Þjóðviljinn - 30.10.1984, Blaðsíða 4
IÞROTTIR________________
Enska knattspyrnan
Úislit
1. deild:
2-0
Coventry-Sheffield Wed 1-0
Everton-Manch. United 5-0
Leicester-Aston Villa 5-0
Norwich City-Q.P.R 2-0
Sunderland-LutonTown 3-0
Tottenham-Stoke City 4-0
Watf ord-Newcastle 3-3
W.B.A.-Southampton 0-0
3-1
Nottm. Forest-Li verpool 0-2
2. deild:
Barnsley-Charlton........
Birmíngham-Oxford.......
Cardiff Clty-Grimsby Town
Carlisle-Huddersfield...
Crystal Palace-Fulham...
Leeds United-Middlesboro
Manch. City-Blackburn...
Oldham-Notts County.....
Portsmouth-Woives........
Sheff. United-Wimbledon..
Shrewsbury-Brighton.....
3. deild:
Bournemotuh-Preston N.E
Brentford-York City.....
Bristol Rovers-Huli City.
Burnley-Bolton Wandere...
Cambridge-Swansea City..
Doncaster-Plymouth......
Gillingham-Bradford C...
Lincoln-Reading.........
Millwall-Bristol City...
Rotherham-Derby County.
Walsali-Newport County..
Wigan Athletic-Orient...
4. deild:
Aldershot-Southend......
Blakcpool-Northampton..
Bury-Scunthorpe.........
Chester-Chesterf ield..
Colchester-Halifax......
Crewe-Rochdale..........
Exeter-Darlington.......
Hartlepool-Mansfield....
Hereford-Wrexham........
Port Vale-Peterborough...
Swindon Town-Stockport
Tranmere-Torquay.......
ís. getraunir
1-1-1- eyða-1 -1 -X-X-1 -1-2-x
Enskar getraunir:
3 stig: nr. 8,15,24,27,29,31,36,38,
44, 52, 53 og 54.
2 stig: nr. 9, 12, 21, 39 og 48.
1% stig: nr. 13,14,19,26,35,47,49,
50 og 51.
Staðan
1. deild:
Arsenal .12 8 1 3 26-16 25
Everton .12 7 2 3 24-18 23
Tottenham .12 7 1 4 25-11 22
Sheff.Wed .12 6 3 3 24-15 21
WestHam .12 6 3 3 20-19 21
Manch. United 12 5 5 2 20-14 20
Nottm. Forest 12 5 3 4 20-17 18
Sunderland .12 4 5 3 17-14 17
Southampton 12 4 5 3 15-14 17
Newcastle .12 4 5 3 24-24 17
Chelsea .12 4 4 4 15-11 16
Ipswich .12 3 6 3 14-14 15
Liverpool 12 3 5 4 14-14 14
Q.P.R .11 3 5 3 19-21 14
Norwich City... 12 3 5 4 15-17 14
Aston Villa 12 4 2 6 17-27 14
W.B.A .12 3 4 5 17-16 13
Coventry .12 3 3 6 9-14 12
Leicester 12 3 3 6 18-27 12
LutonTown 12 3 3 6 15-24 12
Watford 12 1 5 6 23-29 8
StokeCity 11 1 4 6 11-26 7
.6-2
. 2-1
.0-1
. 1-1
. 1-3
.3-1
. 1-1
.0-0
.2-1
.3-1
.4-0
.3-1
2-0
2-1
1-1
3- 2
0-2
4- 3
2-2
5- 1
1-1
2-0
1-1
4-2
1-0
0-0
2- 4
0-1
2-2
2-0
2-1
3- 2
0-1
3-0
0-0
2. deild:
Oxford 11 8 2 1 26-9 26
Birmingham 12 8 1 3 16-8 25
Blackburn 12 7 3 2 25-11 24
Portsmouth... 12 7 3 2 18-11 24
Barnsley 12 6 3 3 14-7 21
Grimsby 12 7 0 5 24-20 21
Brighton 12 6 2 4 15-8 20
Shrewsbury.. 12 6 2 4 22-16 20
Manch.City... 12 6 2 4 17-12 20
Leeds 12 6 1 5 20-12 19
Fulham 12 6 1 5 20-21 19
Oldham 12 5 2 5 15-23 17
Wimbledon... 12 5 1 6 20-24 16
Charlton 12 4 3 5 18-14 15
Hudderefield 12 4 3 5 11-17 15
Wolves 12 4 2 6 17-23 14
