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að endurnýja. Gera þarf nákvæma grein fyrir hvernig þær framkvæmdir standa sem lánsloforð hefur ver- ið veitt til. 4. Umsóknarfrestur Umsóknarfrestur er til 15. desember 1984. 5. Almennt Umsóknum um lán skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsingum, sem þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin til greina (eyðublöð fást á skrifstofu Fiskveiða- sjóðs íslands, Austurstræti 19, Reykjavík, svo og í ýmsum bönkum og sparisjóðum utan Reykjavíkur). Umsóknir er berast eftir tilskilinn umsóknarfrest verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1985, nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp. Reykjavík 16. október 1984. Fiskveiðasjóður íslands Framkvæmdastjóri og forstöðumaður Svæðisstjórn Vestfjarða um málefni fatlaðra auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: 1. Stöðu framkvæmdastjóra svæðisstjórnar. Umsóknarfrestur er til 15. nóv. n.k. Nánari upplýsingar veita formaður svæðisstjórnar í síma 94-3722 eða 94-3816. 2. Stöðu formanns Bræðratungu - þjálfunar- og þjón- ustumiðstöð fatlaðra á Vestfjörðum. Umsóknarfrestur er til 15. nóv. n.k. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri svæð- isstjórnar í síma 94-3224 eða 94-3816. - Auglýsing - frá fjárveitinganefnd Alþingis Fjárveitinganefnd Alþingis mun sinna viðtölum vegna afgreiðslu fjárlaga 1984 frá 29. okt - 16. nóv n.k. Beiðnum um viðtöl við nefndina þarf að koma á fram- færi við starfsmann nefndarinnar, Jón R. Pálsson, í síma 1-15-60 eftir hádegi eða skriflega eigi síðar en 9. nóvember n.k. Skrifleg erindi um fjárveitingabeiðnir á fjárlögum 1984 þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir 15. nóvember n.k. ella er óvíst að hægt verði að sinna þeim. Fjárveitinganefnd Alþingis Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi Steinþór Sæmundsson gullsmíðameistari Alfhólsvegi 54, Kópavogi andaöist á Borgarspítalanum 19. október sl. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 29. október kl. 13.30. Sólborg Sigurðardóttir Álfheiður Steinþórsd. Sigurður G. Steinþórsson Magnús Steinþórsson Steinþór Steinþórsson Tengdabörn og barnabörn Tvenn hjón Tvenn hjón, önnur meö barn og ann- að á leiðinni óska eftir að taka á leigu 3ja-4ra herb. íbúð í Reykjavík. Vin- samlega hafið samband í síma 18715 utan vinnutíma. Allt nýlegt Isskápur, frystiskápur og þvottavél til sölu vegna flutnings. Allt nýlegt. Uppl. í síma 41214. Þverflauta Mjög vel með farin ársgömul þver- flauta (skólaflauta) til sölu. Selst ódýrt. Sími 74102. Til sölu beykikojur, 175 cm á lengd. Hægt að taka í sund- ur sem 2 sjálfstæð rúm. Dýnur fylgja. Uppl. í síma 30820. Kristín. Hreinsýn, gluggaþvottaþjónusta, sími 621676. Þvoum glugga jafnt úti sem inni, hátt sem lágt. Tekið á móti pöntunum og upplýsingar veittar á mánudögum kl. 8-10.30 f.h. og fimmtudögum kl. 14- 17. Einnig á kvöldin og um helgar. Físnarbiót Haustblót Físnar verður laugardag- inn 3. nóv. kl. 19.30 á Hverfisgötu 105 (á horni Snorrabrautar). Aðgangs- eyrir 500 kr. (kalt borð). Tilkynnið þátttöku eigi síðar en mánudag 29. okt. í síma 19327, 22248, 31998, 32335 og 35639. Blótsnefnd. Skólaritvél (Brother) til sölu. Uppl. í síma 79614. Miðbær-Vesturbær 2ja til 3ja herb. íbúð óskast til leigu, öruggar