Þjóðviljinn - 20.11.1984, Page 2

Þjóðviljinn - 20.11.1984, Page 2
I IÞROTTIR ÍÞROTTIR V-Þýskaland „Bayer- Víkingurinn skoraði tvisvar“ Besti leikur Lárusar - skoraði tvö. Ásgeir skoraðifallegasta mark helgarinnar Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni Þjóðviljans í V-Þýskalandi: Lárus Guðmundsson lék sinn langbesta leik í Bundesligunni í knattspyrnu á laugardaginn þeg- ar Bayer Uerdingen varð fyrsta liðið til að sigra í Karlsruher á þessu keppnistimabili. Það var stórsigur, 4-0, og skoraði Lárus tvö markanna og lagði eitt upp og var hann valinn í „lið vikunnar“ hjá Kicker - fékk 2 í einkunn. „Bayer-Víkingurinn skoraði tvisvar“ er flennifyrirsögn í Ex- press og í einni álíka í Kicker segir: „Guðmundsson hefur meðfædda eiginleika til að skora mörk“. Honum er hælt mjög fyrir leik sinn og var vel fagnað af leik- mönnum og stuðningsmönnum Uerdingen. Á 29. mínútu byrjaði fjörið - Lárus gaf góða sendingu á Wolf- gang Scháfer sem þurfti bara að ýta knettinum yfir marklínuna, 0- 1. Lárus átti síðan hörkuskot í stöng á 38. mín.. Á 49. mín. skoraði Dietmar Klinger með góðu skoti, 0-2, á 52. mín. stakk Lárus tvo varnarmenn af og skoraði af öryggi, 0-3, og sama leik lék hann aðeins sjö mínútum síðar. Undir lokin hefðu leik- Lárus Guðmundsson lék sinn besta leik í Bundesligunni á laugardag. menn Uerdingen getað bætt við mörkum en voru einum of kæru- lausir. Ásgeir Sigurvinsson skoraði fallegasta mark dagsins í Bund- esligunni. Á 8. mínútu leiks Stuttgart í Mönchengladbach komst hann inní sendingu við eigin vítateig og brunaði upp all- an völl. Varnarmaður Gladbach gerði örvæntingarfulla tilraun til að stöðva hann og hékk í honum drjúgan spöl en Ásgeir hristi hann af sér og þrumaði síðan í bláhornið af 20 metra færi, 0-1. Nico Claesen hjá Stuttgart var rekinn af leikvelli á 53. mfn. og skömmu síðar skoraði Gladbach tvívegis. Fyrst Hans-Jörg Criens og síðan gerði Bernd Förster sjálfsmark - knötturinn stefndi framhjá Stuttgartmarkinu þegar Förster kom aðvífandi og hugðist hreinsa frá en þrumaði í eigið marknet. Leikurinn var lélegur og það eina merkilega var mark Ásgeirs. Hann fékk 3 í einkunn í Kicker. Urslit á laugardag urðu þessi: Hamburger-Mannheim.............5-2 Frankfurt-Dortmund.............2-1 Braunschwelg-Bielefeld.........0-0 Kalserslautern-Bremen..........2-2 Karisruher-Uerdlngen...........0-4 Leverkusen-Bayern Múnchen......3-0 Bochum-Köln....................1-3 Gladbach-Stutgart..............2-1 Schalke-Dússeldorf.............1-0 Blak Víkingar veittu HK hörkukeppni Víkingar veittu HK harða og hressilega keppni í 1. deild karla í blaki í Hagaskólanum í fyrra- kvöld. HK náði að sigra 3-1 og komast í efsta sæti deildarinnar en með talsverðri fyrirhöfn. Víkingar fengu 15 tækifæri til að gera útum fyrstu hrinuna! Þeir voru yfir 14-13 drykklanga stund en HK náði síðan að snúa leiknum sér í hag og vinna 14-16. Víkingur vann aðra hrinuna glæsilega, 15-5, en HK náði síðan að vinna næstu tvær, 11-15 og 13- 15, og tryggja sér