Sheffield Utd 12 3 4 5 19-22 13
Middlesboro 12 4 1 7 16-23 13
Carlisle 12 3 2 7 7-20 11
CrystalPal 11 2 2 7 11-18 8
Cardiff 12 2 0 10 15-29 6
NottsCounty 12 2 0 10 13-31 6
3. deild:
Millwall.......13 8 3 2 25-12 27
Bristol R......13 7 4 2 17-9 25
Bradford C.....13 7 3 3 17-10 24
Rotherham......13 7 3 3 18-12 24
4. deild:
Hereford.......13 9 2 2 22-9 29
Chesterfield.... 13 8 4 1 26-12 28
Bury...........13 8 3 2 20-10 27
Darlington.....13 6 6 1 19-8 24
Markahæstir í 1. deild:
Garry Thompson, WBA............9
Eric Gates, Ipswich............8
Gary Llneker, Leicester........8
Imre Varadi, Sheff. Wed........8
Peter Withe, Aston Villa.......8
Þvílík vika
hjá Everton!
Þrír glœsisigrar — síðast 5-0 gegn Manch. United á laugardag
Hrossabóndinn skoraði í sínum 850. leik
Arsenal tapaði en hefur tveggja stiga forystu
Þvflík vika hjá Everton. Úti-
sigur gegn Liverpool á laugar-
degi, útisigur í Evrópkeppni bik-
arhafa í Tékkóslóvakíu á miðvik-
udegi, og loks glæsisigur á
stjörnuliði Manchester United í 1.
deild ensku knattspv rnunnar sl.
laugardag. Lokatölurnar á Go-
odison Park urðu 5-0 og Everton
er komið í annað sætið - nokkuð
sem liðið hefur ekki náð í fímm
ár. Það er farið að ræða um að
Englandsmeistaratitillinn haldist
innan borgarmúra Liverpool
fjórða árið í röð - en í þetta
skiptið verði hann fluttur yfír í
herbúðir Everton.
Everton lék mjög vel og Man.
Utd átti aldrei möguleika eftir að
Kevin Sheedy skallaði yfir Gary
Bailey og í netið snemma leiks,
1-0. Sheedy skoraði aftur á 25.
mín. og um svipað leyti þurfti Ke-
vin Moran hjá Man. Utd að yfir-
gefa völlinn vegna meiðsla - eftir
árekstur við Sheedy. Adrian He-
ath gerði útum leikinn fyrir hlé,
skoraði þá 3-0, og á síðustu 10
mínútunum skoraði Everton tví-
vegis í viðbót. Gary Stevens með
þrumuskoti af 30 m færi, með
jörðunni og í stöngina og inn, og
Graeme Sharp með skalla eftir
aukaspyrnu frá Heath. Það var
mikið sungið á Goodison Park og
þulur BBC, Jimmy Armfield,
fyrrum landsliðsmaður Eng-
lands, sagði þetta besta leik sem
hann hefði séð hjá Everton í ára-
raðir.
Arsenal hefði með sigri á West
Ham á Upton Park náð fimm
stiga forystu í 1. deild. í staðinn
er Everton aðeins tveimur stigum
á eftir Lundúnaliðinu - West
Ham lék mjög vel og sigraði
Arsenal 3-1. Tony Cottee skoraði
eftir sendingu frá Geoff Pike á
29. mín. og sjö mínútum síðar
gerði Paul Goddard mark númer
tvö. West Ham sótti látlaust en á
lokamínútu fyrri hálfleiks náði
Arsenal skyndisókn og Ian Allin
son, sem lék í staðinn fyrir Paul
Mariner, skoraði með fallegu
skoti af 20 m færi. Vonarneisti
fyrir Arsenal en hann slokknaði
fljótlega eftir hlé þegar hinn sí-
vinnandi Geoff Pike skoraði
þriðja mark Hamranna, 3-1.