greiðslur. Vinsamlegast haf- ið samband við Hafdísi í síma 16298 e. kl. 6. Hjónarúm Til sölu vel með farið hjónarúm, hvít- lakkað með áföstum náttborðum og dýnum. Komið og gerið tilboð. Uppl. í síma 14667. Málverk til sölu Til sölu er úrval fallegra málverka, mest landslagsmyndir, bæði olíu- og vatnslitamyndir. Einnig fást minni myndir óinnrammaðar á mjög vægu verði. Upplýsingar í dag og næstu daga í síma 18752. Á að henda - 10 kr. kg. Enn vantar mig gamalt og slitið til að vefja úr. Gömul, ónýt lök, sængurver, slitna dúka eða eitthvað þvílíkt. Borga 10 kr. á kílóið og sæki tauið að sjálf- sögðu. Uppl. í s. 19244 og 13297. 14 ára stúlka f Kópavogi (austurbæ) vill taka að sér að gæta barna á kvöldin. Uppl. í síma 40281. Til söiu er svo til ónotuð Passap prjónavél með mótor. Verð 15000 kr. Uppl. í síma 32413. Til sölu kringlótt eldhúsborð á stálfæti og mjög sjarmerandi rúm fyrir par. Selst ódýrt. Sími 40618. Gamalt píanó til sölu, selst mjög ódýrt. Píanóið er með heilum hljómbotni. Uppl. í síma 621486 e. kl. 18. Tapast hefur frá Þórufelli 14 fimm mánaða gömul læða, grábröndótt. Þeir, sem gætu gefið upplýsingar um hvað orðið hef- ur af henni, vinsamlegast hringið í síma 77654. Ódýr bíll Af sérstökum ástæðum er til sölu Wartburg station '79, ekinn 56 þús. km. Bíllinn lítur mjög vel út og er í góðu standi. Verð aðeins kr. 35 þús. ef um staðgreiðslu er að ræða. Uppl. í síma 667250 eða 613635. Einstaklingsherbergi með forstofu, sérinngangi og snyrt- ingu til leigu á góðum stað I Hlíðun- um. Aðeins reglusöm manneskja kemur til greina. Uppl. í síma 18590 eftir kl. 17. Fyrir ungbörn Til sölu burðarrúm á hjólagrind, 2000 kr., taustóll á 500 kr. og skiptimotta 400 kr.. Sími 53840. Til sölu Til sölu námsbækur á 25 kr. hver, alls konar blöð á 5 kr. hvert, 2 stólar á 200 kr. báðir: hnífapör og margt fleira ódýrt á Blönduhlíð 5 efri hæð eftir kl. 6. Dagmamma/pabbi Dagmamma/pabbi óskast fyrir And- rés (7 ára) og Freyju (4ra ára). 2-3 daga í viku (I2:oo-16:30). Get sjálf tekið 2 börn í pössun 1 -2 daga í viku á sama tíma. Eigum heima við tjörnina. S: 19513. Óska eftir Óska eftir að kaupa. rafmagnshita- túbu í einbýlishús. S: 53840. Óskum eftir Óskum eftir að ráða stundvísa og barngóða konu/stúlku til að koma heim og gæta Söru 2ja ára. Vinnutími hæfist k. 7:30 virka daga en lengd hans eftir samkomulagi allt niður í 3 tíma. Búum við Vesturgötu. Uppl. í síma 22464. NONNI KJÓSANDI Nei og aftur nei. Ég gerist ekki áskrifandi að Heróp- Svona er lífið. Mígandi rigning, ekkert frí og hand- inu. leggsbrot, og sumarið er búið. Þeir voru með nýjar fréttir. Það á að rigna á morgun. Eina sem óg bið um eru nokkrir aurar svo ég komist á Arnarhól. KR0SSGÁTAN Lárétt: 1 band 4 nauðsyn 6 svefn 7 varga 9 skoðun 12 órólegri 14 þráður 15 fantur 16 ílát 19 kná 20 ugga 21 Ijósið Lóðrétt: 2 tæki 3 ílát 4 þver 5 stilli 7 fjölmiðill 8 hæfast 10 líffærið 11 stúlkan 13 hald 17 þykkni 18 rasa Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 labb 4 sami 6 áll 7 þrár 9 örir 12 lukka 14 ósi 15 kös 16 tarfa 19 alir 20 árin 21 niðri Lóðrétt: 2 aur 3 báru 4 slök 5 mói 7 þjórar 8 álitin 10 rakari 11 rás- ina 13 kör 17 Ari 18 fár. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 25. október 1984

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.