sigur. IS fór létt með Framara, 3-0. Hrinurnar enduðu 15-11,15-6 og 15-9. í 1. deild kvenna mættust KA og Þróttur tvívegis á Akureyri. Þróttur vann 0-3 (10-15,4-15,10- 15) á föstudagskvöldið og aftur 0-3 (2-15, 13-15, 10-15) á laugar- daginn. Loks vann ÍS Víking í fyrrakvöld, 3-0 (15-13,15-11,15- 6). Þróttur Neskaupstað fékk HSK í heimsókn í 2. deildinni á laugardaginn og náðu sunnlend- ingarnir að vinna, 2-3. Hrinurnar enduðu 15-9, 9-15, 8-15, 15-7 og 11-15. Körfubolti Haukar unnu Haukar sigruðu Njarðvík 35- 25 í 1. deild kvenna í Njarðvík á laugardaginn. Sólveig Pálsdóttir skoraði 11 stig fyrir Hauka, Svan- hildur Guðlaugsdóttir 9 og Ásta Óskarsdóttir 8 en stigahæstar hjá Njarðvík voru Dóra Magnúsdótt- ir með 9 stig og Sigríður Guð- bjömsdóttir með 6 stig. Badminton Kraftlyftingar Heimsmetið ekki gilt! Torfi Ólafsson, KR, bætti heimsmet sitt í réttstöðulyftu um 20 kg á bikarmóti KR í kraftlyftingum á laugardaginn. Torfi, sem er handhafi fjögurra heimsmeta í unglingaflokki, lyfti 340 kg en það fæst ekki staðfest sem heimsmet þar sem dómarar á mótinu uppfylltu ekki alþjóðleg skilyrði. Þrjú komust í aoalkeppnina Fjórir íslendingar tóku þátt í Norðurlandamótinu í badminton sem haldið var í Osló um helgina, Broddi Kristjánsson, Guðmund- ur Adolfsson, Kristín Magnús- dóttir og Þórdís Edwald, öll úr TBR. Fyrst fór fram forkeppni með þátttöku íslensku, norsku og finnsku keppendanna. Broddi, Þórdís og Kristín komust öll í gegnum hana með tveimur sigr- um en töpuðu síðan öll fyrir sænskum andstæðingum í aðal- keppninni. Guðmundur féll úr í forkeppninni. Broddi og Guðmundur lentu gegn heimsmeisturunum dönsku, í tvíliðaleik karla, Steen Fladberg og Jesper Helledie, og stóðu sig ágætlega. Danirnir sigruðu 15-3 og 15-6. Þórdís og Kristín töpuðu fyrir sænskum stúlkum í tvíliða- leik kvenna, Broddi og Kristín fyrir dönsku pari og Þórdís og Guðmundur fyrir sænsku pari í tvenndarleik. -VS Atli Eðvaldsson náði sér ekki á strik þegar Dússeldorf tapaði í Schalke en fékk þó 3 í einkunn í Kicker. Þetta var lélegasti leikur helgarinnar - Dieter Schatzsc- hneider skoraði eina markið með góðu skoti. Leikur Braunschweig og Bielef- eld var hinn sögulegasti þótt ekk- ert mark hefði verið skorað. Pet- er Lux hjá Braunschweig brenndi af vítaspymu og tveir leikmenn Bielefeld, annar þeirra mark- vörðurinn, voru reknir af leikvelli. Þjálfari Bielefeld vildi að iið sitt gengi af leikvelli í mót- mælaskyni en var talaður til. Bayem Múnchen fékk skell gegn miljónaliði Leverkusen sem loks sýndi eitthvað. Bayern var yfirspilað og hefur gefið mjög eftir að undanförnu. Werder Bremen klúðraði niður unnum leik í Kaiserslautern, leiddi 0-2 þegar 10 mínútur voru eftir - Uwe Reinders og Gúnter Her- mann höfðu skorað en Thomas Allofs og Gerhard Bold jöfnuðu. Hamburger lék vel í hálftíma og það dugði til að vinna Mannheim 5-2. Köln var þrælheppið í Boc- hum og Toni Schumacher færði liðinu 1-3 sigur með heimsklassa- markvörslu. Efstu og neðstu lið Bundeslig- unnar eru þesi: Bayern M........13 8 3 2 27-16 19 Bremen..........14 5 7 2 37-24 17 Hamburger.......14 5 7 2 26-20 1 7 Kalserslautern..14 5 7 2 23-18 17 Gladbach........13 6 4 3 39-24 16 Uerdlngen.......14 7 2 5 30-21 16 Næstu leikir eru annað kvöld í Hagaskóla. Þróttur og ÍS leika í karlaflokki kl. 18.30, Fram- Víkingur kl. 20 og loks Víkingur og Breiðablik í kvennaflokki kl. 21.30. -VS Diisseldorf 10 Blelefeld ...14 1 8 5 1 3-30 1 0 Dortmund ...14 4 1 9 16-26 9 Braunschweig.... ... 14 4 1 9 21-36 9 Handbolti Góður Framsigur Fram vann góðan sigur á Haukum í Hafnarfirði, 25-17, í 2. deild karla í handknattleik á laugardaginn. Staðan er þá þessi í 2. deild: KA.......4 4 0 0 101-85 8 Fram.............5 3 HK...............4 3 Fylkir...........3 1 Haukar...........3 1 ÞórAk............4 0 Armann...........2 0 1 1 0 1 1 1 0 2 1 3 0 2 120-109 93-87 66-73 65-69 89-96 39-44 Steindór Gunnarsson svífur innaf línunni og skorar sitt mark í leiknum, 18-21. (Mynd: Atli). Handbolti/IHF-keppnin „Vorum þreyttir og héldum ekki haus“ Lokamínútur beggja hálfleikja slœmar og Valur missti tvívegis niður gott forskot Með normal leik úti komumst við áfram segir Jón Pétur „Þarna í lokin vorum við orðnir þreyttir 'eftir 50 mínútna keyrslu og héldum ekki haus. Við klúðruðum hraðaupphlaupum og dauðafærum á meðan þeir kláruðu sínar sóknir. En við förum þó með þrjú mörk í plús til Svíþjóðar, á leiknum i Ystad verða 2-300 íslenskir áhorfendur og afhverju ættum við ekki að geta haldið jöfnu gegn þeim úti? Annað eins hefur nú gerst í Evrópukeppni,“ sagði Valsar- inn leikreyndi, Jón Pétur Jónsson, í samtali við Þjóðviljann eftir 20-17 sigur Vals á Ystad í Laugardalshöll- inni í fyrrakvöld. Lokamínútur beggja hálfleikja gerðu útslagið um að Valur vann að- eins þriggja marka sigur. Valur var yfir frá fyrstu mínútu, staðan eftir 19 mínútur var 6-1, en Ystad sótti sig undir lok fyrri hálfleiks og minnkaði muninn í 10-8. Valur stakk aftur af eftir hlé og staðan var 19-12 þegar átta mínútur voru eftir, en Ystad gerði fimm mörk gegn einu á lokakaflanum. „Það er ekkert við þessu að gera, leikur okkar var sveiflukenndur og við vorum óheppnir að sveiflan var okkur í óhag þegar flautað var til leiksloka. Mér sýnist engin ástæða til að vera hræddur við leikinn í Y stad, miðað við þennan leik er frekar ástæða til- bjartsýni. Þeir voru aldrei í samkeppni við okkur nema þegar við vorum manni færri, þá skoruðu þeir flest sín mörk,“ sagði Hilmar Björnsson þjálf- ari Vals. Það var greinilegt á leik Valsmanna að þeir eru ekki komnir í neina leikæf- ingu, enda ekki furða. Reykjavíkur- mótið í september og einn leikur í l.deild, léttur, eru einu verkefni liðs- ins til þessa. Sóknarleikurinn var stirður og þunglamalegur en línuspilið þó gott. „Við munum beita því mikið meira úti, þeir leika vörnina framar- lega og opna hana mikið,“ sagði Jón Pétur. Hann var besti maður liðsins í fyrrakvöld ásamt Einari Þorvarðar- syni markverði sem varði ein átta skot í hvorum hálfleik. Jón Pétur skoraði góð mörk og átti árangursríkar línu- sendingar. Valdimar Grímsson var ógnandi í hægra horninu en hann og hinir ungu leikmennirnir í liðinu voru mistækir - reynsluleysið í Evrópu- keppni sagði oft til sín. Þorbjörn Jens- son batt vel saman góða vörnina og þar var nafni hans Guðmundsson einnig sterkur en Jensson gerði sig sekan um nokkur sóknarmistök. Ystad var ekki sannfærandi, lítil ógn- un nema hjá hinum öfluga horna- manni, Lars Faxe, sem hélt liðinu á floti á þýðingarmiklum köflum. „Með normal leik úti komumst við áfram í keppninni,“ sagði Jón Pétur og það ætti vissulega að geta reynst rétt hjá honum. Mörk Vals:Jón Pótur 6 (1 víti), Valdimar 3, Þorbjörn J. 3, Geir Sveinsson 2, Jakob Sigurðs- son 2, Július Jónasson 2, Steindór Gunnarsson 1 og Theodór Guðfinnsson 1. Mörk Ystad: Faxe 7 (2), S. Rassmusson 3, B. Rassmusson 2, Nyberg 2, Larsson 1, Magnus- son 1 og Eriksson 1. Dönsku dómaramir Jensen og Knu- dsen dæmdu mjög vel framan af en einstakir dómar þeirra seinni hlutann vöktu furðu. -VS Körfubolti/ Úrvalsdeild Karfa Guðna kom of seint Haukar unnu nauman sigurá KR, 79-78 Haukar sigruðu KR í æsi- spennandi leik í Hafnarfirði á sunnudaginn. Lokatölur urðu 79- 78 og skoraði Pálmar Sigurðsson sigurkörfuna sex sekúndum fyrir leikslok. Staðan í hálfleik var 36- 34, Haukum í vil. Leikurinn var mjög jafn fram- anaf og skiptust liðin á um að hafa forystu og var mikið um mis- tök hjá báðum liðum. í síðari hálfleik voru það KR-ingar sem vom yfir nær allan tímann og lengi leit út fyrir að þeir færu óvænt með bæði stigin heim. Munurinn var mestur átta stig en þá tóku Haukar að saxa á for- skotið. Þegar ein mínúta var eftir var staðan 78-75 fyrir KR en Hálfdán Markússon minnkaði muninn í 78-77 þegar 45 sek. voru eftir. KR-ingar hófu sókn en vörn Hauka var sterk og þeir náðu ekki skoti innan 30 sekúndna. Haukar fengu þá knöttinn og Pálmar skoraði með langskoti, 79-78. KR-ingar brunuðu fram og Guðni Guðnason skaut og skoraði en það var of seint - leiknum var lokið með sigri Hauka sem því eru í öðru sæti úrvalsdeildarinnar. Pálmar Sigurðsson og Ólafur Rafnsson áttu mjög góðan leik og voru bestir í liði Hauka. Einnig var ívar Webster góður í vörninni en oft á tíðum mistækur í sókn- inni þó hann hafi skorað 20 stig. Hjá KR-ingum voru það aðeins þeir Guðni Guðnason og Birgir Mikalesson sem spiluðu af eðli- legri getu. Stlg Hauka: Pálmar 22, Ivar Webster 20, Ólafur 12, Hálfdán 8, Kristinn Kristins- son 8, Reynir Kristjánsson 3, Henning Henningsson 2 og Sveinn Sigurbergsson 2. Stlg KR: Guöni 22, Birgir 20, Þorsteinn Gunnarsson 10, Ástþór Ingason 8, Ólafur Guðmundsson 7, Ómar Scheving 6 og Kristján Rafnsson 5. ~Logi Körfubolti Aftur vann ÍBKFram Keflvíkingar sigruðu sína skæðustu keppinauta í 1. deildinni í körfuknattleik, Fram- ara, öðru sinni í vetur á sunnu- daginn, 86-84 í Hagaskóla. Jón Kr. Gíslason átti stórleik með ÍBK og skoraði 24 stig en Guðjón Skúlason gerði 21. Jóhann Bjarnason skoraði 25 stig fyrir Fram, Ómar Þráinsson 17 og Þor- valdur Geirsson 16. Grindvíkingar unnu Laugdæli auðveldlega í Njarðvík, 70-46. Eyjólfur Guðlaugsson skoraði 34 stig fyrir Grindavík og Guð- mundur Bragason 13 en Ingi Þorkelsson, Bjarni Þorkelsson og Ingólfur Kjartansson gerðu 10 stig hver fyrir Laugdæli. -VS Handbolti/l.d.kv. Tveir skellir Eyjastúlkna Erla skoraði sautján Nýliðar ÍBV höfðu lítið að gera í risana í 1. deildinni, FH og Fram, um helgina. Hvorugt lið lenti í erflðleikum með óstyrkar Eyjastúlkurnar, FH vann ÍBV 29- 15 á laugardaginn og Fram vann ÍBV 34-12 á sunnudag. í Hafnarfirði tók FH strax for- ystu, 3-0, og leiddi 15-5 í hálfleik. Mestur varð munurinn 25-10 seint í leiknum. Kristjana Ara- dóttir skoraði 8 (2) mörk fyrir FH, Kristín Pétursdóttir 5 og Sig- urborg Eyjólfsdóttir 4. Eyrún Sigþórsdóttir, örvhent vinstri- handarskytta, er langöflugust í liði ÍBV og hún skoraði 6 mörk og Ragna Birgisdóttir 3. Leikur Fram og ÍBV í Höllinni var jafn uppað 5-5 en síðan var það búið. Fram komst í 17-6 fyrir hlé og vann 34-12. Erla Rafns- dóttir skoraði hvorki meira né minna en 17 mörk fyrir Fram, Guðríður Guðjónsdóttir 7, Mar- grét Blöndai 4 og Sigrún Blom- sterberg 4. Eyrún skoraði 6 mörk fyrir ÍBV og Guðrún H. Aðal- steinsdóttir 2. -HrG Ítalía Maradona hefur enn eina ferðina komiðsérívandræði- nú slóst hann við andstaeðing. Maradona fékk rautt Diego Maradona var rekinn útaf við annan mann fyrir slagsmál þegar lið hans, Napoli, gerði jafntefli við Ascoli, 1-1, í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Meistarar Juventus töpuðu eina ferðina enn og eru nú í sjötta neðsta sæti. Það var beiskur ósigur, 1-2 gegn sambýlingum sínum Torino í hörku- spennandi leik. Michel Platini kom Juventus yfir eftir 15 mínútur en Torino jafnaði í byrjun síðari hálfleiks. Sigurmark Torino gerði síðan Serino þegar 30 sekúndur voru til leiksloka. Verona gerði markalaust jafntefli við Sampdor- ia og er áfram ósigrað og hefur 15 stig eftir 9 leiki. Torino hefur 14 stig, Inter Milano og Sampdoria 12 stig og AC Milano 11. - VS 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 20. nóvember 1984 Pálmar Sigurðsson er með besta meðalskor í úrvalsdeildinni, 27 stig að meðaltali. Stadan í úrvalsdeildinni: Njarðvfk.....6 5 1 517-106 10 Haukar.......4 3 1 347-315 6 Valur........5 3 2 426-395 6 KR...........4 2 2 300-288 4 (R...........5 1 4 357-401 2 ÍS...........4 0 4 265-407 0 Stigahæstir: Valur Ingimundarson, Njarðv. ...158 PálmarSigurðsson, Haukum ....108 ívar Webster, Haukum.....81 Tómas Holton, Val........81 Hreinn Þorkelsson, ÍR.....79 Körfubolti/Úrvalsdeild IR náði ekki skoti Valur vann ÍR 78-76 í jöfnum og spennandi leik Síðustu 32 sekúndurnar í leik Vals og IR voru ÍR-ingar með boltann, 78-76 undir, og gátu ríyggt , sér framlengingu eða sigur. Á öllum þessum tíma náðu þeir ekki skoti fyrir ágengri Val- svörninni og máttu sætta sig við ósigur í þessum jafna og spenn- andi leik. Viðureignin í Seljaskóla á sunnudagskvöldið var tvísýn all- an tímann. ÍR hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik og var mest yfir 21- 34 en Valur minnkaði muninn í 40-43 fyrir hlé og komst síðan strax yfir, 48-43. Seinni hálfleikur var allur hnífjafn, Valur yfir nema þegar ÍR komst í 65-69. Valur svaraði strax, 72-71, og hélt sínum hlut í lokin. Valsliðið var jafnt. Kristján Ágústsson, Torfi Magnússon, Tómas Holton, Jón Steingríms- son og Leifur Gústafsson gerðu allir góða hluti en allir nema Kristján gerðu sig einnig seka um slæmar skyssur. Aldrei þessu vant voru innáskiptingar Vals mjög skynsamlegar og skiluðu sér í engum villuvandræðum undir lokin. ÍR-liðið hefur tekið greini- legum framförum og er á réttri leið. Hreinn Þorkelsson var yfir- burðamaður í fyrri hálfleik og skoraði þá 23 af 43 stigum ÍR en síðan lét hann reka sig útaf þegar átta mínútur voru eftir fyrir óþarfa munnsöfnuð. Gylfi Þork- elsson átti góða spretti og Karl Guðlaugsson lék skemmtilega í lokin. Ragnar Torfason var sterkur í fráköstunum og Kristinn Jörundsson þjálfari hafði góð áhrif á liðið þegar hann var inná. Stlg Vals: Kristján 14, Tómas 14, Torfi 14, Leifur 13, Jón 10, Björn Zoega 7 og Einar Ólafsson 6. Stig ÍR: Flreinn 26, Gylfi 14, Karl 11, Björn Steffensen 9, Kristinn 6, Ragnar 4, Benedikt Ingþórsson 4 og Hjörtur Oddsson 2. Hörður Tulinius og Jóhann Dagur dæmdu þokkalega. -HG Ragnar Ólafsson stóð sig vel í Róm ásamt Sigurði Péturssyni. Golf Island í 29. sæti íslsnd, nánar tiltekið Sigurður Pétursson og Ragnar Ólafsson, hafnaði í 29. sæti af 33 þjóðum í heimsmeistarakeppninni í golfi sem lauk í Rómarborg um helg- ina. Allir keppendur nema þeir tveir voru atvinnumenn en þjóð- irnar sem höfnuðu fyrir aftan Is- land voru Danmörk, Grikkland, Bermúda og Jamaíka. Ragnar og Sigurður voru í 29. sætinu nánast alla keppnina. Spánverjar urðu öruggir sigur- vegarar, höfðu forystu allan tím- ann og létu hana ekki af hendi. Skotar komu næstir, átta höggum á eftir, og sveit Taiwan hafnaði í þriðja sæti. Körfubolti A gegn B í Njarðvík Landsliðsnefnd KKÍ gengst i kvöld fyrír skemmtikvöldi í Njarðvík til stuðnings landsliðinu í körfuknattleik. Fjögur atríði eru á dagskrá, fyrst leikur Suður- nesjaúrval við „gamla“ landsliðs- menn af Suðurnesjum, Gunnar Þorvarðarson, Jónas Jóhannes- son, Þorsteinn Bjarnason og fleiri. Næst leika Keflavík og Njarðvík í minnibolta, þá verður keppni í þriggja stiga skotum og loks er það rúsínan - leikur A- landsliðsins gegn B-Iandsliðinu. A-landsliðið er þannig skipað: Pálmar Sigurðsson, Tómas Holt- on, Jón Kr. Gíslason, Hreinn Þorkelsson, ívar Webster, Sturla örlygsson, Birgir Mikaelsson, Guðni Guðnason, Torfi Magnús- son og Valur Ingimundarson. B-liðið skipa: ísak Tómasson, Henning Henningsson, Ólafur Guðmundsson, Hjörtur Odds- son, Ragnar Torfason, Kristinn Kristinsson, Gylfi Þorkelsson, Ólafur Rafnsson, Leifur Gústafs- son, Hreiðar Hreiðarsson og Björn Steffensen. Skemmtunin hefst kl. 20. Þriðjudagur 20. nóvember 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11 r

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.