Nýliðar Sheffield Wednesday
töpuðu í fyrsta skipti síðan 1.
_________Skotland_________
Rangers
Skolmeistari
Glasgow Rangcrs tryggði sér
skoska deildabikarinn í knattspyrnu,
sem nú heitir reyndar Skolbikarinn,
með því að sigra Dundee United 1-0 í
úrslitaleik á Hampden Park á sunnu-
daginn. Ian Ferguson skoraði markið
á 45. mín.
Af þeim sökum sátu öll bestu liðin í
úrvalsdeildinni hjá um helgina en úr-
slit urðu þau að Dundee og Dumbart-
on gerðu 1-1 jafntefli, Hearts og Hibs
gerðu markalaust jafntefli og St.
Mirren vann Morton 2-1. Níunda tap
nýliða Morton í röð. Staðan er þessi:
Aberdeen........11 9 11 27-6 19
Celtic...........11 7 4 0 21-7 18
Rangers..........11 6 4 1 11-2 16
SLMirren........12 6 15 13-14 13
Hearts...........12 5 1 6 11-16 11
DundeeUtd........11 4 1 6 13-15 9
Dumbarton........12 3 3 6 12-15 9
Durtdee..........12 3 2 7 16-20 8
Hibernian........12 3 2 7 11-19 8
Morton..........12 2 19 10-31 5
Airdrie er efst í 1. deild með 19 stig
en Clydebank hefur 17 stig. _ ys
september og féllu því úr öðru
sæti niður í það fjórða. Það var
Coventry sem fékk miðvikudags-
liðið í heimsókn og sigraði 1-0 -
Terry Gibson skoraði sigurmark-
ið eftir 26 mínútur. Leikurinn var
ákaflega harður og baráttan gíf-
urleg og Coventry varðist með
kjafti og klóm í eigin vítateig síð-
asta korterið.
„Ef ég ætti að telja upp öll færi
Tottenham yrði ég að fá sérstak-
an þátt sem stæði til miðnættis",
sagði tíðindamaður BBC á White
Hart Lane um viðureign Totten-
ham og Stoke. Tottenham hafði
gífurlega yfirburði og eftir 10
mínútna leik höfðu Clive Allen
og John Chiedozie skorað, 2-0.
Ekki batnaði útlitið hjá Stoke er
George Berry var rekinn útaf
fyrir að brjóta gróflega á Mark
Falco skömmu fyrir hlé. En á
ótrúlegan hátt tókst Tottenham
að komast hjá því að skora uns
Allen gerði sitt annað mark á 75.
mín. Graham Roberts átti svo
lokaorðið, 4-0, er hann skoraði
úr vítaspyrnu. Clive Allen og
Glenn Hoddle voru settir inní lið
Tottenham fyrir Garth Crooks og
Mike Hazard sem hafa leikið
mjög vel að undanförnu.
Það var óhætt að reikna með
markaregni þegar sóknarliðin
miklu, Watford og Newcastle,
mættust á Vicarage Road. Wat-
ford hefði átt að sigra með mikl-
um mun en léleg færanýting og
opin vörn leiddu til 3-3 jafnteflis.
Neil McDonald og Peter Beards-
ley komu Newcastle í 0-2 en Lut-
her Blissett og Worrell Sterling
voru aðeins tvær mínútur að
jafna, 2-2. Ken Wharton kom
Newcastle yfir á ný en Blissett
jafnaði fyrir Watford, 3-3, mín-
útu fyrir leikslok eftir sendingu
frá Nigel Callaghan.
Til að snúa á verstu ólátasegg-
ina léku Miðlandalandsliðin
Leicester og Aston Villa kl. 11 á
laugardagsmorguninn og af þeim
sökum féll sá leikur af seðli Get-
rauna. Leikmenn Aston Villa
hljóta að hafa farið seint að sofa,
um kl. 12.45 vöknuðu þeir upp
við vondan draum og 5-0 tap gegn
liði Leicester sem hafði helgina
áður steinlegið með sömu marka-
tölu gegn Sheff. Wed. Gary Lin-
eker skoraði 3 marka Leicester,
Steve Lynex eitt úr vítaspyrnu og
Peter Eastoe eitt.
Mick Channon, hinn 37 ára
fyrrum landsliðsmaður og núver-
andi hrossabóndi, lék sinn 850.
leik á ferlinum er Norwich fékk
QPR í heimsókn. Channon
skoraði sjálfur í fyrri hálfleik og
John Deehan tryggði Norwich
sigur, 2-0, með marki eftir hlé. í
leikhíéi höfðust leikmenn lið-
anna við í tjöldum þar sem aðal-
stúka Norwich og búningsklefar
brunnu til grunna í eldsvoða á
fimmtudag.
Kerry Dixon getur skorað mörk í
öllum deildum. Síðustu tvö ár
raðaði hann inn mörkum í 3. og 2.
deild og á laugardag gerði hann
bæði mörk Chelsea sem vann
Ipswich 2-0 á Stamford Bridge.
Dixon hefur skorað nær helming
marka Chelsea í haust.
Sunderland er komið í áttunda
sæti og stefnir á sinn besta árang-
ur í áratugi. Gordon Chisholm,
Roger Wylde (víti) og Nick Pick-
ering skoruðu mörkin gegn
Luton.
Southampton er búið að negla
saman sína sterku vörn á ný og
hélt markalausu jafntefli í West
Bromwich. Liðið hefur þá aðeins
fengið á sig eitt mark í síðustu
fjórum leikjunum.
Smith brosti
útað eyrum
Jim Smith, framkvæmdastjóri
Oxford sem var rekinn frá Birm-
ingham ekki alls fyrir löngu, gat
leyft sér að skælbrosa eftir að
hafa gert 0-0 jafntefli í toppleik
liðanna í 2. deild í Birmingham.
Þeir hjá Birmingham óttuðust
greinilega nýliðana mjög og léku
með fimm manna vöm á heima-
velli. Oxford réð gangi leiksins en
náði ekki að skora - heldur þó
efsta sætinu því sex efstu liðum 2.
deildar mistókst að sigra.
Portsmouth tapaði óvænt heima
gegn reynslulitlu liði Wolves, 0-1.
Jim Melrose skoraði eina mark
Úlfanna sem léku með tvo 17 ára
nýliða. Blackbum tapaði í Manc-
hester fyrir City og byrjaði á að
skora sjálfsmark. Andy May kom
City í 2-0 en Noel Brotherston
lagaði stöðuna fyrir Blackbum.
Peter gamli Lorimer skoraði
fyrra mark Leeds gegn Middles-
boro og Kevin Arnott og Keith
Edwards vom meðal marka-
skorara Sheff. Utd gegn Wimble-
don. Peter Nicholas og Alan Ir-
vine komu Cr. Palace tvívegis yfir
gegn Fulham en Gordon Davies
og Cliff Carr jöfnuðu jafnharðan.
Cardiff og Notts County töpuðu
bæði í tíunda skipti í 12 leikjum -
Cardiff komst þó í 2-0 en fiski-
mennirnir frá Grimsby svöraðu
bara fjórum sinnum í staðinn.
- VS
Liverpool sólarhring
í fallsæti!
Kenny Dalglish lék mjög vel er Liverpool vann Nottm. Forest.
Stökkupp íl3.
sœti með 0-2 sigri í
Nottingham á
sunnudag
Ótrúlegt en satt - Englands- og
-Evrópumeistarar Liverpool í
knattspyrnu sátu í fallsæti ensku
1. deildarinnar, því tuttugasta,
eftir leikina á laugardag. Þau
undur og stórmerki stóðu þó að-
eins í einn sólarhring, á sunnudag
náðu meistararnir að vinna góð-
an útisigur í Nottingham gegn
Forest, 0-2, og lyfta sér upp um
heil sjö sæti. Fyrsti sigur liðsins í
átta leikjum í 1. deild.
Liverpool var betri aðilinn á
City Ground þó Nottingham For-
est, sem hefði komist í fimmta
sæti með sigri, pressaði stíft í fyrri
hálfleik. Kenny Dalglish var
maðurinn á bakvið sigurinn -
hann sendi á Ronnie Whelan sem
skoraði með skalla á 36. mín. og
gaf síðan á Ian Rush sem skoraði
af nokkurra sentimetra færi á 51.
mín.
- VS
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN